Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 Hér&rtú DV Beðmálskonur hittast á ný Sarah Jessica Parker fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum á Plaza-hótelinu í New York. Meðai gesta voru stöllur hennar úr þáttunum Beðmál í borginni, þær Cynthia Nixon, Kim Cattrall og Kristin Davis. Það kom mörgum á óvart að þær skyldu mæta í afmælið en sögusagnir hafa verið um að þær stöllur séu ekki á eitt sáttar eftir að Kim Cattrall neitaði að leika í bíó- | mynd sem átti að vera óbeint framhald af Beðmálunum. Hvort breytingar verði þar á er ólíklegt að segja til um en Sarah Jessica er nú við tökur á kvikmyndinni „The Family Stone." Er Britney ólétt eöa bara iöt í ræktinni? Kevin sækir í félagsskap fylgdarkonu Kevin Federline, eiginmaður Britney Spears, fór í skemmtiferð til Las Vegas og skildi hann Britney eftir eina heima. Kevin og vinir hans eru sagðir hafa eytt hluta helgar- innar með V.I.P-fylgdarkonu en Kevin og fylgdarkonan náðu vel saman að sögn við- staddra. Sögur herma að Britney sé ólétt en hún hefur bætt nokkuð á sig upp á síðkastið. Ef svo er þá er það ekki í fyrsta skipti sem Kevin yfirgefur ólétta eiginkonu sína, en hann yfirgaf fyrrverandi eiginkonu sína þegar hún var ólétt af barni þeirra fyrir Britney. T og Sharon Osboume urðu að flýja heimili sitt í fyrrakvöld eft- ir að eldur braust út í stofunni þeirra. Hjónakomin vom að slaka á heima fyrir þegar reykskynjarinn fór allt í einu í gang. í ljós kom að eldur hafði læst sig í panelnum á einum veggnum. Á orskotsstundu fylltist stofan af svörtum reyk. „Við rétt náðum að bjarga hundunum slö og köttunum, hringja á! ið og hlaupa út,“ segir Sharon. Engan sakaði en allt í stofunni er ónýtt. Söngkonan Anna Mjöll Ólafs- dóttir er yfir sig ástfangin i LA Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona, er yfir sig ástfangin en hún og kærasti henn- ar, Jerry Sorrentino, hafa verið saman í sex vikur. „Þetta gengur rosa vel hjá okkur. Við búum ekki saman en hver veit nema að það breytist síðar meir,“ segir Anna Mjöll. Jerry, sem er af ítölskum ættum, er heimsmeistari í kappsiglingum og hann ku vera ansi hrifinn af íslenskum konum. „Við héldum fyrsta íslendinga- partíið okkar um páskana og hann sagðist aldrei hafa hitt eins margar failegar konur á einu kvöldi," segir Anna Mjöll hlæjandi. Anna Mjöll er um þessar mundir að klára tvo geisladiska sem munu jafnvel verða gefnir út af plötuútgáfufyrirtæki í Nashville, höfuðborg kántrítónlistarinnar í Bandaríkjunum. „Eg fór til Nashville um daginn og það var rosalega gaman. Það ættu allir að fara einu sinni til Nashville á ævinni og upplifa kúrekahattana og stemminguna þar,“ segir Anna Mjöll. Þegar u'mi gefst til nýtur Anna Mjöll þess sem borgin og nágrennið hafa upp á að bjóða. „Mér þykir mjög gott að fara í heilsulindir, borða sushi, fara í göngu- ferðir hér í hæðunum og margt fleira. Svo föiurn við Jerry stundum saman á Harley- mótorhjólið hans og í sumar stefnum við á að fara í river rafting saman." Önnu Mjöll líkar vel að búa í L.A. en hún er búin að búa þar samfleytt í átta ár en hefur verið með annan fótinn í L.A meira og minna í þrettán ár. „Það er mjög fi'nt að búa hérna. Ég bý í hverfinu Val- encia og þar vaknar maður við fuglasöng- inn á morgnana." En hvað með bameignir? „Ja, ég er nú búin að vera að hugsa um bameignir en ég hef ekki hitt rétta manninn enn þá. Við skulum bara sjá til hvernig fer með Jerry," segir Anna Mjöll. Julio Iglesias, stórsöngv- ari og vinur Önnu Mjallar, er þó búinn að samþykkja Jerry fyrir önnu Mjöll. „Julio er búinn að.gefá honum ok-stimpilinn," segir Anna Mjöll hlæjandi að lokum. í kappsfglingum Sesselja Thorberg hefur vakið athygli fyrir hönnun sína og framkomu í Innfiti-útliti og augljóst er að hún hefur góða þekkingu á hönnun. Sesselja er menntaður iðn- og vöruhönnuður frá Listaháskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 2003 og hefur verið að fást við eitt og annað frá því að hún lauk námi. „Ég byrjaöi að vinna við þáttinn síðustu páska en þá var ég að undirbúa heimasíðu þáttarins. Frá því í haust hef ég verið aðstoöardagskrárgeröarmanneskja við þátt- inn og hef veriö með nokkur innslög," segir Sesselja. Sess- elja hefur mikinn áhuga á hönnun og fæst við eitt og annað tengt starfi sfnu. „Ásamt því að vinna við þáttinn þá tek ég að mér ýmis verkefni en núna er ég að hanna búð fcá a-ö, allt frá inn- réttingu og upp í ímynd búöarinnar. Búðin heitir Tvö líf og verður opnuð 9. aprfl en búðin verður með fatnað fyrir óléttar konur. Svo er ég meðal annars að taka í gegn innanhúshönnun í íbúð en því verkefni fer brátt að ljúka," segir Sesselja. „Vinnan mín er mitt aðaláhugamál og en svo mála ég lflca mikið og ég hef einnig gaman að því að ferðast innan- lands og fara í gönguferðir," segir Sesselja. Þegar hún er spurð um helsta áhugasvið sitt innan hönnunar þá stendur ekki á svarinu. „Það er algerlega innanhús- hönnun sem mér fixmst mest spennandi. Annars er mitt áfit að hönnunargreinar séu að renna svolítið saman og línumar á milli eru að hverfa. Flestir hönnuðir sem ég þekki til eru að fást viö flest allt sem viðkemur hönnun." Framundan er spennandi tími hjá Sesselju en hún er að fara að gifta sig í haust. Sá heppni heitir Magnús Sævar Magnússon, fjármálastjóri, og saman eiga þau einn son. Það verður því eflaust í nógu að snúast hjá henni við imd- irbúning brúðkaupsins í sumar sem verður án vafa mjög glæsilegt. ...-wmmam T 1 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.