Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Fréttir DV Spila bingó í bankanum Keflvíkingar hafa tekið nýju númerakerfi í biðröð- inni í Sparisjóð bæjarins með virktum og nota nú kerfið sér til skemmtunar meðan beðið er, samkvæmt fréttum Víkurff étta. Segir þar að viðskiptavinir geti borið númer sitt saman við bingóspjald hjá gjaldkera og geti unnið vinning ef núm- erin stemma við bingó- spjaldið. Vinningshafa átti að velja í gær. Leyfislausir Lettardæmdir Þrír Lettar voru dæmdirí mánaðarlangt skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að stunda atvinnu hér á landi án rétt- inda. Lögreglan á Selfossi handtók mennina þar sem þeb voru við vinnu í Ámes- sýslu á fimmtudag. Þeir gátu ekki framvísað gögnum um atvinnuleyfi. Við yfirheyrslur kom fram að kona í Lett- landi hefði haft milligöngu um að útvega þeim vinnu. Sú kona hefur komið við sögu í svipuðum málum áður. Þetta er í annað skipti á viku sem atvinnuleyfis- lausir erlendir verkamenn eru dæmdir á Suðurlandi. Ofsahraði í Fossvogi Lögreglan í Kópavogi stöðvaði ökumann á mikl- um hraða á móts við Nesti í Fossvogsdalnum. Bifreið ökumannsins var mæld á 125 kílómetra hraða en leyfður hámarkshraði á veginum er 70 kílómetrar á klukkustund. Þá voru þrír aðrir ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi. Bflvelta í hálku og snjó Bfll valt í Norðurárdal við rætur öxnadalsheiðar snemma í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar var tvennt í bílnum og sluppu bæði með skrámur. Bíllinn er hins vegar talinn ónýtur. Snjór og hálka voru á veginum og grunar lögreglu að ekki hafi verið ekið í samræmi við að- stæður. Starfsmaður Vega- gerðarinnar tók fólkið upp í. Hann ók því á Akureyri þar sem það gekkst undir skoð- un á Fjórðungssjúkrahúsinu áAkureyri. Átökin í Ríkisútvarpinu tóku á sig óvænta mynd um hádegisbilið í gær þegar Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs, var fluttur á sjúkrahús. Óttuðust samstarfs- menn hans að Bogi hefði fengið hjartaáfall en svo reyndist ekki vera. Boga var þó haldið á sjúkrahúsi í nótt. Bogi á sjúkrahús í miðju fréttasljórastríðinu Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, var fluttur á sjúkrahús um hádegisbilið í gær. Gerðist það þegar ólg- an var hvað mest í höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins á fyrsta starfs- degi nýs fréttastjóra en líkt og aðrir yfirmenn Ríkisútvarpsins hefur BogiÁgústsson verið undir miklu álagi imdanfarna daga. „Sem betur fer var þetta ekki eins alvarlegt og menn óttuðust," segir Ágúst, sonur Boga, sem fylgd- ist grannt með líðan föður síns í gær. „Samstarfsfólki hans fannst hann eitthvað aumur og litlaus þannig að hann tók þá ákvörðun sjálfur að fara á sjúkrahús til örygg- is.“ Það var Benedikt Sigurðsson fréttamaður sem ók Boga á Land- spítalann við Hringbraut þar sem læknar gripu strax til sinna ráða: „Samstarfsfólki hans fannst hann eitthvað aumur og litlaus þannig að hann tók þá ákvörðun sjálfur að fara á sjúkrahús til öryggis." var ráð fyrir að Bogi yrði á sjúkra- húsinu yfir nóttina og fengi að því loknu að fara heim og á ný til starfa í Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson fékk sem kunn- ' ugt er hjartaáfall fyrir nokkrum misserum en náði aftur góðri heilsu eftir að hafa gengist undir aðgerð. aðeins verið í starfi í örfáar klukku- stundir með öllu sem því fylgdi þegar Bogi kenndi sér meins . og ákvað að leita sér hjálp- y'v ar á sjúkra- v húsi hið ® bráðasta. Starfsfolki brugðið fjl Óhug sló á starfsmenn Ríkisútvarpsins þegar fréttist að Bogi Ágústsson j| væri kominn á sjúkrahús. Vildu flestir kenna um því ástandi sem myndast hefur í stofnuninni vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafsson- ar í starf fréttastjóra. Auðun Georg Óþægileg tilfinning „Ég ók honum á sjúkrahúsið og fór síðan aftur í vinnuna," segir Benedikt sem stóð ekki á sama þegar hann ók yfirmanni sínum í skyndi úr Efstaleitinu og niður á Landspítala. „Þettavar ekkiþægileg tilfinning en það kom aldrei til tals að fá sjúkrabfl. Bogi vildi hafa þetta svona," segir Benedikt. Að sögn Að Ágústs Boga- sonar var líðan föður hans ágæt í gær en gert Benedikt Sigurðsson Fréttamaöurinn sem ók Boga á sjúkrahús. Bogi Ágústsson Varð aumur og litlaus imesta stressinu í Rlkisútvarpinu i gser. Ágúst Bogason Fylgdist grannt með llðan föðursíns Igær. Umdeild ráðning á lager Osta- og smjörsölunnar Þegar Svarthöfði var lagermaður hjá Osta- og smjörsölunni hér um árið var eitt sinn ráðinn yfirmaður á lagerinn sem við félagarnir á gólfinu vorum mótfallnir. Hann var ekki aðeins rauðhærður heldur líka svili aðstoðarmanns aðstoðarforstjór- ans. Auk þess hafði hann aldrei lagertrillu stýrt. Ekki fórum við félagarnir að senda allar pantanirnar af lagern- um heim til nýja lagerstjórans eða að þráspyrja hann hvort og hvenær hann hefði átt fund með sviðs- stjóra lagersviðs Osta- og smjörsöi- unnar aðeins til þess að segja hon- um að hann hefði vissulega fundað Svarthöfði með honum í gær - og það klukkan eitt! Það fór ein sígópása í þetta. Svarthöfði sagði við hina að honum þætti þetta fáránlegt og að gæinn hefði ekkert vit á lagernum. Tóti trilla sagði helvítis, djöfulsins, and- skotans og Steini stóri sagði skerum hann, sneiðum hann, bræðum hann. Þegar Fúsi froskalappir hafði sleppt orðunum „fokk itt maður" var máhð dautt. Svo þegar lagerinn gaf svilanum séns reyndist smjör drjúpa Hvernig hefur þú það' „Ég hefþað að sjálfsögðu mjög gott/'segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. „Sói er nú stöðugt að hækka á lofti og mikið að gerast og bjart framundan í Súðavíkurhreppi. Við erum að hefja byggingu á iðnaðarhúsnæði og tvö einbýlishús eru í byggingu, auk þess sem mik- illa frétta er að vænta á vordögum þegar niðurstöður stefnumótunarvinnu hreppsins verða kynntar." af hverju strái á hausnum á honum. Svarthöfði er orðinn vitstola af fréttum fréttamanna um sjálfa sig. Nóg var að þurfa að heyra stanslaus- ar fréttir um fjölmiðlafrumvarpið í fjölmiðlum í sumar án þess þó að þetta frumvarp kæmi nálægt því að snerta líf manns. Nú fer meirihlut- inn af fréttatíma fréttastofu ríkisins í hamslausa þörf fréttamanna til að segja frá því að yfirmaður þeirra hafi ráðið þeim yfirmann sem þeir vilja ekki. Þeir þekkja ekki muninn á yfir og undir. En þetta snertir fréttamennina. Þeir tala saman um þetta alla daga í hneykslunartón og svíkja síðan hlut- verk sitt vegna þess að fréttamatið brenglast. Þeir eiga að segja okkur, pöpulnum, fréttiraf okkar samfélagi - ekki bara af því sem varðar þá per- sónulega. Þetta er eins og lagermað- ur myndi brenglast og bara senda frá sér paprikuost því honum fyndist hann svo stórfenglegur á bragðið eða af því hann væri paprikubóndi í hjáverícum. Svarthöföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.