Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 17
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 1 7
Fréttbr
rblctð
_>>ul II 10«1
ww«^“ra‘“’
dópista bæjarins. Hann er sagður
hafa lifað meira eða minna á sölu
róandi lyfja og amfeta-
míns í töfluformi auk
ritalins sem hann fékk
ávísað á sjálfan sig hjá
læknum sem hann var í
kunningsskap við. Bragi
var með fleiri en einn
lækni í takinu og átti alltaf
nóg af lyfjum. Fíklarnir
vissu af honum og leituðu
til hans í neyð en dýrt var
dópið hjá Braga. Róandi lyf
eru ekki dýr og pakki eða
glas með 50 eða 100 töflum
kostar innan við þúsund
krónur samkvæmt verðlagi í
dag. En fyrir dópista í frá-
hvörfum var hver tafla dýr-
mæt og Bragi nýtti sér það
en sagnir herma að Bragi
hafi selt hverja töflu fyrir ekki
minna en fimm hundruð
krónur. Ritalinið og amfeta-
mínið seldi hann dýrara. Það
var því oft stöðugur straumur
til Braga, einkum um helgar
en hann var oftast heima við
og drukkinn.
i
i
4
4
’A
4
6S ára kaiitnanni banitð á htóiroiU sínu við KJ
Fimmta man
í Reykjavík
Hinn grunaði hefur áöur
_______ komiö viö sögu dómsmála
Geðsjúkur afbrotamaður
á reynslulausn
Sumir töldu hann lúra á
peningum
Misjöfnum sögum fer af
Braga og víst að ættingjar hans
kynntust annarri hlið hans en
þeir heimildarmenn okkar sem
leituðu til hans eftir dópi. Bragi
var ekki vinsæll hjá þeim en
hann þótti mikill gyðingur í við-
skiptum. Margir töldu hann eiga
meira fé en ætla mætti og hann
lægi á því heima eins og ormur á
gulli. Því var ekki óalgengt að
menn gerðu tilraun til að ræna
hann en Bragi sá við öllum, þó
drukkin væri. Eitt sinn réðst gest-
komandi piltur á hann og reyndi
að ná af honum mikilli lýklakippu
sem hann gekk jafnan með um
mittið og talið var að á henni væri
lykillinn að meintum auðæfum
hans. Bragi gerði sér þá lítið fyrir
og fleygði gestinum niður af svöl-
um húss síns en það er talsvert
fall og hið mesta lán að maðurinn
skyldi ekki stórslasast. Hann
slapp án teljandi meiðsla en hún
var fljót að fljúga fiskisagan í und-
irheimunum og Bragi fékk lengi
vel eftir þetta frið og menn þorðu
ekki að leggja til hans.
Á fyrri árum starfaði Bragi
lengi hjá Ríkisskipum en seinni
árin var hann við garðyrkju á
sumrin. Hann sló þá garða,
klippti tré og runna auk þeirra
verka sem til féllu í görðum á
4
A
a
A
i\
q
ú
saKaw3^ulf a
reynslulausn
bis. 14 og 15
Hörmungasaga Braga
Bragi hafði orðið konu sinni að
bana og var sjáifur drepinn af
geðsjúkum manni í Ibúð sinni
15 árum síðar.
sumrin en hann var ékki í fastri
Konan gafst upp og þau
skildu
Hann mun alla tíð hafa verið
drykkfelldur en hann var kvæntur
Guðbjörgu Pétursdóttur, mikilli
sómakonu sem ekki átti sjö dag-
ana sæla þegar Bragi var á
drykkjutúrum. Þau áttu saman
fjögur börn en auk þess átti Bragi
bam framhjá Guðbjörgu á meðan
þau voru gift. Valur sonur hans er
eitt barnanna sem Bragi átti með
konu sinni og hann staðfestir að
hjónabandið hafi reynst móður
hans erfitt.
„Ég var ekki alinn upp hjá
þeim og fór ekki að umgangast
föður minn fyrr en ég var kominn
Húsið fyrir breyt-
ingar Svona leit hús-
iðút þegar hörmung
arnar riðu yfir.
undir tvítugt. Ég vissi að hann
drakk alla tíð illa en síðari ár var
hann búinn að skemma sig á
drykkju," segir Valur en hann full-
yrðir að faðir hans hafi ekki borið
mikið úr býtum fyrir sölu á lyfjum
og hafi dáið blásnauður. „Ég held
að þessi sala hans sé orðum aukin
og held að hann hafi að mestu sett
þær pillur sem hann fékk ofan í
sjálfan sig. Ég aðstoðaði hann
með peninga síðustu árin og veit
ekki hvernig hann hefði farið að
því að lifa ef svo hefði ekki verið.
íbúðin á Klapparstígnum var seld
nauðungarsölu mánuði áður en
hann dó og það fundust engar
eignir í búi hans,“ segir hann.
Dó blásnauður
Valur segir föður sinn hafi ver-
ið ágætis mann sem alls ekki
hefði átt að drekka vín. „Mér
þótti vænt um föður minn en ég
gerði mér ljóst hvað hann var
orðinn skemmdur síðustu fimm-
tán, tuttugu árin sem hann lifði.
Ég býst við að karlinn hafi verið
sjálfum sér verstur og það kemur
mér mjög á óvart ef einhver hefur
haldið að hann lægi á einhverju
fé. Það var af og frá. Hann hafði
aldrei neinn áhuga á peningum,"
segir Valur sem rekur sitt eigið
fyrirtæki og á konu og börn frá
fýrri samböndum.
Hann segir hin systkinin ekki
hafa verið í sambandi við föður
sinn eftir að þau móðir hans
skildu. Aðeins hann hafi gert það
en þau áttu ólíkar minningar um
pabba sinn þar sem Valur leið
ekki fýrir drykkju hans. Það skýr-
ir hvers vegna hann var einn um
sambandið við Braga. Þrátt fyrir
erfiða æsku rættist vel úr börnum
Braga og þau hafa öll spjarað sig
vel í lífinu.
Inni á milli tókst Braga að vera
þurr og var hann edrú í einhverjar
vikur og var þá mikið heima við og
horfði á sjónvarp. Náinn ættingi
lýsir honum sem skemmtilegum
manni þegar sá gállinn var á hon-
um. Hann var góður við þá sem
honum þótti vænt um og gat ver-
ið gjafmildur ef honum datt það
sjálftim í hug.
Ráðfærði sig við miðil
Eftir morðið á Braga var íbúð-
in gerð upp og sá fyrsti til að búa
þar eftir breytingarnar var Brynj-
úifur Jónatansson. Hann segist
hafa verið smeykur til að byrja
með að flytja inn'í íbúðina þar
sem honum var kunnugt um
hörmungarnar sem þar höfðu átt
sér stað. Hann ráðfærði sig við
miðil áður en hann flutti inn en
sá sagði íbúðina ekki bera þess
merki að þessi voðaverk hefðu
verið framin, andi hennar hefði
hreinsast með láti Braga.
Brynjúlfur bjó á Klapparstígn-
um í rúmt ár og segist aldrei hafa
fundið fýrir slæmum anda en
minnist þess þó að stúlka sem
bjó um tíma í næstu íbúð hafl
fundið fyrir ónotum um tíma.
Brynjúlfur er nú fluttur annað en
segir þó ástæðuna fyrir flutn-
ingnum ekki vera ódæðin sem
framin höfðu verið í íbúðinni.
Hús með skuggalega fortíð
Klapparstígur 11 á sér ekki
fagra fortíð. Þau ár sem Bragi bjó
þar stóð hann ekki í þrifum upp
fyrir haus, fjarri lagi. Þeir sem
heimsóttu hann segja að útlitið á
íbúðinni hafi verið eins og jafnan
hjá drykkjumönnum en þeir
velta sér sjaldnast upp úr hrein-
I Bragi var ógæfumaður |
I Seldi lyf og ffkniefni I
| hörmungaibúðinni.
gemingaleginum. Á gólfum var
teppi sem líklega hafði ekki verið
ryksugað í nokkur ár og óhreint
leirtau var ekkert að ergja íbú-
ann. Síðustu árin var Bragi í sam-
bandi við konu sem drakk með
honum og dópaði. Hún hefur far-
ið skelfilega illa með sig á dópinu
og var oft fársjúk eftir að hafa
sprautað sig í áraraðir. Ekki er
ólíklegt að Braga hafi þótt vænt
um hana en varla er hægt að
segja að samband þeirra hafi
byggst á sterkum grunni. Hún tók
sig stundum til og lagaði til í
kringum Braga en tæplega hafa
það verið neinar stórhreingern-
ingar.
Eftir lát Braga seldi íbúð-
alánasjóður íbúðina eftir að hafa
keypt hana á uppboði. Síðan þá
hefur svo sannarlega birt yfir
þessari litlu íbúð á Klapparstígn-
um því því gagngerar breytingar
hafa verið gerðar á húsinu sem er
tæplega hundrað ára gamalt.
Kannski er eins gott að veggir
þessa húss geta ekki sagt frá því
sem gerðist innan þeirra. Nóg er
nú samt, því óvíða hér á landi
hafa tvö morð og tilraun til
manndráps átt sér stað í einni og
sömu íbúðinni. Fyrir utan allt
annað, sem veggirnir einir geyma
og munu aldrei segja frá.