Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Page 39
LAUCARDAGUR 2.APRÍL2005 39 DV Helgarblað „Ég, Erna Gunnars og Eva Ásrún komum óreynd- ar og ósjóaðar að norðan og stormuðum inn í veldið hennar Röggu," segir Erna Þórarinsdóttir sem spilað einnig með Brunaliðinu. Erna segir Ragnhildi hafa verið ótrúlega þolinmóða í þeirra garð. „Hún leiðbeindi okkur og studdi og við horfðum mikið upp til hennar og gerum enn, það er ekki annað hægt. Hún er fyrst og fremst mikill tónlistarmaður og miklu meira en bara söngkona." „Hér var heilsuátak í gangi hjá hljómsveitinni. Eftir nokkurn aðskilnað kom í Ijós að líkam- legur og andlegur styrkur sveitarinnar var nokkuð mismunandi. Allt liðið var því sett f júdóbúninga enda höfðum við ekki farið í líkamlegar þjálfunarbúðir síðan við vorum f Dansstúdíói Sóleyjar fyrir Kinaferðina 1986 þar sem við þjálfuðum bæði hupp og kálf. Búningarnir áttu að gefa til kynna að hljómsveitinni væri fulf alvara með hugmyndir um líkamlegt átak en sannleikurinn er sá að það var meira i orði en á líkamsræktarborði." „Hér var betrunar- og umvöndunar- skeið hljómsveitar- , innar á hápunkti þar sem lögð var I áhersla á strangan I aga í anda templara og strangtrúuðustu siðapostula síðustu aldar. Ég held að við höfum hér verið stödd í sjálfu höfuð- musteri góötempl- arareglunnar á íslandi." ■m 1 Héldust í hendur „Það segir töluvert um karakter Röggu að hún taki sér frí frá jafn vinsælli hljómsveit sem er á toppnum," segir Magnús Kjartansson tónlistar- maður sem spilaði meðal annars með Ragnhildi í hljómsveitinni Brunaliðinu. Magnús telur að sveitin muni bjarga sér þrátt fyrir brotthvarf hennar. „Stuðmenn verða alltaf Stuðmenn enda voru þeir það lengi áður en hún gekk í sveitina. En það verður spennandi að sjá hvað hún fer að bardúsa, þó svo maður eigi aldrei eftir að botna i því öllu," segir Magnús og bætir við að hann og Ragga hafi orðið miklir vinir f gegnum tíðina. „Strax og við hittumst vissi ég að þama væri óvenjuleg manneskja á ferð og svo þegar við fórum að vinna saman sá ég að það var rétt. Ragga er áræðin, köld og mikill túlk- andi og náttúrulega leikkona með afbrigðum. Ég hef aldrei séð neitt til hennar annað en þannig að mér hafi fundist það takast. Þó stundum sé hún svo frumleg og skrítin að það jaðri við að vera tilgerðarlegt, en það segir meira um mig en hana." Magnús segir alltaf gaman að vera með Ragnhildi og að þau hafi átt margar góðar stundir saman. „Ég tel mig heppinn að hafa eignast svona góðan vin. Við gerðum það oft að gamni okkar að ef við fórum á veit- ingastað héldumst við i hendur og töluðum mjög náið saman, bara til að sjá hvað allir aðrir f kring misskildu það. Þetta var bara upp á grínið enda hef ég alltaf haft fullt leyfi eiginkonunnar til að láta vel að Röggu." Afburðarödd „Það er hægt að nota mörg og falleg orð um listakonuna Ragnhildi Gísladóttur og hennar gríðarlegu hæfileika," segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. „Það sem kemur í hugann, fyrir utan þær vöggugjafir almættisins sem eru afburða rödd og líkamlegt atgervi, er þægileg og tillitssöm nærvera hennar sem er blessun í þeim samstarfshópum sem hún velur sér hverju sinni. Hlutur hennar f Stuð- mönnum hefur verið ómetanlegur og verður það vonandi áfram um ókomna framtíð." <**P*/r ' „Þessi Ijósmynd var tekin í tenglum við myndband við lagið Gógó partý sem Karl Óskarsson kvikmyndagerðarmaður gerði með okkur. Þetta er eina mynd- band Stuðmanna sem hefur glatast og er hér með lýst eftir því gegn ríflegum fundarlaunum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.