Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Síða 10
70 LAUGARDAGUR2. APRÍL 2005 Fréttir DV Hann kemur „Bogi er Isímanum og berþau skilaboð frá Markúsi Erni að þeir vilji frekar hitta okkur I Hjáleg- unni, uppi,“sagði Broddi. Mættur „Það á mig enginn. Ég hef qldrei verið í stjórnmálaflokki en ég .ber virðingu fyrir fólk sem hefur sterkar skoðanir og lætur þær I ljós,‘ sagði Auðun og engum duldist að þarna var átt við hans undirmenn. Dramatísk innganga Eins og þrír burtreiöarridd- arar gengu þeir svo ísal; Markús fyrstur, Auðun annarog svo Bogi. Auðun mun enda hafa óskaðeftir því við Boga Ágústsson að viðtalið yrði tekið aftur en því neituðu fréttamenn. Fréttamenn hjá Ríkisútvarpinu mættu til vinnu i gærmorgun og áttu fyrsta fund meö nýráönum fréttastjóra útvarps, Auðuni Georg Ólafssyni. Þeir sökuðu hann um beinar hótanir í sinn garð og aö fá undanþágu frá fréttamannaprófi sem allir nýliðar þurfa að þreyta. Auðun reyndi að fá yfirmann sinn, Boga Ágústsson, til að stöðva útsendingu á viðtali við hann en tókst ekki. DV var á staðnum og fylgdist með því þegar fréttastjóri tók við nýju starfi og afþakkaði sama dag. Fréttastjóri gat ekki stöövaö útsendingu á viðtali viö sig Auðun Georg Ölafsson hefur eflaust vonast til þess að ein- hver af verðandi undirmönn- um hans hvíslaði „fyrsti apríl“ að honum í gær - að dagurinn hefði verið grín. Afdráttarlaus höfnun starfsmanna beið hans með morgunkaffmu og viðtal sem einn undirmanna hans tók við hann snerist upp í leik kattarins að músihni sem skrökvaði. Viðtalið var honum ekki að skapi og vildi Auðun að Bogi Ágústsson beitti sér fyrir því að viðtalið yrði endurtekið. Við því urðu undirmenn hans ekki og viðtalið fór í loftið. DV fylgdist með gangi mála í gær. Sólskinið í gærmorgun náði með herkjum að pota sér leið gegnum gluggatjöldin á fréttastofu Utvarps- ins þegar starfsmenn hittust þar að loknum fréttum klukkan níu. Frétta- menn annarra ijölmiðla voru einnig mættir en þau boð voru látin út ganga að útvarpsstjóri hefði skilyrt fund sinn með starfsmönnum þá um morguninn við að engir aðrir en starfsmenn mættu sitja fund Auð- unar Georgs með þeim. Vildi hitta menn á heimavelli Broddi Broddason fféttamaður sat við hringlaga borð ásamt kollega sínum þegar sími á borðinu blikkaði. Broddi svaraði og tók tólið af eyranu. „Bogi er í símanum og ber þau skilaboð frá Markúsi að þeir vilji frekar hitta okkur í Hjálegunni, uppi,“ sagði Broddi og leit í kring- um sig en Hjálegan mun vera fund- arherbergi á fimmtu hæð Útvarps- hússins nálægt skrifstofu Markús- ar. Kliður fór um og Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félags frétta- manna, sagði: „Við erum hér og hittum hann hér." Broddi tók höndina af tólinu, færði Boga skila- boðin og lagði á. „Hann kemur," sagði Broddi. í gulum lit hlutleysis Eins og þrír burtreiðarriddarar gengu þeir svo í sal; Markús íyrstur, Auðun annar og svo Bogi. Auðun virtist öruggur með sig, iklæddur brúnum flauelsjakkafötum og í gulri skyrtu, sem gárungar af eldri kynslóð fféttamanna túlkuðu sem yfirlýsingu um pólitískt hlutleysi. Bogi ítrekaði að nú mættu frétta- menn annarra miðla tygja sig. Flestir urðu við þessari beiðni en blaða- maður DV kom sér fyrir og fylgdist með. Markús hóf fundinn og sagðist vona að læti undanfarinna vikna hefðu ekki áhrif á vinnuffið. Ein- kennileg þótfi svo yfirlýsing Markús- ar Amar á þá leið að þó að ráðning Auðunar hefði valdið deilum og vak- ið upp spumingar um pólitísk af- skipti af Rfkisútvarpinu, þá stæði til að breyta þeim háttum með nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið; út- „Ég er tilbúinn að gera vel við þá sem vilja vinna með mér en öðrum er í raun í sjálfsvald sett hvað þeir gera" varpsráð myndi heyra sögunni til. Menn skyldu því athuga að meðan lagaumhverfið væri eins og nú yrðu menn að una því. Ræðir ekki sínar hugmyndir Auðun tók til máls og tilkynnti að hann hyggðist taka sér nokkra daga, jafnvel vikur, til að komast inn í starfið. Bogi myndi því fara með I Bak við luktar dyr Markús Örn ] Antonsson útvarpsstjóri gerði þá I kröfu aö engum öðrum en starfs- I mönnum væri heimilt að sitja fund j I Auðunarmeö þeim. Btaöamaður IDV varö þó eftir og hlýddi á. Íf 7. stjóm fféttastofu Útvarpsins. Auð- un skautaði ekki hjá máli málanna heldur hóf mál sitt aftur á eftirfar- andi orðum: „Ég er kominn til að vinna með ykkur, ekki á mófi." Lítil viðbrögð sáust á fréttamönnum. „Það á mig enginn. Ég hef aldrei ver- ið í stjómmálaflokki en ég ber virð- ingu fýrir fólk sem hefur sterkar skoðanir og lætur þær í ljós," sagði Auðun og engum duldist að jþarna var átt við hans undirmenn. Með nýja fréttastofu í vasan- um Mörgum að óvömm viðurkenndi Auðun að hann hefði undanfarið sett sig í samband við nokkra fyrrverandi og núverandi frétta- og blaðamenn, ef til þess kæmi að sögusagnir um hópuppsagnir gengju eftir. Bogi greip þá orðið og áréttaði að frétta- stjórar réðu ekki menn. „Það er út- varpsstjóri sem ræður menn, svo það sé á tæru," sagði Bogi. Sagðist Auðun næst vita að hann nyti ekki trausts og kvaðst skilja það en benti á að menn gætu þá einfald- lega sagt upp. „Það fá allir jöfrt tæki- færi. Ég er tilbúinn að gera vel við þá sem vilja vinna með mér en öðmm er í raun í sjálfsvald sett hvað þeir gera," sagði Auðun og kvaddi fljót- iega fundargestí og gekk út ásamt út- varpsstjóra. Fundinum var lokið og hljóðið í mönnum síst betra en fyrir fúnd. Nú skyldi haldinn starfs- mannafélagsftmdur og næstu skref rædd. Tók ekki fréttamannapróf Blaðamaður hittí Auðun og Boga á göngum hússins. Auðun neitaði viðtali og kvaðst fýrst vilja tala við sitt fólk, fréttastofur sjónvarps og út- varps. Bogi varð eftir og blaðamaður spurði hann hvort rétt væri að Auð- un Georg hafi enn ekki gengist undir svokallað fréttamannapróf, sem þeim sem hefja störf hjá út- varpinu er gert að þreyta. Bogi sagði það rétt en tók fram að slík próf væru ekki lögð fyrir alla nýja starfsmenn, þeir sem hefðu miída reynslu annars staðar frá þyrftu þess ekki. Auðun hafði því ekki tek- ið fréttamannaprófið sem flestir, ef ekki aliir, undirmenn hans þurftu að þreyta áður en þeir hófu störf á fréttastofunni. Vildi nýtt viðtal Fundi fréttamanna lauk stutm síðar og fljótlega þustu menn inn í hljóðver Rásar 2 þar sem Ingimar Karl Helgason, fréttamaður útvarps, áttí viðtal við Auðun. Skyndilega var sussað á hópinn. Ingimar spurði um fund Auðunar og Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns útvarps- ráðs, sem hann taldi sig hafa öruggar heimildir fyrir að hefði farið fram daginn áður. Auðun kvaðst í fýrstu ekkert kannast við slíkan fund en þegar Ingimar gekk harðar á hann samþykktí Auðun að hafa setið fund- inn. Vandræðalegt og ekki óskaviðtal eins og hlustendur heyrðu í hádegis- fféttum í gær. Auðun óskaði eftir því viþ Boga Ágústsson að viðtalið yrði tekið aftur, Bogi fylgdi honum til fréttamannanna en þeir neituðu að afturkaUa áður tekið viðtal. Sjón- varpsviðtal tók því næst við og áður en það hófst andvarpaði Auðun og sagði: „Djísus kræst maður." Það við- tal var honum betur að skapi og ekki vitað til að hann hafi viljað endur- taka það. Jarðarför við alþingi Hinum megin gengu frétta- menn hver á eftir öðrum út úr hús- inu og út á bílastæði - nú skyldi haldið niður á alþingi. Þegar í Al- þingishúsið var komið var ákveðið að halda niður í nýja anddyrið og óska þar eftír viðtali við forseta al- þingis. Halldór Blöndal tók við gestun- um og að því loknu gengu frétta- menn út á Austurvöll. Þar slógu kirkjuklukkur Dómkirkjunar í takt við þung spor fréttamanna. Um leið og gengið var fýrir homið kom í ljós að verið var að bera kistu út úr kirkj- unni. „Táknrænt," sagði einhver. Kaldhæðið í ljósi þess sem seinna kom ádaginnþegarAuðunsendifrá sér fréttatilkynningu, laust fyrir sex í gærdag og sagði: Með tillití til aðstæðna á fréttastofu Ríkis- útvarpsins sé ég mér ekki fært að þiggja starf fréttastjóra.” Þar með var því lokið. helgi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.