Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Helgarblað DV Harpa Karlsdóttir er ham- Jngjusöm og ánægð. Sam- bandið við Ástþór er að baki en hún segist hafa not ið þess á meðan á því stóð enda ferðaðist hún um all- an heim með honum. Ljós- myndarar eltu hana þá en nú Iforðar hún bæði kvöld- verð og morgunverð með einurw þeirra og er ham- * ingjusöm og ástfangin. Eg sé ekki eftir neinu enda hef ég lifað afar skemmtilegu og fjölbreyttu lífi,“ segir Harpa Karlsdóttir fyrrverandi sam- býliskona Ástþórs Magnús- sonar en hún varð áberandi í sviðsljós- inu í kringum forsetakosningamar árið 1996 þegar Ástþór bauð sig fram sem forseta landsins. í Hörpu er hvorki eftirsjá né pirr- ingur vegna sambandsins sem vakti mikla athygli. Þvert á móti finnst henni árin með Ástþóri hafa verið lær- dómsrík og ekki síður skemmtileg. „Já, ég h't þannig á og hefði ekki viljað missa af þessum tíma. Þegar maður býr við svona mikið rok þá kann mað- ur líka betur að meta hfið þegar það er í jafnvægi, eins og það er í dag," segir Harpa sem nú er ástfangin og ánægð, líklega í fyrsta sinn á ævinni. Samband hennar og Ástþórs stóð í sex ár. Þau hittust fyrir tilviljun en hún hafði áður tekið eftir honum í sjónvarpsviðtah. Hún segist strax hafa fundist hann merkilegur karakter. „Þá var hann að fljúga til barnanna í Hvíta-Rússlandi en ég átti líka eftir að ferðast með honum um allan heim- inn. Eftir framboðið var okkur til dæmis boðið á ráðstefnu í Japan þar sem maður lifði eins og greifi á einu dýrasta hóteh landsins, ferð sem hefði liklega kostað um milljón. Ástþór var að mörgu leyti skemmtilegur maður og líklega sjálfum sér verstur. Hann hafði lag á því að koma sér í vandræði um leið og hann opnaði munninn," segir hún og hlær. Ferðaðist ung til útlanda Harpa gekk í Melaskóla og síðar Austurbæjarskóla. Hún segist hafa verið mikíil prakkari og að hún hefði líklega verið talin ofvirk sem bam í dag. Hún var send í sveit á sumrin þar sem hún lærði að vinna og var dugleg að finna sér eitthvað að gera. Þess á milli sigldi hún með pabba stnum sem var bryti hjá Sambandinu sem nú er Samskip. „Hann var á Hamrafell- inu.Dísarfellinu og Helgafellinu og ég fór víða með honum. Það var æðislegt á þessum árum að fá að fara með hon- um og ég var mikið öfunduð af skóla- félögunum enda ekki algengt að fólk færi að ferðast til annarra landa og síst af öhu krakkar," segir hún og biður þjóninn um svart expressó. Harpa segist hafa lært í þessum ferðum að hafa ofan af fyrir sér. Hún las mikið og lék sér með dúkkulísur og ekki skorti hugmyndaflugið. „Ég held að ég búi alltaf að þessum ferðum með pabba og það var ofsalega gaman að vera með honum,“ segir hún en faðir hennar hét Karl Júlíusson og var ætt- aður úr Breiðafjarðareyjum. Móðir hennar, Guðrún Jac-obsen er hins vegar enn á lífi við góða heilsu. Hún hefur einarðar skoðanir og margir minnast skrifa hennar í Morgunblaðið um menn og málefni fyrir nokkrum árum en hún var dugleg að láta í sér heyra. Hefur aldrei leiðst Eftir skólagönguna fór hún í Iðn- skólann í Reykjavík og lærði tölvunar- fræði. „Ég hef mest unnið við tölvur síðan. Á þessum tíma, 1986-7, lærðum við á DOS svo ég hef þurft að fara á mörg námskeið til að mennta mig bet- ur. Eftir námið fór ég að vinna sem læknaritari á Landspítalanum og síðar sem ritari borgarlæknis sem var mikiU skóh. Ég hef unnið hjá ríkinu í 26 ár og ætti því að vera komin á eftirlaun," segir hún brosandi og hallar dáhtið undir flatt. Ekk er laust við að hún sé dáhtið feimin eftir að hafa fengið frið fyrir ljósmyndurum og blaðamönnum lengi vel. Og þó, einn þeirra sem fylgdi henni eftir um árið borðar með henni morgunverðinn núna. Hún hlær og segir það meira en yndislegt en það hefði henni ekki dottið í hug þá. Svona geti lífið komið skemmtilega á óvart. Þannig vilji hún líka hafa það en játar eigi að síður að nú sé hún sátt og „Þó hann sé hættur í dópinu hefur honum aldrei tekist að jafna sig og dvelur á Kleppi í dag en heirnsækir okkur um helgar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.