Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Helgarblað DV Margrét Róberts- dóttir, 20 ára, rek- ur hárgreiðslustof- una Sítt að aftan á Laugaveginum. Stofan er staðsett inn í versluninni ígulker en Margrét hannar líka föt sem seld eru í versluninni. Draumur hennar er að læra hunda- klippingar í fram- tíðinni. ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLA Laugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 „Ég ætla að koma upp saumahorni í versluninni svo ég geti setið þar og saumað, bæði þegar það er lítið að gera í hárgreiðslunni og svo eftir lokun. Ég hefekki kom- ið því ennþá upp en það mun gerast bráðlega. Til sölu Musso STDi árg. 2001 skráður í október 2001. Keyrður 55.000 Km, Breyttur á 33" dekkjum. dráttarkr. 3" pústkerfi frá túrbínu. Dísel. Skoða með skipti. Uppl.ísíma 894 3855. i Talstöðin FM 90,9 ÞÚ HEYRIR ÞAÐ STRAX Talstöðin færir þér fréttir oftar á sólarhring en nokkur önnur _ íslensk útvarpsstöð. LEÐURIÐJAN ehf. Brautarholti 4 Opið mán-fös 10-18 www.atson.is Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380 „Þar sem ég er bara ein þá redd- ast þetta," segir Margrét Róberts- dóttir sem rekur hárgreiðslustof- una Sítt að aftan á Laugaveginum. Margrét er aðeins tvítug en hefur rekið stofuna síðan í desember. Hún segir ekki flókið að standa í bisness enda frekar einfaldur þar sem hún sé eini starfsmaðurinn en stofan er staðsett inn í versluninni ígulker. „Ég kláraði hárgreiðslu- námið fyrir ári síðan. Það var aldrei neinn draumur hjá mér að opna eigin stofu en Carmen vinkona mín vildi opna búð með stofu svo þetta er allt henni að kenna." Öðruvísi stofa Margir af kúnnum Margrétar eru vinir og kunningjar en hún segir nýja kúnna sífellt bætast við. Eins og nafnið gefur til kynna er ekki um hefðbundna stofu að ræða en Mar- grét segist samt fylgjast vel með því sem sé að gerast í bransanum. „Maður reynir að vera aðeins öðru- vísi en hingað kemur mikið af ungu fólki svo maður verður að vera með allt nýjasta nýtt á hreinu," segir Margrét og bætir við að hún geti aí- veg lifað á stofunni. Ætlar að sauma í versluninni Margrét er í námi í fatahönnun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Hún hefur hannað föt síðan hún man eftir sér og selur hönnun sína í versluninni. „Ég hef alltaf haft mik- inn áhuga á tísku enda kemst mað- ur ekki hjá því þegar maður vinnur við að afgreiða í fatabúð og er í hár- greiðslunni. Ég ákvað að prófa námið í FB en veit ekki hvort ég ætía að klára það. Ég vildi bara fá aðeins meiri innsýn inn í hönnun- ina," segir Margrét en hún hannar aðallega boli og jakka. „Ég ætía að koma upp saumahorni í verslun- inni svo ég geti setið þar og saum- að, bæði þegar það er lítið að gera í hárgreiðslunni og svo eftir lokun. Ég hef ekki komið því ennþá upp en það mun gerast bráðlega. Við stöndum ekki aðeins í því að sauma föt heldur erum líka að stensla munstrin og margt annað." Stefnir á hundaklippingar Margrét fékk líka ung áhuga á hárgreiðslu og segist hafa byrjað að klippa mömmu sína þegar hún var 10 ára. „Maður var alltaf í hár- greiðsluleik og mamma var ekkert hrædd við að hleypa mér í hárið á sér enda vex það aftur. Draumurinn er samt að læra hundaklippingar og það er aldrei að vita nema ég komi upp hundaklippingaraðstöðu í einu horninu á ígulkeri." indiana@dv.is // Hvað á að gera um helgina „Uml vinna og starfa m< verð ég að anum og æskulýðsfélaginu á sunnudaginn auk þess sem ég mun syngja I ferm- ingu. Það er mjög gaman að syngja (fermingum enda er þetta svo skemmtilegur dag- ur þar sem allir eru glaðir. Fermingar eru nýr markaður fyrir söngvara og þetta er mln þriðja ferming. Ég hef verið með sunnudagsskól- ann í níu ár en þetta er fyrsta árið mitt (æskulýðs- félaginu og það er mjög skemmtilegt." Rannveig Kdradóttir Idolstjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað-Helgarblað (02.04.2005)
https://timarit.is/issue/349368

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað-Helgarblað (02.04.2005)

Aðgerðir: