Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 12
72 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Össur Skarphéðinsson er við- ræðugóður, hnyttinn og vel máli farinn. Hann hefur gott lag á fólki og nýtur sín oft best í margmenni. Hann er stórhuga og setur markið hátt. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana og er mikill bar- áttumaður. Össur á það til að skjóta yfir markið. Orðatiltækið kapp er best með forsjá kemur stundum upp íhug- ann við siík tækifæri. Össur hefur einnig verið gagn- rýndur fyrir að vera yfirlýs- ingaglaður en geta ekki alltafstaðið við stóru orðin þegar á reynir. „Hans helstu kostir eru þeir að hann er opinn og hlýr og glaðlyndur á köflum. Og hann á auð- velt með að umgangast fólk. Hann er skapmaður, til- finningamaður og með kostum og göllum sem þvi fylgir." Óskar Guömundsson, blaöamaöur og fyrrum samstarfsfélagi Össurar. „össur er mjög góður vinur og samstarfsfélagi. Mér finnst helsti kostur hans, sem mörgum finnst reyndar galli, hvað hann er spontant og mannleg- uriþvl sem hann gerir. Hann á auðvelt með að ná til fólks og talar við alla sem jafninga. Hef- urstýrt flokknum vel." Margrét Frimansdóttir, alþingismaður og vinkona Össurar. „Helstu kostir Össurar eru hvað hann hefur mikla tilfinningar til þeirra sem minna mega sín. Úháð stöðu hans eða aðstöðu hefur það aldrei breyst. Hann er maður ástriðunnar og þegar Össurri er misboðið þá skiptir engu máli við hvern hann talar, hann segir viðkomandi til syndanna. Helsti galli Össurar eru samt ísskáps- ferðir á næturnar." Magnús Skarphéðinsson, bróðir Össurar. össur Skarphéðinsson erfæddur 19.júnl 1953 í Reykjavik. Hann útskrifaðist frá MR árið 1973 og lauk doktorsprófí I lífeðlis- fræöi í Englandi árið 1983. össurhefur unniö sem blaðamaður og ritstjóri allt frá Þjóðviljanum til DV. Hann hefur einnig komið víða við I pólitik, verið ráðherra og alþingismaður auk þess sem hann er nú formaður Samfylkingarinnar. Á ritvellin- um hefur össur skrifað bókina Urriðadans um stórurriðann I Þingvallavatni. ■ - - - WmrnM Héraðsdómur Reykjaness dæmdi seka rétt fyrir páska Kristjönu Þórunni Fjeldsted fyrir að ráðast á Sigurbjörgu Ólafsdóttur á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík, eftir að hún rak sig í Kristjönu með þeim afleiðingum að vökvi úr glasi Sigur- bjargar skvettist yfir hana. Traffic í Keflavík Veitingciitaður- irw sem þarsem stelpuslagurinn var. Traffic komst i fréttir skömmu fyrir siðustu jól þegar Scott Ramsey varð þar dönskum her- 1 manni að bana með hnefahöggi. Segir dóttur sína otsótta líkt og llllichael Jackson „Mér finnst þessi dómur ekki vera réttur, það var til dæmis talað um að þetta hefði bara verið vatn sem var í glasinu en dðttir mín er sannfærð um að þetta var eitthvert áfengi,“ segir Kristjana Fjeldsted, móðir og nafna ákærðu. Kristjana Þórunn er 22 ára gömul og hefur fjórum sinnum áður hlotið dóm, meðal annars fyrir líkamsárásir. „Ég get nú bara líkt þessu máli við Michael Jackson-málið, þessi stelpa hefur örugglega vitað af því að hún hefur verið dæmd áður og notað það til að græða á henni. Ég veit að dóttir mín segir satt,“ segir móðir Kristjönu, Kristjana Fjeldsted. Borgar peninginn „Eg er mjög ósátt við þetta, það er ótrúlegt að hún haf! komist upp með að ljúga svona upp í opið geðið á mér og hún gerði það án þess að blikna," segir Kristjana Þórunn sem var dæmd til að borga Sigurbjörgu rúmlega 80.000 krónur auk alls málskostnaðar. „Ég er að hugsa um að áfrýja, ann- ars veit ég ekki nema ég komi bara illa út úr því. Ætli ég borgi henni ekki bara þennan pening, þá hefúr hún það bara á samviskunni að eyða pening- um sem hún fékk með því að ljúga," segir Kristjana. Vatn eða bjór Fyrir dómi var deilt um það hvort glasið sem Sigurbjörg hélt á inni- „Ætli ég borgi henni ekki bara þennan pening, þá hefur hún það bara á samvisk- unni aðeyða pening- um sem hún fékk með því að \\úga.“ héldi vatn eða bjór. Ákærða var sannfærð um það að þetta væri bjór en Sigurbjörg sagðist hafa fengið sér vatn í glas á barnum rétt áður en at- burðurinn átti sér stað. Einnig voru þær ósammála um ástand hvor ann- arrar, báðar sökuðu hina um of- urölvun. Óttast ekki áfrýjun „Ég geng ekki um ljúgandi upp á fólk, það er alveg á tæru,“ segir Sig- urbjörg. Að sögn Sigurbjargar gekk hún beint að lögreglumanni eftir líkams- árásina. Hann hafi séð að hún var greinilega lemstruð eftir Kristjönu. Kristjana sagðist fyrir dómi ekki vita hvernig Sigurbjörg fékk þá áverka en þeir hefðu ekki verið eftir hana. „Ég vissi hver þessi stelpa var og ég hef ekki heyrt fallegar sögur um hana. Ég hef til dæmis séð hana ráðast á fólk og ég veit að svipað at- vik átti sér stað þegar hún réðst á mig," segir Sigurbjörg sem óttast ekki að Kristjana áfrýi dómnum. Hún telji að niðurstaðan verði sú sama. krb@dv.is Ekiðá lögreglubíl Ekið var á lögreglubíl frá lögreglunni á Akureyri í gærdag. Bfllinn ók í suður- átt á Ólafsfjarðarvegi við afleggjarann að Árskógs- strönd. Bíll, sem kom úr vesturátt, ók á aftanvert horn lögreglubifreiðarinn- ar með þeim afleiðingum að hann snerist og valt út af veginum. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri eru báðir bílarnir mikið skemmdir en engin slys urðu á fólki. Kristinn H. Gunnarsson veldur uppnámi meðal ungra framsóknarmanna Framsóknarkonur þjóni ekki í kanínubúningum „Kristinn er að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jóhann Ágúst Sig- urðarson, formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjarvíkur- kjördæmi norður, um ummæli Kristins H. Gunnarssonar. Kristinn sagði á heimasíðu sinni að óviðeigandi væri að konur ættu að þjóna hinu kyninu. f auglýsingu fyrir herrakvöldið var það tillcynnt að „nokkrar eldhressar framsóloiar- konur" myndu þjóna framsóknar- herrunum á karlalcvöldinu. Spurði Kristinn á heimasíðu sinni hvort þessar eldhressu framsóknarkonur yrðu í kanínubúningi. „Að mínu mati er Vestfjaröa- undrið þarna að skemma fyrir okk- ur eðlilegan Jiluta af flokksstarfi okkar," segir JóhannÁgúst, formað- Kristinn H. Gunnarsson Segir karlakvöld drykkjusamkomur sem eiga Iftið skylt viö fiokksstarf. ur Félags ungra framsóknarmanna um gagnrýni Kristins. „Það er ekkert óeðlilegt við það að framsóknar- konur þjóni okkur körlunum til borðs," segir Jóhann og bætir við að á döfinni sé að halda konukvöld þar sem framsóknarkarlar muni launa konunum greiðann og þjóna þeim til borðs. Stjórn Félags ungra framsóknar- manna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem krafist er af Kristni H. Gunnarssyni að hann biðjist afsök- unar á ummælum sínum um karla- kvöldið. í samtali við DV segir Kristinn að hann ætíaði ekki að svara fram- sóknarmönnunum ungu sérstak- lega. „Að mínu mati eiga svona drykkjusamkomur eins og þessi karlakvöld lítið skylt við flokks- starf," segir hann. Jóhann Ágúst og félagar hafa álcveðið að fresta karlakvöldinu um- talaða. Sú ákvörðun tengist þó ekk- ert gagnrýni Kristins. andri@dv.is Jóhann Ágúst Sig- urðsson Segirað Kristinn sé að skemma fyrir ungum Framsóknarmönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 69. tölublað-Helgarblað (02.04.2005)
https://timarit.is/issue/349368

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

69. tölublað-Helgarblað (02.04.2005)

Aðgerðir: