Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 47
J3V Sport LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 47 *' Brasilíski framherjinn hjá Real Madrid, Ronaldo, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Sparkspekingar eru flestir sammála um að kappinn hafi aldrei verið í lélegra formi og hefur hann mátt þola mikla gagnrýni frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum Real. Hefur aldrei verið lélegri „Þessari deyfð í mínum leik mun ljúka um leið og mörkin fara að detta inn," segir Ronaldo og kveðst vita það manna best sjálfur að hann eigi í krísu upp við mark andstæðinganna. „Það er ekki undir mér komið að vera sammála eða ósammála gagnrýnisröddunum. Ég gagnrýni sjálfan mig og þá helst á kvöldin þegar ég leggst á koddann. Þá hugsa ég jafnan hvað ég hefði getað gert öðruvísi í leik dagsins," segir Ronaldo. Sögusagnir hafa verið um að Ronaldo þjáist af þunglyndi en hann segir þær fullyrðingar ekki eiga við nein rök að styðjast og að hann hafi þvert á móti „aldrei verið hamingjusamari." Eitt er þó víst - Ronaldo hefur aldrei verið lélegri. En það er ekki eins og Ronaldo eigi aðeins í erfiðleikum með að klára færin. Stærsta vandamálið er að hann fær varla færi í þeim leikjum sem hann spilar um þess- ar mundir, hann virkar þungur á velli og hreinlega ekki í nægilega góðu formi til að klára heilan leik með sóma. Vandamál Ronaldo hófust um þær-mundir sem hann gekkst að eiga unnustu sína til nokkurra ára, brasih’sku fyrirsæt- una Danielu Cicarelli, í byrjun febrúar. Skömmu eftir brúðkaup- ið tók Ronaldo upp á að sofa yfir sig í nokkur skipti með þeim af- leiðingum að hann mætti of seint á æfingar og hlaut hann fjársekt frá Real fyrir vikið. „Ég gengst við pressunni sem ég er undir,“ segir Ronaldo og bætir viö að það sé allt annað en auðvelt að spila fyrir Brasilíu þar sem þjóðin krefst þess að landshð sitt sé ávallt það besta í heimi. „Ég komst ekki þangað sem ég er í dag með neinni heppni. Ég hef aldrei fengið neitt gefins. Ég hef unnið hörðum höndum fyrir því að njóta velgengni og ég er viss um að hún mun láta aftur á sér kræla fyrr en síðar," segir hann. Er ennþá sá besti Á síðustu dögum hafa sam- herjar Ronaldos keppst við að styðja félaga sinn í krísunni og segja hann ekki hafa misst hæfi- leikana sem hafa skilað honum titli besta knattspyrnumanns „Ég skil ekki afhverju hann þarfað þola svona mikla gagnrýni. Að mínu mati er hann sá besti í heimi. Þegarþú hefur hann fyrir framan þig sem varnarmaður veistu aldrei hverju hann gæti tekið upp á." „Real Madrid hef ur ekki vegnað vel í ár og það þarfalltafað vera einhver blóraböggull." heims í tvö ár. Walter Samuel, varnarmaður Real Madrid, segir Ronaldo ennþá vera besta fram- herja heims. „Ég skil ekki af hverju hann þarf að þola svona mikla gagn- rýni. Að mínu mati er hann sá besti í heimi. Þegar þú hefur hann fyrir framan þig sem varnarmað- ur veistu aldrei hverju hann gæti tekið upp á,“ segir Samuel. Félagi hans í brasilíska lands- liðinu og hægri bakvörður Barcelona, Juliano Belletti, tekur í sama streng og Samuel og segir engan framherja í heiminum komast með tærnar þar sem Ron- aldo er með hælana. „Ég tel að Ronaldo eigi ekki í vandræðum með leikform sitt. Þetta er frekar dæmigert fyrir ástandið sem hef- ur skapast hjá Real Madrid. Lið- inu hefur ekki vegnað vel í ár og það þarf alltaf að vera einhver blóraböggull," segir Belletti. Hvað sem allir aðrir segja heldur Ronaldo því fram að hann sé pollrólegur ennþá. „Ég hef alltaf haft trú á sjálfum mér og ég veit að ég mun komast yfir marka- þurrðina. Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort." CORSICA L170-B97 kr. 136.000 ANCONA L180 -B110 kr. 137.000 SOLO L160-B96 kr. 118.000 HotSpring PúrtableSpas Bandrískir hágæða pottar Núerréttjtirrmntiaðpanta HotSprwigraímagnsnuMpottinn vegna hagsBeðs gertgs doiarans ISLEIFUR JÓNSSON Bolholti 4 * 105 Reykjavík Sími 568 0340 * www.isieifur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.