Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Helgarblað DV Bergþóra Guðmundsdóttir hefur lengi gengið undir nafn- inu Ísafjarðar-Begga. Við Pétur ljósmyndari bíðum eftir henni og þegar hún gengur inn í viðtalsherbergið er hún breytt og líkist ekki þeim myndum sem birst hafa af henni undanfarið. Hún lítur eigi að síður vel út, sest niður og segir að fyrst af öllu vilji hún gera athugasemd við forsíðu DV þar sem hún var kölluð morðkvendi. „Ég er ekki morðkvenndi þó að ég hafi verið dæmd fyrir manndráp, en verst af öllu er að börnin mín, móðir og aðrir aðstandendur þurfa að líða vegna þess. Látum mig liggja á milli hluta en mér var hugsað til allra þeirra sem hafa staðið við bakið á mér í gegnum tíðina og hvað þeir hafa þurft að þola,“ segir hún og lítur beint í augun á mér. Hún gerir einnig athugasernd við frétt blaðsins um eiginmann- inn og segist hafa gifst honum án þess að annað væri á bak við það en vinskapur. „Til að hann gæti heimsótt mig að Sogni,“ útskýrir hún en það hefur dregist að ganga frá skilnaði þeirra sem lengi hefur staðið til. Nú hefur hún skrifað undir pappírana og á aðeins eftir að fá undirskrift hans til að skiln- aður geti gengið í gegn. Síðan horfir hún beint fram og spyr hvað ég vilji tala um og ég spyr á móti hverjar sé væntingar hennar til framtíðarinnar, nákvæmlega núna. Ég á mér draum „Ég á mér þann draum að geta lifað í sátt og samlyndi við guð og menn þegar ég slepp út. Verið venjuleg kona, amma, móðir og dóttir og sinnt mínu fólki,“ segir hún þar sem hún situr á móti mér í viðtalsherbergi á Lida-Hrauni. Bergþóra er í góðu jafnvægi og talar skýrt og skilmerkilega. „Þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir og dálítið ruglingslegir. Ég hef eigin- lega ekki áttað mig á því hvar ég er. Læknirinn talaði við mig á áðan og sagðist vilja taka af mér lyfin. Ég skil ekki hvað hann er að hugsa. Það er margsannað að ég fúnkera ekki án lyfjanna, en þesi læknir er bara venjulegur heimilislæknir. Ég bíð eftir að geðlæknirinn komi hingað og mun þá reyna að tala við hann,“ segir hún og dæsir. Vist Beggu á Litía-Hrauni er dapurleg. 1 einangrunarálmunni . það sem eru þrír klefar, dvelur hún alein. Klefinn er venjulegur fanga- klefi, hrár og kaldur. Salernið er steypt fast og þar er lítill vaskur sem einnig er steyptur. Rúmið er að sama skapi steypt fast og Begga segir að dýnan sé óhrein og við- bjóðsleg. „Það er sama hvað ég reyni að gera þarna, það er ekki hægt að gera þennan klefa vistíeg- an. Nú eru þeir búnir að smíða ein- hvem vísir af skáp í klefanum með þremur hillum og hengja upp korktöflu. Það bendir til að þeir ætíi að hafa mig þarna áfram, en það er andstætt öllu sem tíðkast hefur - að loka aiþláununarfanga svona inni við þessar aðstæður," segir hún og vísar í mannréttinda- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Begga hefur án árangurs reynt að ná í Hiimar Ingimundarson lög- ffæðing sinn. 'Auk þess em móðir hennar og systir að reyna að vinna í hennar málum en sjálf getur hún lítið gert, lokuð inni alein meiri- hluta sólahringsins. Hún segist hafa farið í steypuvinnuna ut- andyra með hinum föngunum ttí að geta átt samskipti við annað fólk. „Það er hryllilegt að vera lok- uð ein inni og frekar vil ég þræla mér út utandyra. Ég er ekki ein á meðan," segir hún og lítur niður. Líf þessarar konu hefur ekki verið dans á rósum. Hún er liðlega fertug og á þrjú böm sem hún hefur ekki verið fær um að ala upp. Elsta dóttir hennar hefur gert hana að ömmu og Begga segist hafa hitt böm hennar. „Mér finnst þau vera æðisleg," segir hún og bros færist yfir andlit hennar. Drykkfelldur faðir og sterk móðir Bergþóra er fædd og alin upp á ísafirði. Þaðan er komin viðaukinn fyrir framan nafn hennar, Ísaíjarð- ar-Begga. Hún segir að þær hafi verið nokkrar Beggumar á djamm- inu og hún hafi verið greind frá þeim með þvx að vera kennd við heimabæ sinn. „Foreldrar mínir Ég man ekki hvað ég hélt mér edrú lengi en það voru ekki margir mánuðir þá frekar en í síðari skiptin sem ég reyndi að halda mér fra dópi og brennivíni. voru mesta sómafólk en pabbi drakk mjög illa og við systkinin, sem vorum sjö talsins, fómm ekki varhluta af því. Oft voru slagsmál og læti en mamma var stólpinn sem við treystum á. Hún hefur alltaf staðið keik og verið mér ómetanleg í gegnum alla mína erf- iðleika," segir Begga og ljómar í framan þegar hún minnist móður sinnar sem hún virðir mjög. „Ég veit ekki hvar við systkinin væmm ef við hefðum ekki átt mömmu að, en þau pabbi skildu þegar ég var tólf ára. Hún er nú á áttræðisaldri og reynir það sem hún getur til að styðja við bakið á mér. Algjör hetja hún mamma,“ segir hún með áherslu. Begga var ung þegar hún fór að bíta ffá sér, en að öllum líkindum hefur hún verið bæði ofvirk og með athyglisbrest en ekkert var gert í því þegar hún var að alast upp. „Það var ekki búið að finna upp orð yfir þetta, en ég var alltaf á iði og gat aldrei setið kyrr. Hamaðist upp um allar hlíðar, í byggingum og húsgmnnum, fjörunni og á göt- unni og var aldrei til friðs. Ég held að ég hafi ekki verið nema níu ára þegar ég fór að vinna í rækjunni og frystihúsi en best kunni ég við mig í uppskipun eða á sjó. Ég vann eins og karlmaður og drakk eins og karlmaður þegar ég byrjaði að drekka. Vín fór mjög tíla í mig og fljótlega lenti ég í vanda vegna þess,“ segir hún og glottir út í annað. Hörkukerling sem kunni best við sig á sjónum Hún fór suður kornung á vertíð í Grindavík og síðar til Reykjavíkur og þar kynntist hún félögum í svipuðu ástandi og hún sjálf, og enn telur hún marga þeirra sína bestu vini. Begga segist hafa unnið í skorpum, farið á vertíð og síðan djammaði hún en alltaf vann hún inni á mtíli, enda hörkudugleg þeg- ar hún tók sig ttí. Hún var sextán ára þegar hún fór fyrst í meðferð á Hlaðgerðarkotí. Hún var þá vestur á ísafirði í vinnu og barðist við að halda sér edrú. „Taugamar gáfu sig og ég fór að skjálfa upp úr þurm án þess að ég réði við eitt né neitt. Bróðir minn var þá í meðferð á Hlaðgerðarkoti og spurði hvort ég mætti ekki koma þangað og það var í lagi. Ég man ekki hvað ég hélt mér edrú lengi en það voru ekki margir mánuðir þá frekar en í önnur skipti sem ég hef reynt að halda mér frá dópi og brennivíni," segir hún og greina má biturleika í rödd hennar. Liðlega tvítug reyndi hún að taka sig á og hóf sambúð með manni sem svipað var ástatt með. Það gekk ekki sem skildi en þau áttu saman dóttur. Hún segist hafa verið með barnið í tæp tvö ár en mikill þvælingur og vesen var á henni og það endaði með að litla dóttirin var tekin af henni. Móðir hennar vissi um góð hjón sem vom ttíbúin til að taka hana að sér og Begga var sátt við það. „Ég gat ekki „Ég er ekki morð- kvendi" Bergþóra segir það furðulegt að hún ein, af þeim sem voru Ipartíinu á Leifsgötu, hafi verið tekin en öllum hinum sleppt. Á meðan gangi meintur morðingi um göturnar og drukkinn hreyki hann sér að verknaðinum „Okkur tókst að vera edrú í nokkurn tíma en duttum í það nokkru eftir að við fluttum út. Sonur okkar varþá ungur en þaðfórsvoaðvið fórum sitt í hvora áttina, en hann náði sér á strik og tók drenginn að sér." annað í þeirri stöðu sem ég var í og þau hafa verið henni ákaflega góð. Þau tóku síðar að sér son minn sem ég rétti þeim upp í hendurnar fjögurra daga gamlan. Ég var þá með manni sem var talsvert eldri en ég og hafði kynnst í meðferð. Við fómm vestur þegar ég var ólétt en mér tókst ekki að hætta að reykja hass eða drekka þrátt fyrir það. Ég vissi því að ekki þýddi ann- að en láta bamið frá mér. Hjónin búa fyrir vestan og ég er þeim afar þakklát. Ég fylgdist með börnun- um í gegnum móður mína sem hafði samband við þau en ég hitti ekki dóttur mína fyrr en hún var orðin sextán ára. Það var yndislegt að hitta hana og kynnast henni," segir hún glaðlega. Leiðin lá niður á við Á þssum ámm seig alltaf meira og meira á ógæfuhliðina hjá ísa- fjarðar-Beggu. Hún var þekkt und- ir því nafni og bæði lögreglumenn og dómarar þekktu hana. „Ég var agressív og erfið með víni, braust um á hæl og hnakka þegar ég var handtekin og oft þurfti marga lög- reglumenn til að hafa hemil á mér. Oft mundi ég ekkert fyrr en ég vaknaði í steininum daginn eftir," rifjar Begga upp og gemr ekki varist brosi. Inn á milli reyndi hún að taka sig á og gekk svo langt að flytja af landi brott, ttí Svíþjóðar ttí að hefja nýtt líf. Hún bjó þá með Háfnfirð- ingi sem hana langaði að halda í og var virkilega hrifin af. „Okkur tókst að vera eldrú í nokkurn tíma en duttum í það stuttu eftir að við fluttum út. Sonur okkar var þá ungur en það fór svo að við fórum sitt í hvora áttina, en hann náði sér á strik og tók drenginn að sér. Þeir búa í Danmörku en sonur minn er nú orðinn sextán ára. Hann er í heimavistarskóla og stendur sig mjög vel,“ segir hún og bætír við að bömin sín öll hafi staðið sig mjög vel og hún sé stolt af þeim. „Ég vona að mér lánist að hafa meira samband við þau þegar ég slepp út. Mig langar það virktíega," segir hún og horfir niður. Begga segist dottið í það á nýjan leik fljótíega eftir að hún kom heim ffá Svíþjóð. Hún tekur fram að það hafi ekki verið ætíunin en hún hafi rétt litið inn á Keisarann til að hitta gamla kunningja og það hafi verið nóg. „Eftir það lá leiðin niður. Ég þurfti mikið og notaði dóp í ómældu magni. Auðvitað gat ég ekki fjármagnað neysluna og fór að falsa ávísanir og taka þátt í inn- brotum. Ég reyndi nokkrum sinn- um að fara í meðferð en það gekk aldrei neitt. Það var rétt til að hvíl- ast því ástand mitt var ekki alltaf gæfulegt," bendir hún á. Hún er sannfærð um að geð- hvarfasýkin sem hún var grein með síðar hafi á þessum árum verið komin fram, og þess vegna hafi henni aldrei lánast að rífa sig upp úr neyslu og óreglu. „Ég veit ekki hvenær á þessari leið geðhvarfa- sýkin hefur farið að hafa áhrif eða hvort ég hafi verið fædd með hana. Geðlæknirinn minn, Sigurður Öm Hektorsson er ekki viss um hvort hún sé áunnin vegna neyslu eða hvatinn hafi verið til staðar frá fæðingu. En hef ég verið greind ofvirk, með athyglistbrest auk geðhvarfasýkinnar. Ef ég er ekki á lyfjum þá sveiflast ég til og frá. Er niðri eina stundina og hátt uppi augnabliki síðar. Ég hef ekkert kontról á líðan minni,“ útskýrir hún. Begga bendir á að þar að auki fái hún rítalín en hún hafi fundið mikla breytingu á sér þegar hún var sett á það. „Þá loks gat ég setið og lesið, það gat ég aldrei áður og rítalínið hjálpar mér mikið að hafa vald á huganum,“ segir hún og bendir á að áður hafi haft valdi á hugsuninni. Það sannar að Begga er í raun ofvirk en rítalínið virkar róandi á oMrka, öfugt við þá sem ekki eiga við það að stríða. Á ég að klára hann fyrir þig frænka? Hún er mjög ósátt með að hafa verið dæmd fyrir morð sem hún segist alls ekki hafa framið. Seint muni hún gleyma dögunum í kringum lát mannsins sem hún var dæmd fyrir að hafa drepið. „Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.