Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 31
DV Helgarblað LAUCARDACUR 2. APRÍL 2005 31 I Þóra Guðmundsdóttir athafnakona og fyrrverandi aðaleigandi Atlanta Ásamt eiginmarmisínum Arngrími Jó- hannssyni flugstjóra sem flaug sína síð- ustu ferð frá Kúbu í vikunni. þolað mótlæti án þess að brotna." Þóra er fædd á Siglufirði þann 6. apríl 1951, dóttir hjónanna Regínu Guðlaugsdóttur íþróttakennara og Guðmundar Árnasonar fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma á Siglu- firði. Auk Þóru eiga þau hjónin dótturina Helenu sem er rúmlega níu árum yngri en Þóra. Þóra var sextán ára þegar hún kom til Reykjavíkur til að stunda nám við menntaskóla, en öfugt við félaga sína á Sigufirði sem flestir sóttu nám til Akureyrar, valdi Þóra Menntaskólann í Hamrahlíð. Regína móðir Þóru segist aldrei hafa verið í vafa um að dóttir sín myndi spjara sig og hafði litlar áhyggjur af dóttur sinni þegar hún hélt suður til náms. „Þóra var alltaf fremur fullorðinsleg og galt kannski fyrir það því meira var lagt á hana fyr- ir vikið. En hún stóð fuUkomlega undir þeim væntingum sem gerðar voru til hennar. Það hefur aldrei komið mér á óvart hvað Þóra hefur tekið sér fyrir hendur. Við foreldr- amir vissum alltaf að hún myndi láta að sér kveða,“ segir Regína. Hin sanna skvísa Þóra var kát og fjörug í skóla, var virk í félagsh'finu og átti kærasta að norðan sem hún var með öll mennta- skólaárin. Helga Lára Guðmunds- dóttir lögfræðingur var bekkjarsystir hennar í MH. Hún minnist Þóru þegar hún kom í bæinn eftir lands- próf, saklaus sveitastelpa, vel upp alin og dugleg að læra. „Við lásum saman öll árin í MH en Þóra var mik- il og góð námsmanneskja. Við vorum metnaðarfuUar og það lék aldrei vafi á því að eitthvað yrði úr Þóru. Hún sagði það líka alltaf sjálf að hún ætl- aði að verða rík og hefur sannarlega staðið við það," segir Helga Lára, en þær Þóra og fleiri skólasystrur þeirra stofiiuðu saumaklúbb sem enn kemur saman. Helga Lára segir að Þóra hafi því miður ekki verið með þeim í nokkur ár en kannski hafi hún meiri tíma nú þar sem hún hefur selt Atlanta og heftrr ekki eins mikið að gera. Áður en Þóra útskrifaðist fór hún í eitt ár sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Helga Lára hlær þegar hún rifjar upp heimkomu Þóru en þá var hún forfrömuð og klædd samkvæmt nýjustu tísku frá Ameríku. „Við supum hveljur stelp- urnar og göptum, okkur fannst hún svo flott. Allar langaði okkur að verða skvísur en Þóra var sú eina sem var það í raun," segir Helga Lára hlæj- andi og bætir við að Þóra hafi gert sitt til að gera þær að skvísum, með mis- jöfiium árangri. „Hún málaði okkur og greiddi áður en við fórum á böll- inn en kom aldrei með sjálf því hún var heima með þáverandi kærasta. En þegar hún skemmti sér með okk- ur var hún hrókur alls fagnaðar, spil- aði á píanó og var mjög fjörug og skemmtileg," segir Helga Lára. Varð ung ekkja Þóra útskrifaðist sem stúdent árið 1971 og hugði á frekara nám eins og vinkonur hennar sem allar fóm í langskólanám. Sama vor hóf hún að fljúga fyrir Loffleiðir en sjálf segist hún það hafa verið fyrir tilviljun. Vin- kona hennar úr Hamrahh'ðinni taldi hana á að sækja um og benti henni að flugið væri gott sumarstarf. Og Þóra sótti um og fékk vinnu. Um haustið innritaði hún sig til náms í ensku og sálarfiæði við Háskóla íslands og stundaði námið um vetur- inn. Vorið eftir hélt hún áfiam flug- inu en sneri ekki aftur í háskólann um haustið. Þóra var 24 ára þegar hún kynntist Vilhjálmi og með þeim tókust ástir. Þau giftu sig 1976 og árið eftir varð Þóra óffísk af Vilhelmínu dóttur þeirra. Hún fæddist í febrúar 1978, þremur vikum áður en faðir hennar lést af slysförum í Lúxemburg. Vafa- h'tið hafa erfiðir tí'mar farið í hönd hjá Þóm en það var ekki fyrr en í kringum 1980 sem þau Amgrímur fóm að vera saman. Það kom einmitt í hans hlut sem þáverandi yfirflugstjóri Amar- flugs að færa henni þau tí'ðindi að eiginmaður hennar hefði farist. Víst er að það hafa verið erfið skref suður í Ilafnarfjörð þar sem Þóra og Vil- hjálmur bjuggu til að færa henni sorgartíðindin. Vilhjálmur var mjög vinsæll í starfi hjá Arnarflugi og átti framtíðina fyrir sér í fluginu. Hann var einnig einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og naut mikillar virðing- ar meðal kollega sinna í söngnum eins og í fluginu. Lát hans var öllum sem þekktu hann miMU harmleikur, en hann var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni þar sem flugliðar Amar- flugs stóðu heiðursvörð og áttu margir þeirra mjög erfitt á meðan út- förinni stóð enda starfsfólk Amar- flugs ungt að árum og mikill hugur í mönnum að byggja upp þetta unga flugfélag sem reist var á rústum Air Viking. Ákveðin en ekki frek Amgrímur var á þessum tíma frá- skihnn og átti tvö börn. Eftir bams- burðarleyfi hélt Þóra áfram að fljúga hjá Flugleiðum. Arngrímur var oft langdvölum erlendis vegna vinnu sinnar og samband þeirra fór hægt af stað. Þau giftu sig á níunda áratugn- um og eignuðust saman dótturina Thelmu 1986, sama ár og þau stofn- uðu Atlanta. Amgrímur var þá nýlega hættur hjá Amarflugi eftir ágreining um i4ll» 'av\ _______ Arngrímur Erþakklútur Þóru sem stóð sterk við bakið á honum á meðan þau byggðu upp fyrirtækið. starfsmenn gátu alltaf leitað til henn- ar og reitt sig á hana," segir Hafþór og bætir við að þau Arngrímur séu ákaf- lega ólík, hann nálgast fólk með hjartanu, er ljúfur og þægilegur. Þóra er ákveðnari og kannski harðari en eigi að síður mjög sanngjörn. „Þau Þóra og Amgn'mur em ákaflega ólík en þau bættu hvort annað upp," segir Hafþór Fékk Placido til að syngja á íslandi Hafór bendir einnig á að þeir sem næst Þóm stóðu innan fyrirtækisins hafi verið henni mjög trúir og ákaf- lega trúir. Það segir heilmikið um Þóm. „En hún gleymir ekki ef hún telur að gert sé á sinn hlut og á ekki gott með að fyrirgefa," segir hann. Þóra þykir mikil fagmanneskja í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Gengur í hlutina með miklum krafti og skilar þeim af sér þannig að ekki verður fundið að. Hafþór bendir á í því sambandi sé hún „perfeksjónisti" fram í fingurgóma. Þeir eiginleikar hafi nýst henni vel þegar hún flutti Placido Domingo til landsins. Afar fagmannlega hafi verið staðið að tón- leikunum og Þóra hafi ekki síst á þátt í kröfur til annarra. Einn af hennar góðu kostum er hve hreinskiptin hún er og hve fljót hún er að taka ákvarð- anir. Þrátt fyrir það er hún eigi að síð- ur er afar farsæl í sínum ákvörðunum og stendur og fellur með eigin skoð- unum." Hennar leiðir árangursríkari en karlanna Una bendir einnig á að Þóra sogi að sér fólk. Fleiri benda einnig á það og að sterkur persónuleiki Þóm leyni sér ekki strax við fyrstu kynni. Fólk taki strax eftir henni í hópi og þeir gleymi henni seint sem einhverju sinni hafi kynnst henni. Una bendir einnig á að Þóra hafi oft í störfum sín- um farið óhefðbundnar leiðir. „Oft þurfti hún að verja ákvarðanir sínar en karlkyns stjórnendur fyrirtækisins átmðu sig ekki alltaf á hvert hún var að fara en það koma ætí'ð í ljós síðar að hún hafði rétt fyrir sér og hennar leiðir vom árangursríkari," segir Una. Hún neitar því ekki að Þóra verði oft fyrir ómaklegri gagnrýni, en þannig sé það svo oft með þá áherslur við yfirmenn félagsins. Hann sýndi að þær leiðir sem hann vildi fara vom þær réttu með þvi að stofha nýtt flug- félag sem síðan óx og dafitaði í hönd- um þeirra Þóm. Á meðan sigldi Arn- arflug hraðbyri niður á jörðina og brotlenti 1995 þegar félagið lagði upp laupana. Á sama tíma varð Atlanta að stórveldi og fjölgaði við sig þotum. Eftir stendur flugfélag með milljarða- viðskiptasamninga um allan heim. Arngrímur ber Þóm vel söguna, segir hana afar trausta og áreiðanlega manneskju sem alltaf hafi verið hægt að reiða sig á. „Hún er ákaflega sterk og stóð alla tíð með mér og samstarf okkar var farsælt," segir hann. Vinir hennar og samstarfsmenn taka í sama streng og em allir á einu máh um ágæti Þóm. „Hún er gríðarlegur orkubolti og það hafa fáir nokkuð í hana að gera þegar kraftur og seigla em annars vegar," segir Hafþór Haf- steinsson aðstoðarforsjóri Atlanta en hann kynntist þeim hjónum árið áður en þau stofnuðu Atlanta. „Þau ráku þá Flugtak og ég var að byrja að læra fljúga. Seinna rak ég fyrir þau skólann og okkur varð vel til vina. Ég kann ákaflega vel við Þóm. Hún er hreinskilin og ákaflega fylgin sér. Ein- hverjir myndu segja að hún væri frek vegna þess að hún er kona en ég segi að hún sé ákveðin. Hún á gott með að ná til fólks og fá það til fylgilags við sig. í byrjun var dáh'till gæsa- mömmubragur á þessu hjá okkur en „Við vissum alltafað við þyrftum ekki að óttast um Þóru, hún myndi spjara sig enda sterk kona sem hefur því. Una Sigurðardóttir kynntist Þóm skömmu eftir að þau Arngrímur stofnuðu Atlanta og hún hóf störf fyrir félagið. Þeim varð vel til vina og hafa átt mikil og góð samskipti. Hún talar afar vel um vin- konu sína og segist hafa mikið af henni lært þegar hún byrjaði. „Virð- ing mín óx eftir því sem ég kynntíst henni betur og mér þykir heiður að hafa fengið að vinna með henni og verða síðar vinkona hennar," segir Una. Hún bendir á að Þóra vinni vel í hópi og sé afar glögg á eiginleika fólks, kosti þess og galla. Hún sé fljót að átta sig á hvar kostir starfsmanna hggi og hæfni henni lýsi sér ekki síst í því að laða fram það besta hjá hverj- um starfsmanni. „Þóra er mjög hæfur stjómandi, gerir miklar kröfur til sjálfrar sín og að sama skipi gerir hún skari fram Þóra er sögð hafa góðan húmor, sé afar skemmtileg og mikill vinur vina sinna. Hún hafi þann kost að geta gert grín að sjálfri sér og sjái það spaugilega í umhverfinu. Hún er ekki sögð mikil peningamanneskja. Velgengni þeirra hjóna hafi ekki endilega legið í því að þau hafi haft mikið bisnessvit. Fremur hafi lánið leikið við þau, auk mikillar reynslu og persónulegra tengsla Arngríms í flugheiminum. Líklega hafi þau ver- ið réttar manneskjur á réttum stað á réttum tíma en tímasetning eða „timing" sé 90% af velgengni manna í viðskiptum . Þóra hafi gegnt því hlutverki í uppbyggingu Atlanta að drífa hlutina áfram og standa við bakið á Arngrími. Ef upp hafi komið samningur sem þurfti að taka snögglega ákvarðanir um, hafi það verið Þóra sem peppaði eignmann- inn upp og kjarkurinn komið frá „Það kom einmitt í hans hlutsem þá- verandi yfirflugstjóri Arnarflugs að færa henni þau tíðindi að eignmaður hennar hefði farist. Víst er að það hafa verið erfið skrefsuður í Hafnar- fjörð þar sem Þóra og Vilhjálmur bjuggu til að færa henni sorgar- tíðindin. henni. Það hafi verið drifkrafturinn sem Arngrímur þurfti en samböndin og traustið voru í gegnum hann. Svo djúpt í árinni hefur verið tekið að segja að Atlanta hefði aldrei orðið barn í brók ef Þóru hefði ekki notið við. Hún hafi haldið vel utan um hlutina. Viðskiptavitið hafi komið frá henni en þekkingin á fluginu frá Arngrími. Þannig hafi þau bætt hvort annað upp og úr orðið það gifturíka fyrirtæki sem Atlanta er. Móðir Þóru er stolt af stelpunni Vilhelmína, dóttír Þóru sem hún áttí skömmu áður en hún misstí Vil- hjálm, er gift en hefur ekki enn gert móður sína að ömmu. Hún hyggur á nám í margmiðlun í skóla í Banda- ríkjunum og var eimitt stödd þar þegar DV hafði samband við hana. Hún talar fallega uni móður sína og segir hennar stærsta kost vera hversu mikil manneskja hún er. „Maður óð ekki yfir hana, fjarri því en ég er henni þakklát fyrir að hún skuli hafa treyst mér þegar ég var unghngur. Leið- beindi án þess að vera afskiptasöm og það var alltaf hægt að leita til hennar. Hún er enda hörku kona, afar sjálfstæð og sérstaklega kjörkuð. Hún gerir það sem hún ætlar sér, það hefur hún sýnt," segir VUIhemína. Foreldrar Þóm, sem nú em komin á eftirlaun og flutt suður, em ákaflega stolt af dóttur sinni. Móðir hennar segir að hún megi ekki neitt aumt sjá, þá sé hún komin til hjálpar. „Við get- um ekki annað en verið stolt af Þóm. Hún er frábær dóttír sem er í góðu sambandi við fólkið sitt. Á mUli þeirra systra em níu ár og þær kynntust eig- inlega ekki vel fyrr en við fluttum frá Siglufirði en hafa verið afskaplega góðar vinkonur síðan. Aldursmunur- inn hefur jafhast út en báðar vom þær aldar upp sem nokkurs konar einbirni. „Við vissum aUtaf að við þyrftum ekki að óttast um Þóm, hún myndi spjara sig enda sterk kona sem hefur þolað mótlæti án þess að brotna. Dætrum sínum er hún góð móðir og vinum sínum trygg og traust," segir Regína. Þóra seldi hlutabréf sín í Atlanta síðla árs 2003. Ekki verið gefið upp hve mUdð hún fékk fyrir bréfin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.