Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 Fréttir J3V Hrekkurá klámtorgi Ung kona setti auglýs- ingu undir merkjum Rauða torgsins í blöðin á dögun- um. Birtist símanúmer hennar í auglýsingtmni en í gær birti Rauða torgið svo afsökunarbeiðni þar sem kom fram að eigandi síma- númersins hefði ekki verið auglýsandinn. Þetta hafi verið hrekkur. Jens Mai, eigandi Rauða torgsins, segir stefnu fýrirtækisins að neytandinn hafi alltaf rétt fyrir sér. Því hafi þeir tekið skýringu konunnar, sem fékk hundruð símtala fr á æstum karlmönnum, trú- anlega og beðist afsökunar. Stóriðjan komi á Suðurnes Stjórn Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og nágrennis segir í ályktun að stóriðja á Keilisnesi hafi verið talinn besti kostur næstu stóriðju á íslandi og svo sé enn: „Stjórn félags- ins skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fýrir því að næsta stór- iðja á íslandi verði staðsett á Suðumesjum. Þar hafa farið fram rannsóknir og fjölmargar athuganir á kostum þess að staðsetja hvers konar stórfram- kvæmdir sem aliar mæla með staðsetningu á Suður- nesjum." Landsfundur í haust Halda á 36. landsfund Sjálfstæðisflokksins dagana 13. til 16. október í haust. Síðast var landsfundur flokksins haldinn 27. til 30. Hagstofa íslands gefur nú einstaklingum færi á að leyna heimilisfangi sínu í þjóð- skrá. Ástæðan eru kvartanir lögreglumanna, tollvarða og fórnarlamba ofsókna sem telja að öryggi þeirra sé ógnað með heimilisfangi þeirra sýnilegu fyrir alþjóð. Hallgrímur Snorrason, forstjóri Hagstofunnar, segir þetta aðeins verða gert í alvar- legustu tilvikum, ef lögvörðum hagsmunum sé ógnað. Fórnarlömb otsókna lá að leyna heimilisfangi í þjóöskrá Persónuvernd hefur gefíð grænt Ijós á þá fyrirætlun Hagstofu fs- lands að heimila einstaklingum, í ákveðnum tilvikum og tíma- bundið, að leyna heimilisfangi sínu í þjóðskrá. Ástæðan eru kvartanir frá lögreglumönnum og tollvörðum sem hafa óttast um öryggi sitt með heimilisfangið fyrir allra augum. „Aðalatriðið í þessu máli er að fara ákaflega varlega í sakirnar," segir Hallgrímur Snorrason forstjóri Hagstofunnar. Á fundi sem Hagstofan átti með Persónuvernd lýsti Hagstofan því yfir að mögulegt væri að dylja fullt heimilisfang manns í þjóðskrá ef hún teldi, að undangenginni rann- sókn, að til þess stæðu mjög veiga- miklir og lögvarðir hagsmunir. „Þetta er aðeins gert í mjög mikil- vægum og alvarlegum tilvikum og verða þau metin hver fyrir sig,“ seg- ir Hallgrímur og tekur fram að þrátt fyrir þennan möguleika sé fsland lítið land. Leynd í þjóðskrá sé ekki ávísun á fullkomið öryggi. Lögreglumönnum ógnað Rúmt ár er síðan DV fjallaði fyrst um málið. Þá sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögreglustjóri í Lög- reglunni f Reykjavík, að birting heimilisfanga lögreglumanna biði hættunni heim. „Ég veit til dæmis um menn sem hafa skráð sig óstað- setta í hús sem er náttúrlega örþrifa- ráð," sagði hann. Drífa Snædal hjá Kvenna- athvarfinu sagði konur sem leitað hafa til hennar myndu sumar taka þessum möguleika fegins hendi. Margar konur neydd- „Þetta er aðeins gert í mjög mikilvægum og alvarlegum tilvikum og verða þau metin hver fyrir sig." ust til að búa á öðrum stað en lög- heimili sínu vegna ofsókna sem í rauninni væri lögbrot. Stangast ekki á við lög í nágrannalöndum okkur, Sví- þjóð og Noregi, gilda þær reglur að hætta á líkamlegu ofbeldi eða of- sóknum er talin gild ástæða til að leyna heimilisfangi sínu í þjóð- skrá. Þessu vakti Sigrún Jóhann- esdóttir, forstjóri Persónuvernd- ar, athygli á í umræddri grein. Þórður Sveinsson, lögfræð- ingur hjá Persónuvernd, segir að með fundinum sem Per- sónuvemd átti með Hagstof- unni sé stigið skref í þessa átt. Á fundinum lýsti Hagstofan hug- myndum sínum og Persónuvernd hefur bókað á heimasíðu sinni að þær hugmyndir stangist ekki á við lög um Persónuvernd. Hallgrímur Snorrason, for- stjóri Hagstofunnar Segirað fara þurfi varlega !sakirnar. Frétt DV f januar á síð- asta ári Hagstofan hefur nú gripið til aðgerða. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd Segir stofnunina hafa feng- ið athugasemdirfrá tollvörðum og löggum. Málinu lokið „Það hefur verið nokkurra ára núningur um hvort fólk hafi þann rétt að leyna heimilisfangi sínu í þjóðskránni með þessum hætti,“ segir Þórður. „Við höfum fengið fyr- irspurn frá tollverði, lögreglumanni og öðm fólki um hvort þetta eigi að vera svona. Með bókun Hagstof- unnar má segja að þessu máli sé lokið með því að Hagstofan lýsir því yfir að fólk hafi þennan rétt. Þá er málinu lokið af okkar hálfu þó við munum auðvitað halda áfram að fýlgjast með framkvæmd þess.“ simon@dv.is Ráöist á verk látins listamanns Formaöur Félags fréttamanna fagnar mars 2003. Munu félög flokksins um allt land kjósa fulltrúa til að sitja fundinn. Seturétt eiga yfir 1000 manns sem flokksbundnir eru. Á landsfundinum verð- ur stefna flokksins til næstu ára mótuð auk þess sem kjör formanns, varafor- manns og miðstjórnar fer fram. Skemmdarverk í Hellisgerði Búið er að skemma útilistaverk eftir lista- manninn Einar Má Guð- varðsson en það stóð í Hellisgerði í Hafnarfirði. Málið var tekið fýrir á fundi menningarnefnd- ar Hafnarfjarðarbæjar á fimmtudaginn. Voru fundarmenn hvattir til að hafa augun opin fyr- ir nýrri staðsetningu. Símon Jón Jóhanns- son, formaður menningarmála- nefndar, segir sorglegt að verk af þessu tagi séu ekki látin í friði. Hvað liggur á? Kostnaður við að laga og flytja listaverkið sé um þrjú til fjögur hundruð þúsund. „Það er stór kostn- aðarliður hjá bænum á hverju ári að gera við skemmd listaverk. Það er krassað á þau eða þau eyðilögð. Nú liggur fyrir að finna nýjan stað handa verki Einars," segir Símon Jón. Einar Már lést á síðasta ári á vinnustofu sinni Ljósaklifi í Hafnar- firði. Efnar Már Guðvarðsson listamaður Unglingarhafa unnið skemmdarverk á útilista- verki hans. „Þaö liggur ekkert á, “ segir Helgi Björnsson, tónlistarmaður, leikari og athafnamaöur, alveg sallarólegur og afslappaður.„Stilltu þig gæðingur. Nú er bara að fara á hestbak og halla sér aftur I söðlinum. Ná honum aðeins upp að framan. Tölta inn í sólina og vorið. Voðalega gott að anda eftirþessa miklu Houdini-törn sem hefur veriö löng og ströng en afskapiega ánægjuleg." Segir boltann hjá Markúsi Erni „Mín viðbrögð við þessu eru sú að þetta sé skynsamlegt hjá Auðuni," sagði Jón Gunnar Grjetarsson, for- maður Félags fréttamanna og frétta- maður á fréttastofu Ríkisútvarps, um þá ákvörðun Auðunar Georgs Ólafs- sonar að hafiia stöðu fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu í kjölfar óánægju með ráðningu hans og móttökur í gær. Jón Gunnar segir boltann nú hjá Markúsi Emi Antonssyni útvarps- stjóra, sem hafi ákveðið að skipa Auð- un Georg að fengnu áliti útvarpsráðs. Markúsar bíði ennfremur annað erfitt verkefrú. „Nú er heilmM vinna framundan að endurheimta traust millum Mark- úsar Amar og fréttamanna," segir Jón Gunnar. „Það er enn möguleiki fýrir Markús öm að snúa þessu við og Mótmælt Jón Gunnar Grjetarsson, sem hér afhendir Halldóri Blöndal ákall fréttamanna, segir Markúsar Arnar blða það verkefni aö skapa sátt og vinna traustá meðal frétta- manna. sýna sóma sinn í því að láta fagleg sjónarmið ráða sem ekki skaða frétta- stofuna," segir Jón Gunnar og vísar því á bug að fréttastofan hafi sett nið- ur 1. apríl 2005, í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.