Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 2. APRlL 2005 23 ánægð með það líf sem hún lifi nú. „Ekki það að ég hafi ekki notíð þess að lifa í gegnum árin. Mér hefur aldrei leiðst og það hefur alltaf verið gaman hjá mér. Ég er ekki sú manneskja sem veltí mér upp úr því sem miður hefur farið. Þeir hlutír eru til að læra af þeim og ef ekkert neikvætt myndi henda mann í lífinu kynni maður alls ekki að njóta h'fsins. Það er nefnilega kúnstin við þetta allt saman að draga það já- kvæða fram og láta öðrum það eftir að vola,“ segir hún ög strýkur yfir dökkt hárið. Alltaf haft húmor fyrir lífinu Eftír sambandið með Ástþóri hóf Harpa sambúð með öðrum manni sem hún segir að best sé að tala sem minnst um. Það hafi aldrei verið nein alvara í því og hún h'tí á þann tíma sem reynslu. Líklega hafi hún haft gott að því að mörgu leytí en í öllu falli vití hún hvemig sambönd eigi ekki að vera. „Ég vil ekki nefna nein nöfii en þama komst ég illilega að því að hið innra skiptir meira máh en hið ytra og að þeir sem gera ekki neitt virðast hafa mest fyrir því að gera ekki neitt. í dag er ég hvorki í sambandi við þann mann né Ástþór. Mér finnst hann hafa króað sig af í eigin baráttumálum en ég sé ekki eftir okkar tíma saman enda ferðaðist ég mikið og kynntíst mörg- um sem ég hefði ekki annars átt kost á að hitta. Það er gott að eiga minningar í ellinni. Ég hef alltaf haft húmor fyrir lífinu og því komist í gegnum þetta allt með því að hafa gaman af þessu." Borðar morgunverð með Ijós- myndaranum Ljósmyndarinn sem nú borðar bæði kvöldverð og morgunverð með Hörpu er Gunnar Gunnarsson ljós- myndari hjá Fróða. Hún segist hafa tekið eftir honum í gegnum tí'ðina enda hafi hann oft smellt af henni myndum fyrir tímaritíð Séð og heyrt. „Mér fannst hann alltaf besti ljós- myndarinn og að myndimar sem hann tók af mér væru bestar. Við hitt- umst svo fyrfi tilviljun á Næsta bar þar sem ég sat með Sverri Stormsker. Við hittumst aftur og smátt og smátt þróaðist á milli okkar samband. Gunni er rosalega góður strákur og húmor- inn uppmálaður. Það var mikið happ fyrfi mig að hafa fundið hann og nú erum við búin að vera saman í hálft annað ár,“ segir hún og ekki er laust við að hún sé dálítíð feimnisleg á svip- inn þegar hún kastar til höfðinu og sveiflar hárinu aftur. Harpa var um tvítugt þegar hún eignaðist son með Ásgeiri Ragnari Bragasyni balletdansara. „Við vorum aldrei gift en bjuggum saman í fjögur ár. Við kynntumst þegar við vorum bæði að starfa sem plötusnúðar og eignuðumst son saman. Ásgefi fluttí síðan til útlanda og er giftur maður í Svíþjóð." Eignaðist fatlaðan son Harpa ól drenginn að mestu leytí upp sjálf með hjálp móður sinnar. Hún segist aldrei hafa átt í basli með að vera einstæð móðfi enda hafi hún alltaf kunnað að bjarga sér sjálf. „Ég hef alltaf verið dugleg að bjarga mér og ég horfi ekki mikið til baka. Ég er hrút- ur og því er mikið baráttugen í mér.“ Baráttugenunum hefur Harpa vafalaust þurft á að halda því sonur hennar fæddist fatlaður. Harpa hafði sýkst af jarðvegsbakteríu sem olli fóst- urlátí hjá konum fyrr á tífnum. „Ég fór til Portúgals í sumarfrí og verslaði mik- ið við bændur og ég held að bakterí- una hafi ég fengið á ávaxtamarkaði," útskýrfi hún. „Ég áttí hann fyrfi tím- ann og læknamfi bjuggust við að hann yrði miklu mefia fatlaður. Áður dró þessi sýking fóstur til dauða eða olli blindu og heymarleysi. Hann fæddist þegar ég var gengin rúma sjö mánuði með hann en eigi að síður var hann þá orðinn 9 merkur og 49 cm. Hann var ailtaf hraustur krakki og rólegur en lentí síðar í slæmum félagsskap," segir Harpa og bætfi við að sonurinn hafi fyrst gengið í Austurbæjarskóla þar sem hann hafi orðið fyrfi eineltí. Síðan fluttí hún hann í einkaskóla þar sem honum hafi gengið vel. „í þessum skóla blómstraði hann enda vom ekki nema átta krakkar í bekk. Skólinn var síðan settur af og ég varð að setja hann aftur í Austurbæjarskóla sem var alltof stór skóli fyrfi dreng með svona mikil frávik sem lýstu sér í minnimáttar- kennd og vanmatí á eigin getu. Þar var hann settur í sérdeild í kjallarann ásamt ofvirkum bömum og bömum með hegðunarvandamál sem rústaði honum algjörlega og hann sökk í mikla dópneysiu. Þó hann sé hættur í dópinu hefur honum aldrei tekist að jafna sig og dvelur á Kleppi í dag en heimsækfi okkur um helgar." Líklega komin úr barneign Harpa segfi að vissulega hafi þetta verið erfiður tími, það sé alltaf erfitt að horfa upp á bömin sín þjást. Móðfi hennar hafi hins vegar staðið þétt við bakið á henni og aðstoðað hana mikið með drenginn. „Hún er svona amma af gamla skólanum, er heima og alltaf notalegt hjá henni, fiskur og grjóna- grautur svo ekki sé talað um alla um- hyggjuna sem hún sýndi okkur. Sonur minn var mikið hjá henni þegar hann var minni og það er ómetanlegt að eiga góða að eins og hana sem maður treystír fullkomlega," útskýrfi hún. Harpa á aðeins þennan eina son en Gunnar sambýlismaður hennar á ekki börn. Hún játar að það gætí verið gaman að vera á þeim aldri að geta átt böm en segfi að tæplega séu bam- eignfi á dagskrá hjá þeim úr þessu. Það sé líka hægt að hafa það gott og eiga góða daga saman þó engin séu bömin. ,Ætli við séum ekki bæði kom- in úr bameign enda er ég orðin 44 ára. Það er samt aldrei að vita hvað gerist. Hvað sem því h'ður emm við mjög hamningjusöm í dag og ég er sátt,“ segfi hún brosandi og h'tur á klukkuna. Matartíminn hennar er hðinn en það er ekki á hverjum degi sem Harpa fómar hádeginu fyrfi hlaup sitt út í Gróttu. „Ég er algjör hlaupafikill en auk þess að hlaupa í hádeginu dríf ég mig út á kvöldin og tek hring í Smáran- um en þar er yndislegt að hlaupa og ég er eins og ný mannskja og öU þreyta h'ður með það sama úr mér. Ég er tíl í hvað sem er eftfi hlaupin," segfi hún og bætfi við að hlaupunum fylgi að lifa hoUu og heUbrigðu h'fi. Hlaupafíkill Hún hefur aldrei reykt og er þakk- lát fyrfi það en þegar hún var yngri var hún mUdð í hestamennsku og var knapi í kappreiðum. Harpa segist enn eiga hest en hafi ekki tekið hann í bæ- inn í vetur. Frændi hennar sé með hann undfi EyjafjöUum en þangað fer hún stundum og bregður sér á bak. „Það er þannig með hestamennskuna að smitíst maður einu sinni af henni þá situr maður fastur," segfi hún hlæj- andi og bætfi við að það sé ósennUegt að hún getí komið Gunna á bak, hann sé ekki sú týpa sem hafi áhuga á hest- um. „Það er líka aUt í lagi þó við eigum líf fyrfi okkur sjálf," segfi hún glaðlega. Harpa h'tur aftur á klukkuna og sýpur restina af sterku expresso-kaff- inu. Það er ekki vert að tefja hana leng- ur en er það rétt skUið að hún sé loks- ins búin að finna ástina i lífinu? Hún stendur hugsandi kyrr í augnablik en svarar svo: „Eigum við ekki frekar að segja eins og segfi í lagi sem Stebbi Hilmars syngur: Ég held mér hafi aldrei Uðið betur." Síðan vinkar hún grönn og hugguleg í hvítri regnkápu og hraðar sér út. bergljot@dv.is indiana @dv.is „Ætíi við séum ekki bæði komin úr barneign enda er ég orðin 44 ára. Það er samt aldrei að vita hvað gerist. Eitt mesta úrval landsinns Neverlkim svæðaskípt Hjónarúm f ýmsum stærðum 160x200 Verðfrákr. 49.900,- ■ X mm SlHPPmOUCTS W"* | MEMBER | b UANUMCTURER O V I i Verifrákr. 15.900, I £ Verslunin RúmGott Smiðjuvegi 2 Kópavogi • Simi 544 2121 Oplð vltta daga frá M. 10 tll 18 - laugardaga 11 tll 17 - Sunnaudaga 13 tll 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.