Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2005, Blaðsíða 55
r
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 55
Einar Ben
Veitingarýni
Batnaði með
aldrinum
Einar Ben hefur batnað með
aldrinum og er orðinn að not-
hæfum ferðamannastað, sem
er vel í sveit settur með ný og
væntanleg hótel á alla vegu.
Höfðinglegar innréttingar eru
óbreyttar og fyrir löngu horfinn
allur kúrekastíll. Einar Ben er
orðinn einn af fínu og dýru
stöðum borgarinnar.
Þjónustan er ágæt og þurrk-
urnar eru úr taui. Vatnið er
hins vegar enn í óbrjótanlegum
kaffiglösum, sem veitingamað-
urinn hefur fengið í sveitinni.
Það gefur hins vegar góða von,
að brauðkollurnar voru volgar
og góðar. Eldhúsið reyndist
vera nokkuð gott, en féll eins
og flest önnur í fiskinum.
Fyrst skal þó nefna, að
sítrónugraskrydduð fiskisúpa
var fín súpa, tært seyði með
einum stórum hörpufiski og
nokkrum litlum, svo og einni
pastaþynnu með skelfiski.
Frönsk andalifur var beint úr
dósinni, mild og fínleg, borið
fram með eplasultu og ristuðu
brauði, grein af sítrónugrasi.
Smálúða var ekki góð, þurr-
elduð, líklega úr frysti, borin
fram á hálfkaldri kartöflu-
stöppu. Til hliðar voru nokkrir
kirsuberjatómatar á þunnum
flögum af reyktri ýsu, sem gáfu
skemmtilegt bragð. En í heild
var þessi réttur ekki góður.
Frönsk andabringa var í lagi,
ekki alveg nógu meyr, borin
fram með epla- og kartöflusal-
ati, spergli og brúnni sósu.
Hér er tízka créme brulée og
panna cotta komin til skjalanna
í eftirréttum. Það fyrra var engi-
ferblandað og borið fram með
eplaísfrauði. Það síðara var
borið fram með ferskum berj-
um í bláberjasúpu. Hvort
tveggja var fi'nn endir á máltíð,
en kaffið var tæpast úr réttum
espresso-baunum.
Með grein þessari lýkur
rúmlega eins árs hringferð
minni um veitingar á íslandi,
einkum í höfuðborginni. Nú er
því komið að hléi, en allar þess-
ar 40 greinar eru aðgengilegar á
vefnum www.jonas.is. Að lok-
um mun ég klykkja út hér í DV
á næstunni með einni eða fleiri
yfirlitsgreinum um mismun-
andi tegundir veitingahúsa.
Jónas Knstjánsson
Brahms í Duus
Gamall Islandsvinur, Peter Jenkins píanóleikari, sem
dvaldi hér lengi og setti mark d tónlistarlifið snýr aftur
um helgina og sest við flygilinn. Hann ernú yfirmaður
pianódeildar tónlistarhdskólans i Glasgow, og er kom-
inn til Islands vegna Brahmstónleika sem þeir EinarJó-
hannesson klarinettuleikari halda d sunnudag og
þriðjudag í næstu viku. Verkefnið er að leika bdðar
sónötur Johannesar Brahms fyrir klarinettu og píanó
sem voru meðþvisiðasta sem þessi aldni
meistari samdi og þykja með því fegursta
sem samið hefur verið fyrir þessi hljóðfæri.
Þeir byrja d tónleikum í Duushúsi i Keflavik
sunnudaginn kl. 15:„Svona off-Broadway",
segir Einar,,, Svo eru hljómleikarnir fluttir
öðru sinni / Norræna húsinu ó þriðjudags-
kvöld kl. 20. Auk þess leika þeir Fantasiu op
73 eftir Robert Shumann og fjöruga ung-
verska dansa eftir Draskóczy.
Pétur skoðar Hörð
Á morgun kl. 15 heldur Pét-
ur Ármannsson arkitekt fýr-
irlestur á Kjarvalsstöðum
um Hörð Ágústson mynd-
lista- og ffæðimann. Til-
efnið er ærið: Á Kjarvals-
stöðum er uppi sýning
sem rekur feril Harðar sem
myndlistarmanns, rennt er
augum yfir ferli, bæði í af-
straktinu þar sem hann var for-
göngumaður eftir sýningu sína í
Listamannaskálanum 1949 til þess
að hann tekur til við formrann-
sóknir á h'nunni í hmbandamynd-
um sínum. En það er ekki eitt efha
á ferilssýningunni. Þar eru líka
hönnunarverk hans á prenti
og síðast en ekki síst gögn úr
langri rannsóknasögu
hans á íslenskri húsagerð-
arhst að fornu og nýju.
Pémr hefúr einn fárra
íslenskra arkitekta lagt sig
eftir rannsóknum á ís-
lenskri byggingasögu og
ætti því að geta á ljósan og
skýran hátt rakið hlut Harðar í fs-
lenskri byggingahst eftirstríðsár-
anna. Fyrirlesturinn er sá fyrsti í röð
um verk Harðar. Ilann hefst kl. 15
og ekki er að efa að áhugamenn um
arkitektúr og menningarsögu
munu flykkjast á Kjarvalsstaði.
HFF er yfirvofandi - kvikmyndahátíð dreifingarfyrirtækjana státar af fínni dagskrá.
Erfitt verður fyrir aðrar hátíðir að komast með tærnar þar sem IIFF er með hæl-
ana. Dagskráin er viðamikil enda varir hátíðin í þrjár vikur. Herlegheitin hefjast á
fimmtudag og meðal verka á hátíðinni er heimildarmynd um Bítlabæinn Keflavík.
Vakið hefur athygh að íslenskar
myndir skipa háan sess á hátíðinni
því sautján íslenskar myndir verða á
dagskránni, þrjár nýjar myndir hta
dagsins ljós þessar vikur. Gargandi
snilld verður lokasýning hátíðarinnar
en að auki frumsýnir Þorgeir Guð-
mundsson heimildarmynd sína um
þorp á Suðumesjum, Bídabæinn
Keflavík. Heimildarmyndir um ís-
lenska dægurtónhst að fornu og nýju
eru því fýrirferðarmiklar í prógramm-
inu.
Keflavíkin kemur sterk inn
Bítlabærinn Keflavík er í fuhri
lengd, 102 mínútur. f fréttatilkynn-
ingu ffá hátíðinni segir: „Tónhstin
virðist eiga hug okkar allra, en hvaðan
kemur ahur þessi kraftur og hvar byrj-
aði þetta btjálæði? Bítlabærinn Kefla-
vík segir frá því þegar rokkið skilaði
sér loks til íslands og hvemig þessir
„heppnu" unglingar í Keflavík höfðu
forskot á aðra sem ekki lifðu í túnjaðri
Ameríku. Þeir höfðu kanaútvarpið og
æfinguna af því að spila uppi á vehi;
það var ekki nema sjálfsagt að Hljóm-
ar frá Keflavfk skyldu verða íslensku
Bítlamir með stóm béi!! Aragrúi
mynda og myndsskeiða af tónhstar-
flutningi og mannhfi er fléttað saman
við skemmtileg viðtöl við tónhstar-
menn og aðra þátttakendur sem segja
okkur söguna með eigin orðum."
Það er Glysgimi sem framleiðir en
það hefur áður sent frá sér HAM-lif-
andi dauðir og stuttmyndirnar BSÍ og
Memphis. Verður myndin frumsýnd r'
Keflavik sr'ðustu helgi vetrar.
Eldra stöff
Á hátíðinni verða sýndar nokkrar
eldri heirnildarmyndir: Lalh Jóns eftir
Þorfinn Guðnason frá 2001, Mjóddin-
Slá í gegn eftir Robert Douglas frá
2004 sem hefur gengið vel á hátfðum
að undanfömu, Rokk í Reyigavík frá
1982 eftir Friðrik Þór Friðriksson og
Hlemmur Ólafs Sveinssonar frá 2002.
Allt em þetta myndir í fullri lengd og
gefa góða yfirsýn um heimildar-
myndagerð síðustu ára.
Þá verða á dagskrá hátíðarinnar
leiknar myndir íslenskar: Böm náttúr-
unnar (1991), Á köldum klaka (1995)
og Englar alheimsins (2000), ahar eftir
Friðrik; Sódóma - Reykjavfk Óskars
Jónassonar frá 1993, 101 Reykjavfk
eftir Baltasar Kormák frá 2000.
Þröngsýni og önnur
sjónarmið
Þröng sýn er ný tilrauna-hreyfi-
mynd eftir Guðmund Amar Guð-
mundsson og Þórgný Thoroddsen
sem verður frumsýnd á hátíðinni, og
er frumraun þeirra. Hún var tekin á
stafrænt video en síðan var myndin
prentuð út ramma fyrir ramma og al-
menningi boðið að draga upp sína
mynd eftir þessum römmum, en bak-
grunnar og önnur hreyfimyndagerð
var svo unnin af góðum hópi ungra
listamanna í Reykjavrk.
Aðrar íslenskar stuttmyndir em í
hávegum hafðar í dagskránni: Burst
eftir Reyni Lyngdal, Money eftir Sæv-
ar Sigurðsson, Memphis Þorgeirs
Guðmundssonar, Sympathy eftir
Gemingaklúbbinn og Slurpurinn eftir
Katrínu Ólafsdóttir.
Jazzskotin stef
Það em þrír áratugir síðan létt-
sveit - raunar kvintett - úr Hamra-
hh'ðarskólanum gerði garðinn
frægan, fýrst með feimnislegum
uppákomum r' góðra vina hópi, en
seinna með hljómplötuútgáfu.
Ein stoðin í þessum fimmmanna-
hóp var dökkleitur piltur sem sr'ð-
an fór í lækninn, Páh Torfi Ön-
undarson. Hann hélt samt áfram
að spila á gítarinn sinn og setja
saman eina og eina laglínu, teyg-
aði í sig áhrif frá suðrænum slóð-
mn sem vom löngum Djöflinum
kær - vín og sól em reyndar elem-
entin sem helst koma upp í hug-
ann þegar Diabolus er annars veg-
ar.
Páh Torfi hefur frá árinu 1976
gefið út frumsamin lög og texta,
þar á meðal em kunn lög: hittar-
inn Pétur Jónatansson, Sautján
stig og sól, Timbúktú og Ferrari.
Hann hefur m.a. leikið meö
Jiljómsveitunum JB Blúsband, Di-
abolus in Musica, Combo Jó-
hönnu Þórhalls og Six-pack latino.
Þessu áhugamáli hefur hann sinnt
meðfram störfum sínum sem
læknir.
Þrjátíu ámm eftir Diabolus in
Musica ákvað Páh eina ferðina
enn að gefa út frumsamda tónhst.
„Tónlistin er með jazzskotnu
ívafi," segir Páll, „sumt gæti flokk-
ast undir jazz en annað ekld.
Sömuleiðis em latnesk áhrif auk
þeirra áhrifa sem við ölumst upp
Páll Torfi Útgdfufyrirtæki doktorsins
heitir Dr.Blood.
í.“ Flytjendur em jazz- og rolck-
hljóðfæraleikarar og ekki af verri
endanum: Tómas R. Einarsson,
Matthías M.D. Hemstock, Eyþór
Gunnarsson, Jóel Pálsson, Þórður
Árnason og Þórir Baldursson en
hann annaöist einnig útsetningar.
Söngvarar á disknum em þau
Ellen Kristjánsdóttir, Kristjana
Stefánsdóttir.Páll Óskar Hjálmtýs-
son og Ragnheiöur Gröndal. Þá
leilcur höfundurinn á akústískan
gítar.
Diskurinn heitir Jazzskotin stef
og söngdansar og það er Zonet
sem annast dreifingu.
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fí 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
HIBYLI VINDANNA
leikgerð Bj'arna Jónssonar eftir
vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar
R 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fo 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20
HERI HERASON
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
LINA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
I dag kl 14 - Aukasýning
Su 3/4 kl 14 - Aukasýning
Lokasýningar
L.E1KHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
- UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILECU KVÖLDI
Kl 18.00 Gleðistund I forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið
- kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA -1
NÝJA SVIÐ/LITLA SVID/ÞRIÐJA HÆÐIN
SEGÐU MER ALLT
e. Krístínu Ómarsdóttur
Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl. 20
AUSA eftir Lee Hall
/ samstarfi við LA.
Su 3/4 kl 20
Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
- Ath: Miðaverð kr. 1.500
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdótjur.
í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Su 3/4 kl 20 - UPPSELT,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSEIT,
Fö 15/4 kl 20 -UPPSELT,
Lau 16/4 kl 20, - UPPSEIJ,
Su 17/4 kl 20
Mi 20/4 kl. 20 - UPPSEIT,
Fi 21/4 kl 20
Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT,
eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI.SÖCN ehf. og LA
[ kvöld kl 20, Lau 9/4 kl 20
i Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN I SOLARLAGIÐ
e. önnu Reynolds.
/ samstarfi við leikhópinn KLÁUS.
Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000
Frumsýning fö 8/4 kl 20 - IIPPSEW
Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20
Börn 12 ára og yngri fá frftt (
í Borgarleikhúsið f fylgd fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasalajfborgarleikhus.is
Miðasala á netinu wvvw.borgarleikhus.is
Miðasalan i Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 nianudaga og þriðjudaga,
10-20 iniðviku-, fimintu- og fiistudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga