Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 Fréttir DV Itrúleg aðsókn Aðsókn að alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni IIFF hefur farið ffam úr björt- ustu vonum aðstandenda. í gær höfðu um 28 þúsund manns sótt bíósýningar á hennar vegum. Isleifur Þórhallsson, skipuleggj- andi hátíðarinnar, segir í fréttatilkynningu nokkuð víst að um helgina muni því 30 þúsundasti gestur- inn greiða sig inn og verð- ur hann leystur út með gjöf; frípassa í bíó það sem eftir lifir þessa árs. Hátíðin hefur einnig verið ffam- lengd um tvo daga vegna fjölda áskorana og stendur hún því til mánudagsins 2. maí. Tyggjóskattur Yfirvöld í bresku borg- inni Liverpool berjast nú fyrir að fá að setja sérstak- an skatt á tyggjópakka. Með skattinum á að dekka þann kostnað sem hlýst af því að hreinsa upp tyggjó- klessur af fjölförnum gang- stéttum í borginni. Skatt- urinn á að vera um ein króna á hvern pakka og hafa borgaryfirvöld hvatt yfirvöld annarra borga og bæja til að þrýsta á bresk stjórnvöld um að leyfa skattinn. Kostnaður við að fjarlægja tyggjóklessur í Bretlandi nemur um 18 milljörðum á ári. Súkkulaði- nudd Heilsuhæli í París býður nú konum upp á að baða sig í súkkulaði í þeim til- gangi að lappa upp á útlit- ið. Sérfræðingar hælisins segja að kókó inni- haldi efni sem dragiúr! öldrun húðar- innar. Meðferðin sé heldur ekki fitandi þar sem konur „úði“ súkkulaðinu á sig en ekki í. Á meðal meðferða er súkkulaði- og trönu- berjaskrúbb, toffísúkku- laðivafningur og súkku- laðidjúpnudd. Tveggja og hálfs tíma meðferð, með öllu inniföldu, kostar um 24 þúsund, og skál af súldculaði til átu fylgir með. Hörmulegur atburður skók Árbæinn þegar ellefu ára nemandi í Selásskóla reyndi að svipta sig lífi. Einelti hefur verið vandamál í skólanum en foreldrar segja skól- ann hafa brugðist rétt við. Nemendur fengu áfallahjálp, prestur talaði við börnin og reynt var að vinna með sorgina sem fylgdi þessu mikla áfalli. Ellefu ara að hennja Hefur einelti veríð mikið vandamál í Selásskóla þar sem dæmi eru um að foreldr- ar hafi fært börn sín í aðra skóla vegna ástandsins. I Selásskóli Nemandi i I skólanum reyndiaö | svipta sig llfi. — — Mánuður er liðinn síðan hörmulegur atburður setti skólastarf í Selásskóla í uppnám. Ellefu ára drengur, nemandi í skólanum, reyndi að hengja sig en var bjargað á síðustu stundu. Skólayfir- völd eru sögð hafa brugðist rétt við og fengu nemendur hjálp á þessum erfiðu tímum. Einelti er vandamál í skólanum. Foreldrar sem DV ræddi við og eiga bam í Selásskóla eru sammála um að skólayfirvöld hafi staðið sig vel. Samnemendum drengsins hafi verið veitt áfallahjálp, prestur verið daglegur gestur í skólanum og málið rætt í staðinn fyrir að byrgja það inni. Segja foreldrar að þessi atburður hafi vakið bæði börn og fullorðna til umhugsunar run alvarleika samfé- lagsins. Einelti í skóla Á heimasíðu Selásskóla má sjá að skólinn er hluti af svokaÚaðri Olweusar-áætlun sem er átak gegn einelti. Nýlegar kannanir benda til þess að um fjögur þúsund grunn- skólabörn á landinu séu lögð í ein- elti. Þar kemur einnig fram að krakk- ar verði mest fyrir einelti á skólalóð- um og á göngum. Hefur einelti verið mikið vanda- mál í Selásskóla þar sem dæmi eru um að foreldrar hafi fært böm sín í aðra skóla vegna ástandsins. Sagði móðir sem DV ræddi við að um ófremdarástand hefði verið að ræða innan skólans. Sorgaratburður Ekki fékkst staðfest hvort ellefu ára drengurinn sem reyndi að svipta sig lífi hefði verið fórnarlamb einelt- is. Ýmislegt bendir til þess að sú hafi ekki verið raunin. Hins vegar segja margir foreldrar að þeir krakkar sem hafi hvað mest stundað einelti inn- an skólans hafi verið áminntir með þessum sorglega atburði hvaða af- leiðingar hegðun þeirra geti haft. Þetta hafi verið áminning til allra sem að málinu koma. Öm Haraldsson, skólastjóri Sel- ásskóla, vildi ekki tjá sig opinberlega um málið eftir samráð við foreldra drengsins. Vildi enda líf sitt Um mánuður er liðinn síðan komið var að ellefu ára drengnum sem ætíaði að binda enda á líf sitt og honum var bjargað. Oft á tíðum liggja mál af þessum toga í þagnar- gildi. Skólayfirvöld í Selásskóla tóku hins vegar þá ákvörðun að fara aðra leið og vinna með vandamálið í stað þess að þagga það niður. Em for- eldrar ánægðir með viðbrögð skól- ans, þjónustu prestsins og þá um- ræðu sem þessi sorglegi atburður fékk. simon@dv.is Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna Mjókurrisar sameinast Smiðshöggið á samein- ingu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna hefúr verið rekið. Fyrsti fundur hins sameiginlega félags var haldinn á Sel- fossi í gær. Stjómarfor- maður nýja félagsins er Magnús H. Sigurðsson og á fyrsta stjómarfundi þess var Guðbrandur Sigurðsson ráðinn for- stjóri. Guðbrandur segist spenntur yfir að takast á við þetta stóra og ábyrgðarmikla verkefni. „Ég Guðbrandur Sígurðs- son Fyrrverandi forstjóri Útgerðarfétags Akureyr- inga er kominn suðurl mjólkurframleiðslu. Hvaö liggur á? hef verið svo heppinn að fá tækifæri undanfarið til að vinna að því að skipuleggja samein- ingu þessara tveggja félaga. Þar hef ég kynnst góðu starfsfólki hjá báðum félögum sem ég er spenntur að fá að vinna með í að byggja upp öflugt félag til ffamtíðar." Heildarfjöldi starfs- manna er 374 og er gert ráð fyrir að velta sameinaðs fé- lags verði um 7 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Stjóm hins sameinaða félags er skip- uð 7 aðalmönnum og fjórum vara- mönnum. ,Kóngurinn er þríbókaður um helgina, “ segir Sólmundur Hólm Sólmundarson.Ég er sko partigítarleikari og hef verið að spila fyrir einn sem er i hestunum. Svo um helgina er ein- hver vorhátiö hestamanna í Viöidal og ég þarfað mæta með korters skemmtiatriöi. Ætli maöur taki ekki bara einhverjar góðar eftirhermur i kábójdressi. Svo skellir maður sér kannski eitthvað út á lífið." Léleg tímsetning á blaðamannafundi forseta Bush vék fyrir Paris Hilton Þrjár af stærstu sjónvarpsstöðv- um Bandaríkjanna klipptu á George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, í miðri setningu á blaðamannafundi sem hann hélt síðastliðinn fimmtu- dag. Léleg tímasetning blaða- mannafúndarins liggur þar að baki því hann var haldinn á svokölluðu „Prime Time“, tíma sem áhorf á sjónvarp er mest. Fimmtudagskvöldið var fyrsta kvöldið í því sem Bandaríkjamenn kalla „Sweep stakes". Þar er átt við að áhorf er kannað á stöðvunum sem aftur á mótí hefur áhrif á hversu vel sjónvarpsstöðvunum gengur að laða til sín vænlega auglýsinga- samninga. Þetta þýddi að áður en Bush gat klárað sitt skiptu NBC, FOX og CBS yfir í krassandi þætti sem l£k- legir eru til að draga að sér áhorf- endur. NBC skipti á The Apprentice, FOX á þátt Paris Hilton og CBS á Survivor: Palau. Kluður Bush ræddi þjóðmálin á meðan fólk beið frekar spennt eftir uppáhaldssjónvarps- þáttunum slnum. Samkvæmt erlendum fréttamiðl- um áttaði Bush sig á að hann væri að renna út á tíma. Hann sagði að tími væri til að klára, sýna þyrfti sjón- varpsþætti svo efnahagurinn blómstraði. Bandaríska þjóðin misstí hins vegar af því. Nema þeir sem stillt höfðu á ABC og almenn- ingssjónvarpið PBS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.