Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 27
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 27 Hemmi Gunn segir að bláklædda konan sem sögð er fylgja honum fyrir vestan, þar sem hann er að hvíla sig, sé uppspuni heima- manna. Hann segist enn vera laus og liðugur og engar staðfestar sannanir vera til fyrir tilvist bláklæddu konunnar. HðD9DÚ£uin „Það er ekki ein einasta kerling, hvorki bláklædd né dressuð í aðra liti. Það eru svo miklir sagnamenn hér,“ segir Hemmi Gunn og skelli- hlær að sögunni sem um hann gengur. Hann er kominn vestur í Haukadal í Dýrafirði í hvfld eftir að hafa verið við upptökur á fjörutíu þáttum af Taktu lagið og þar fær hann vorið beint í æð og náttúruna sem er að vakna allt í kring. Með huldukonu í kringum hesthúsin Inni á thingeyri.com hafa annað kastið verið fréttir af bláklæddri konu þar vestra sem tengd hefur verið við Hemma Gunn. Hann hefur átt hafa að sést með þessari huldukonu síðustu misserin í kringum hesthúsin að Söndum. Á forsíðunni segir: „Hemmi Gunn hringjari er væntanlegur vestur til að hlaða batteríin og er þá ekki að sökum að spyrja í góða veðrinu. En hvað haldið þið? Haldið þið ekki að sú bláklædda hafi sést fara inn í húsið hjá Siggja Friggja á laugar- dagskvöldið. Var það skömmu eftir að hann tók hestana inn að sögn útkikkaranna." Óskhyggja heimamanna Hemmi segir að þessi saga sé líklega óskhyggja þeirra sem búið hafi hana til. Þeir vilji fá sig alfarið vestur og voni að einhver kona sé í spilinu. „Það hefur enginn getað lýst þessari mætu konu og enginn getur heldur staðfest að hafa séð hana. Síðan held ég líka að það ger- ist ekki svo mikið á Þingeyri, þannig að menn verða að hafa eitthvað til að tala um í skammdeginu," útskýrir Hemmi og hlær enn meira. Er í miðjum sauðburði Hemmi notar hvert tækifæri til að heimsækja Haukadal. Þar var hann í sveit í bemsku og hefur síðustu ár verið þar eins og grár köttur hjá fóstxu sinni, eins og hann kallar Unni Hjörleifsdótt- ur í Húsatúni sem býr ein í dalnum. „Það er æðislegt héma, það er allt að vakna og hér er ég í miðjum sauðburði. Þeir em svo fjömgir, dýrfirsku hrútam- ir, og gátu ekki beðið í haust eftir að kæmi að fengitíma. Lömb em því fædd hér og þau skoppa út um grundir og móa og um nætur get ég varla sofið fyr- ir fuglasöng. Það er svo mikill kraftur hér í náttúmnni," segir hann og játar að hann fari sjálfur ekki varhluta af þeim krafti. Það vakni hver fruma eftir vetrardvala og krafturinn streymi um hann allan. „Ég verð aðeins fram að helgi í þetta sinn, en ég kom á mánudag. En ég kem fljótt aft- ur, það er engin hætta á öðm,“ segir Hemmi, laus og liðugur eins og áður. sstt Það er bara Hemmi sjálfur sem er í bláu Sú mæta ko/ia sem hann á ad hafa séstmed er spuni sagna- manna vestra, segir Hemmi. Hann ér kominn í dalinn sinn eftir mikla törn Vid upptökur á þætti sfnum Taktu lagid og veit ir ekki af hvildinni. Fyrirvestan hefur hann dreqid ad sér vor loftid og kemur i bæinn i dag med hverja frumu fulla afnátt úrulegum vestfirskum krafti. Erik Jorgensen Framleiðandi sófa frá 1954 Sérfræðingur frá Erik Jergensen veitir faglegar ráðleggingar um valá húsgögnum frá fyrirtæki sínu í dag og á morgun. cil Skeifunni 6 / Sfmi 568 7733 Fax 568 7740 / epal@epal.is www.epal.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.