Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 10
T 0 LAUGARDAGUR 30. APRlL 2005 Fréttir DV Ásgeir er sannur og einlægur vinur vina sinna og er ávallt tilbúin að hjálpa til. Hann er mjög jákvæður maður. Ásgeir á erfitt með að segja nei og á þá til að taka alltof mörg verkefni að sér. Hann treystir fólki undantekning- arlaust sem getur komið honum í koll. „Hann er traustur og sannur vinur vina sinna, ávallt tiibúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Það er mjög sjaldgæft að hitta Ásgeir í vondu skapi og hann er almennt mjög lífsglaður. Hann eryndislegur faðir. Hann á það til að vera með brenglað tímaskyn sem veldur því að hann verður óstundvís. Hann á erfitt með að segja nei þannig að það kemur fyrir að hann tek- ur sér ofmikið fyrir hendur." Halldóra María Einarsdóttlr, markaðs- fulltrúi FM9S7 og barnsmóðir Asgeirs. „Ásgeir er auðvitað rakið ijúfmenni og mikill vinur vina sinna. Hann ieggur sig f llma við að standa við það sem hann segir sem hann gerir nánast undan- tekningarlaust.Hann ermjög skipulagður. Svo er hann að sjálfsögðu stórskemmtilegur og hann á auðveltmeð að vinna með fólki. Hann er afleitur söngvariog mjög óstundvls." Jóhann Jóhannesson dagskrárgerðar- maður. „Ásgeir hefur aðallega bara kosti. Hann er alveg yndislegur drengur og til fyrirmyndar I alla staði. Hann er llklega jákvæð- asti maður sem ég þekki. Yndis- legur vinur og vill allt fyrir mann gera. Hann mætti alveg vera brúnni, vera sællegur eins og ég. “ Arnar Crantvaxtarræktarfrömuður. Ásgeir Kolbeinsson fæddist 1 l.janúar 1975. Hann gekk í Ölduselsskóla og þaðan lá leið- in í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann hóf slðan nám I viðskiptafræði við HR en á eftir að Ijúka þvl námi. Hann er á lausu en á son, Ivan Dag, með Halldóru Marlu Einarsdóttur. Hann hefur I fjölda ára verið viðriðinn bæði útvarp og sjónvarp og er nýráðinn dagskrár- og markaðsstjóri FM957 og Popptlví Traffík á Tónlist.is Gríðarleg umferð var á vefþjónum tónlistarsíð- unnar Tónlist.is í gærdag og olli hún truflunum í notkun síðunnar. Ástæðan er að í gærmorgun hófst þriggja daga frír niðurhals- tími á tónlist á síðunni í tilefni tveggja ára afmælis hennar. í fréttatilkynningu sem Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Tón- list.is, segir að um hádegi í gær hafi rúmlega 600 nýir notendur verið búnir að skrá sig á síðuna. Frítt nið- urhal verður til miðnættis á sunnudagskvöld. Auk þess verður sérstök afmæl- isdagskrá í Kringlunni í dag sem byrjar kl. 15. Allir þrír ofbeldismennirnir sem drógu ungan dreng á nærfótunum eftir frosinni möl segjast sjá eftir þvi. Einn þeirra, Steindór Veigarsson, var nýverið tekinn með 300 grömm af hassi og á von á þungum fangelsisdómi. Annar, Davíð Ingi Guðjónsson, seg- ist sjálfur hafa upplifað árás ofbeldishrotta og vita því hvernig fórnarlambinu líður. / f syna „Við erum ennþá í sjokki," segir móðir drengsins sem troðið var í skott útúrdópaðra ofbeldismanna og dreginn af þeim um frosna möl svo stórt svöðusár hlaust af. Hún vHl að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Mennirnir þrír sem harðast gengu fram í árásinni segj- ast sjá eftir öllu saman og vilja biðja fórnarlamb sitt afsökunar. „Þetta var hræðilegt og fór allt úr böndunum," segir Davíð Ingi Guðjónsson, einn árásarmann- f anna. Hann er sagður hafa ekið bílnum sem árásarmenn irnir notuðu hið örlaga- ríka kvöld. Með Davíð Inga voru þeir Tómas Pálsson Eyþórsson og Steindór Veig- arsson. Tómas sagði DV í gær að hann hefði verið á flogaveikilyfinu rivotril, sem er lyf sem margir í eitur- lyfjaheiminum þekkja og nota. Tómas sagði að lyfið hefði haft þau áhrif að hann „snappaöi" í hausn- um. Okkur finnst þetta leiðinlegt Davíð Ingi tekur undir orð félaga síns og segir eiturlyfjaneyslu sína og félaga sinna umrætt kvöld hafa haft mikil áhrif á gjörðir þeirra. „Við vorum í mgli og þetta átti aldrei að fara svona langt. Fyrir hönd hópsins vil ég bara segja að okkur flnnst þetta mjög leiðinlegt. Við viljum bara biðjast afsökunar. Mér finnst þetta í einu orði sagt ömurlegt." Davíð hefur sjálfur reynt hrottaskap sem þennan á eigin skinni og segist miður sín yfir öllu saman. „Nú hef ég lent í svona árás sjálfur og ég veit hvernig stráknum líður." Ég var útúrspítt- aður Þriðji árásarmaður- inn, Steindór Veigars- son, tekur í sama streng og vinir hans tveir, kennir eiturlyfjunum um hrottafengna framkomu sína. Danfel Snorrason Yfirlögregluþjónn á Akureyri gómaði einn ofbeldismann- anna með 300 grömm afhassi. „Nú hefég lent í svona árás sjálfur og veit . hvernig I X stráknum líður." „Ég var útúr- spíttaður þetta kvöld og það hefur bara þau áhrif að maður getur misst stjórn á sér.“ Steindór segir að sér hafi liðið mjög illa síðan árásin átti sér stað. „Mér finnst mjög leiðinlegt að þetta hafi gerst og ég sé mikið eftir þessu." Steindór Veigarsson er þekktur fyrir umsvif sín í eit- urlyfjaviðskiptum á Akureyri. Lögreglan þar staðfesti við DV að Steindór hefði nýverið verið tekinn með 300 grömm af hassi. Hann væri nýkominn úr tólf daga gæsluvarðhaldi. Damel Snorrason, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að það mál verði sameinað þætti Steindórs í líkams- árásinni sem hann sér svo mikið eftir. Davíð Ingi Guðjónsson Segist vita hvernig fórnar- lambinu llður. Símastvíburar af kattakyni Hann lifði aðeins í tvær, þrjár mínútur og hreyfði sig ekki mikið áður en hann dó,“ segir Sóley Þor- björnsdóttir, fimmtán ára Árbæing- ur og eigandi Myrku, kisunnar sem gaut þessum ótrúlega kettlingi fyrir þremur dögum. Myrka á heima í Árbænum og er aðeins tveggja ára. Þetta got hennar er það þriðja en hún hefur gengið úti og ekki verið á getnaðarvömum. Sóley segir að nú standi til að taka hana úr sambandi eftir að hún hefur jafnað sig á síðasta goti. „Það fædd- ust þrír aðrir kettlingar en þeir vom fullkomlega heilbrigðir og þrífast vel heima hjá Myrku," segir Sóley. Hún segist ætla að hugsa vel um kettlingana og gefa þá sfðan á góð heimili þegar þeir em orðnir nægi- lega stórir til að fara frá mömmu sinni. Kettlingar sem þessi, sem er með eitt höfuð, samvaxinn skrokk og átta fætur, fæðast ekki á hverjum degi méé.. Atta fætur, eitt höfuð og tvö skott Eins og sjá má á þessum myndum er kettlingurinn fullskap- aður en hann hefði aldrei getað lif- að svona eins og hann var. Það er mjög sjaldgæft að síamstvíbura- kettlingar fæðist fullskapaðir þvíyf- irleittdeyja þeir I móðurkviði. Það var eins gott að hann dó strax og ekki þurfti að lóga honum. hér á landi. Farið var með kettíing- svona kettíingar. Kisurnar inn til dýralæknanna í Garðabæ og létu fóstri áður en þeir næðu að full- sögðu þeir að yfirleitt fæddust ekki skapast. Tónlist til að lifa af Gríska lögreglan dreifir þessa dagana ókeypis geisladiskum með þjóðlagatónlist til grískra öku- manna. Það er von lögreglunnar að þjóðlagatónlistin geri ökumönnum kleift að slaka á við aksturinn nú þegar ein helsta ferðahelgin er framundan, páskahátíð Grísku rétt- trúnaðarkirkjunnar. Tala banaslysa í Grikklandi er meðal þess hæsta sem gerist í Evrópu. Á þessu ári hafa nú þegar eitt hundrað manns látíð h'fið á grískum vegum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.