Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR30.APRlL.2005 Helgarblað DV Kíkt í s/tuj'tíiHicuuinti Guðlaug Elísabet Ólafsdótt ir leikkona „Ég er með vanillu maníu þessa dagana, allt verð- ur að ilma afvanillu. Þetta er llklega vorið I manni." DV-mynd Stefán Vanilluilmvatn frá L'Occitane „Þetta ilmvatn er ótrúlega gott og ég nota það ; mikið. Ég er með 4 vanillumaníu þessa dagana, allt verður að ilma af vanillu. Þetta er, líklega vorið í manni." Dagkrem frá Aveda „Mér finnst þetta krem voðalega gott, enda eru húðvör- urnar frá I Aveda algjört 1 æði og ég nota þær S mikið." Dior Show Mascara frá [ Christian Dior „Ég nota þennan brúna imaskara rosalega mikið. 1 Hann er ótrúlega góð- ur, lengir bæði og [þykkir. Mér finns alltaf voða bjútí [ hann á mér.“ Lancome Juicy tube „Þetta er hitt fegurðarmeð- alið sem ég nota, þetta og maskarinn. Glossinn er voða- lega fínn og ég nota hann hvunndags." L'Occitane-sprey „Ég nota þetta sprey til að spreyja andlitið. Þegar maður er á ferð og flugi út um allan bæ er mjög gott að fríska sig upp með þessu. Ég úða þessu á andlitiö og verð eins og ferming- arstúika. Bæði yfir- bragðið og líðanin. Þetta er algjört æði." Guðlaug Ellsabet Ólafsdóttir leikkona útskrifaðist úr Leiklistarskóla fslands árið 1994. Þessa dagana leikur Guðlaug I leikritinu Riðið inn í sólarlagið sem sýnt er I Borgarleikhúslnu. í haust mun hún takast á við sama hlutverk og hún lék fyrir 10 árum þegar Himnaríkið verður sett upp I tilefni af 10 ára afmæli Hafnarfjarðarleikhússins. „Ég er mjög spennt áð takast á við þetta verkefni. Við sýndum verkið yfir 100 sinnum og hættum fyrir fullu húsi þannig að það verður gaman að takast á við þetta aftur." Guðlaug lék einnig I Svínasúpunni, hefur leiklð I nokkrum áramótaskaupum, barnaleikritum, söngleikjum og hef- ur verið áberandl I gríninu. Hún seglst ekki farða sig mikið hverdagslega. „Hvunndagsförðunin er maskari og gloss en ef ég vil „sjæna" mig til þá nota ég brúnkuklúta." Soffía Árnadóttir, grafískur hönnuður og leturlistamaður, hannar alls kyns listaverk auk þess sem hún er nýbúin að hanna letur á norskt súkkulaði. Sofíia rekur sitt eigið fyrir- tæki þar sem hún starfar á daginn en hún er að alla daga og langt fram á nætur, enda skortir hana ekki áhugamál. „Ég var að koma úr kraftgöngu," segir Soffía Árnadóttir, grafískur hönnuður og leturlistamaður. Það er sjaldan lognmolla í kringum Soff- íu, en þegar blaðamaður truflar hana er hún að borða spínatkökur með franskri tengdamóður sinni. „Ég vinn hjá sjálfri mér og síðan er ég að búa til keramikskálar og önnur listaverk, mála akrílmyndir og kort, sauma og er að koma mér upp vef svo hægt verði að skoða og panta vörurnar," segir Soffi'a og bætir við að auk þess eyði hún klukkutíma á hverjum degi í að spjalla við kettina sína fjóra sem tala að sjálfsögðu við hana til baka, enda hlýðnir og klárir kettir. Margt til lista lagt Fyrirtækið hennar Soffíu heitir einfaldlega Soffía Árnadóttir en er þó oft kallað Soffía frænka. Hún er nýbúin að vinna letur á norskt jóla- súkkulaði sem hún gerði fyrir Design House, en þeir sáu um um- búðirnar. „Ég er í fyrirtækinu á dag- inn en vinn allt annað fram eftir nóttu. Ég er samt ein í vinnunni og get því unnið eitthvað af þessu þar.“ Soffi'u er greinlega margt til lista lagt, en á vefnum sem hún er að setja úpp að verður hægt að panta falleg tækifæriskort og ýmis- legt fleira. Keramikskálarnar henn- ar hafa einnig slegið í gegn en þær eru skreyttar með köflum úr Háva- málum og Völuspá. „Ég vinn skál- arnar jafnóðum og þær fara alltaf áður en þær komast í búðir. Síðan leik ég mér líka að því að mála kett- ina mína því einu sinni þegar ég var búin að vera svo lengi ein heima með þeim var ég farin að spá í því hvort ég væri kannski bara köttur og þeir menn. Mér fannst kettirnir og ég vera orðin að einhvers konar verum í húsinu og fór að mála þá út frá því," segir hún hlæjandi. í mat hjá Clinton Soffi'a skrifar einnig heiðursskjöl og hefur gert eitt sem Hilary Clinton fékk frá Félagi kvenna í atvinnu- rekstri. „Ég hef líka verið gestur í Hvíta húsinu og á meira að segja enn þá súkkulaði í forsetaumbúðum sem ég fékk þar. Ég geri margt í höndunum og segi aldrei nei ef ég er beðin um eitthvað, sama hvort ég hef gert hlutinn áður eða ekki, enda er ég yfirfull af hugmyndum og skortir ekki áhugamál í ellinni," segir Soffía að lokum og heldur áfram að borða spínatkökurnar. indiana@dv.is „Nafnið kom eftir miklar vangaveltur, þar sem við gátum ekki komist að niðurstöðu," segir íris Eggertsdóttir en hún, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir, Elín Arndís Gunnarsdóttir og Hildur Hinriks- dóttir opnuðu fyrir stuttu verslun- ina Pjúra. Verslunin er við Ingólfs- strætið og er í bakherbergi Frú fiðrildis og íris segir þetta mest minna á hliðargöturnar í Kaup- mannahöfn. Stelpurnar hanna sjálfar allar vörurnar og úrvalið er mikið. „Við erum með fyrirburaföt, óléttuföt, tískuföt, töskur, armbönd, húfur og margt fleira. Úrvaldið er fjöl- breytt enda erum við mjög ólíkar, og það er mjög fínt. Eg legg áherslu á að hanna föt á venjuleg- ar konur og geng þá út frá sjálfri mér og vinkonum mínum. í raun- inni er ekkert að okkur og við erum ekki í einhverjum offituhóp en samt er erfitt fyrir okkur að fá nógu stór föt og þá sérstaklega nógu síð," segir íris og bætir við að þær sem koma í versluniná og finna eitthvað fallegt sem ekki passi þá sé það einfaldlega saum- að í réttri stærð. Stelpurnar skiptast á að af- greiða í versluninni en þær hanna allar heima hjá sér. „Við ætlum að sjá hvernig gengur, en planið er að vera með saumaaðstöðu í sama húsi. Núna erum við með fullt af skemmtilegum litum og léttari föt, enda sumarið komið." indiana@dv.is fris Eggertsdóttlr „Nafnið kom eftirmiklar vangaveltur, þar sem við gátum ekki komist að niðurstöðu, “ segir Iris. íris Eggertsdóttir fatahönnuður er ein fjögurra kvenna sem opnað hafa nýja verslun við Ingólfsstrætið. Föt sem passa á aila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.