Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 35
TXV Helgarblað LAUGARDACUR 30. APRÍL 2005 35 Maríanna Friðjónsdóttir horfir til baka og ræöir árin fjórtán í Danmörku, heim- komuna og það sem hér beið hennar. Hún skoðar tilfinningar sínar í kjölfar sárrar lífsreynslu sem hún hefur reynt að nýta í jákvæðum tilgangi. Nú fram- leiðir hún helst sjónvarpsefni sem gleð- ur fólk og hefur þau áhrif að áhorfendur fara ekki beint á eftir út á götu að berja gamlar konur. „Hringnum er lokað, ég er komin heim aftur og það er mejra en nóg að gera,“ segir Maríanna. Hún er að hvíla sig eftir erfiða töm en að baki em upptökur á fjömtíu þáttum af þættin- um hans Hemma Gunn. „Það var lag- ið“ sem ná allt fram í desember. Hún segir að þannig eigi að gera sjón- varpsefni, allur kostnaður verði mun lægri og þáttur og upptökur hnitmið- aðri sem aftur lýsi sér í meiri gæðum. Eftir heimkonuna ffá Kaup- mannahöfii fyrir nokkrum mánuð- um hefur hún komið sér vel fyrir með dönskum sambýlismanni sínum sem hér er kokkur. „Við búum við Tjöm- ina og það er dásamlegt. Á leið í þetta spjall gekk ég í góða veðrinu og fylgd- ist með gróðrinum sem er að taka við sér og andaði að mér hlýju loftinu. Mér finnst æðislegt að búa þama og geta gengið í bæinn, fylgst með fugl- unum á Tjöminni og mannlffinu í bænum en það hefur ýmislegt breyst síðan ég fór utan fyrir fjórtán árurn," segir hún hreystin uppmáluð, með ijóðar kinnar og ljóma í augum. Kraftakona Maríanna hefur unnið við fjöl- miðlun allt frá unga aldri. Hún var komung þegar hún réðst sem skrifta á fréttadeild Sjónvarpsins en þar sá hún meðal annars um kosningasjón- varp og stjómaði útsendingum á leiðtogafúndinum. Hver man ekki eftir lokaðri hurðinni á Höfða sem Yngvi Hrafri talaði um og lýsti í heilan dag, sællar minningar? Á Stöð 2 var hún á frumbyggjaár- um þeirrar stöðvar og þar kleif hún margan erfiðan hjallann og stjómaði umfangsmiklum beinum útsending- um á hinum ýmsu viðburðum. Þeir sem unnið hafa með henni bera henni vel söguna. í höndum Maríönnu varð það óframkvæman- lega oft leikur einn... eða því sem næst. En víst er að ef Maríönnu tókst það ekki var það líklega ekki fram- kvæmanlegt. Flutti til Danmerkur með fjöl- skylduna í kringum 1990 flutti Maríanna til Danmerkur með Birgi, manni sínum, og sonunum Andra og Atla, en henni bauðst starf hjá TV Danmark sem þá hét reyndar Kanal 2. „Mér var boðin vinna þar og ákvað að fara. Þau ár sem þá fóru í hönd voru þau yndis- legustu sem ég hef lifað. Það var gam- an að takast á við ný verkefni og koma sér fyrir í nýju landi. Ég ákvað að leggja mig fram um að læra inn á danskt þjóðfélag en dönskukunnátta mín var eins og annarra íslendinga sem lærðu hana í skóla. Sem sagt ekki upp á marga fiska,“ segir hún skelli- hlæjandi. I byrjun var því töluð enska í vinn- unni en Maríanna hlustaði vel á sam- starfsfólk sitt tala málið. Þess utan reyndi hún að tala það sjálf og bað fólk að tala við sig á dönsku. „Eftir þriggja mánaða starf sagði ég við fólk að nú ætlaði ég að tala bara dönsku og bað það að aðstoða mig. Það gekk vel og upp frá því talaði ég ekki ann- að í vinnunni. Ég hafði það út úr því að nú tala ég góða dönsku og skrifa hana þannig að ekki er að fundið. Enda hef ég unnið við skriftir í Dan- mörku,“ segir hún ánægð með að hafa lagt sig fram við dönskuna strax í stað þess að festast í enskunni. „Það hefði verið mjög einfalt," útskýrir hún og bætir við að það sé ekki hægt að vinna við að búa tíl dagskrárefni ef kunnátta á tungumáli og þekking á þjóðlífi er ekki til staðar. Orkan í að hugsa um börnin í Danmörku gekk allt vel. Birgir vann á sömu sjónvarpsstöð og Marí- anna en jafnframt gerði hann efrii fyrir sjónvarp hér heima. Þau bjuggu með strákana sína í samfélagi sem ekki þekkist hér á landi og Maríanna er afar hrifin af. „Það má rekja það tii hippamenn- ingarinnar en það voru 26 hús sem byggð voru saman í ferhyming með garði í miðju. Þar var stórt hús þvert í gegn og var sameiginlegt rými fyrir íbúana. Hugmyndafræðin á bak við þetta er að orkan fari í að hugsa um bömin okkar í stað þess að eyða henni í bíða í röð í matvörubúðinni á hveijum degi, elda mat og vaska upp,“ útskýrir hún og segir að líkja megi þessu formi við frumumar í lík- amanum sem styðji alltaf hver við aðra. „Þær safna aldrei að sér orku nema sem dugar í þrjár sekúndur í einu því ef ein deyr, þá koma aðrar til hjálpar," bendir Maríanna á. „Á hverjum degi borðuðu allar fjölskyldumar saman í sameiginlegri borðstofu en við skiptumst á að elda. Það kom í hlut hvers og eins á sex vikna frestí. Þess á milli gátum við sinnt bömunum og hvert hús var öll- um hinum bömunum opið. Þannig gátu stundum verið tíu, fimmtán böm inni hjá mér eða mínir strákar inni hjá einhveijum öðrum. Orkan fór í að halda utan um hvert annað og bömin en sá sem eldaði þann daginn þurftí að vera kominn heim klukkan þrjú á daginn og taka ámótí bömun- um þegar þau komu heim úr skólan- um. Maður þurftí aldrei að hafa áhyggjur ef maður vann lengur þess á milli og þama var samhjálpin í fyrir- rúmi," segir hún og vildi gjaman að þetta form væri meira notað hér á landi. „í raun þekkist þetta ekki hér og það er miður, það fylgja þessu svo miklu fleiri kostir en gallar. Ég skil raunar ekki hvers vegna svona hús hafa ekki verið byggð hér. Ég er alveg klár á að fólk kynni að meta þetta," segir hún ákveðnum rómi og hag- ræðir sér í stólnúm. Óskaplega sorgmædd Á sumrin fór Birgir heim og vann hér á Stöð 2 en Maríanna var útí í sinni vinnu. Strákamir vom oftast hjá Birgi hér heima og Maríanna kom þegar hún gat heim og áttí með þeim góðar stundir. „Ég vil helst ekki tala mikið um skilnað okkar Bigga," svar- ar hún þegar ég spyr hvemig það hafi borið að. Líklega muna menn ýmis- legt frá þeim tíma sem var Maríönnu mjög erfiður. Hún sleppur samt ekki alveg, þetta gerðist og það fór ekki fram hjá fólki sem þekktí þau. „Jú, það var áfall," segir hún síðan og bætír við að það segi sig sjálft. „Það er óskaplega sárt að taka höfnun en ég var aldrei reið - bara sorgmædd. Óskaplega sorgmædd. Biggi og strák- amir vom fjölskylda mín og það þarf ekki að lýsa því fyrir neinum hve sárt var að sjá á eftír þeim hingað til ís- lands og sitja eftir ein. Þetta var 1996 en við vorum búin að eiga sex yndis- leg ár útí. Ég gaf eftir forræði drengj- anna sem þá vom 10-11 ára og þeir fluttu heim,“ segir hún og bætir við að reyndin hafi nú orðið sú að þeir hafi verið heilmikið útí hjá henni. Reynir að snúa neikvæðri reynslu í jákvæða Maríanna segist ekki vilja velta sér upp úr þessu tímabili. Það er að baki en hún hafi lært það að allri nei- kvæðri reynslu sé hægt að snúa upp í andhverfu sína. „Það er ómögulegt að segja hvað er tilviljun og hvað ekki,“ segir hún og bendir á að hún hafi verið að enda við að horfa á þátt Opruh þar sem hún talaði við Lance Amstrong íþróttamann sem fékk krabbamein ungur. „Hann sagði að það besta sem komið hefði fyrir hann hefði verið að veikjast af kxabbameini. Já, hvers vegna? Hann útskýrði það þannig að það hefði orðið til þess að styrkja hann og gera að miklu betri íþrótta- manni. Þetta segja margir sem lenda í sárri h'fsreynslu því ef fólk tekur ekki dýfur þá þekkir það ekki samanburð- inn og kann ekki að meta lífsgæðin sem það lifir við," segir hún ákveðin en víst þekkir Maríanna þann sam- anburð. Hætti á TV2 og fór til Afríku Maríanna vann áfram á sama stað og segir að það sem bjargaði henni hafi veríð göngutúrar og aftur göngu- túrar. Yngri sonur hennar var mikið útí hjá henni en tveimur árum síðar kynntíst hún Stig sem hún býr með enn. „Okkur líður vel saman. Erum sálufélagar og vinir. Ég held að hann hafi verið víkingur í fyrra lífi og kom- ið hingað því hann kann vel við sig. Verður uppi í Grímsá í sumar og vinnur þar á veitingastað sem Steinar Berg er að opna. Óskaplega skemmtí- legur staður," segir Maríanna. Eftir átta ár á TV2 hætti Maríanna og fór að gera heimildarmyndir. „Ég fór meðai annars til Afríku og þangað fór Atli meðal annars með mér. Síðan vann ég í lausamennsku við hitt og þetta sem tengist fjölmiðlun," segir Maríanna og bætir við að netíð og öll þau tækifæri sem því fylgja séu mikið áhugamál hjá henni. Breytíngarnar hafi orðið miklar frá því hún fór út á vinnumarkaðinn á sínum tíma. Hún útskýrir að nú séu möguleikamir svo margir til að koma efninu frá sér. „Sjáðu til, fólk vill getað ráðið því hvenær það sest niður og horfir. Ef það vill fá ensku mörkin, svo dæmi sé tekið, í símann sinn og horfa á þau þar í stað þess að sitja í sófanum heima hjá sér á ákveðnum tíma þá á að vera hægt að fá þau þangað. Nú er svo komið að það er hægt að uppfylla óskir manna á þessu sviði," segir hún áköf og útskýrir að hennar vandi sé að allar þær hugmyndir sem hún fái skilji menn ekki alltaf fyrr en löngu síðar. „Fólk veit ekkert hvað ég er að tala um og loks þegar það skilur, þá hef ég fengið nýjar og aftur veit eng- inn hvað ég er að tala um. Þetta er svo óskaplega heillandi heimur, fjölmiðl- ar í hvaða formi sem þeir eru,“ segir hún og hlær. Hélt að hún ætti ekki eftir að líta glaðan dag Fyrir rúmi ári síðan taldi Maríanna að hún ættí ekki eftír að h'ta glaðan dag að nýju. Sá dagur hófst ósköp venjulega, rétt eins og aðrir dagar. Nóttina þar áður fórst Atli, yngri son- ur hennar og Birgis, í lestarslysi í Dan- mörku aðeins m'tján ára gamall. ,Atli bjó útí hjá mér en hafði nýlega flutt inn í Kaupmannahöfn. Hann var yfir sig hrifin af stelpu sem hann fór að búa með en svo slitnaði upp úr því. Hann bjó þegar þetta var hjá vinum sínum og hafði farið út að skemmta sér. Við Stíg vorum heima hjá okkur og vissum ekki annað en allt væri í lagi þegar vinur hans hringdi og sagði að hann væri ekki kominn heim. Spurði hvort hann væri hjá okkur. Atíi var þannig að hann skilaði sér alltaf heim og ég vissi að eitthvað hlytí að hafa komið fyrir fyrst hann var ekki kominn heim og hafði ekki látíð vita af sér," útskýrir hún. Man'anna fór strax af stað og hringdi í alla sem þekktu drenginn og hún vissi um en án árangurs. Þá leit- aði hún til lögreglunnar og á slysa- deildir en ekkert kom út úr því. „Þá fékk Stíg hugboð en hann hafði lesið í blaði að ungur maður hefði orðið fyrir lest. Hann hringdi strax á rit- stjómina og fékk nánari upplýsingar. Þaðan fór hann til lögreglunnar sem hafði með málið að gera og það kom í ljós að þetta gætí hafa verið hann. Við vorum kölluð til að bera kennsl á hann," segir hún, þagnar og horfir niður f kaffibollann sinn. Lítui' síðan upp og svarar að sú al- hæfing að himinn og jörð hafi hrunið yfir hana eigi svo sannarlega við. Hræðileg lífsreynsla að missa barn „Það er ekki hægt að lýsa þeirri líðan. Það að missa barnið sitt skil- ur enginn nema sá sem hefur reynt það. Etí það geta allir skilið hve stutt er í að maður missi vitið. Og á meðan á þessu stendur hefur mað- ur enga trú á að maður eigi nokkru sinni eftir að geta lifað eðlilegu lffi á ný,“ segir hún alvarleg. Bætir síðan við: „Það liðu margir mánuðir þar til ég reis upp en ég á tvo aðra syni og gat ekki bara gleymt þeim. Góð vinkona mín kenndi mér einu sinni að ef maður gæti ekki meikað það yrði maður að feika það. „ If you don’t make it you have to fake it.“ Mér varð hugsað til þeirra orða og ég ákvað að gera það og halda áfram að lifa. Eg veit ekki hvort ég er búin að ná mér en ég býst samt við að maður nái sér aldrei alveg. Þetta er spurningin að lifa með þessu og eins og ég hef sagt, þá hef ég reynt með þetta áfall eins og önnur, að nýta mér það á jákvæðan hátt," segir hún, réttir úr sér og brosir. Maríanna segist ekki vera viss Það er ekki hægt að lýsa þeirrí liðan. Það að missa barnið sitt skilur enginn nema sá sem hef- ur reyntþað. En það geta allir skilið hve stutt er í að maður missi vitið. Og á meðan á þessu stendur hefur maður enga trú á að maður eigi nokkru sinni eftir að geta lifað eðlilegu lífi á um að þetta atvik hafi orðið til þess að hún flutti heim. Kannski hefði eitthvað annað komið til sem hefði orðið til að hana langaði heim. Þroskað fólk en ekki steríó- týpur „Ég vissi að lífið beið eftir mér þarna útí og göngutúramir í skógin- um komu mér af stað á ný. Að sjá blómin spretta upp úr moldinni og lífið allt í kringum mig þegar fór að vora. Ég fann á þessum tíma að fólk- ið mitt og flestir vinir vom héma heima og ég fann að ég þyrftí á því að halda. Ég sé ekki eftír að hafa flutt heim. Vinnan beið eftír mér hjá Saga film og það var ofsalega gaman og er yndislegra en ég hafði ímyndað mér," segir hún og brosið nær upp til augnanna. Frá því Maríanna kom hefur hún haft nóg að gera. Hún hefur verið að vinna að „Allt í drasli" á Skjá einum og „Það var lagið" fyrir Stöð 2. Hún segir það bæði skapandi og skemmtí- legt að búa til þættí sem fólk hafi gaman af. Jákvætt sjónvarp sem hef- ur góð áhrif á fólk. Hún útskýrir að það neikvæða við fjölmiðla sé að þeir hafi flutt ofbeldið heim í stofu. Sama marki séu fyrirsagnir dagblaðanna brenndar. „öll þessi umræða um of- beldismenn er ekki til annars en að auka á ofbeldið," segir hún áköf og tekur dæmi af þáttunum sem hún hafi tekið þátt í að gera sem séu á já- kvæðum nótum. Spyr síðan hvort lík- ur séu á að þeir sem sitji heima í stofú og horfi á Hemma Gunn fari út og lemji gamlar konur eða gangi í skrokk á einhverjum. „Fólk speglar sig í því sem það horfir á, þannig er það bara því við erum öll mannleg," segir hún og heldur áfram: „Nei, þessir þættir eru aðeins til áð gleðja og það er gaman að eiga þátt í því. Ég er líka ofsalega þakklát fyrir að báðar þessar sjón- varpsstöðvar skuli hafa samþykkt þær tillögur okkar að vera með þroskað og eðlilegt fólk í stað allra steríótýpanna. Fólk vill nefnilega hafa þetta svona og þannig getur það speglað sjálft sig," segir hún með áherslu. Gaman á hverjum degi Ýmislegt er á döfinni hjá Marí- önnu. Hún hefúr nóg að gera og sím- inn hefúr oftar en einu sinni truflað samtalið. Símtölin fjalla um að ákveða fundartíma og Maríanna er í essinu sínu. Hún neitar að hún vilji einhverju breyta þrátt fyrir allt. „Við getum ekki breytt því að lífið tekur dýfúr og það er engin rós án þyrna. Það er óhjákvæmilegt að stínga sig annað slagið en það kenn- ir okkur að njóta góðu stundanna," segir Maríanna spekingslega. „Ég myndi engu vilja breyta enda hef ég þrátt fyrir allt verið ákaflega lánsöm í lífinu. Ég hef ánægju af vinnu minni og það er gaman á hverjum degi. Já, kannski er summa erfiðleik- anna konstant. Þegar upp er staðið fær maður bara því meira af skemmtilegum smndum," segirhún skellihlæjandi og réttir úr sér. Höfnunartilfinningin erfið Hún svarar því hvort hún hafi hitt fyrrverandi mann sinn síðan hún kom heim neitandi. „Hvort ég elska hann enn? Það er ekki hægt að svara svona spurningu," segir hún en bæt- ir síðan við eftír nokkra umhugsun: „Hættir maður nokkru sinni að elska þann sem maður hefur einhvern tíma elskað? Ég veit það ekki," segir hún og útskýrir að höfnunartilfinn- ing sé afar erfið við að eiga. Þeir sem verða fyrir henni trúi óhjákvæmilega að þeir séu ekki nógu góðir og sjálfs- traustið minnkar. „Það tekur langan tíma að vinna sig út úr því. Samferðarfólkið vill líka skilgreina tilfinningar manns og segir: þér líður svona og hinsegin og maður fer að trúa að það sé satt, jafnvel þó að manni líði ekkert þannig eins og það segir. Því hefur verið haldið fram að ég hafi verið reið en ég var ekki reið. Ég var sorg- mædd, alveg ógurlega sorgmædd. Ég veit það nú að það er tilfinningin sem ég upplifði," segir hún og stendur upp. Smá kona og nett, hlý og elskuleg. Sjónvarpsáhorfendur eiga án vafa eftír að finna að Marí- anna er komin heim. Hringnum er lokað. bergljot@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.