Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 33
32 LAUGARDACUR 30. APRÍL 2005 Helgarblað DV 0V Helgarblað LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 33 Sar8 sSrtStSr taí', S“Ja nú fi^argar ís 10 að prófum. MaWSf^^ókunum enda kom S«mPfrásÍmD Vh aðlf'SsfvTð Íð toamf- ilvi Blöndal „Það er fínt að ra ískóla með hljómsveitinni, tta eru óllkir heimar en vinna I með hvorum öðrum/'segir ilvi en hann er á fyrsta ári i gfræði I Háskóla Islands. Hagfræðin ekkert til að hengja sig út af „Ég er búinn að læra svo mikið að ég man ekki lengur hvað ég er að læra,“ segir Sölvi Blöndal tónlistar- maður. Sölvi er á fyrsta ári í hag- fræði í Háskóla íslands en hann var að hefja skólagöngu aftur eftir tíu ára hlé. „Ég var alveg búinn að gleyma hvernig átti að læra en sem betur fer var mér kennt það í byrjun námsins," segir Sölvi en vill ekki taka undir að hagffæðin sé mjög erf- ið. „Þetta er ekkert til að hengja sig út af en námið útheimtir rúmlega fúllan vinnudag, aga og skipulag, sem eru ekki megineinkenni hljóm- listarmanna. Þetta er mjög skemmtilegt nám, allavega það skemmtilegasta sem ég hef tekist á við hingað til. Þetta er mjög stærð- fræðitengt en einnig mikið af bók- legu með sem veitir fínt jafnvægi sem er gott því mér finnst svo leið- inlegt að lesa langar bækur en skemmtilegra að reikna." Sölvi segist þó ekki vera að kaupa sér einhvers konar trygg- ingu hjá háskólanum, svona ef tónlistarbransinn hætti að gefa eins vel af sér. „Ég er einfald- lega að gera það sem mér finnst skemmtilegt. Ég er ekki með eitthvert plan fram í tímann, tek bara einn dag í einu eða mesta lagi eitt ár í einu. Það er fínt að vera í skóla með hljómsveitinni, þetta eru ólíkir heimar en vinna vel með hvorum öðrum. Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir Sölvi en hann fer í þrjú próf og klárar um miðjan maí. Æm Aftur í skóla eftir 20 ár „Ég er búin í skól- anum en á eftir að fá einkunn," segir Elín Hirzt fréttamaður. „Þetta var próflaus áfangi en f staðinn skiluðum við verkefn- um yfir veturinn. Ég var að athuga á heimasíðu námskeiðsins hvort einkunn- in væri komin sem hún var það ekki og ég get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig mér gekk,“ segir Elín en áfanginn sem hún sat í heitir félags- og hagsaga. Elín er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá bandarískum háskóla en er nú í meistaranámi í sagnfræði við Háskóla íslands og er langt kom- in. „Ég tók BA-prófið árið 1984 og það var mjög skemmtilegt að koma aftur og ekki eins erfitt og ég hafði ímyndað mér. f dag nálg- ast ég þetta verkefni á allt annan hátt en ég gerði þegar ég var yngri og metnaðurinn er svo miklu meiri. Ég er ekki sagnfræðingur en fannst ég ekki geta bætt við mig námi í fjölmiðlafræði enda hefur skóli atvinnulífsins verið fínn f því,“ segir Elín og bætir við að hún hafi því valið sagnfræðina. „Ég vildi bæta mig í því sem ég þurfti og langaði að bæta. Ég á eftir að gera ritgerðina sem er 20 eininga löng og getur því dregist eitthvað, sérstaklega þegar maður vinnur að henni meðfram fullri vinnu." Elín Hirzt „/dag nálgast ég þetta verkefni á allt ann- anháttenég gerði þegar ég var yngri og metnað- urinn ersvomiklu meiri," segir Elfn enhúnerf meistaranámi f sagnfræði. Höskuldur Ólafsson „Mér er alveg sama hvar ég læri, svo lengi sem það er ekki Dan- mörk/segir Höskuldur en hann er að klára ísiensku I Háskóla Islands. Áfullu íloka- ritgerðinni „Ég er nú bara búinn í prófum enda fór ég bara í eitt,“ segir Höskuldur Ólafsson nemi í ís- lensku í Háskóla íslands. Hösk- uldur er á þriðja ári og á nú bara eftir lokaritgerðina. „Eg er byrjað- ur á ritgerðinni og er eiginilega að skrifa leikgerð. Ég veit ekki hvað hún verður löng, hún á að vera svona 30 til 40 blaðsíður en ég held að þetta verði mun meira en það,“ segir Höskuldur og bætir við að hann stefrii á að fara í meist- aranám í íslensku í framtíðinni. „Ég hugsa að ég fari í master en veit ekki hvort það verður næsta haust eða seinna. Ætli maður taki ekki smápásu í náminu og fari að- eins að vinna áður en maður heldur áfram. Ég vona að ég taki masterinn einhvers staðar annars staðar því það væri gaman að breyta til og fara til útlanda og víkka sjóndeildarhringinn að- eins." Höskuldur er þó ekki með neitt ákveðið land í huga. „Mér er alveg sama hvar ég læri, svo lengi sem það er ekki Danmörk." Námið fram yfirtón- listina „Ég er á fullu að læra þessa dagana þótt ég fari bara í eitt próf á þessari önn,“ segir Iiaraldur Freyr Gíslason, tromm- ari í hljómsveitinni Botn- leðju. Halli er á öðru ári í Kennaraháskólanum en hann ætlar sér að ná í leikskólakennara- gráðu. „Þetta er mjög skemmtilegt nám og mikil vinna,“ segir Halli og bætir við að hljómsveitin taki því rólega á meðan mestu tarnirn- ar gangi yfir. „Við Heiðar erum í þessu saman og höfum dregið saman seglin á meðan við erum í prófum. Við lærum þó ekki saman fyrir prófin því okkur þykir báðum betra að læra í sitthvoru lagi, alla- vega fyrir próf, en við erum dug- legir að gera verkefni saman." Halli hefur hug á að læra meira eftir þessi þrjú ár sem námið tek- ur en hefur ekki enn ákveðið hvað það á að vera. „Það þarf ekkert endilega að vera á yngsta barna- sviðinu heldur jafnvel kannski eitthvað tengt grunnskólunum," segir hann og bætir við að hann sé duglegur að læra þessa dagana. „Maður reynir að taka á því enda þýðir ekkert annað. Annars fellur maður bara og ég hef ekki áhuga á að byrja á því núna.“ Halli í Botnleðju „Maður reynir að taka áþv/ enda þýðir ekkert annað. Annars fellur maður bara og ég hefekki áhuga á að byrjaáþví núna," segir Halli sem erað læra leikskólakennarann. / y, M MM/M Jakob Frímann og Birna Rún Gísladóttir Ástfangin saman ÍMBA- námi f Háskólgnum í Reykjav/k. Lærir með kærustunni „Lærdómurinn er tóm ham- ingja því ég er svo heppinn að vera í einhverju allra skemmtileg- asta námi sem er í boði á íslandi í dag,“ segir Jakob Frfrnann Magn- ússon tónlistarmaður en Jakob er í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík. „Ég hef í gegnum tíðina haldið mig við skóla og námskeið hvar sem ég hef komið því við. Áður en ég var hérna tók ég slatta af kúrsum í Háskóla íslands í stjórnmálum og félagsfræðum og ég hef hugsað mér að halda áfram þessari símenntastefnu það sem eftir er ævinnar enda er jafn nauðsynlegt að veita gráu heila- sellunum aðhald og reglulega uppörvun og að stunda líkams- rækt.“ Kærastan hans Jakobs er í sama námi og Jakob segir þau dugleg að læra saman. „Við höf- um stuðning hvort af öðru þótt við séum í sitthvorum hópnum og það ríkir hæfileg samkeppni á milli okkar. Ég hef mjög gaman af þessu námi, enda væri ég annars ekki að þessu. Við erum svo heppin að hafa völ á nokkrum bestu fyrirlesurum og fræðimönnum í heiminum og um þessa helgi erum við svo lánsöm að fá Jón Orm Halldórs- son til okkar, sem er að mínu mati einhver fjölfróöasti og skemmtileg- asti fslendingur sem nú er uppi.“ nam „Þetta var strembið," segir Brynja Magnús- dóttir fyrrver- andi varaþing- maður Sam- fylkingarinnar. Brynja var að klára próf í vinnusálfræði í mannauðsstjórnun í Endurmenntun Háskóla íslands en hefur ekki enn fengið einkunn fyrir. Hún er með BA-próf í bókmennta- og fjölmiðlafræði og stefnir á meist- aranám í blaða- og fréttamennsku í haust. „Ég kláraði bókmennta- fræðina árið 2003 og ég vonast til að komast inn í blaðamennskuna. Ég er búin með tvær annir í end- urmenntuninni en námið eru þrjár annir. Ef ég kemst inn í masterinn ætla ég að klára þetta nám í leiðinni." Brynja starfar með náminu á elliheimilinu Grund. Hún segir námið sniðið þannig að hægt sé að starfa með því en álagið hafi þó verið mikið. „Ég er x vaktavinnu og hef sem betur fer lítið þurft að skrópa í vinnuna enda eru þær svo liðlegar þarna á elliheimilinu. Ég var að klára stóra ritgerð sem var nokk- urs konar heimapróf svo ég fékk viku til að klára hana og nú er ég bara að bíða eftir einkunnum." Brynja Magnúsdóttir „ég erívakta- vinnu og hefsem betur fer l/tiö þurft að skrópa í vinnuna enda eru þærsvo lið- legar þarna á elliheimilinu," segir Brynja, sem er fyrrverandi varaþing- maður Samfylkingarinnar. Hæfilega stress- aðurfyrir prófin „Ég er einmitt með nefið ofan í bókunum þessa dagana og núna með fjórar bækur fyrir framan mig og blöð úti um allt,“ segir Arngrímur Fannar Haraldsson, betur þekktur sem Addi Fannar í Skítamóral, en hann er á lokaári í ferðamálafræði í Háskóla íslands. Addi Fannar segir að svo geti farið að hann læri eitthvað meira en hann hefúr tekið viðskiptafræðina á móti ferðamálafræðinni. „Þetta er misjafrdega skemmtilegt nám en ég Iief blandað námskeiðunum saman þannig að þetta er frekar þverfaglegt sem gefur náminu ákveðna breidd og lærdómurinn verður því ekki jafn einsleitur. Ég er sem betur fer ekki að frumlesa þetta efni en ég hef verið misjafn- lega duglegur yfir önnina, það hefur farið eftir tíma og einnig áhuga. Mér finnst próftíminn skemmtilegur því þá sekkur mað- ur sér ofan í námsefnið og áttar sig á heildarmyndinni," segir Addi Fannar og bætir við að hann sé ekki mikið stress- aður fyrir prófin. „Ég er svona hæfilega stress- aður sem virkar bara hvetjandi þannig að það er fínt.“ „Prófin leggjast vel í mig en ég byrja á þriðjudaginn," segir Jó- hannes Ásbjörnsson Idol- kynnir sem er í markaðsfræði í Háskóla Reykjavíkur. „Þetta er alltaf mikið pressutímabil og ég er að frumlesa eitthvað af efninu enda tók Idolið sinn toll en ég held að ég standi ágætlega að vígi,“ segir Jói en hann klárar námið um jólin. „Fram- tíðin er óráðin en ég hugsa að ég verði eitthvað viðloðandi fjölmiðla og nýti svo námið þegar fram í sækir því þetta er gott nám fyrir hvað sem maður tekur sér fyrir hendur." Jói segir það eiga ágætlega við sig að loka sig af og lesa fyrir próf. „Mér finnst þetta alls ekki leiðinlegt tíma- bil. Aðalatriðið er að geta gefið sér tíma til að læra og passa upp á að maður sé ekki truflaður mikið. Ég læri yfirleitt einn fyrir próf og á mjög auðvelt með að loka mig af og ein- beita mér að bókunum. Þetta er virkilega skemmtilegt nám, fyrstu tvö árin veita grimn í viðskiptaffæði með áherslu á markaðsfræðina en síðasta árið er 100% markaðsfræði og allt sem lýtur að henni. Námið hentar ágætlega fyrir það sem ég hef verið að gera enda hef ég almennan áhuga á markaðsmálum og námið gefur góða innsýn í fræðin og að- ferðirnar." Jói Idolkynnir „Aðalatriðið er að geta gefið sér tfma til að læra og passa upp áaðmaðursé ekki truflaður mikið," segir Jói en hann er að læra markaðsfræði / HR. Ekki hrædd við að falla „Ég missti mikið úr skólanum vegna Idolsins en ég hef lært mik- ið síðustu vikurnar," segir Brynja Valdimarsdóttir sem er í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á fjórða ári á málabraut. Brynja byrjar í prófum í næstu viku en er þegar farin að læra. „Ég er ekkert stressuð fyrir prófin, nema þegar ég mæti óundirbúin. Það kemur samt svo sjaldan fyrir að þetta er vanalega ekkert mál,“ segir Brynja en hún stefnir á að fara til Ítalíu eftir stúdentspróf. „Mig langar að fara í eitthvert tónlistarnám, ann- að hvort söngnám eða tónfræði enda er tónlistin það sem mig langar að fást við í framtíðinni." Brynja fer aðeins í tvö próf, stærðfræði og jarðfræði. „Mér finnst þessi fög ágætlega skemmtileg þótt þau séu ekki beint á mínu áhugasviði. Skemmtilegast þykir mér í tungu- málum enda er ég á málabraut. Ég er ekkert hrædd við að falla á prófunum en ef það gerist, þá verður svo að vera. Ég hef vanalega litlar áhyggjur af skólanum því mig langar frekar að fást við tónlist en maður verður að standa sig. Ég er alveg að verða búin með þetta þannig að það þýðir ekkert annað en að komast í gegn og ljúka þessu af.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.