Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. APRlL 2005 Helgarblað DV Veik og óham- ingjusöm Alma ' segir að sér hafi liðið afar illa þegarþessi mynd var tekin. Þær Alma Geirdal og Edda Ýrr Einars- dóttir eiga þaö sameiginlegt að hafa báð- ar glímt við hinn lífshættulega sjúkdóm lystarstol. Þær hafa reynslu af úrræðum heilbrigðiskerfisins og segja farir sínar ekki sléttar. „Það er eins og það sé ekki enn búið að viðurkenna þetta sem sjúkdóm," segja þær Alma Geirdal og Edda Ýrr Einarsdóttir en þessar tvær ungu kon- ur eiga það sameiginlegt að hafa náð tökum á hinum banvæna sjúkdómi lystarstoli. Hvomg þakkar þann árang- ur viðbrögðum heilbrigðiskerfisins við veikindum þeirra. Þær segja biðlista til geðlækna óheyrilega langa og að mildð sé búið að draga úr fjárframlögum til þess hluta heilbrigðiskerfisins sem eigi að hjálpa fólki með átröskunarsjúk- dóma og gefa þær lítið fyrir þær aðferð- ir sem beitt er í viðtalstímunum. Þær séu lfklegri til að viðhalda sjúkdómn- um og styrkja hann en vinna bug á honum. Þeim fannst ekki hægt að bíða leng- ur eftir því að kerfið tæki á málunum og hafa nú stofnað samtök, sem þær nefha Forma, og ætluð em átröskunar- sjúklingum. Saman ætla þær að nýta reynslu sína og bjóða upp á 10 vikna hópmeðferðir án endurgjalds fyrir þá sem langar að ná bata í veikindum sín- um. Þær börðust sjálfar fyrir andlegri og lfkamlegri heilsu sinni og bám sigur úr býtum. Báðar þeirra taka samt skýrt fram að þær séu ekki vissar um að sá árangur haldi þó þær muni vissulega reyna allt til að halda honum við. Stáð- reyndin sé einfaldlega sú að fáir þeirra sem einu sinni þurfi að glfma við þessi veikindi geti sagt að raunverulegum og endanlegum bata hafi verið náð. Byrjaði á annarri meðgöngu Margir vilja ekki viðurkenna átrask- anir sem raunverulegan sjúkdóm og tengja þær við uppátæki unglingsár- anna. Alma segir að þótt unglingar séu vissulega viðkvæmir fyrir þessum sjúk- dómi sé þetta misskilningur. Sjálf hafi hún verið mjög ólíkleg til að fá þennan sjúkdóm enda var hún orðin 24 ára og þunguð af sínu öðm bami þegar sjúk- dómurinn byrjaði að taka á sig mynd. „Ég veiktist mikið á fyrri meðgöngu minni og bætti miklu á mig. Þegar ég gerð mér grein fyrir því að ég átti von á öðm bami fýlltist ég miklum ótta um að sama sagan myndi endurtaka sig. Meðgangan gekk samt eðlilega fýrir sig en um leið og ég fékk tækifæri til byrj- aði ég að sttmda líkamsrækt af miklu kappi. Ég stundaði eðlilega líkamsrækt ekki nema í fjóra mánuði, þá byrjaði þetta að snúast í höndunum á mér og viö tók langt eyðimerkurástand. Æfing- amar urðu mjög óhóflegar, ég kippti út Ðeiri og fleiri fæðuflokkum og efdr hálft ár var ég í raun hætt að nærast en æfði enn af fullu kappi. Þetta vár eins og að vera lifandi dauður, öll orka mín fór í sjúkdóminn og allt líf mitt var breytt. Ég var í raun hætt að vera í sambandi við lida bam- ið mitt og leið eins og ég sjálf væri dá- in,“ segir Alma með áhersluþunga. Það fór að rofa til í huga hennar og hún sá að megmnin hafði heltekið huga hennar. Hún byrjaði að leita sér aðstoðar en kom fljódega að luktum dyrum. Enginn skilningur þegar á þurfti „Þetta byrjaði vel, ég fór í tíma hjá geðlækni en þurftí fljótíega að hætta þar sem hann fór til útíanda. Eftir það tóku aðeins við endalausir biðlistar. Það var aldrei hægt að hringja og fá upplýsingar, manni var alltaf bent eitt- hvert annað og enginn gaf manni svör við því hvemig hægt væri að ná bata." Alma mætti miklum vanskilningi á leið sinni til bata, hún hættí í skóla og var sagt upp vinnu sinni. „Ég var að vinna í Zöm í Smáralind þegar ég fór að leita mér bata. Ég nýttí mér veik- indarétt minn en þegar ég kom aftur var mér tilkynnt að líklega yæri best fyrir mig að ég segði upp. Ég spurði hvort ég gætí ekki fengið helgarvinnu en fékk þau svör að ekki væri hægt að treysta svona veikum einstaklingi,“ segir Alma en þegar hún tilkynntí veik- indi sín í upphafi var henni sagt að henni yrði sýndur skilningur. Enginn skilningur var þó fyrir hendi þegar hún virkilega þurftí á að halda. Sameiginlegir draumar Samstarf þeirra stúlkna kviknaði í raun með því að Alma sá viðtal við Eddu í tímaritinu Nýju lífi. Hún sá að þó að sjúkdómur þeirra hefði þróast á ólíkan hátt áttuþær afar margt sameig- inlegt og að báðar deildu þær draum- um um úrbætur. „Ég sá að hún hafði mikinn metnað fyrir því að eitthvað yrði gert til að bæta ástandið og koma öðrum þeim sem glímdu við þessi veikindi til hjálpar. Ég setti mig í sam- band við hana og við könnuðum það sem gert er í heilbrigðiskerfinu. Þó að góður vilji sé fyrir hendi ríkir mikil óvissa um fr ekara starf og í raun virðist allt vera að hætta, fremur en að byija. Við sáum að það þýddi ekkert að bíða og ákváðum að hefjast handa sjálfar.“ Missti fóstur Veikindi Eddu byijuðu að þróast þegar hún var 18 ára. Hún segist alltaf hafa haft frekar h'tíð sjálfsálit og sér- staklega hafi dregið úr því eftír að hún kom úr skiptinemadvöl. „Mér fannst ég ekki alveg komast aftur inn í vin- konuhóp minn, ég byijaði í smá megr- un en hún leiddi mig svo langt áfram. Ég varð ótrúlega upptekin af því hvem- ig ég leit út og af því að fá viðurkenn- ingu annarra, tók til dæmis þátt í Ung- frú ísland.is og svipuðu mgli,“ segir Edda og hlær. „Fjölskylda mín hafði áttað sig á að eitthvað var að og reyndi að fá mig til að leita mér hjálpar. Sjálf gerði ég mér samt enga grein fyrir hve. alvarlegt ástand mitt var. Ekki fyrr en í haust þegar ég missti fóstur,“ segir Edda og tónninn í rödd hennar breytíst. „Ég gerði mér grein fyrir að ég yrði að taka á þessu sjálf, ég var búin að gefast upp á einhveijum stofnunum og fann að ég var eina manneskjan sem gætí í raun hjálpað mér. Eg fór að læra einkaþjálfar- ann og lesa mér til um þetta ástand. Á einhvem ótrúlegan hátt náði ég svo að sigrast á þessu og í dag er ég mjög langt komin miðað við hvað stuttur tími hefur liðið frá því ég rankaði við mér.“ Klofið sjálf „Ég rak mig ekki á jafn marga veggi og Alma enda var ég ekki að vinna jafn mikið í mínum málum og hún og leitaði mér því lítillar hjálpar. „Eg fór samt í hópviðtöl upp á Landspítala en þau gerðu í raun ekki annað en að viðhalda sjúkdómnum. Ég lagðist í þung- lyndi og fór ekki út úr húsi í margar vikur. Mér leið eins og ég væri klofin í tvær persónur, annars vegar var það ég sjálf en hins vegar var það sjúk- dómurinn, þama á milli er svo stans- laus togstreita. Það var samt ekkert sem mér fannst ég geta gert fyrr en ég varð fyr- ir áfallinu sem fylgdi því að missa fóstur, ég gerði mér skyndilega grein fyrir hve ástand líkama míns var slæmt,“ segir Edda Ýrr en hún segir að afar erfitt sé fyrir aðstandendur átröskunarsjúklinga að koma tíl hjálpar. Hún segir að það besta sem þeir geti gert sé að hlusta og láta vita að þeir séu til staðar. Það sé algerlega bannað að koma með neikvæðar athugasemdir um útlit þess sem þjáist af þessum sjúkdómi. Öll gagnrýni magnist upp og verði til þess að sjúklingnum Mður enn ver en áður. Hún hvetur aðstandendur til að leita sér upplýsinga um sjúkdóminn og hafa samband við samtök aðstand- enda átröskunarsjúklinga. „Það er ekld hægt að benda á einhverja eina leið fyrir aðstandendur að feta eftír en mik- ilvægast af öllu er að lesa sér vel til um sjúkdóminn. Það er svo einstaklings- bundið hvað hver þarf. Alma þurftí til Þráði viðurkenningu annarra Edda Ýrr segist lengi hafa þjdðst vegna l/tils sjálfsálits. I Lifðu af Alma og Edda háðu baráttu við iífshættuiegan sjúk , J dóm og höfðu sigur, ólikt fjöl- mörgum öðrum sem þjást af I sömu veikindum. dæmis að heyra að hún væri veik til að gera sér grein fyrir ástandi sínu en ég vildi ekki heyra á það minnst, ég vissi vel að ég var veik. Það var meðvituð ákvörðun hjá mér að prufa að kasta upp.“ Úrræðum fækkar Edda og Alma telja báðar að átrösk- unartilfellum fjölgi sífellt þó að úrræö- um fækki. Þær skipulögðu saman sitt eigið meðferðarprógramm og nýttu þá reynslu sem þær höfðu af eigin baráttu. „Við fórum saman yfir það sem við hefðum viljað að hefði verið gert fyrir okkur og hvað okkur fannst að betur hefði mátt fara. Alma hafði fengið eitt blað um æskilegan matseðil fyrir anorexíu- sjúklinga í bata og þó að ég hafi enn sem komið er ekki lokið námi í nær- ingarffæði, nema því sem ég lærði í einkaþjálfaranáminu, sá ég að þetta var út í hött,“ segir Edda og það má glöggt greina reiði í rödd hennar. „Það er eins og þetta sé ekki viður- kennt almennilega innan kerfisins og að það þurfi að leiðbeina fólld með rétta næringu þegar það byrjar aftur að borða. Fólk sem ekki hefur nærst í langan tíma safiiar oft á sig miklum bjúg þeg- ar það fer að borða aftur. Þetta viðheld- ur sjúkdómnum vegna þess hve fólk með anorexíu er hrætt við að þyngjast. Læknar vilja ekki horfast í augu við þessa staðreynd og finnst að sjúklingar eigi bara að byija borða á eðlilegan hátt og ekki vera með neitt múður eða sér- óskir. Það hlýtur samt að gefa augaleið að sjúklingur sem hefur fastað í einn mánuð eins og ég gerði til að mynda getur ekki farið að borða hvað sem er. Lfkaminn þolir alls ekki sumar fæðu- tegundir eftír þannig meðferð og það þarf að taka tillit til þess.“ Jákvæðni í stað neikvæðni Stelpumar telja sig ekki á nokkum hátt vera ver í stakk búnar til að að- stoða fólk en sérfræðingar. Oft sé reynsla mun dýrmætari en nokkur menntun en báðar stefna þær að frekara námi til að geta nýtt reynslu sína enn betur en nú. Þær segja að tílgangur þeirra sé ekki að lasta það litla sem nú er gert innan heilbrigðistéttarinnar en telja aðferð- imar sem þar er beitt ólíklegar til ár- angurs. ,Á fundina mættum við með skeifu og engan langaði að gera neitt í sínum málum. Maður var svo vigtaður í byijun tímans en það leiddi til þess að maður gættí þess að svelta sig fyrir tím- ann. Hver og einn vældi um sína skelfi- legu reynslu og maður fór út mikið reiðari en þegar maður kom inn en með ný ráð og hugmyndir um hvemig ættí að viðhalda sjúkdómnum. Við verðum að hafa þetta jákvætt, segja hallærislega hlutí og faðmaðst. Það er algerlega að gera sig.“ segja stelpumar og hlæja. Eitthvað verður að gerast Stúlkumar segja að það sé lífs- spursmál að frekari úrræði verði fundin fyrir átröskunarsjúklinga. Fólk verði að gera sér grein fyrir því að sjúkdómurinn anorexía er ban- vænn en 18% þeirra sem veikjast af honum deyja af hans völdum og fjórðungur glímir við langvinn veik- indi af völdum sjúkdómsins eftir að bata er náð. Tahð er að fimm ný til- felli greinist á viku og stúlkumar vilja eitthvað gera til að spoma við fjölg- uninni og veita þeim sem þurfa hjálp. Eitthvað verði að gerast. Þótt aðeins sé mánuður liðinn síðan þær hittust hefur mikið og þarft starf ver- ið unnið. karen@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.