Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 55
DV Menning
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 55
Það var fagnaðarefni þegar tilkynnt var að Þjóðleikhúsið
flytti nú á vordögum nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson, ævi-
sögulegt leikrit um þýskan heimspeking sem hafði mikil áhrif
framan af síðustu öld og hefur á síðari tímum vakið áhuga
manna að nýju. Frumsýning var á miðvikudagskvöld.
lega sem listamaður að losna við það
öryggi sem hann hefur búið við svo
lengi, byrja nýjan þátt með ekkert í
höndunum.
Það er aftur Þórunn Sigríður sem
reynist meginstefum verksins trú með
leikmynd sem er glæsileg og að flestu
þénug: þar takast á hinir sterku and-
stæðinga skalans: rautt og grænt og
gráminn verður millihturinn: myndlega
er verk Þórunnar og lýsing Páls það sem
stendur uppúr.
Búningar Filippíu em stílfærðir:
kókett og svörul þjónusta hjá guðfræði-
prófessor er eins og hún hafi setið fyrir á
dónapóstkorti. Skófamaður er hiægi-
legt fetish hjá sumum leikurum og
utanyfirkorselett orðið svo ofnotað að
það hálfa væri nóg.
Birgir er ekki nýjungagjam. Hann er
íhaldssamur í tækniiegum efiium, trúir
á rétt leikskáldsins og hefur gengist á
hólm við leikstjóravald, heimtað fram-
gang sinnar sýnar á sviðinu. Hann er
mælskur í talsniði verkanna, hefur
áhuga á árekstrum hins hefðbundna og
uppreisninni, skoðar á sinn hátt hvem-
ig uppreisnin tekst á við vanahugsun og
fyrirstöðu valdskerfanna. Hann er póli-
tískur höfundur í besta skilningi orðs-
ins, reynir að hefja umræðu verka sinna
á viturlegt plan burt fiá frásagnarhætti
sem leitar áhrifaleiða í hversdagsmáli
smásniðinna átaka.
Fáttnýtt
Verk hans um Nietzche lýtur hefð-
bundinni sýn á heimspekmginn. Það
sýnir mann ofurseldan aðstæðum sem
brýst um í neti smáborgaraskapar nítj-
ándu aldar, en ferst fyrir sjúkleika sem
er ekki skýrður í verkmu og er þá tekinn
um borð í hreyftngu sem var rótgróin í
heimahögum hans; gyðmgahatur,
dýrkun auðs, valds og þjóðemishug-
mynda sem vom holdgervðar í systur
hans, Etísabem. Á endanum verða sum-
ar kenningar hans partur af harðstjóm
nasista. Alit var þetta kunnugt og ljóst
hjá flestum með almenna húmamska
menntun. Birgir bregður ekki nýju ljósi
á heimspekinginn og systur hans.
Aumingja strákurinn
Verkið fellur í tvennt fyrri hlutinn er
leikinn í einni lotu í Þjóðleikhúsmu: á
sjö árum tekst heimóttarlegur og past-
urstítill akademiker við erfiðan fjárhag,
flýr bemskuheimili sitt þar sem hann
bjó við dekur og dýrkun kvenna, verður
ástfanginn og er hafiiað, flýr Þýskaland
og sest að í Turin þar sem hann verður
geðveikur í einsemd og vesöld. í lífi
hans takast á móðir og systir og á tíma-
bití fríþenkjarinn Lou Salome. Gáfaður
karlmaður á valdi þriggja kvenna.
Skoplitlir baggar
Myndm er skopleg í túlkun Hilmis
Snæs. Fordekraður ofviti í bómufl borg-
araskaparins býr yfir gáfum og manísk-
um afköstum í bæklingaskrifum en er
ófær um eðlilegusm mannlegu við-
brögð: hann er hvorki sjálfbjarga um
mat né mannlega snertingu.
Sú forsenda dugar ekki til skilnings á
geðsýkinni sem grípur hann að lokum.
Hún skýrir heldur ekki vanmáttuga og
innblásna prédikun hans gegn guði og
valdi. Túlkun Hilmis er afar fagmann-
lega unrún en ekki er hún hrífandi.
Sú vonda kona
í skugga þessa guðs á jörð er systirin
Etísabet, sem um síðir verður tákn fúns
demómska afls í menningu Evrópu.
Hún er mun magnaðri persóna, enda er
erindi hennar skýrara. Margréti Vil-
hjálmsdóttur var heldur ekki skotaskuld
að gera hana magnaða í nærveru og lék
hana af innibyrgðum ofsa frá fyrstu
stund til þeirrar síðusm. Forvitni áhorf-
anda beinist líka alfarið að þeirri per-
sónu: hennar örlög verða í verkmu öllu
forvitnilegri en bróðurins. Hvaða skuld
skal fómarlundm greidd? En þeirri
spurrúngu er ekki nema að litlu leyti
svarað, enda leggja bæði höfundur og
leikstjóri persónu Etísabetar sem nei-
kvætt afl og hyggja ekki að þeim dýpri
þáttum.
Klisjugerðin
Síðari hlutinn snýst um orðspor
Nietzche sem Etísabet smíðaði með
poti og blekkmgum, ímynd hans í
evrópsku samfélagi. Verkið fellur í
tvennt. Leikhússtjóri (leikstjórinn) og
höfúndur hafa átt í löngu samstarfi og
því óskiljanlegt að verkið sé ekki betur
unnið og fyrri hlutinn einn sýndur
bættur og betri. Síðari hlutinn er snautt
uppgjör við aukapersónur og loks lagt
til við bamalega framsetningu á upp-
gangi nasismans. Helsti veikleiki sýn-
mgarinnar er hvað hún er yfirborðs-
kennd í sviðslausnum, sumpart fyrir
spara leikmynd og á stundum einfald-
lega fyrir hugmyndaleysi. Sem dæmi
má nefna Kristsmyndanotkun sem er
einfaldfega kitsh - smekklaust bana-
títet. Notkun á flugi sem táknmynd um
frelsistilfinningu persónu verður bara
kjánalegt. Tónlist sem framvinda og
stemningsgjafi er í þrígang styrkt með
tilvitnunum í Wagner á ofljósan hátt.
Rautt og grænt
Sviðsetningin öll vimar, tíkt og Sorg-
in klæðir Elektm sem var síðasta svið-
setning Stefáns, að hann þarf nauðsyn-
Ofurmenni okkar tíma
Þetta tókst semsagt ekki nógu vel.
Hér er öllu tjaldað til: veldur sá sem á
heldur, leikhússtjórinn velur sjálfan
sig sem leikstjóra sem er gott dæmi
um hvemig píramídahugsun í stjórn-
un kallar á mistök. En það er tímans
snið; nú um stundir em fáfengileg-
ustu dæmin um það víða ofarlega í ís-
lenska valdakerfinu. Ofurmennishug-
sjónin ríður húsum eins og draugur:
Eg veit bara allt best og kalla til skoð-
anabræður svo allir verði sammála
mér.
Að sviðsetja snilldina
En grunnurinn er verkið, leiktextinn.
Það er ekki skýrt hvað Birgir vill segja í
hátimbmðu verki um galinn mann.
Kvenímyndir og túlkun þeirra í sýning-
unni em heldur gamaldags úthrópun á
konum sem bölvaldi í tífi viðkvæmra og
gáfaðra drengja. Sem er fomeskjuleg
heimssýn.
Fátt er erfiðara en að endurskapa
snillinga á svið, semja upp í þá daglegt
þvaðrið og sáldra inn í hversdagsþras
gullkomum úr bókum. Eftirmyndin
bliknar alltaf andspænis ritsafiúnu og
ævisögum í allri sinni smásmygli.
Þess vegna er ekki hægt annað en
óska að Birgir komi heim og taki að
fjalla um ástand í okkar samfélagi sem
hann nýlega lýsti sem blautri tusku í
andliti sér.
Páll Baldvin Baldvinsson
1