Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 23 Fyrir rúmlega fjörutíu árum var stofhuð verslun með bygg- ingavörur í litlu húsnæði við Sæból í Kópavogi. Bærinn var ekki mjög stór en borgarbúar áttu meðal annars griðastað í hlíðum Kópavogs og dvöldu þar sumarlangt. f kringum þá byggð, allt út í Kársnes, niður í Fossvogsdal og austur fyrir Digranes risu byggingar smátt og smátt en byggð í Kópavogi var lengi vel mjög dreifð og skipulag ekki markvisst. Mágamir Guðmundur H. Jónsson og Hjalti Bjamason sáu tæki- færi í því að opna verslun með bygg- ingavörur í bæ sem stöðugt óx og hafði nægt landrými fyrir aukna íbúðabyggð allt fram á nýja öld. Guð- mundur var kvæntur önnu Bjama- dóttur, systur Hjalta, en þau systkini vom ættuð úr öndverðanesi í Gríms- nesi. í byijun var verslunin við Sæ- bólið en flutti tíu árum síðar í hús- næði við Nýbýlaveg. Þar gátu við- skiptavinir gengið að flestu því sem þeir þörfnuðust við húsbyggingar á einum og sama stað. Úrvalið jókst enn þegar verslunin flutti á Breiddina við Skemmuveg en segja má að nú sé á boðstólum í BYKO allt sem þarf við að byggja eitt hús frá grunni. í byrjun ráku fjölskyldurnar tvær og afkomendur þeirra fyrirtækið en 1995 var fyrirtækinu skipt upp og Jón Helgi og móðir hans, Anna Bjama- dóttir, keyptu hlut hinna og Jón Helgi hefur síðan verið allt í öllu. Hann byrj- aði á að koma BYKO upp úr miklum öldudal en allt leit út fýrir að Húsa- smiðjan, hans stærsti samkeppnisað- ili sem var þá í mikilli sókn, myndi hafa betur. Uppsveifla á bygginga- markaði síðustu ár gerði það hins vegar að verkum að svigrúm hefur verið fyrir bæði fyrirtækin á markaði og velta BYKO aukist jafnt og þétt. Hélt sér til hlés og lítið fyrir að trana sér fram Jón Helgi er fæddur í maí 1947 en hann var ekki gamall þegar fjölskyld- an byggði sér hús í Kópavoginum en þar er hann að mestu alinn upp. Móðir hans, Anna segir hann frá upp- hafi hafa verið ljúfan og prúðan dreng sem ekki fór mikið fyrir. „Jón Helgi var afskaplega eðlilegur drengur og með- færilegur. Fyrir honum var Ktið haft, hann hélt sér dáh'tið tii hlés og tranaði sér ekki mikið fram,“ segir Anna en það er reyndar enn einkenni á Jóni Helga að vera lítið fyrir að láta bera á sér og hann heldur einkalífi sínu utan íjölmiðla. önnu er minnisstætt þegar hann og faðir hans unnu við það saman að girða lóðina í kringum hús- ið. Hann hélt sér vel að verki en vinir hans lögðu hart að honum að koma í leik. „Þeir vom búnir að koma einu sinni og hann sagðist ekki komast. Þeir komu aftur en Jón Helgi ansaði því engu en hélt áfram af krafti. Þeir hættu ekki að nudda í honum en hánn lét ekki undan. Loks tók honum að leiðast þófið, leit upp og spurði hvort þeir sæju virkilega ekki hvað hann væri að gera. Þá fóm þeir og feðgamir héldu áfram að girða," segir Anna og bætir við að Jóni Helga sé þama rétt lýst, hann hafi aldrei hlaup- ið frá óunnu verid. Á sumrin allt fram á unglingsár var hann í sveit hjá föðurafa sínum og ömmu norður á Molastöðum í Fljót- um. Þeir vom miklir félagar, hann og afi hans, en Jón Helgi var kominn á menntaskólaaldur þegar hann fór að dvelja sumarlangt syðra. Hann vann meðal annars með föður sínum hjá Timbursölu Sambandsins úti á „Við systkinin vorum alin upp við það að bjarga okkur og alls ekki moðað neitt und- ir okkur umfram flest önnurbörn." Granda en þar vann Guðmundur áður en hann stofiiaði BYKO. Eftir það var Jón í vinnu við fyrirtækið í frí- um og á sumrin en hann var þá fimmtán ára. Eftir landspróf fór Jón Helgi í MR en þá var aðeins um að velja MR, MA og Menntaskólann á Laugarvatni fyrir utan Verslunarskólann. Ýtustjóri hjá Vegagerðinni Aldrei kom annað til greina en fara í áframhaldandi nám eftir MR og lík- lega hefur það legið beinast við að fara í viðskiptadeildina. í deildinni með Jóni Helga var mikið mannval. Margir þeir sem stunduðu nám um leið og hann hafa látið til sín taka í þjóðfélaginu og gengt góðum stöð- um. Margir þeirra sem voru í deild- inni á svipuðum tíma halda enn hóp- inn og hittast að minnsta kosti einu sinni á ári. Þeirra á meðal em Brynjólfúr Bjamason forstjóri Sím- ans, Sigurður Helgason fyrrverandi forstjóri Flugleiða, Kjartan Lámsson ferðafrömuður og lengi forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, Halldór Guð- bjamason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sem nú er hjá VISA ís- landi og Magnús E. Finnsson fyrrver- andi framkvæmdastjóri Kaupmanna- samtaka íslands en hann er nú fram- kvæmdastjóri hjá Póst- og íjarsldpta- stofiiun, svo nokkrir séu nefndir. Þessi hópur ásamt fleirum sem út- skrifuðust úr viðskiptadeildinni 1971- 73 hittist jafnan einu sinni á ári og blótar þorra. Vel hefúr verið mætt í gegnum árin, þrátt fyrir að yfir þijátíu ár séu síðan þessir menn útskrifuð- ust. Jón Helgi vann ekki öll sumur á skólaárunum hjá BYKO en hann var meðal annars hjá Vegagerðinni en þar var oft mikil vinna sem gaf vel af sér fyrir unga námsmenn. Þar stjóm- aði hann jarðýtu og þótti laginn en Jón Helgi er mikill vinnuþjarkur og hefur gaman af að vinna. í MR bar ekki mikið á honum og tók hann h't- inn þátt í skólahfinu. Það er í sam- ræmi við persónuleika hans en það er ekki hans stfll að vera í sviðsljósinu eða láta mfldð á sér bera. Hann hefur heldur aldrei verið mikið sam- kvæmisljón og er ekki einn þeirra manna sem fer á frumsýningar og menningarviðburði þar sem hann er myndaður í bak og fyrir. Vinir hans segja að honum fari best að vera í litlum hópi þeirra sem hann þekki vel og þar njóti hann sín best. Búinn öllum kostum athafnamanns Kjartan Lámsson kynntist Jóni Helga fljótlega eftir að þeir hófú nám við viðskiptadeildina og varð þeim strax vel til vina. Hann segir Jón Helga vera mfldnn vin vina sinna og gott tfl hans að leita. „Við höfum allar götur síðan haldið sambandi en við störf- uðum einnig saman um tfrna. Hann var þá fyrir mína tflstilh stjómarfor- Heimili Jóns Helga 1 Arnarnesinu Jón Helgi , hefur búið lengi f þessu húsi sem ekki iætur mikið ^ yfir sér og ber þess ekki merki að I þvf búi auðmaður. maður Ferðaskrifstofu rfldsins. Þá kynntist ég hinni hhðinni á Jóni Helga og varð sannarlega ekki fyrir von- brigðum. Athafnamaðurinn Jón Helgi er miklum kostum búinn en það sem gerir hann sérstakan er hve fljótur hann er að átta sig á hlutunum. Nálg- un hans á viðfangsefninu er afar markviss og aðferðafræðin er skýr. Þegar kemur að síðasta þrepinu, sjálfri ákvarðanatökunni er hann ömggur," segir Kjartan um vin sinn og skólabróður. Hann bætir við að hann hafi fljótt áttað sig á þessum kostum hans sem athafnamanns. „Ég furða mig ekki á að hann skuh vera þar sem hann er enda búinn öllum kostum afburða athafnamanns. Þess utan er Jón Helgi skemmtilegur, greiðvfldnn og ákaflega heiðarlegur," segir hann. Lyfti BYKO úr öldudal Eftir að Jón Helgi hafði lyft BYKO upp úr miklum öldudal á fýrri hluta síðasta áratugs fór hann að hta í kringum sig. Aður hafði hann keypt timburverksmiðjur í Lettlandi sem selja ekki einungis timbur hingað tfl lands, heldur um afla Evrópu. Nýr áfangi í rekstri Jóns var opnun ELKO í Smáranum skömmu fyrir aldamót en svo stór raftækjaverslun sem seldi vörur á mun lægra verði en áður hafði ti'ðkast var þá nýmæh hér á landi. Síðan hefur Eignarhaldsfélagið Norvik verið stofriað en það á í raun BYKO auk fleiri fyrirtækja og félaga. Má þar nefna Kaupás en undir því er Húsgagnahöllin og Intersport auk Krónunnar og fleiri smásöluverslana sem hafa verið í miklu verðstríði við stóra risann á markaðnum, Bónus, og tengdar verslanir. Jón á auk þess í KB banka og er einn stærsti hluthafi í íslandsbanka. Steinunn dóttir hans á einnig stóran hlut sem hún fékk í skiptum á búi þeirra Hannesar en hún er þar í bankaráði. Ljóst er að gríðarleg umsvif eru í höndum Jóns Helga og ferst honum vel að halda utan um og reka öll þau fyrirtæki sem hann kemur beint að. Hagnaður hans á síðustu árum er umtalsverður en þar kemur tfl fram- sýni og aðrir eiginleikar hans en fyrst og fremst er Jón Helgi afburða rekstr- armaður. í fjárfestingar með Hannesi Smárasyni Jón Helgi er kvæntur Bertu Braga- dóttur kennara en þau kynntust í MR. Þau Berta eiga saman þrjú böm en þeirra elst er Steinunn innanhúss- arkitekt sem gift var Hannesi Smára- syni framkvæmdastjóra. Þegar hann flutti tfl landsins eftir nám ytra gerð- ust þeir Jón Helgi viðskiptafélagar og komu víða við. Kunnugir segja að Hannes hafi verið prönusmótor í íjár- festingum þeirra sem þeir högnuðust vel á en Jón Helgi hafði áður einbeitt sér að BYKO en hann er fyrst og fremst mikill rekstrarmaður. Það kann að vera að tilkoma Hannesar hafi ekki ráðið úrshtum um það að þeir félagar fóm í jafiiríkum mæh og raun ber vitni út í fjárfestingar. Allar lflcur em á að Jón Helgi hefði séð tækifærin þegar hann gat snúið sér að þeim eftir að hafa komið BYKO á auðan sjó. Þeir Hannes keypm þeir í Búnaðarbanka íslands, íslandsbanka og Flugleiðum. Eftir skilnaðinn við Steinunni dóttur Jóns Helga skfldu einnig leiðir þeirra Hannesar. Skiptar skoðanir em á því með hvaða hætti þeirra viðskilnaður var en sumir segja það hafa verið í mesta bróðemi en aðrir að þá hafi hrikt verulega í stoðum og hthr kærleikar séu með þeim Jóni Helga og Hannesi enda skilnaður þeirra Steinunnar sár. Það hefur væntanlega ekki bætt ástandið þegar Hannes keypti stóran hlut í Eignarhaldsfélagi Húsasmiðjunnar A stóran hlut í fslandsbanka Steinunn elsta dóttirJóns, situr i stjórn ísiandsbanka fyrir fjölskylduna sem er stærsti samkeppnisaðfli BYKO-veldisins. Hannes þekkir bygg- ingavörumarkaðinn vel eftir að hafa starfað með fyrrum tengdaföður sín- um í Byko. Sú reynsla nýtist honum vel í stjórn Húsasmiðjunnar. Önnur böm Jóns em Iðunn, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs BYKO, en hún er viðskiptafræðingur eins og faðir hennar og Guðmundur Halldór er þeirra yngstur. Hann stjómar Smáragarði sem sér um þær fasteign- ir sem tengjast fyrirtækjum föður hans og aðrar slíkar eignir í hans eigu. Iðunn Jónsdóttir hefúr starfað hjá BYKO allt frá unglingsaldri en hún var aðeins fjórtán ára þegar hún fékk vinnu í timburdeildinni. Hún segir föður sinn vera mikinn fjölskyldu- mann, afar jarðbundinn og alþýðleg- an. „Við systkinin vorum alin upp við það að bjarga okkur og ahs ekki moð- að neitt undir okkur umfram flest önnur böm. Við fengum vinnu við fyrirtækið og þurftum að sjálfsögðu að standa okkur eins og aðrir sem þar störfuðu," segir Iðunn. fleira fólki en við förum yfirleitt í eina góða ferð á sumri á fjöll eða í eyði- byggðir. Jón Helgi er mjög skemmti- legur maður, spilar til dæmis bæði á píanó og harmonikku og er lifandi og fjömgur í htlum hópi vina. Hann er lí'tið fyrir að láta bera á sér og hafa sig í frarnmi, er sérstaklega traustur mað- ur, gengur ahtaf hreint og beint til verks, eins og Bretinn myndi segja „no nonsence man“. Hann skoðar hlutina af skynsemi og er fljótur að taka ákvarðanir." Umgengst alla eins og jafningja Fleiri en Sigurður em á því að Jón Helgi sé traustur en hann er sagður af gamla skólanum að því leyti að það sem hann segir stendur hann við og þyrfti, ef á reyndi, enga pappíra því til staðfestingar. Vinir hans hafa fengið að njóta hjálpsemi Jón Helga og stendur hann fast við bak þeirra sem hann telur til vina. Þar gilda þau gömlu orð, að lengi skuh manninn reyna. Sigurður tekur undir orð ann- v- KHímNAN Fyrirtæki Jóns Helga undir nafni móðurfélagsins Norvik Elko/Húsgagnahöllin, Intersport, BYKO-LAT l Lettlandi, Nóatún,Krónan, II -11,Smárgarðurfasteignafélag,Axent, Expo, stón/erslun DEPOI Lettlandi og Wayland Timber I Bret- landi. Starfsmennsam'stæðunnar eru á þriðja þúsundið. BYKO Náttúra, útivist og heilbrigt líf- erniáoddinum Hún bætir við að minningar frá æskuárum tengist gjaman útivist og ferðum með foreldrunum en Jón Helgi er mikill útivistarmaður og nátt- úmunnandi. Hann spilar bæði körfú- bolta og tennis með vinum sínum, ræktar hkamann og lifir heilbrigðu og reglusömu ltfi. „Uppeldi okkar systk- inanna var heiðarlegt og heilbrigt og við fengum þann stuðning sem við þurftum en faðir minn gerir miklar kröfúr en hann er alltaf sanngjarn," segir Iðunn og jánkar því að gott sé að vinna með honum. „Hann er bæði drífandi og kraftmikill, ég tel að hann gefi sínu samstarfsfólki tækifæri til að njóta sín, hverju á sínu sviði. Ég hef líka lært mikið af pabba og á ömgg- lega eftir að geta nýtt það sem vega- Ásdís Halla nýráðin forstjóri Það var snjall leikur hjá Jóni Helga að fáhana til starfa hjá sér. Hann ætlar að tíkindum að einbeita sér meira að verkefnum erlendis. nesti í framtíðinni," segir Iðunn. Sigurður Amalds verkffæðingur er samstúdent Jóns Helga. Hann segist ekki hafa umgengist Jón' mfldð á skólaárunum en konur þeirra séu góðar vinkonur. „Kunningsskapur okkar hefur ágerst með árunum og við eigum oft góðar stundir öll saman. Emm til dæmis í gönguhópi með arra sem lýsa Jóni Helga að í viðskipt- um eigi hann auðvelt með að átta sig á tækifærum og hafi þann kost að sjá lengra en margir aðrir. „Hann hefði ekki getað skapað það stórveldi sem BYKO er ef hann hefði ekki alla þá kosti sem hann býr yfir. Mér hefur lflca verið sagt að gott sé að vinna fyrir hann og ég veit að það er ekki tfl í Jóni hroki en hann umgengst starfsmenn sína, alveg sama hvaða stöðu þeir gegna, eins og jafiflngja," segir Sig- urður. Jón Helgi er mikið á ferðinni og fylgir Berta kona hans honum eins og hún getur í þær ferðir. Hún kenndi í Kópavogi en hefur nú látið af störfum til að geta notið tímans með manni sfnum. Auðæfi upp á annan tug milljarða í vikunni var tilkynnt að Jón Helgi hefði stigið úr forstjórastól BYKO og stjóm fyrirtækisins og hefði ákveðið að ráða Ásdísi Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, sem forstjóra byggingavörurisans. Jón Helgi sýnir þama enn á ný framsýni og dirfsku því Ásdís Halla hefúr lengi verið talin með hæfustu stjómendum í hinu póhtíska umhverfi sem flestir bjugg- ust við að ætti eftir að verða meðal ffamti'ðarleiðtoga Sjálfstæðisflokks- ins. Jón Helgi hefur hins vegar skynj- að áhuga Ásdísar Höllu á að taka þátt í atvinnuhfinu, losa sig undan öllum póhtískum kvöðum og komast nær hinu raunverulega valdi markaðarins. Þessi framsýni Jóns Helga hefúr síð- ustu áratugi fært honum og íjölskyldu hans verulegan auð. Fyrirtækin hafa aldrei verið skráð á markað en vöxtur þeirra hefur verið rnfldll á síðustu árum auk þess sem Jón Helgi hefur hagnast vel á sölu bréfa sinna í Flug- leiðum og í verslunarmiðstöðinni Smáralind sem hann átti stóran hlut í. Erfitt er að meta auðæfi Jóns Helga, en lfldegt er að verðmæti eigna hans slagi upp í á annan tug mflljarða. bergljot@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.