Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir
LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 13
Forsjárlausir
feður afskiptir?
Velferðarráð Reykjavflair
ætlar að láta Velferðarsvið
borgarinnar taka saman
minnisblað
um stöðu
forsjár-
lausra feðra.
„í minnis-
blaðinu verði
bent á leiðir til
að meta hvað sé
hæft í fullyrð-
ingum um að
forsjárlausir
feður mæti af-
gangi í ís-
lensku velferðarsamfélagi,
einkum þeir sem þurfa á
félagsþjónustu sveitarfé-
laga að halda. í framhaldi
verði ákveðið hvort nauð-
syn sé á frekari úttekt eða
viðbrögðum," segir í tillögu
Stefáns Jóns Hafstein sem
velferðarráðið samþykkti
einróma.
365 fiskar
til sýnis
Listasýningin 365 fisk-
ar eftir tékkneska lista-
manninn Martin Smida
verður opnuð í dag í
Listasafni Reykjanesbæj-
ar í Duushúsum. Það
verður sendiherra Þýska-
lands á íslandi, Johann
Wenzl, sem opnar sýn-
inguna enda hefur lista-
maðurinn starfað í
Þýskalandi mestan hluta
starfsævi sinnar. Hráefiii
skúlptúranna kemur úr
öllum áttum og eiga
verkin fátt annað sameig-
inlegt annað en að þau
minna öll á fiska, þó mis-
jaftilega mikið.
Styrkja
geðveika
Á aðalfundi Samfés sem
haldinn var 28. apríl 2005
var byggingarsjóði Barna-
og unglingageðdeildar af-
hentar 2 milljónir króna
sem unglingar í félagsmið-
stöðvum landsins söfnuðu
með sölu á
armböndum
ílok
fræðsluvik-
unnar „Geð-
veikir dagar“
í lok febrúar.
Sölu armbandanna verður
haldið áfram í félagsmið-
stöðvunum, hjá Samfés og
víðar. Vonast unglingarnir
til að geta lagt svipaða upp-
hæð af mörkum til BUGL á
haustdögum.
Kennt að
gróðursetja
Starfs- og endurmennt-
unardeild Landbúnaðarhá-
skóla ísJands á Reykjum í
Ölfusi mun bjóða upp á eitt
námskeið í vor fyrir sumar-
búðstaðaeigendur. Nám-
skeiðið verður haldið á
Reykjum í Ölfusi laugar-
daginn 4. júní. Leiðbein-
endur verða þau Kristinn
H. Þorsteinsson, garðyrkju-
stjóri Orkuveitu Reykjavík-
ur og Guðríður Helgadóttir,
forstöðumáður Starfs- og
endurmenntunardeildar
Landbúnaðarháskólans.
Þau eru jafnframt umsjón-
armenn garðyrkjuþáttarins
„í einum grænum" í sjón-
varpinu.
'\ y
• ’!/■
U - tHjr.
Ungur maður lést þegar eldur kom upp í heimahúsi á Sauðárkróki í byrjun desem-
ber á síðasta ári. Meðan bærinn syrgði var Hjörtur Björnsson, félagi mannsins
sem lést, ásakaður um að hafa orðið vini sínum að bana. Ríkissaksóknari hefur nú
fellt niður málið á hendur Hirti sem getur því um frjálst höfuð strokið. Móðir
Hjartar segir þungu fargi létt af fjölskyldunni.
Hjörtur Björnsson
ekki ákærður
„Þessu máli er lokið og enginn verður ákærður," segir Ríkharður
Másson, sýslumaður á Sauðárkróki. í desember á síðasta ári
kviknaði eldur í heimahúsi í bænum eftir að nokkur ungmenni
héldu partí um nóttina. Ungur drengur, Elvar Fannar Þorvalds-
son, lést í brunanum. Hjörtur Björnsson, góður vinur Elvars,
bjargaðist en fékk eftir brunann réttarstöðu grunaðs manns.
Hjörtur var grunaður um að hafa
kveikt eldinn og orðið einum besta
vini sínum að bana.
Rfldssaksóknari sá ekki ástæðu til
að gefa út ákæru á hendur Hirti og
var málið látið falla niður. Hjörtur er
því saklaus af þeim hörmulega
verknaði sem hann var sakaður um.
Rflcharður Másson sýslumaður segir
brunann samt óupplýstan. „Það
verður enginn ákærður i þessu
máli,“ segir hann.
Erfiðurtími
Þungu fargi var létt af fjölskyldu
Hjartar þegar niðurstaða rfldssak-
sóknara varð kunn. Móðir Hjartar
segir málið hafa fengið mikið á fjöl-
skylduna. „Þetta hefur verið erfiður
tími en við erum fegin að málinu er
lokið,“ segir Guðríður Hansdóttir,
móðir Hjartar.
Sjálfur sagði Hjörtur í viðtali við
DV í febrúar að líf hans væri nánast í
rúst eftir að ásakanir á hendur hon-
um voru gerðar opinberar: „Maður
er stanslaust hugsandi um þetta.
Fjölskylda mín hefur hjálpað mér og
vinir mínir en verstar eru samt sög-
umar í bænum."
Óupplýst mál
Eins og fram kemur hjá Rflcharði
Mássyni sýslumanni er bruninn enn
óupplýstur. í upphafi var talið að
kviknað hefði út frá sígarettuglóð og
er sá möguleiki því enn fyrir hendi.
Bruninn vakti mikinn óhug hjá
þjóðinni enda var drengurinn sem
lést í blóma lífsins. Þá var björgunin
á þeim sem lifðu af frækileg, ung
stúlka á efri hæðinni kastaði sér nið-
ur af svölum og reykkafarar
fundu Hjört nær dauða en h'fi á
stofugólfinu inn í húsinu.
„Við höfðum verið að skemmta
okkur kvöldið áður því einn úr
hópnum átti afinæli," sagði
Hjörtur í umræddu viðtali
um partíið sem endaði með
skelfingu eina kalda vetr-
arnótt á Sauðárkróki
síðastaári.
simon@dv.is
Hjörtur Björnsson á
Sauðárkróki Ekki
ábyrgur fyrir brunanum
á Sauðárkróki.
Selfyssingar bæta ekki milljónatap
Deilur um bílalúgusölu og deiliskipulag
Davíð Smári fær ekkert
Idolstjaman og ballöðusöngvar-
inn Davíð Smári Harðarson fær ekki
túskilding með gati frá sveitarfélag-
inu Árborg.
Davíð hafði sent bæjaryfirvöld-
um erindi með ósk um fjárstuöning.
Bæjarráðið vísaði máli Davíðs til
menningarmálaneftidar.
í DV þann 15. apríl kom fram að
hann óskaði ekki eftir ákveðinni
upphæð. Sjálfur mæti hann vinnu-
tap sitt, á meðan á Idol stóð, á eina
milljón króna: „Þá er ég að tala um
útborguð laun því ég var með góðar
tekjur í Kárahnjúkum sem mér
finnst sjálfsagt að fá eitthvað upp í
hvernig sem ég fer að,“ sagði Davíð
Smári við DV fyrir tveimur vikum.
Menningarnefnd Árborgar tók
loks mál Davíðs fyrir í gær. í ljósi
þess að Davíð Smári er með lög-
heimili á býhnu Glóru í Hraungerð-
ishreppi var niðurstaðan eins og við
var að búast:
„Samþykkt að hafna styrkbeiðn-
inni þar sem umsækjandinn er ekki
búsettur í sveitarfélaginu Árborg og
íjármunir þeir sem menningar-
nefndin hefur til úthlutunar eru tak-
markaðir."
Jolli knésetur Hafnar-
fjarðarbæ
Söluturninn Jolli í Hafnarfirði
bíður nú eftir skaðabótum frá Hafn-
aríjarðarbæ vegna brota á
deiliskipulagi.
Eigendur söluturnsins áttu litía
sjoppu í Flatahraun sem var ekki inn
á deiliskipulagi. Sjoppan fékk leyfi
fyrir bílalúgurekstri. Þá tók éigand-
inn lóð í Helluhrauni og byggði nýtt
húsnæði. Þegar bygging á því hús-
næði var að ljúka fékk annar sjoppu-
eigandi leyfi fyrir bflalúgu í Flata-
hrauni. Því leyfi var í fyrstu hafnað í
byggingarnefnd bæjarins og svo
þrisvar í skipulagsnefnd. Leyfið
komst á endanum í gegn með tveim-
ur atkvæðum en níu sátu hjá.
Ástæðan fyrir þessum málalokum
var það álit bæjarlögmanns að bær-
Soiuturninn Jolli Hefur þegar unnið mát
gegn Hafnarfjarðarbæ sem snýr að broti á
deiiiskipuiagi.
inn gæti orðið skaðabótaskyldur ef
hann samþykkti ekki bílalúgurnar.
Aldrei var minnst á Jolla.
Nú er málið komið í þann farveg
að Hafnarfjarðarbær hefur verið
fundinn sekur um brot á deiliskipu-
lagi bæði í héraðsdómi og í Hæsta-
rétti.