Freyr

Årgang

Freyr - 15.02.1952, Side 22

Freyr - 15.02.1952, Side 22
68 FREYR um röð að völsum af sérstakri gerð (sjá mynd), en við það splundrast fituagnirnar svo, að stærð þeirra verður ekki meiri en 1—2 micronur. Hefir þetta í för með sér að fituagnirnar geta ekki runnið saman og myndað stærri agnir aftur. Af þessum sök- um myndast ekki rjómalag ofan á mjólk- ina, og hún verður því öll jafn feit. Geta húsmæðurnar þá t. d. ekki lengur veitt rjómann ofan af til þess að hafa hann með kaffinu, og sá, sem fær síðustu mjólkina úr mjólkurbrúsunum, fær heldur ekki hálf- gerða undanrennu í stað nýmjólkur. Auk jafnari dreifingar fitunnar eru helztu kostir jöfnunar þessir: a. Mjólkin verður bragðbetri. b. Mjólkin verður auðmeltari. c. Mjólkin verður betur fallin til mat- reiðslu. Jafnaða mjólkin er bragðbetri vegna þess að mönnum þykir hún vera fitumeiri en venjuleg mjólk. Stafar þetta af því að við jöfnunina stækkar samanlagt yfirborð fituagnanna margfalt, t. d. verður ein fitu- ögn, sem að þvermáli er 5 micronur að stærð, að 125 fituögnum, en hver þeirra verður 1 microna að þvermáli eftir jöfn- unina. Jöfnuð mjólk-er talin auðmeltari. Hinn fitukljúfandi hvati (enzyme) meltingar- færanna vinnur betur á hinum sundruðu fituögnum; mjólkurdraflinn, sem myndast Mjólkurstraumurinn kemur ur með þrýstingi eins og örin sýnir, lendir á þrepnm valsanna og fitukúlurnar tvistrast. er mjólkin hleypur í maganum, verður fín- gerðari og mýkri, og eggjahvítan verður einnig auðmeltari en ella; þetta atriði hefir sérstaka þýðingu fyrir börn og unglinga. Að lokum er svo betra að nota jafnaða mjólk til matargerðar. Það myndast t. d. næstum engin skán ofan á jöfnuðu mjólk- ina við suðu, en mikið fitumagn fer for- görðum ef slík skán er veidd ofan af og henni hent, sem oft vill verða. Helztu ókostir jafnaðrar mjólkur eru hins vegar þessir: a. Hún er dýrari en venjuleg mjólk. b. Jafnaðri mjólk er hættara við auka- bragði en venjulegri mjólk. c. Vilji maður skilja mjólkina, er það mun erfiðara eftir jöfnunina. Ekki verður hjá því komist að jöfnunin hafi einhvern kostnað í för með sér; þó er jöfnuð mjólk í Bandaríkjunum sums stað- ar seld á sama verði og venjuleg mjólk. Ef jöfnuð mjólk er látin standa í sól- skini eða sterkri birtu, myndast fljótt hvimleitt aukabragð, sem líkist einna helzt pappa- eða trébragði. Ef öll jafnaða mjólkin selzt ekki sam- dægurs, en mjólkurbúið hyggst skilja hana og nota fituna, er erfitt að ná úr mjólkinni nema 60—70% af fitunni. Auðvelt er þó að sigrast á síðast nefnd- um ókostum með því að hafa ekki á boð- stólum meira af jafnaðri mjólk en örugg- lega selzt upp dag hvern, og með því að dreifa henni til útsölustaðanna í lokuðum f lutningj atæk j um. ★ Það er ekkert nýmæli að vitamínum, einu eða fleirum, sé bætt við fæðutegund- ir; t. d. hefir smjörlíki hér á landi verið bætt með A og D vitamínum um margra ára skeið. Til þessa hefir ekki verið hafizt handa um að vitamínbæta mjólkina okk- ar; þess er þó full þörf að mínu áliti. Eins og eftirfarandi tafla ber með sér, þá er nýmjólkin okkar, a. m. k. vetrarmánuð- ina, ákaflega snauð af þeim vitamínum, sem mannslíkamanum eru mikilvægust.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.