Freyr - 15.02.1952, Síða 29
FREYR
75
En bæklingurinn sýnir þó sæmilega vel
hvaS það var, sem gerðist. Athugum stuðl-
uðu línuritin á bls. 26. Mjólkurbú nr. 1 er
Mjólkurbú Flóamanna, nr. 2 er Mjólkur-
samlag Hafnarfjarðar, sem búið er að
leggja niður, og nr. 3 er Mjólkurstöðin í
Reykjavík. Þar sést, að á árinu 1947 batn-
ar mjólkin nokkuð bæði hjá M.B.F. og
M.S.R., en á árinu 1948 batnar hún mjög
mikið og svo jafnt og hægt úr því. Bæði
þessi mjólkurbú tóku í notkun nýjar
vélar á árinu 1947, en ekki var það svo
snemma ársins, að áhrifanna gætti veru-
lega, fyrr en 1948, en þá kom árangurinn
í ljós, eins og línuritin sýna. Þrátt fyrir
þetta stendur á blaðsíðu 18 í bæklingnum:
„Hins vegar er það augljóst mál, að engar
vélar í mjólkurbúunum geta haft áhrif á
gæði ihnvegnu mjólkurinnar.“ — En þegar
ar vélar eru orðnar jafn lélegar og af-
kastalitlar og þær voru í þessum tveimur
mjólkurbúum, sem hér er rætt um, valda
þær því, að haga verður flutningum mjólk-
urinnar eftir hentugleikum vélanna en
ekki framleiðendanna. Mjólkin stendur
þá misjafnlega lengi og bíður síns tíma,
annaðhvort í mjólkurbúinu eða við það,
við vegina eða heima hjá bændum við
misjöfn skilyrði. Þannig á mjólkurbúið
sinn þátt í mjólkurskemmdunum, og get-
ur illa beitt sér við þær ströngu refsingar,
sem nauðsynlegt er að leggja á þá bænd-
ur, sem lélega mjólk framleiða. En þegar
nýjar vélar eru komnar, og búið er að lag-
færa flutningana, taka ráðstafanir mjólk-
urbúanna, til að bæta mjólkina, að gera
gagn.
Hverfum aftur að línuritunum. Mjólk-
urbú nr. 4 er Mjólkursamlag Kaupfélags
Borgfirðinga, nr. 5 Mjólkursamlag Kaup-
félags Skagfirðinga og nr. 6 Mjólkursam-
lag K.E.A.
Samlagið í Borgarnesi fékk nýjar vélar
árið 1948, en þetta samlag lagfærir ekki
flutninga hjá sér þá strax, þar eð erfitt
var þá talið að framkvæma það. Þarna
sýnir því línuritið ekki eins mikinn ár-
angur og hjá M.B.F. og M.S.R. En nú hefir
flutningunum verið kippt í lag, og árang-
urinn er að koma í ljós.
Mjólkursamlagið á Sauðárkróki fékk
ekki á þessum árum nýjar vélar, svo að
neinu næmi, þar eð þar var verið að byggja
nýtt samlag, sem nýlega er tekið til starfa.
Línuritið svarar alveg til þessa.
Mjólkursamlag K.E.A. var nýbyggt og
með nýjar vélar, þegar stríðið hófst. Þar
voru því aldrei fyrir hendi nein vandræði
vegna ófullnægjandi véla og húsa, svipuð
þeim, sem hin mjólkurbúin áttu við að
stríða. Línurit þess sýnir líka, að ástand-
ið hefir verið þar allgott öll árin, og að
þróunin hefir verið hæg en markviss.
Þetta er það, sem línuritin sýna og
sanna, en hvers vegna er þessum aug-
ljósu staðreyndum neitað í bæklingnum?
Hver vill svara því?
Að vísu væri rangt að þakka nýjum vél-
um og aðgerðum mjólkurbúanna allar þess-
ar framfarir. Þar kemur fleira til greina.
Bættir vegir, betri bílar og ekki sízt bætt-
ur efnahagur framleiðendanna, og vegna
þess betri áhöld, svo sem mjaltavélar,
vatnsleiðslur, ný fjós og ýmiskonar bætt
aðstaða, meiri bjartsýni og stórhugur. Ým-
islegt af þessu tagi hefir hlotnazt mörgum
framleiðendum, en þetta eru framfarir á
borð við þær, sem hlotnazt hafa þjóð-
inni allri á þessum árum.
★
Víkjum svo að því, sem í bæklingnum
er nefnt „nákvæm athugun" og niðurstöð-
um þeirra athugana. Á bls. 7 er sagt, að
þesskonar athuganir hafi verið gerðar hjá
23 verstu og 23 beztu framleiðendunum,
og að þær hafi verið gerðar sumarið 1950,
eða í lok tímabilsins, sem fjallað er um.
Eru nú ekki 46 af 2800 heldur fáir, til að
byggja á niðurstöður, sem varða málefni
heildarinnar og kenningar, sem standast
eiga gagnrýni? Og auðvitað er það rugl
að tala um 23 þá verstu og beztu. í báð-
um þessum hópum eru miklu fleiri fram-
leiðendur, sem svo líkt er ástatt um, að
ekki verður gert upp á milli þeirra. Og
varla er hægt að kalla það nákvæma at-
hugun, þegar komið er í eitt skipti í heim-
sókn, einhvern tíma dagsins og dvalið til-
tölulega stutt. Liklegt má telja, að margir