Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 29. JÚLÍ2005 Fréttir DV Króksmálið leyst Gísli Jónsson, yfirmaður hjá dráttarbflafyrirtækinu Króki, segir deiluna sem fjallað var um í DV í gær leysta. Hann segir mann- inn, sem deildi við fyrir- tækið, ekki hafa verið skráðan eiganda bfls sem hann vildi komast inn í. „Við getum ekki hleypt hverjum sem er inn í bfla sem eru í okkar vörslu, bfl- arnir eru á okkar ábyrgð. Þessi maður, sem reyndi að komast inn í bfl sem hann átti ekki, laug til nafns. Bróðir hans var skráður eigandi bflsins og hann kom hingað í dag [í gær] og við leystum málið í hinu mesta bróðerni," seg- ir Gísli. Jón á Njálu- slóðum Jón Böðvarsson, einn helsti sérfræðingi þjóð- arinnar í Njálssögu, heldur fyrirlestur um fyr- irgefninguna í Njálu á Torfastöðum í Fljótshiíð á sunnudaginn klukkan 15.30. Jón hefur um ára- bil verið með vinsæl námskeið um Njálu en nú gefst fólki tækifæri til að hlýða á hann á Njálu- slóðum sjálfum. Boðið er upp á léttar veitingar og stuttan reiðtúr um sögu- slóðir Fljótshlfðar. DV kemur út á þriðjudag DV mun ekki koma út á morgun og á mánudag eins og venja er. Blaðið í dag mun leysa hið hefðbundna | helgarblað af hólmi. Vegna frídags versl- unarmanna á mánudag mun DV koma út þriðju- daginn 2. ágúst. Sími fyrir fréttaskot er 550-5090 og er opinn allan sólarhring- inn. Sími fyrir afgreiðslu er opinn frá 12-18 á laugar- dag og mánudag. Ritstjórn DV vonar að landsmenn skemmti sér vel um helg- ina og gangi hægt inn um gleðinnar dyr. „Þjónahald í Orkuveituhúsinu er merki um aö þeir sem sitja við stjórnvölinn eru búnir að missa veruleikaskynið,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki hægt að sjá svona íburð hjá Rarik eða Landsvirkjun. Tveir þjónar ganga um uppábúnir í Orkuveituhúsinu og sjá um að uppvarta á fundum, í veislum og hjálpa til við að reiða fram mat til starfsfólks. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi segir að ævintýramennskan í kringum Orkuveituhúsið nái engri átt. Sem dæmi um ævintýramennsku má nefna kvikmynd um eld- húsið í Orkuveituhúsinu. DV fjallaði um það á síðasta ári, en þar sáust prúðbúnir þjónar bera fram veislurétti. „Það er áhugavert að heyra þetta," segir Guðlaugur Þór Þórðars- son, borgarfulltrúi, alþingismaður og stjórnarmaður í Orkuveitunni þegar hann var spurður um þjónana í Orkuveituhúsinu. Búnir að missa veruleika- skynið „Ég hef verið að benda á þetta bruðl hjá Orkuveitunni í gegnum tíðina og finnst þjónahald vera enn eitt birtingarform þess að menn séu búnir að missa veruleikaskynið," segir Guðlaugur. Guðlaugur vill taka fram að starfsfólk Orkuveitunnar standi sig vel og starfi af samvisku- semi. „Mér finnst sjálfsagt að taka vel á móti erlendum gestum í Orkuveitu- húsinu en mér finnst ævintýra- mennskan í kringum Orkuveituna orðin ftfllmikil," segir Guðlaugur. Hvorki RARIK né Landsvirkj- un með slíkan íburð Guðlaugur segir Orkuveituna og Páll kokkur og Jóhannes þjónn. Sjá um þjónustu í Orkuveituhúsinu. það sem fram fer þar vera verk Ingi- bjargar Sólrúnar og Samfylkingar- innar. „Orkuveitan á að hafa það eitt að markmiði að selja borgarbúum sem ódýrasta orku á öruggan hátt," segir Guðlaugur. Hann bætir því við að valdhafamir séu greinilega búnir að gleyma þessu markmiði. Guðlaugur segir að hvorki RARIK (Rafmagnsveitur ríkisins) né Lands- virkjun séu með slíkan íburð hvort sem um er að ræða húsakynni né starfsmannahald. „Sjálfstæðismenn munu sjá til þess að Orkuveitan verði vel rekin, komist þeir til valda," segir Guðlaug- ur. Hann segir enga ástæðu til að vera með íburð eða að eyða milljörðum í gæluverkefni. Gerð kvikmynd um eldhús orkuveitunnar Á síðasta ári fjallaði DV um dvd- disk sem gefinn var út um eldhúsið í Orkuveituhúsinu. Á myndbandinu er fullyrt að fimmtán þúsund gestir snæði árlega veislurétti úr eldhúsi Orkuveitunnar. í myndinni mátti sjá prúðbúna þjóna bera bakka um Orkuveituhúsið. Guðlaugur spurðist fyrir um kostnað myndarinnar en fékk engin svör. Guðlaugur segir þetta allt sanna að þeir sem stjórni borgirmi séu týndir. „Þeir ráða hversu miklum hagnaði Orkuveitan skilar og hafa þess vegna frjálst spil um hvernig þeir eyða peningun- um" segir Guðlaugur. Hann segir borgarstjóra R-listans bera ábyrgð á þessu máli. Guðlaugur Þór Þórðars- son, borgarfulltrúj. „Þjón ar í Orkuveitunni enn eitt dæmi um bruðl i borginni". Orkuveituhúsið. RARIK og Landsvirkjun búa ekki yfir slíkum iburði. R-listinn veit ekki hvað klukkan slær _..nín\ Ráðaleysi R-listans við stjóm borgarinnar hefur nú náð hámarki. Eða lágmarki. Stjómendur borgar- innar vita ekki lengur hvað klukkan slær og geta ekki einu sinni haft klukkuna á Lækjartorgi í lagi. Ætti svo sem ekki að vera flókið og fjölmargir úrsmiðir sem Svarthöfði hefur haft tal af em tilbúnir til að gera við klulckuna og stilla hana rétt fyrir hundrað þús- und kall eða svo. En R-listinn ber hausnum við steininn og vill gera allt sjálfur. Sendi viðgerðarmenn á staðinn og reyndi Hvernig hefur þú það? „Ég er bara þokkalegur eftir viðburðaríka viku,"segir Bjarnólfur Lárusson leikmað- ur KR í fótbolta.,, Við erum komnir með nýjan þjálfara og svo er ég búinn að safna þrem gulum spjöldum í leik og ég verð þvíI leikbanni i leik við FH í næstu viku. Ég vona að erfiðleikarnir séu búnir í bili. Annars ætla ég að spila golfum helgina í Kiðja- bergi sem er á milli Þingvalla og Selfoss. Svo hvílir maður sig upp i bústað með fjöl- skyldunni. Þessa stundina er ég í vinnunni I Landsbankanum, en ég hugsa að ég fari út úr bænum íupphafihelgarinnar." að stilla klukkuna upp á nýtt en hana hafði vantað tíu mínútur í sjö í marg- ar vikur. Sem er ekki rétt og ekki held- urhægt. Starfsfólk í fyrirtækjum við Lækj- artorg gladdist því í fyrramorgun þeg- ar það sá loks hvað klukkan var. Hætti að mæta of seint eða of snemma og vissi loks hvenær það mátti fara heim. En Adam var ekki lengi í paradís. Viðgerðarmenn borgarinnar vom ekki fyrr komnir í morgunkaffi, rétt fyrir hádegismatinn og síðdegiskaffið sem gjaman er tekið upp úr klukkan tvö, þegar klukkan á Lækjartorgi stoppaði aftur. Nú vantaði hana hins vegar sextán mínútur í sjö án þess að gefa til kynna hvort væri kvöld eða morgunn. Svarthöfði trúir því ekki að svona erfitt geti verið að stilla eina klukku þótt hún sé stór. Big Ben í London er alltaf rétt og stendur hún þó miklu hærra, er miklu eldri, miklu stærri og slær meira að segja upphátt. En stjómendur Reykjavflcurborgar ráða ekki við klukkuna á Lækjartorgi. Það verkefni er þeim ofviða og þá spyr Svarthöfði: Hvað með önnur verkefni og flóknari eins og skipulagsmál, fé- lagsþjónustu eða leikskóla? Er allt bil- að þar Iflca? Svarthöföi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.