Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚU2005 Fréttir DV Nektveitir ókeypis aðgang Austurískt listasafn hef- ur boðið öllum þeim sem mæta á staðinn naktir að- gang að safninu án endur- gjalds. Nú er hitinn í Vín kominn upp í 36 gráður og segja talsmenn safnsins að þessi auglýsingaherferð hafi komið á hárréttum tíma. Verena Dcihlitz, tals- maður safiisins, segir að í tilefni sýn- ingarinnar „Sannleik- urinn nak- inn“ sé öll- um sem mæta á fæðingar- gallanum boðinn frír að- gangur að safninu. Hún bætir við að það sé mjög mikil upplyfting að skoða list nakinn. Epla- og ávaxtatré reynist gabb Eplatré sem undanfarið var farið að bera plómur og sólber auk epla reyndist vera gabb. Tréð hafði að undanförnu verið umfjöll- unarefni dagblaða og sjón- varpsfrétta í Wales. Þegar málið var skoðað nán- ar kom í ljós að auka- ávextirnir höfðu verið festir á tréð. Ekki er vitað hverjir stóðu að hrekknum en ljóst að margir létu blekkjast. Dr. Colin Norton grasafræðing- ur sagði að jafnvel úr fjarlægð væri þetta augljóst gabb. Strokufangi gripinn við tösku- þjófnað Belgískur stroku- fangi var gripinn þeg- ar hann reyndi að stela tösku af lögreglukonu i> á frívakt. Maðurinn \ sem er 34 ára hafði ver- ið á flótta undanfarinn mánuð þegar hann gerði misheppnaða tilraun til að stela töskunni. Hann var gripinn af öðrum lögreglu- manni sem var í fylgd með konunni en þau voru bæði á leið frá vinnu og óeinkennisklædd. Ekki er vitað fýrir hvað maðurinn var að afplána fangelsis- dóm en ljóst að þetta atvik styttir ekki refsivistina. írönsk yfirvöld tóku tvo unglingspilta, 16 og 18 ára, af lífi fyrr í mánuðinum. Þeim var gert að sök að hafa nauðgað 13 ára dreng. Samtök samkynhneigðra í Bretlandi telja meðferðina á drengjunum ómannúðlega. Talið er að þeir hafi verið neyddir til þess að játa. Þeir voru hengdir grátandi fyrir augum almennings. Tveir unglingspiltar, 16 og 18 ára gamlir, voru hengdir fyrr í mánuðinum fyrir meinta nauðgun á 13 ára gömlum dreng. Aftakan hefur vakið mikla reiði meðal samkynhneigðra. Samtök samkynhneigðra í Bretlandi hafa hvatt alþjóðasamfélagið til þess að sniðganga íran. Talið er að unglingspiltarnir hafí verið neyddir til þess að játa á sig nauðgunina. Klukkan 10 að morgni 19. júlí síðastliðins voru tveir piltar, Azy- az Marhoni, 18 ára, og Mahmiud Asgari, 16 ára, dregnir hágrátandi yfir Edalat-torgið í Mashad, borg í Norður-íran. Þar voru þeir hengd- ir fyrir augum almennings. Þeir voru dæmdir fýrir að nauðga 13 ára gömlum dreng en margir telja dóminn rangan. Áður en drengirnir voru hengdir voru þeir hýddir 228 sinnum fyrir þjófnað og áfengisneyslu. í haldi í 14 mánuði Piltarnir tveir voru dæmdir fyr- ir að nauðga 13 ára strák og halda hnífi að hálsi hans. Yfirvöld í íran segja þrjá aðra menn hafa framið glæpinn með hinum dæmdu. Osamræmi er í fréttaflutningi frá íran varðandi hina þrjá piltana, þeir eru annaðhvort á flótta eða í fangelsi. Samkvæmt yfirlýsingu samtaka íranskra nemenda var piltunum haldið í fangelsi í 14 mánuði, þeir hafi verið 17 og 15 ára þegar þeir frömdu hinn meinta glæp. ið til þess að endurskoða afstöðu sína til samskipta við íran, slfta viðskiptasamböndum og koma á viðskiptabanni," segir Peter Tatchell, talsmaður samtaka sam- kynhneigðra í Bretlandi. Menn þar á bæ eru mjög ósáttir við lög írana en þar í landi er samkyn- hneigð glæpur. Þó eru menn yfir- leitt ekki teknir af lífl fyrir slfkan glæp. Irönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að dæma og lífláta börn undir lög- aldri. Þar eru þeir taldir sak- hæfir sem hafa náð kynþroska. Strákar verða sakhæfir 15 ára en stelpur níu ára. Alls voru 159 manns teknir af lífi í íran á síð- asta ári og eru Kínverjar einir írönum fremri í þessum efnum. kjartan@dv.is „í staðinn fyrir að þakka dómskerfinu fyrir þessar nauðsynlegu gjörðir eru fjölmiðlar að velta fyrir sér aldri hinna sakfeUdu og reyna þar með að skapa samúð með þeim sem skað- ar hagsmuni ríkisins." Á leið í dauðann Böðullinn tekur annan drenginn útúr bll og til af- töku. DV-mynd Heimasíöa Iranskra stúdenta (isna.ir) Hengdir Drengirnir voru hengdri fyrir meinta nauðgun. Þeir voru kjökrandi á meðan athöfninni stóð. Aldur á ekki að skipta máli Ali Asgari, meðlimur laga- nefndar íranska þingsins, skilur ekki fréttaflutning af málinu. „í staðinn fyrir að þakka dómskerf- inu fyrir þessar nauðsynlegu gjörðir eru fjölmiðlar að velta fyrir sér aldri hinna sakfelldu og reyna þar með að skapa samúð með þeim sem skaðar hagsmuni ríkis- ins,“ segir Asgari. Hann segist sáttur við dóminn. „Þessir ein- staklingar voru spilltir. Dómnum yfir þeim var framfylgt og dóms- kerfið gaf þeim það sem þeir áttu skilið." Bretar brjálaðir „Við hvetjum alþjóðasamfélag- Blindur strákur snillingur í tölvuleikjum Texti eftir JohnLennon boðinn upp Handskrifaður texti eftir John Lennon sem fannst í sjónvarpssal árið 1967 verður boðinn upp á i 1 þriðjudaginn. Talið er að textinn verði seldur á rúm- lega 60 milljónir króna. Textinn verður boðinn upp ásamt alls kyns tónlistar- gripum úr fórum íjölda tón- listarmanna. Textinn var notaður þegar Bítlarnir fluttu lagið „All You Need Is Love“ í sjónvarpssal í Bretlandi. Á myndupptök- um sem til em af flutningi lagsins sést blaðið detta í gólfið. Hinn 17 ára gamli bandaríski unglingur, Brice Millen, lætur fötlun sína ekki stöðva sig. Hann er blindur en hefur samt tekist að verða ótrú- lega góður í tölvuleikjum. Hann fer oft í tölvuleikjasal í nágrenninu þar sem hann keppir við aðra unglinga í ýmsum leikjum. „Ég er ekki ósigr- andi, fólk getur unnið leiki gegn mér,“ segir Brice. Heima á Brice leikjatölvu sem hann notar mjög mikið. Hann þykir mjög góður í slagsmálaleikjum. Hann skilur ekki hvernig hann fer að því að vera svona góður. „Ætli ég kunni nokkuð á þetta í raun og vem? Ég skil ekki af hverju ég er svona góður." Hann hefur verið blindur frá fæð- ingu en með áralangri æfingu hefur honum tekist að spila tölvuleiki eins og unglingur með fulla sjón. Hann segist hafa byrjað að leika sér í tölv- um þegar hann var sjö ára gamall. „í byrjun þótti honum gaman að reyna tölvuleikjum. Hann notar heyrnina mjög rnikið og hefur einnig einfald- lega þurft að læra hluti utan að. Fað- ir hans á erfitt með að skilja hvemig strákur- inn varð svona góður. „Hann sat þarna og reyndi allt þar til að hann náði Vinsæll Brice Mellen hef- urvakið athygli fjöl- miðta fyrir ótrúlega natni i tölvuleikjum. Myndin er fengin af vefsvæði norska tlmaritsins Verdens Gang. að spila en hann var ekki góður. En hann hélt áfram að reyna. Hann hefúr brotið margar íjarstýring- ar,“ segir Larry Mellen, faðir Brice. Brice tekur undir orð föð- ur síns. „Áður fyrr var ég mjög skapstyggur. Mér var oft illa við fjarstýringarnar." Brice þurfti að læra að nota önnur skynfæri en sjónina, sem er talin mjög mikilvægur þáttur í þessu. Hann kvartaði aldrei yfir því hversu erfitt þetta væri.“ Brice er nú að byrja á síðasta ári sínu í miðskóla. Hann ætlar að taka sér ársfn' frá skóla eftir miðskóla en ætlar svo að læra tölvuleikjahönnun. kjartan@dv.is Æfingatæki Mellen æfir sig á leikjatölvunni heima hjá sér og fer svo í tölvuleikjasal þar sem hann keppir við aðra unglinga á jafnréttis- grundvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.