Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 21
DV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 29. JÚU2005 21
fíkniefnamisferli fyrri eiganda og að
hún hefði aðeins verið skráð á íslandi
mánuði áður en hún fórst. Einnig
gerði Friðrik athugasemd við hleðslu-
skýrslur og farþegalista og hélt því
fram að Leiguflug fsleifs Ottesens
hefði ítrekað framið brot, meðal ann-
ars á blindflugsreglum.
Eftir langa bið voru niðurstöður
rannsóknamefridarinnar kynntar.
Líklega orsakaþætti slyssins taldi
nefndin vera gangtruflanir og afltap
hreyfilsins vegna skorts á eldsneyti tíl
hreyfilsins. Eldsneytí á þeim tanki
sem stillt var á gekk til þurrðar. Aðrir
líklegir orsakaþættir voru að flugmað-
urinn virtíst ekki hafa gengið úr
skugga um hvert eldsneytismagnið
var á tönkum vélarinnar fyrir brottför
frá Vestmannaeyjum, hann hafi van-
metíð eldsneytiseyðsluna og að flug-
maðurinn hafi ekki beint nefi flugvél-
arinnar tafarlaust niður tíl að halda
hraða eða ná upp hraða til nauðlend-
ingar á haffletínum eftír að hreyfillinn
misstí aflið.
Ábyrgðinni skellt á
flugmanninn
Friðrik Þór taldi að
öllu væri dembt á
flugmanninn en
ábyrgð eiganda flugfé-
lagsins og flugrekstr-
arstjórans væri að
engu gerð. Allir hafi
einblínt á að þetta
hefði verið 22. ferð flugmannsins og
að hann hefði átt að neita frekari flug-
ferðum. „Það eru eigandi flugfélags-
ins, ísleifur Ottesen og flugrekstrar-
stjórinn, báðir í Vestmannaeyjum,
sem áttu að segja: Nei, þú ert búinn að
fljúga of mikið," sagði Friðrik Þór í við-
tali við Morgunblaðið 24. mars 2001.
Friðrik vildi einnig að annað flug frá
Vestmannaeyjum þennan sama dag
yrði rannsakað því hann sagðist viss
um að fleiri farþegar hefðu verið í vél-
inni en leyfilegt væri. í því máli kom
síðar í ljós að Friðrik hafði rétt fyrir sér
og viðkomandi flugrekstrarstjóri
Leiguflugs ísleifs Ottesen var sakfelld-
ur. Jón Ólafur, faðir eins drengsins,
kom einnig með þá gagnrýni að aldrei
hefði verið tekin skýrsla af flugstjóra
Domier-vélarinnar, sem var á flug-
brautinni þegar Cessna-vélinni var
sagt að hætta við lendingu. Jón Ólafur
hringdi til formanns Flugslysaneftidar
þegar þrettán vikur vom liðnar frá
slysinu tíl að fá svör. Fljótlega eftir það
var tekin skýrsla af flugmanninum.
Leit að sannleika, ekki hefnd-
um
Ári eftír flugslysið stóðu aðstand-
endur fómarlambanna fyrir minning-
arathöfii á slysstað. Bróðir flugmanns-
ins, Samir Daglilas, sem búsettur var í
Bandaríkjunum, var meðal þeirra sem
komu í Skerjafjörðinn. Samir sagði í
viðtali við Morgunblaðið að hann og
fjölskylda hans væri ekld hér á landi til
að leita hefttda, heldur einfaldlega til
að aðstoða við leit að sannleikanum í
málinu. Samir Daghlas sagði að
ábyrgðinni hefði verið skellt á Mo-
hamed Jósef en sjálfur skildi hann ekki
hvers vegna vélin hefði verið í loftinu í
því ástandi sem hún var. „Við getum
ekki vakið hann til lífsins aftur en við
gerum það sem í okkar vaidi stendur
til þess að koma í veg fyrir að mann-
orð hans sé flekkað að tílefnislausu,"
sagði Samir Daglas í viðtali við DV 26.
mars 2001.
Skýrslan kemur út í dag
Friðrik Þór Guðmundsson og Jón
Ólafur Skarphéðinsson fóm snemma
fram á það við yfirvöld að ný rannsókn
yrði gerð á orsökum slyssins og var
það loks samþykkt í október 2002. Þeir
höfðu þegar fengið breska óháða sér-
fræðinga til að skoða skýrslu Rann-
sóknamefhdar flugslysa. Niðurstöður
sérfræðinganna vom þær að rann-
sóknin hefði ekki verið eins ítarleg og
nauðsyn krefði þótt nefndin hefði far-
ið eftir öllum reglum. Töldu sérfræð-
ingamir að nefridin hefði komist of
fljótt að niðurstöðu um eldsneytis-
skort. í kjölfarið ákvað samgönguráð-
herra að skipa nefnd til að fara ofan í
saumana á skýrslu nefndarinnar. í
nefndina skipaði Sturla Böðvarsson
innlenda og erlenda sérfræðinga,
undir forsætí Sigurðar Líndal lagapró-
fessors, til að meta niðurstöður Rann-
sóknamefndar flugslysa. Samkvæmt
heimildum DV em aðstandendur
mjög ósáttir við þau vinnubrögð sem
þar vom viðhöfð. Einkum munu að-
standendur vera ósáttir við að hafa
ekki fengið skýrsluna til umsagnar
áður en hún verður gerð opinber, en
þeir fengu ekki skýrsluna fyrr en fýrir
tveimur dögum. Við vinnslu þessarar
greinar leitaði DV eftír að fá upplýs-
ingar um efrii hennar, en þeir að-
standendur sem rætt var við kváðust
bundnir þagnarskyldu um innihaldið
þar til hún yrði gerð opinber. Eftir því
sem DV kemst næst er margt í skýrsl-
unni sem staðfestir það sem aðstand-
endur hafa afla tí'ð haldið fram. „Það
sem mér sámar mest er undarlegur og
neikvæður tónn nefndarinnar í garð
Bretanna Taylors og Forwards, sem
tóku að sér sem sérfræðingar í verk-
töku að meta skýrslu Rannsóknar-
nefndar flugslysa, en eldd flugslysið
sem slíkt, eins og gefið er í skyn í
skýrslu Líndals og félaga," er það eina
sem Friðrik vildi segja um skýrsluna.
Hann kvaðst bíða með að tjá sig um
hana þar til efrú hennar verður kynnt.
Skýrslan verður kynnt og gerð opinber
í dag, föstudag.
Friðrik Þór Guðmundsson
Friðrik Þór er faðir eins fórnar
lambs flugslyssins. Hann hef-
urgagnrýnt rannsóknina og
fékk meðal annars virta,
breska sérfræðinga tilað gera
óháða rannsókn á atburðin-
um sem kostaöi son hans Hfíö.
1 Þann 7. ágúst drið 2000 hóf TF-GTI sig á loft frd Vestmannaeyjum
1 klukkan 20.03 og flaug áleiðis til Reykjavikur.
Klukkan 20.20,15 var staðfest að flugvélin væri fjórar sjómilur vestur
afSelfossi.
Nokkrum sekúndum siðar fékk flugmaður TF-GTI að vita að hann hefOi
blindflugsheimild og komutiminn var áætlaður20.33. Vélin dtti aO vera
númerþrjú til aðflugs d eftir Dornier-flugvél frá Islandsflugi.
Klukkan 20.23,50 tilkynnti flugmaöur að blindflugi væri tokiö. TF-GTI
var þá við Sandskeiö.
Tæpri minútu siðar tilkynnti flugmaðurinn að hann væri 12 sjómílur austur
afflugvellinum á leið til lendingar. Flugmaðurinn fékk að vita aö skyggnið
væri frekar lélegt og aö önnur vél .æri aö koma úr noröri.
Klukkan 20:26,17 fékk flugmaður Fokker F-50 vélar frá Flugfélagi Islands
að vita að hann væri númer eitt til lendingar á flugbraut 20.
Mínútu síöar tilkynnti flugmaður TF-GTI að hann væri viö Vífilsstaöi og var
þá sagt að hann væri númer tvö til lendingar á eftir Fokker-vélinni. Flug-
manni Cessna-kennsluflugvélar var sagt að taka biðflug.
Fokker-vélin fékk heimild til lendingar klukkan 20.28.
FlugmaOur TF-GTI tilkynnti sig yfir Álftanesi. Cessna-kennsluvélinni var til-
kynnt að hún væri næst og ættl aö koma stystu leiö inn.
Klukkan 20.30 var flugmannl TF-GTI tilkynnt aö hann væri númerþrjú á
eftir Cessnu-vélinni. Flugmaðurinn staðfesti fyrirmælin og spuröi um
Cessnu-vélina og staöfestl nokkrum sekúndum siðar að hann sæi hana.
Klukkan 20.31,52 fyrirskipaði flugturninn TF-GTI að brjóta afaðfíugi til
austurs. Réttá eftir var Dornier-vélinni tllkynnt að hún væri númer eitt til
lendingar.
Klukkan 20.32,20 tilkynnti TF-GTI að hann tæki vinstri beygju og færl aftur
fyrir Dornier-vélina. Mínútu siöar var vélin yfir Tjörninni og um leið var
Domier-vélinnl sagt að rýma til.
Flugstjóri Dornier-vélarinnarsér TF-GTI á örstuttri lokastefnu en flugmaöur
TF-GTI fékk i sömu andrá fyrirmæli um að hætta viö lendingu og fljúga um-
feröarhring (kl. 20.34,10). Flugvélin tók upp hjólin ámótsvið skýli nr. 4.
Klukkan 20.34,54 var vélin I beinu fíugi og hægu klifri I um 500 feta fíug-
hæö þegar fíugmaðurinn kallaði að hann væri búinn aO missa mótorinn.
Flugtuminn svaraOi um hæl og heimilaði lendingu og stystu leiO.
Klukkan 20.35,04 hrópaði fíugmaOurinn:„ÞaO erstolllþaö erstolll“
Sjónarvottar nálægt ströndinni tóku eftir vélinni þegar þeir heyrðu óeðli-
A ) legan gang hreyfilsins. Flugvélin náði um 500 feta fíughæö og var i
láréttu fíugi þegar hún beygði til vinstri. Beygjuhallinn jókst og flug-
vélin féll og hafnaði í sjónum um 350 metra frá landi.