Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDACUR 29. JÚLÍ2005 Sport DV Kustuafturtíl Fenerbache I'yrkneskj landsliðsmarkvöið- urinn Rustu Recber er á leið aftur til l'enerbache á lánssamningi. Þetta tilkynnti félag hans, Barcelona á Spáni, í gær. Rustu er 32 ára og fór til Barcelona frá Fenerbache árið 2003. Miklar von- ir voru bundnar við Rustu þegar hann koin á Nou Camp enda var hann talinn einn af betri mark- vörðum heims eftir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu 2002. i lann var orðaður við mörg lið, en á endanum var það Joan Laporta, forseti Börsunga, sem hreppti hami. Haim lék aðeins íjóra leiki íyrir Barcelona og var varaskeifa fyrir Victor Valdes áður en hann var lánaður til Fenerbache í byrjun síðasta tímabils og með hefur hann staðið fyirir sínu. Ballackvallnn bestur í Þýskalandi Þýskir íþróttafréttamenn völdu í gær knattspyrnumann ársins í Þýskalandi. Michael Ballack, miðjumaöur Bayern Munchen, varð lyrir valinu en hann fékk alis 516 atkvæði. Hann Idaut yfir- burðakosningu því sá sem var á eftir lionum fékk 103 atkvæði. Það var Lukas Podolski sóknarmaöur hjá Köln. BaUack er 28 ára og var sannkallaöur lykilmaður í liði Bayern á síðustu leiktfð eins og svo oft áður, þetta er í þriðja sinn á Ijórum árum sem hann hlýtur þessa viöurkenningu frá íþrótta- fréttamönnuin. Bayem vann deild og bikar síðasta tímabil og kemur v- -’í ekki á óvart að Felix Magath var vaJinn þjálfari ársins. Birgit / Prinz var valin knatt- spyrnukona ársins “1 | fimmta árið í röð. Asgeir hæstur í draumaliðs- leiknum Stigahæsti leikmaðurinn í sfð- ustu urnferð draumaliðsleiknum á Visir.is var Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður FH, en hann fékk tfu stig. Þrír leikinenn voru jafhir í öðru sæti meö sexstig, en það vom Gunnar Sigurðsson Fram, Daöi lárusson FH og Atli Sveinn Þt^jarinsson f Val. Fjórir leik- mcnn fengu svona fimm stig, en það voru Baldur Sigurðsson Keflavík, Ross lames McLynn Fram, Kristján Hauksson Fram og 1 Ielgi Pétur Magnússon ÍA. Efstu lið mnferðarinnar voru toppurinn og Cottee FC með þrjá- tíu og níu stig. Næstu þrjú lið þar á eftir voru Lotta, Fram4 og Ein- herjinn með þrjátíu og Ijögur stig. JakohJóhann í undanúrslit Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úrÆgi, keppti í gær í 200 metra bringusundi á HM í sundi sein fram fer í Montreal í Kanada. Hann er fyrstur íslensku kcppendanna tii að komasf svo langt á mótinu. Hann var átta hundraðshlutum úr sekúndu frá eigin fslandsmeti, en hann synti á 2:15,28 mínútum. Tími hans var sá þrettándi besti en keppendur vot u alls 55. Knattspyrnusamband íslands reynir nú að fá landslið hingað til lands í næsta mánuði til þess að leika við íslenska landsliðið þann sautjánda ágúst. Landslið Venesúela, sem ætlaði að koma kemur ekki, af því að KSÍ var ekki tilbúið til þess að greiða þá upphæð sem farið var fram á. _ Landsleik íslands og Venesúela, sem fara átti fram sautjánda ágúst, hefur verið aflýst af því að Knattspyrnusamband Venesúela ákvað frekar að láta landslið sitt leika gegn landsliði nágrannaríkisins Ekvadors. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands íslands, segir þessa niðurstöðu vera von- brigði, en er þó ekki búinn að gefa það upp á bátinn að landsleikur fari fram á Laugardalsvelli í ágúst. „Það var búið að vinna að þessu verkefni lengi og samkomulag um leikinn lá fyrir. Stundum eru menn sem samið er við misjafnlega traustir, og sérstaklega á þetta við um Suður-Ameríku, Asíu ogAfríku og er erfitt að gera sér grein fyrir því hverjum maður getur treyst. Það er allt öðruvísi að semja við þjóðir frá Evrópu, því þá eru allir samningar skýrari og samskipti auðveldari." Samningur ekki virtur Knattspyrnusamband ís- lands hafði unnið að því í töluverðan tíma að fá lands- leik við Venesúela, og var argentínskur umboðs- maður sá aðili sem var í samskiptum við knatt- spyrnuyfirvöld í Venesúela. „Það var gerður samningur um ákveðin atriði sem snéru að leiknum sjálf- um. Þar var ákveðin upphæð nefnd sem var ásættanleg fyrir báða aðila. Síðan kemur það upp að knattspyrnusamband Venesú- ela vill fá hærri upphæð frá okkur, Helst eru það lið frá Afríku og Mið-Amer- íku sem ekki eru búin að skipu- leggja lands- leiki á þessum degi." og það vorum við hjá knattspyrnu- sambandinu ekki tilbúin til að gera." Spurður um það hvort ekki standi þá til að fara í mál við Knatt- spyrnusamband Venesú- ela, þar sem samning- ur um leikinn hafi legið fyrir, segist Eggert ekki búast við því. „Það er lítið upp úr því að hafa að fara í - tr Enginn Eiður Smári á Laugardalsvelli í ágúst? Óvlst er hvort Islenskir áhorfendur geti séö Eiö Smára Guðjohnsen og aöra leikmenn íslenska landsliösns, leika listir slnará Laugardalsvelli þann sautjánda ágúst, afþvl að fyr- irhuguðum landsleik íslands og Venesúela hefur veriö aflýst. „Það var ákveðin upphæð nefnd sem var ásættanleg fyrir báða aðila. Síðan kemurþað uppað Knattspyrnusamband Venesúela vill fá hærri upphæð frá okkur." mál út af svona löguðu. Það ein- faldlega borgar sig ekki.“ Ótímabær tilkynning Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands íslands, segir sambandið nú vinna að því hörðum höndum að koma á leik sautjánda ágúst, en það er stefna sambandsins að vera með heimaleik á þessum tíma, því aðrar dagsetningar komi varla til greina vegna vegna aðstæðna hér á landi. „Það eru ekki mörg landslið á lausu til þess að koma hingað til lands. Helst eru það lið frá Afríku og Mið-Ameríku sem ekki eru búin að skipuleggja landsleiki á þessum degi." Tilkynnt var um landsleikinn gegn Venesúela þann nítjánda júlí. Nú, aðeins tíu dögum síðar, er búið að aflýsa leiknum og því hugsanlegt að enginn landsleikur verði í ágúst. Geir segir það óneit- anlega vonbrigði að svona fór. „Eg treysti argentínska um- boðsmanninum ágætlega. Ég hef þekkt hann í nokkur ár og held að það sé ekki við hann að sakast í þessu máli. Það er vel hugsanlegt að það hafi verið ótímbært að til- kynna um leikinn, en það er oft auðvelt að vera vitur eftir á. Vilji okkar var alveg klár allan tímann, en því miður þurfti þetta að fara svona." magnush@dv.is Jose Mourinho segir að það sé ekki auðvelt að geta keypt alla leikmenn heims. Ekkert grln Mourinha segir að það sé erfítt aö kaupa leikmenn I Chelsea. Erfiðasta starfið í fótboltanum í dag Alla knattspymustjóra heims dreymir um að geta fengið til sfn bestu leikmenn heims. Jose Mourin- ho, stjóri Chelsea, getur kafað í botnlausa buddu Romans Abramovich hvenær sem honum hentar og keypt til sín heimsklassa leikmenn eins og aðrir kaupa sér föt. Þrátt fyrir það segir Mourinho að hann sé að vinna erfiðasta starfið sem hægt sé að finna í heimi fótbolt- ans. Með því að kaupa Michael Essien á 21 milljón punda í þessari viku verður Mourinho búinn að eyða 128 milljónum punda í leikmenn þá þrettán mánuði sem hann hefiir starfað sem knattspymustjóri Chel- sea. Það em þrettán þúsund pund, ein og hálf mUljón íslenskra króna, á hverja klukkustund við stjórnvölinn. „Að kaupa leikmenn til Chelsea er erfiðasta starfið sem hægt er að finna í fótboltanum. Við kaupum ekki hveija sem er, við gemm meiri kröfur en nokkuð annað lið," sagði Mourinho. Chelsea er ekki hætt að kaupa leikmenn og enn er sú saga á kreiki að félagið hyggist kaupa úkraínska markahrókinn Andriy Shevchenko frá AC Milan á 60 milljónir punda. „Ef ég er að þjálfa eitthvað miðlungs lið í ensku deildinni og fæ 20 millj- ónir punda þá get ég keypt sex fína leikmenn. Það er auðveldara. Það er mun erfiðara að kaupa leikmenn til Chelsea þar sem við viljum aðeins það allra besta," sagði Mourinho. „Við viljum heimsklassa leik- menn úr stórum liðum og oft á tíð- um vilja þau ekki selja. Þau setja gríðarlega háan verðmiða. Shaun- Wright Phillips var mikilvægasti leikmaður Manchester City, Asier Del Horno er spænskur landsliðs- maður og var skærastá stjama At- hletic Billbao og Essien er mikilvæg- ur fyrir Lyon. Það er ekkert grín að ná svona leikmönnum til sín,“ sagði Mourinho. - egm „Við kaup- ( i um ekki 1 hverja sem ý er, við ger- um meiri 'Wj kröfur en nokkuð Á annað lið." „ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.