Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. JÚU2005 Helgarblað DV : '■ T- '- ...■ . - ■■: - v f'X'. . - 'V'.- Magnús Ármann og félagi hans Sig- urður Bollason hafa auðgast hratt á síðustu árum og eru nú meðal annars stórir hlutahafar í Baugi, FL Group og OgVodafone. Lukkuhjól þeirra byrjaði að snúast fyrir nokkrum árum þegar þeir kynntust Kevin Stanford, eiganda Karen Millen, sem var hér á vegum NTC, fyrirtækis Ásgeirs Bolla Krist- inssonar, föður Sigurðar. Kevin mun hafa heillast af frumkvöðlakrafti drengjanna og bauð þeim hlut í fyrir- tæki sínu á góðu verði. Sá hlutur óx hratt í höndum Sigurðar og Magnúsar og var seldur Baugi Group með marg- faldri ávöxtun í fyrra. Magnús Ármann er fæddur í Reykjavík 16. maí 1974. Faðir hans er Ágúst Már Ármann heildsali og móð- ir hans Anna M. Kristjánsdóttir. Magnús ólst upp í Neðra Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla. Hann á eina systur og er í sambúð með æsku- vinkonu sinni, Margrét írisi Baldurs- dóttur, sem hann kynntist 7 ára í Neðra Breiðholti. Þau höfðu verið vinir ailt og byrjuðu svo saman,+ 21 árs gömul. Þau eiga nú einn son. Eftir grunnskólapróf fór Magnús tvo vetur í Versló og aðra tvo vetur var hann í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Magnús var mikiU skákmaður sem bam og í unglingalandsliðinu í skák. Hann er sagður talnaglöggur og fljót- ur á átta sig á viðskiptatækifærum. Teflir þar hratt af miklu öryggi. Með viðskiptagen eins og Magnús Sigurður Ásgeir Bollason er fædd- ur í Reykjavík 25. júm' 1973 og eins og Magnús er hann kominn af þekktum kaupmönnum. Það er skemmtilegt að segja frá því að afar þeirra, þeir Kristinn Bergþórsson heilsali og Ágúst Ármann, voru miklir félagar enda stutt á milli fyrirtækja þeirra, annar á Grettisgötunni en hinn lengi á Klapparstígnum. Faðir Sigurðar erÁsgeir Bolli Krist- insson hjá NTC sem rekur meðal annars verslanir Sautján. Sigurður ólst upp hjá móðir sinni, Ástu Sigurð- ardóttir, í Skerjarfirði og gekk í Haga- skóla. Hann er í sambúð með Nönnu Ásgrímsdóttir lögfræðingi en þau kynntust þegar Nanna vann fyrir hönd Kaupþings að samningum þeirra félaga um kaup á Karen MiUen. Þau giftu sig í fyrra og eiga tæplega ársgamla dóttur. Sigurður fékk snemma áhuga á tísku og fór fljótíega eftir fermingu að starfa við hlið föður síns í Sautján. Að loknu grunnskólanámi fór Sigurður í Fjölbrautarskólann í Ármúla, þar sem hann stoppaði stutt. Hugurinn var i búðinni þar sem hann fór fljótíega að taka þátt í rekstrinum, fyrst sem versl- unarstjóm í Sautján, Kringlunni, og sfðar við stjóm á innkaupum. Fljót- lega var Sigurður farinn að byggja fyr- irtækið upp með föður sínum þar sem þeir réðust í að opna fleiri versl- anir samhliða Sautján. Sigurður sýndi mikla fæmi í samskiptum við erlenda birgja. Þeir hæfileikar og þau sam- bönd nýttust honum vel þegar Kevin Stanford, eigandi Karen Millen-tísku- merkisins, kom hingað til lands árið 2000 til þess að vera við opnun Karen Millen-verslunarinnar í Kringlunni sem er í eigu NTC. Sigurður var marg- faldur unglingameistari í borðtennis og þykir snerpan þar endurspeglast í viðskiptum hans. Uppátækjasamur og vinsæll Magnús Ármann var ekki hár í loftinu þegar ljóst var hvert hann stefhdi. Hann var maður fram- kvæmdanna. Hélt stærstu tombólur í Breiðholti og stærstu brennumar sem hann safnaði í. Þessi þétti, fjörugi og skemmtilegi strákur var hvers manns hugljúfi og safnaði að sér krökkum. Það vildu allir vera með honum enda aldrei lognmolla þar sem hann fór. Kevin var mjög heillaður afhugmynda og frumkvöðlakrafti þeirra Sigurðar og Magnúsar. Sagan segir að Kevin hafi fljótlegá~ eftir þennan fyrstafund boðið þeim í siglmgu á skútu sinni í Mið- jarðarhafinu. millaröa Sigþrúður Ármann, lögfræðingur, systir Magnúsar, minnist bróður síns aldrei öðmvísi en á kafi í verkefnum með her krakka á eftir sér. „Magnús var mjög uppátækjasamur og líflegur. Hann fékk hugmynd og lét ekki sitja við orðin tóm, heldur hrinti hann því í framkvæmdi sem hann talaði um. Það var alltaf gaman hjá honum, hann var j ákvæður og skemmtilegur, “ segir hún og bætir við að hún heyri aldrei talað öðruvísi en vel um hann. Sigrúður segir bróður sinn hafa verið vinsælan í skóla, allir hafi sogast að honum. „Hann var sjálfstæður og öruggur með sig og tók þá ákvörðun að fara í burtu í menntaskóla. Fór til Egilsstaða og þar stofnaði hann gleði- sveitina Döðlurnar. Hann var söngv- ari og þeir gáfu meira að segja út plötu,“ rifjar Sigþrúður upp. Flestir sem DV ræddi við taka undir orð Sigþrúðar og eru sammála um þessa lýsingu á Magnúsi Ármann. Hann sé einn þeirra sem alls ekki sé hægt að hallmæla, alltaf jafhljúfur og yndislegur, hvers manns hugljúfi sem vill öllum gott gera. Tíu ára með 15 krakka í sumar- vinnu Magnús Ármann var ungur þegar hann stofnaði eigin atvinnurekstur og tíu ára gamall rak hann ásamt fé- laga sínum tívoh' sem þeir smíðuðu sjálfir í Breiðholtinu. Tívolíið var í gangi heilt sumar og var Magnús með 15 laakka í vinnu við að knýja tækin með handafli. Tívoh'ið var upphafið að velgengni Magnúsar sem var varla orðinn táningur er hann varð um- fangsmikill verslunarmaður í Kola- portinu, og á sautjánda ári með 10 bása í Kolaportinu þar sem hann seldi alls kyns heildsöluvarning sem hann keypti á uppboðum. Þá voru þeir Magnús og æskufélagi hans Jó- hann Örn Þórarinsson með umboð fyrir Pizza 67 á Egilsstöðum. Drengimir vom ekki lengi fyrir austan því fljótíega fengu þeir tilboð í rekst- urinn og seldu staðinn með góðum hagnaði. Magnús opnaðl þá verslun- ina Maraþon í Kringlunni þar sem hann seldi meðal annars vörur lir heildverslun fjölskyldunnar sem var meðal annars með umboð fyrir Puma. Skömmu síðar tóku Magnús og Jóhann öm við Astró sem var þá vinsælasti skemmtístaður borgarinn- ar. Félag þeirra ísfossar varð umsvifa- mikið í rekstri veitingahúsa í mið- borginni í kringum síðustu aldamót. Út frá Astró opnuðu þeir kaffihúsið Wunderbar og síðar veitingastaðinn Rex í samstarfi við Jón Ásgeir Jóhann- esson. Rex var þá ramúrstefnulegur staður, hannaður af Sir Terence Con- ran, stofanda Habitat. Tafið er að Sigurður Bollason og Magnús Ármann Strákarnir eru sagðir nánir vinir og um margt líkir. kostnaður við opnun staðarins hafi numið um hundrað milljónir. Með framúrstefnulega veit- ingastaði Magnús átti einnig fasteignina Austurstræti 12 sem hann keypti af Samvinnuferðum-Landsýn. og hafði hug á að opna kaffihús þar sem Lyfja er nú auk þess sem hann átti um tíma hlut í Hverfisbamum. Skömmu eftir opnun Rex ákváðu þeir Magnús og Jóhann að gera ffamúrstefnulegar breytingar á Astró og fengu heims- frægan iðnhönnuð, Michael Young, til þess að sjá um hönnun staðarins. Útíit staðarins vakti athygli hönnun- artímarita um allan heim en nýi Astró líktist einna helst veitingastað úr vísindaskáldsögu. Kostnaðurinn var óheyrilegur en íslendingar vom ekki tilbúnir að taka svo stórt stökk inn í framúrstefriulegt umhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.