Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Side 23
r DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 23 Sturla Þór Friðriksson fæddist í Reykjavík 10. maí 1983. Hann lifði slysið af, háði mikla baráttu til að halda lífi en varð að lúta í lægra haldi. Hann lést umvafinn ástvinum að kvöldi nýársdags, tæpum fimm mán- uðum eftir flugslysið í Skerjafirði. Foreldrar Sturlu em Friðrik Þór Friðriksson blaðamaður og Kristín Dýrfjörð lektor. Hann átti eldri bróður, Trausta, en unnusta hans er Karólína Jóhannesdóttir. Um Sturlu var mikið ritað daginn sem hann var jarðsettur. Þar kom glöggt fram hve vinmargur hann var og hve tryggð vina og ættingj a var mik- il við þennan unga mann. Faðir hans Friðrik Þór, sem hvað harðast hefur barist fýrir að sannleikurinn um orsök þessa skelfilega slyss verði ljós, út- skýrði í viðtali við DV skömmu eflir sonarmissinn hve illa Sturla slasaðist. Hann var með brotinn hrygg, mikil innvortis meiðsli í kviðarholi og vökva í lungum. Að öllum líkindum hafði pilturinn verið tæknilega látinn þegar læknum tókst að lífga hann við. Sturlu var haldið sofandi í að minnsta kosti tvo mánuði en enginn vissi hvert ástand hans yrði þegar hann vaknaði. Það var nánast kraftaverki líkast og læknum til mikillar undrunar að í ljós kom að hann var andlega heill. Hann var hins vegar illa brotinn og ljóst að hann mundi ekki ganga á ný. Friðrik lýsir í viðtalinu þessum mánuðum og segir meðal annars. „Það gekk allt vel, má segja, fram í byrjun desember. Þrátt fýrir að útlit væri fyrir varanlega lömun og vist í hjólastól vegna hrygg- brotsins, sem ég átti nokkuð erfitt með að sætta mig við, þá var í raun ástæða til bjartsýni. Hann var á lífi og sálin var á sínum stað." Nú fimm árum síðar rifjar Friðrik Þór upp myndina sem hann á í huga sér af Sturlu. „Hann Stulli minn var sérlega skarpur og sjálfstæður dreng- ur. Hann var nýbúinn að ganga í gegn- um uppreisnartilburði unglingsár- Sturla Þór Friðriksson anna og var að breytast í ungan mann, framtíðin blasti við, björt og lofandi. Hann átti stóran vinahóp og meðal vinanna var hann leiðtogi og hann naut mikils trúnaðartrausts. Það var mikill húmor í honum og eftirtektar- vert hversu bömum leið vel í návist hans. Jafnframt bjó í honum rík rétt- lætiskennd og hann þoldi illa óréttlæti hverskonar, og þá er ég ekki að tala um einhverja frekju í foreldrunum, heldur alvöm pælingar. Eitt sinn þegar ólga var í Hagaskóla dró hann upp Bama- sáttmála Sameinuðu Þjóðanna máli sínu til stuðnings. Annað dæmi um hversu alvarlega þenkjandi hann var um þjóðfélagsmál er að 13 ára tók hann algerlega sjálfstæða ákvörðun um að fermast borgaralega. Hann var mjög líkur mér þegar ég var ungur. Bara myndarlegri, áræðnari, greindari og vinsælli. Þegar Stulli komst loks almenni- lega til meðvitundar á spítalanum kom í ljós að hann hafði ekki orðið fyr- ir heilaskaða og það er kraftaverk út af fyrir sig. Hann var þó töluvert slasaður og meðal annars útlit fyrir að hann yrði um ókomna framti'ð lamaður fyr- ir neðan mitti. Eftir erfitt aðlögunar- tfmabil braust síðan fram krafturinn í honum og hann fór að taka endurhæf- ingu sína alvarlega og fór sjálfur að spá í það af fullri alvöru hvort hann þyrfti sérstakt húsnæði eða hvort hægt væri að umbreyta okkar gamla húsi. Því miður varð ekkert frekar af slíkum plönum." í viðtalinu við DV sem áður er getið segir hann ennfremur að í raun hafi hann misst son sitt í tvígang. „Hann dó tvisvar. Það er svo sem ekkert sér- stakt við það. Það sem er sérstakt er að hann dó og við fengum hann aftur, og við fengum að vera með honum í dýr- mætan tíma í viðbót.“ Friðrik leggur áherslu á að öll hans barátta fari fram í nafni sonarins. „Ég þekki minn mann og eitt af því sem einkenndi hann var sterk réttlætiskennd. Hann vissi að ég bað um lögreglurannsókn og vissi að ég ætlaði að láta einskis ófreistað til þess að málið yrði kannað ofan í kjöl- inn,“ segir hann nokkrum dögum eftir lát Sturlu. Friðrik hefur staðið við orð sín. Hann hefur aldrei gefist upp. Loks í dag kemur skýrsla nefhdar undir for- sæti Sigurðar Líndals lagaprófessors sem samgönguráðherra skipaði í kjöl- far skýrslu erlendra sérfræðinga. Ekki er ljóst þegar þetta er ritað hvað hún hefur að geyma. Hvort sem niðurstaða þeirrar skýrslu afhjúpar hvað í raun og vem gerðist, er ljóst að Friðrik lætur ekki staðar numið fýrr en sannleikur- inn um þessa Júnstu flugferð ung- mennanna sex verður ljós. Því hét hann syni sínum og ekki verður dregið í efa að hann stendur við orð sín. Heiða Björk Viðarsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1980. Hún var eina konan sem var í vélinni og hún lést þremur dögum eftir slysið. Móðir hennar var Auður Erla Sig- friedsdóttir sem lést fyrir aldur fram þegar Heiða var átta árá göm- ul en faðir hennar er Viðar Stefáns- son. Kona hans og stjúpmóðir Heiðu er Anna Ólafsdóttir. Systkini Heiðu eru þrjú, Bryndís Scheving, sem er sammæðra, og bræðurnir Stefán Fannar og Ægir Þór sem em samfeðra. Stjúpsystir hennar og dóttir önnu er Inga Huld Hermóðs- dóttir og unnusti Heiðu þegar hún lést var Björn Líndal Traustason Heiða var nemandi í Borgar- holtsskóla en vann með námi, hjá Á stöðinni við Gylfaflöt og sumarið sem hún lést starfaði hún einnig hjá hverfisstöð borgarinnar, Jafnaseli. Aðeins nokkmm vikum fyrir slysið hafði Heiða stofnað heimili með Birni, æskuvini sínum og unnusta. Framundan vom ekki annað en bjartir dagar og fram kemur í minn- ingargreinum sem ritaðar vom um Heiðu daginn sem útför hennar fór fram að hún hlakkaði til framtíðar- innar, full vonar og trúar á lífið. Það má lesa út úr orðum Elsu Alexand- ersdóttur vinkonu hennar;..ég sé alltaf fýrir mér aftur og aftur brosið hennar og hvað hún var hamingju- söm í Vestmannaeyjum á þjóðhá- tíðinni. Þegar við sátum saman í brekkusöngnum og sungum úr okkur röddina og þegar að hún sagði mér hversu hamingjusöm hún var með Bjössa og nýju íbúðina og þá var eins og lífið brosti við henni.“ Elsa nefnir einnig eðliskosti hennar þegar hún talar um Heiðu Björk sem bestu vinkonu sem hægt iða Björk Viðarsdóttir sé að eiga. „Hún var ávallt tilbúin til að hjálpa og minnti oft á lítið ljós sem var svo skært að það gat fyllt tilveruna af birtu þegar þess þurfti..." Hún nefnir einnig heiðar- leika hennar og sanngirni. „...hún lét engan vaða yfir sig eða vini sína, hún studdi þá í gegnum hvað sem var... Svo þegar í harðbakkann slær er gott að geta leitað til þeirra innst í hjarta sínu og muna hvernig hún var og hvað hún myndi gera. Hún laðaði að sér fólk og fór ekki fram hjá neinum, allir tóku eftir geislandi brosinu og klingjandi hlátrinum sem smitaði út frá sér. Hún var vinur allra og kom nær ávallt rétt fram. Hún var alltaf þessi litli stuðbolti sem hélt fjörinu gang- andi og kom öllum í gott skap þessi litla sæta stelpa sem átti allt lífið framundan." Starfsfóik Borgarholtsskóla sendir henni einnig kveðjur en þar segir meðal annars. „Það er fátt hörmulegra en ótímabær dauði ungmenna af völdum slysa. Við sem störfum í Borgarholtsskóla sjá- um nú á bak efnilegri og geðþekkri stúlku, Heiðu Björk Viðarsdóttur, sem lést eftir flugslys fimmtudag- inn 10. ágúst. Hún hafði stundað nám við skólann í eitt ár og var að hefja nýtt námsár með okkur. Heiða Björk stundaði nám sitt af alúð og gekk að hverju verkefni með því hugarfari að þroskast og gera betur. Sú hugsun lýsir áhuga sem kemur að innan og hún lýsir einnig stúlku sem hefur gert upp hug sinn og veit að nám er mikils virði. Heiða Björk var einnig geðgóð og þægileg í umgengni gagnvart nemendum og starfsfólki. “ Mohamed Jósef Daghlas, flug- maður vélarinnar, var íslenskur rísldsborgari af jórdönskum upp- runa. Hann fæddist í Jórdaníu 20. ágúst 1971. Mohamed var þriðji í röð níu systkina, sex bræðra og þriggja systra. Foreldrar hans voru frá Nablus í Palestínu og flýðu þau stríðið árið 1967, en faðir Mo- hameds lést árið 1988. Mohamed kom til íslands seinni hluta árs 1989, aðeins 18 ára að aldri. Mohamed var búinn að ljúka menntaskólanámi i Jórdaníu og kom hann til íslands til að mennta sig enn frekar. Tveir eldri bræður hans voru þá búsettir hér á landi, Samir og Semi. Mohamed ákvað að leggja flugnám fyrir sig og lærði hann að fjúga hér á landi og einnig í Ameríku. Flugið átti hug hans ail- an. Hann lagði hart að sér til að fjár- magna námið og kom hann víða við, starfaði vð byggingavinnu, og pitsugerð og kenndi einnig flug hjá Flugmennt. Mohamed kenndi líka arabísku fyrir yngri kynslóðina hjá Námsflokkunum í Reykjavík. Mo- hamed Jósef var látinn þegar björg- unarsveitir komu á vettvang. í minningargreinum um Mo- hamed í Morgunblaðinu daginn Mohamed Jósef Daghlas fram að hann hafi lagt á sig mikla vinnu til að ná settu marki, að verða flugmaður. Þeir sem minnast hans eru einnig sammála um hve barn- góður Mohamed var, eins og kemur skýrt fram í eftirfarandi minningar- orðum vina hans. „Þú varst alveg einstaklega barngóður, börnin munu sakna þín sárt, þau munu sakna daganna sem þú tókst þau með í Bláa lónið, í veiðiferðir, keilu og hvaðeina. Öll börn elskuðu þig og dáðu. Alltaf varstu tilbúinn að gefa þér tíma til að leika við þau, þó að þú værir aðeins að koma í stutta heimsókn." Þennan sama daga minnist Jón- atan Karlsson vinar síns og má skynja hvern mann Mohamed hafði að geyma í eftirfarandi orðum: „Flugmannsnámið er strangur skóli frá byrjun, en ég var svo lánsamur að lenda í skemmtilegum og góðum hópi hjá afbragðs kennurum flug- skólans Flugmennt, sem starfaði á vegum Leiguflugs ísleifs Ottesen. Þarna kynntist ég þér, brosmildum heiðursdreng, sem sannarlega lýst- ir upp umhverfi þitt. Þú hélst þínu striki og fórst í atvinnumennskuna sem þú lagðir stund á bæði hér og í Bandaríkjunum. Það kom mér ekki á óvart, að þú að námi loknu hæfir störf sem flugkennari hjá Flugskóla íslands og flugstjóri hjá Leiguflugi ísleifs Ottesen. í þessi ábyrgðarstörf eru aðeins þeir bestu ráðnir." J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.