Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Side 27
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 29. JÚU2005 27 ; „Eldri systir hennar er mjög ánægð, liggur hjá henni allan daginn og kyssir hana I köku," segir Erna Sif Arnfjörð Smáradóttir sem eignaðist litla stúlku þann 3.júlí. Fyrir átti Erna Sif dótturina Eldey Álfrúnu sem er 5 ára. Erna Sif segisthafa notið góða veðursins síðustu daga og fer reglulega með litlu dótturina í göngutúra.„Ég hefhana í poka sem ég hengi framan á mig og það er ótrúlega þægilegt. Mér finnst æðislegt að eignast barn um sumar- timann. Eldey Álfrún fæddist um páska og ég var ekki far- in að fara svona fljótt út með hana," segir Erna og bætir við að litla prinsessan sé alveg yndisleg.„Maður finnur ekkert fyrir henni. Þegar hún volar vill hún fá brjóst eða láta skipta á sér, en annars er hún voðalega vær og góð." Erna segir að meðgangan hafi verið erfið vegna ógleði en fæðingin hafi hins vegar gengið mjög vel.„Hún var al- veg pínulítil, ekki nema þrettán og hálfmörk. EldeyÁlf- rún var sautján og hálfmörk svo ég átti ekki von á svona litlu kríli," segir Erna brosandi. Eldri steipan hafði verið tekin með keisaraskurði, en Erna fæddi á náttúrulegan hátt íþetta skiptið.„Þetta gekk eins og ísögu. Ég fékk fyrsta harða verkinn klukkan hálfellefu og hún fæddist tuttugu mínútur yfir þrjú. Við fórum i Hreiðrið og það var yndislegt að hafa hanaá milli okkar hjónanna umnótt- ina. Um morguninn vöknuðum við, fengum góðan mat að borða og drifum okkursvo heim." Sigríður Ósk og Funi Freyr „Efég þarfað hlaupa út í búð llður mér eiginlega illa en þetta mun vlst venjast. Það er samt spurning hvort ég sé háð ari honum en hann mér.“ „Hann er mjög góður og sefur allar nætur," segir Sigriður Ósk Fanndal sem eignaðist lítinn son þann l.júní. Litli drengurinn var tólfog hálfmörk og 50 sentimetrar. Hann var skírðurþann lO.júlííHá- teigskirkju og heitir nú hinu fallega nafni Funi Freyr Fanndal.„Nafnið Freyr er algengt í báðum ættun- um okkar en aðallega skírðum við hann í höfuðið á Sigurði Frey frænda mínum sem er dáinn," segir Sigríður Ósk og bætir við að nafnið Funi hafi verið út í bláinn. Funi Freyr er fyrsta barn foreldra sinna en pabbi hans heitir Bjarki Fannar og litla fjölskyldan hefur haft það gott saman í sumar. Sigríður Ösk er í Há- skóla Islands þar sem hún leggur stund á táknmáls- fræði og íslensku en hún er auk þess eróbik-kenn- ari.„Ég ætla að halda áfram í skólanum í haust og þá ætlar pabbi hans að fara i fæðingarorlof," segir Sigríður og viðurkennir að hún hálf kvíði fyrir að fara frá honum heilu dagana.„Ef ég þarfað hlaupa út í búð líður mér eiginlega illa, en þetta mun víst venjast. Það er samt spurning hvort ég sé háðari honum en hann mér." „Ég fékkhríðir IS.júní en hún kom ekki í heiminn fyrren þann átjánda," segir Hildigunnar Árnadóttir sem á litlu dótturina Elísabetu Örnu. Elísabet Arna var 15 merkur og 54 sentimetrar og var skírð þann W.júlí. Hildigunnur segir að meðgangan hafi gengið vel en Elísabet Arna var tekin með keisaraskurði.„Ég tók ekki einu sinni lyftuna upp á fæðing- ardeildina. Tók bara stigann með hríðirnar. En eftir tveggja daga hríðir var ákveðið að barnið yrði tekið með keisaraskurði. Þrátt fyrir að vera komin með tíunda stig ihriðunum var ég með nánast enga útvíkkun og sem betur fer tók Sigrún Hjartardóttir afskarið og stelp- an var komin í heiminn sama kvöld. “ Hildigunnur segir að starfsfólk spítalans sé fagfólk og skurðurinn sé ofboðslega fínn enda heftaður saman.„Allar konur sem fara í keisaraskurð verða að vera uppi á spitala i fjóra til fimm daga en ég frekjaðist til að fá að fara heim fyrr. Hormónaflæðið er náttúrulega rosalegt og því erfítt að hafa ekki manninn hjá sér yfír þennan tíma. Hann kom þó á morgnana og skipti á henni og lét hana ropa og svona áður en hann fór í vinnuna." Hildigunnur segist hafa vakað allar fyrstu næturnar og horft á litlu dóttur sína.„Ég lá i rúminu og horfði á hana anda og var fljót að kalla á hjúkrunarfræðinga efég hélt að eitthvað væri að. Ég gat ekki sjálf tekið hana upp afþví að ég var með skurð á maganum. Þetta er ofsalega gaman og fyrstu dagana var ég bara að kynnast henni og henda reiður á tilfínningunum. Maður fer að spá í svo margt og hafa áhyggjur í öllu hormónaruglinu. Hún er voðalega vær og góð en ef það kemur loft í mallann þá getur hún öskrað eins og Ijón." Fallegar mæðgur Hildigunnur með litlu dótturina sem var skirð ElisabetArna í fallegri athöfn á heimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.