Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Helgarblað DV Karlmaður handtekiitn fýrir að bera á sérbrjóstin Lögregl- an i Ohio handtók um dag- inn 23 ára gamlan karl- mann að nafniJer- ome Mason fyrir að sýna á sér brjóst- in á almannafæri. Þetta voru engin venjuleg karlmannsbrjóst þvi mað- urinn hafði nýlega fengið sér silikon- ígræðslu í brjóstin. Maðurinn var handtekinn fyrir ósiðlegt athæfi á al- mannafæri en lögfræðingar hans telja engan grundvöll vera fyrir áreiti lögreglunnar eins og þeir orða það. Að þeirra sögn er ekki ólöglegt fyrir karimann að bera á sér brjóstin á almannafæri og tæknilega séð gildir hið sama um konur. Það er því ólöglegt að ákæra Jerome fyrir at- hæfí sitt þótt óvenjulegt sé. Móðir sökuð umtví- buramorð Fertug kona að nafni Sharon Anne Harrison Taylor fór fyrir hæstarétt í Auckland á Nýja-Sjálandi I vikunni. Hún hefur verið sökuð um að myrða annan afátta mánaða gömlum tví- burum sfnum sem hét Gabriei Harrison- Taylor. Sharon hefur ekki viðurkennt að hafa myrt son sinn með köldu blóði. Líklegt er þó að hún muni óska eftirað lýsa sig seka um barnamorð. Geri hún það verður dómurinn mild- aður því þá er talið að hún beri ekki fulla ábyrgð á gjörðum sínum vegna fæðingarþunglyndis. Yfírsaksóknari málsins sagði við réttarhöldin að ekki væri hægt að afsaka kaldrifjað morð sem þetta með þunglyndi. Þetta væri hreint og klárt dæmi um misþyrmingu á barni.„Hún reiddist synisinum afeinhverjum ástæðum og missti stjórn á skapi sínu," sagði yfírsaksóknarinn. Myrtibamsitt með eitraðri brjóstamjólk Kona nokk- uraðnafni Amy Leanne Priensituri fangelsii Kaliforniu i Bandarikj- unum fyrir að eitra fyrir þriggja mánaða barni sinu með fíkniefnum. Amy notaði sjálf fikniefni þegar at- vikið átti sérstað. Lést barnið afof stórum skammti því brjóstamjólkin sem það drakk var menguð aflyfj- um. Áfrýjunarréttur í Kaliforníu hef- ur hins vegar lagt fram þá tillögu að dómurinn yfírAmy verði endurskoð- aður vegna þess að hún hafí ekki gert sér grein fyrir þeim afleiðingun- um sem henanreigin lyfjanotkun hafði á brjóstmylkinginn. Amy var dæmd árið 20021 fímmtán ára fangelsi fyrir morð afgáleysi. Það síðasta sem hinum sautján ára Terry Hurst datt í hug var að einhver vildi hon- um illt. Þegar hann loks áttaði sig á því var það of seint. Hann var að margra mati góðhjartaður ungur piltur. Kannski örlítið of auðtrúa, enda varð það honum að falli. Honum var boðið í útilegu af vinum sínum og var þar slátrað á hrottafenginn hátt. Ástæða morðsins eru enn í dag ráðgáta ein. Hrottaleg slátrun aö luetti mannsins meö Ijáinn Miskumrlaiist jjpíeyki lætur Hlsín tska Terry laut í lægra haldi fyrir tveimur stærðar Ijáum. Hann var varnarlaus og dauðadæmdur. Það var traust hins breska Terrys Hurst í garð annarra sem varð honum að falli. Hann var auðtrúa og sá ekki í gegnum ráðabrugg kunningja sinna. Áður en hann vissi af, þurfti hann að berjast fyrir lífi sínu og laut að lokum í lægra haldi fyrir morðingjum sínum. Svo virðist vera sem Terry hafi orðið á tvö mistök sem voru í raun dauðadóm- ur hans. í fyrsta lagi var hann eitt sinn í tygjum við sautján ára stúlku, sem á þeim tíma varð ólétt en missti fóstrið. Hún varð svo stuttu seinna kærasta hins 17 ára gamla Johns Sawdon, skóla- bróður Terrys, sem þekktur var fyrir of- beldishegðun og hótanir í garð annarra nemenda. Þá urðu Terry á seinni mis- tök sín. Hann reyndi að bjóða stelp- unni aftur út á stefnumót. Þegar Sawdon frétti af því varð hann ösku- reiður og sagði vinum sínum að hann vildi drepa Terry. Hinsta stund Terrys ákveðin Þann 19. júlí árið 2004, daginn eftir að Sawdon frétti hvað Terry hafði gert, bauð hann honum í útilegu með sér og tveimur félögum sínum frá South- Yorkshire. Þessa svokölluðu félaga sína þekkti hann nánast ekkert, en fékk þá samt til að koma með í útileguna. Þetta var nefnilega ekki skemmtiferð eins og Terry Hurst var að margra mati góð- hjartaður drengur. Hann átti ekki aftur- kvæmt úr hinni örlagaríku útilegu því hann var myrtur á hrottafenginn hátt. til að velta fyrir sér hvers vegna þríeyk- ið sem hann þekkti varla hafði skyndi- lega svo mikinn áhuga á félagsskap hans. Hann fór því sáttur og glaður með þeim í útileguna. Eftir að hafa tjaldað röltu hin í næstu verslun til að ná í áfengi en skildu Terry eftir til að gæta tjaldanna. Þau náðu í áfengi en brutust einnig inn í skemmu og stálu tveimur stærðarinnar ljáum. Þá snéri þríeykið aftur til tjaldstæðisins. Biðu þau róleg eftir sólarupprás til að ráðast á Terry. Þau hófu hryllingsverkið með því að láta steina falla á höfuð hans til Terry veltí ekki fyrir sér hvers vegna þríeykið sem hann þekkti varla höfðu skyndilega svo mikinn áhuga á félagsskap hans. Hann fór því sáttur og glaður með þeim í útíleguna. En það sem hann vissi ekki var að útílegan var hans dauðadómur. Jermaine, Rebecca og Sawdon. Báru óskiljanlega mikið hatur Igarð fórnarlambs síns. Sakamál hinn trúgjami Terry átti von á. Ef Sawdon fengi sínu framgengt myndi þetta verða hinsta stund Terrys. Hann hafði sannfært félaga sína um að hjálpa sér að myrða hann. Það voru hinn sautján ára Jermaine James og Jtin fimmtán ára Rebecca Peeters sem fylgdu Sawdon í einu og öllu. Það hefur alltaf verið ráðgáta hvemig Sawdon tókst að sannfæra Jermaine og Rebeccu til að fremja ódæðið, enda höfu þau lítið sem ekkert tilefni til þess. Þau könnuðust örlítið við Terry og þótti þeim hann örlítið pirrandi. Það er þó það lítilvægt að varla leiði til morðs. Stærðarinnar Ijáir fyrir ódæðis- verkið Terry var of einfaldur og bamalegur að vekja hann þar sem hann svaf inni í einu tjaldinu. Miskunnarlausar árásir Aðeins í nærbuxum og sokkum steig Terry ringlaður út úr tjaldinu. Þar tóku við barsmíðar og árásir með víga- legum ljáunum. Æpandi af sársauka hljóp Terry eins langt og hann komst þangað til þríeyldð náði honum og réðst á hann á ný. Hann reyndi að verja sig með höndunum en það var allt til einskis. Honum tókst að komast frá svokölluðum kunningjum sínum og staulaðist til nærliggjandi vegar, aðeins til að verða fyrir þriðju árásinni. Þegar hann var of illa farinn til að verja sig, henti þríeykið honum í skurð í grenndinni og skildu hann þar eftir til að deyja. Seinna næsta dag ralcst bóndi nokkur á hk drengsins. Lögreglan komst fljótlega að því að Terry hafði farið í útilegu með þremur kunningjum sínum og var því auðvelt að rekja slóð- ina til morðingjanna. Varnarlaus Therry var dauða- dæmdur Eftir að Ijóst var hverjir höfðu farið í útileguna með Terry vom þau Sawdon, Jermaine og Rebecca handtekin um- svifalaust, enda um að ræða hrottalegt morð. f yfirheyrslu hjá lögreglunni út- skýrði Rebecca hvemig árásin fór fram og hvemig hún gerði útslagið með því að setja plastpoka yfir höfuð Terrys til þess að kæfa hann. Þann tíunda mars á þessu ári lýsti þríeykið öllum hryllingn- um við réttarhöldin og játuðu þau öll verknaðinn. Peter Kelson, einn saksóknaranna, sagði Terry hafa verið gjörsamlega varnarlausan gagnvart árásunum. Var hann skorinn sextíu og sex sinnum með ljáunum tveimur. Auk þessa hafði hann um tuttugu sár á líkamanum vegna barsmíða. Til viðbótar við þetta hafði verið stappað svo harkalega á höfði hans að það skildi eftir far í jörð- inni þar sem hann lá. Stærsti skurður- inn var á höfði Terrys og hann var svo illa farinn eftir barsmíðamar að hann var kjálkabrotinn og höfðu tennur ver- ið slegnar úr honum og lágu aftur í koki. Tilfinningalausir morðingjar Við réttarhöldin kom fram að Rebecca og Jermaine fannst Terry vera ögn pirrandi. Að sögn vina Rebeccu, minntist hún á hvað henni þætti hárið á Terry hallærislegt. Það er því óskiljan- legt hvers vegna þau slógust bæði í lið með Sawdon, því það virðist vera h'til sem engin ástæða fyrir þessari heift sem einkenndi morðið. Á meðan rétt- arhöldin stóðu yfir virtust sakboming- amir tilfinningalausir og sýndu h'til sem engin svipbrigði. Sawdon hallaði sér stöku sinnum aftur í stólnum og setti upp reiðisvip. Rebecca brosti af og til út í annað og leit stundum út fyrir að hún væri að bæla niður hlátur. Allir þrír morðingjarnir hlutu lífstíðardóma, en þar sem þeir em allir ólögráða hlaut Sawdon fimmtán ára fangelsisvist og þá getur hann átt möguleika á reynslu- lausn. Rebecca og James munu sitja inni í að minnsta kosti þrettán ár. Tildrög voðaverksins eru ráð- gáta ,Áfbrot ykkar er hryllilegt," sagði dómari málsins við sakbomingana þrjá. „Þið vissuð að Terry Hurst myndi vera vamarlaus. Þið misþyrmduð hon- um miskunnarlaust og vægðarlaust. Eftir árásina reyndi hann án árangurs að flýja en þið eltuð hann uppi og héld- uð árásinni áfram. Hvaðan þetta gífur- lega hatur sem þið bámð í garð Terrys kom er óskiljanlegt.“ Að sögn Toms Whiteley, eins rann- sakenda málsins var Terry Hurst góður drengur í huga margra. „Hann var þekktur sem miskunnsami samverjinn meðal þeirra sem könnuðust við hann. Hvers vegna það leiddi til þessa hræði- lega voðaverks er ráðgáta," sagði Whiteley. Unqlinqur myroir vændiskonu á hrottafenqinn hátt Nítján ára írskur unglingur að nafríi Vincent Traynor hefur verið ákærður fyrir hrottalegt morö á Stellu Or, vændiskonu frá Níger- íu. Morðið átti sér stað þann ell- efta júlí síðastliðinn á Kanaríeyj- um. Traynor var í sumarfíi á eyj- unni þegar hann var handtekinri á hótelherbergi sínu í síðustu víku af spænsku lögreglunni. Lík hinnar tuttugu og þriggja ára gömlu Stellu var verulega illa far- ið vegna barsmíða. Líkið fannst fyrr í þessum mánuði á Cochino- ströndinni sem er nærri bænum San Bartolome á Kanaríeyjum. Stella var nakin er hún fannst og var greinilegt að barsmíðamar höfðu verið miJdar því andlit hennar var nær óþekkjaniegt. Krufning leiddi í ljós að hún lést vegna alvarlegra höfuðáverka. Lögreglan staðfesti að hún væri ein af mörgum vændiskonum sem vinna á svæðinu. Traynor var handtekinn vegna ýmissa sönn- unargagna á morðvettvangi sem leiddu lögregluna til hans. Sönn- unargögnin voru meðal annars farsími Treynors og sígarettu- stubbar. Líklega verður réttað yfir Traynor á Spáni og verður hann í haldi spænsku lögreglunnar þar til réttarhöldin munu fara fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.