Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Helgarblað DV SAMANBURÐUR stiötwufnefvucuuicfr Jóhanna Kristín Tómasdóttir starfar sem Feng Shui-ráðgjafi og veit svo sannarlega hvað hún syngur þegar Feng Shui spekin er annars vegar. Okkur lá forvitni á að vita meira um spekina. :aSjp; Johanna Kristín Tómasdóttir I Jóhanna er Feng Shui-sérfræð- I ', • mgur sem heldur úti vefsetrinu www.fengshui.is „Feng Shui eru aldagömul kín- versk fræði sem í stuttu máli mætti lýsa sem tilraun mannsins til að lifa í samhljómi við umhverfi sitt," seg- ir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Feng Shui ráðgjafi. „Samkvæmt fræðunum er flæði lífsorkunnar sem býr í okkur og öllu umhverfi okkar sá áhrifavaldur sem ræður því hvernig okkur líður og farnast í lífinu almennt," útskýrir hún og bætir við: „Feng Shui virðist fram- andi og byggir á flóknum fræðum en þó má til sanns vegar færa að fræðin byggi á almennri skyn- semi," segir Jóhanna og veit greini- lega hvað hún syngur. Lífsorkan frá sjónum „Á íslandi er gaman að veita fyr- ir sér staðsetningu býla og þá sér maður fljótt að þeim bæjum og býlum sem hefur farnast hvað best eru einnig best staðsett bæði hvað varðar staðsetningu bæja í um- hverfinu og hvernig þau tengjast samgöngum," segir Jóhanna þegar talið berst að því hvernig nota má fræðin þegar staðsetningar eru annars vegar. „Þau býli sem fyrst fóru í eyði voru yfirleitt berskjöld- uð fyrir vatni og vindum og langt frá samgönguleiðum. Það er heldur engin tilviljun að þorp og bæir byggjast upp við ströndina því með sjónum kemur lífsorkan, sem líka færir björg í bú.“ Hugrækt mikilvæg í nútíma- þjóðfélagi „Það er okkur jafnnauðsynlegt að rækta hugann og h'kamann" segir Jóhanna sem kennir fslend- ingum einnig hugrækt. „Það þýðir elckert að mæta í líkamsræktar- stöðina í eitt skipti og líta svo á að nú sé maður búinn að rækta lík- amann fyrir lífstíð. Það sama á við um hugrækt. Hugrækt má líka kalla „innra Feng Shui". Við þurfum jafnmikið á því að halda að losa okkur við gamlar og úreltar hugs- anir eins og til að losa okkur við óþarfa dót. Til að bæta hugará- stand okkar verðum við að losa okkur við gamlar hugsanir og setja nýjar í þeirra stað. Það þurfum við að gera reglulega. Þótt við lítum líf- ið björtum augum í dag getur það breyst á morgun. Það er oft sagt að við höfum ekki stjórn á því hvað kemur fyrir okkur, en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við," segir hún einlæg. „Hugræktin er ekki annað en að læra að bregð- ast við lífinu eins vel og okkur er unnt - á jákvæðan og uppbyggileg- an hátt og án þess að vera sífellt að gagnrýna og dæma það sem fyrir augu ber". Lífsorkan má ekki staðna „Bestu ráðin sem ég get gefið er að losa híbýli okkar við óþarfa dót. Híbýli.okkar eru full af dóti sem við erum löngu hætt að nota bæði í geymslum, bflskúrum, skúffum og skápum, auk þess sem við röðum f kringum okkur alls konar fötum og „skrauti" sem við höfum enga þörf fyrir og finnst jafnvel ekki fallegt. Lífsorkan staðnar í kringum óhreyft og óskemmtilegt dót og það hefur áhrif á líðan okkar. Við erum oft orkulaus án nokkurrar sýnilegrar ástæðu og þá er gott að líta í kringum sig og sjá hvað það er sem stöðvar orkuflæðið," segir Jó- hanna þegar hún gefur okkur góð ^ Spáð í Jóhönnu Jóhanna er fædd 24. nóvember og er tilheyrir þar af leið- andi stjörnumerki bogmannsins, merki sannleiksleitandans og heiöarleikans. Gaman er aö sjá aö Jóhanna fer ekkert hjá sér yfir vit- neskju sinni eða skoðunum og er ákaflega næm (kemur sér vel þegar Feng Shui-ráðgjöfin er annars vegar). Hún er áköf og glaölynd í starfi og leik og ekki má gleyma aö minnast á aö ein stærsta gjöf Júpfters (áhrifa- stjörnu bogmanns) til hennar er óbugandi léttlyndi og bjartsýni sem ^leytiiHtennhriarkviss^^t^^raumuiT^ínum^^^^^^^^^^^^^^ Sameinuð eruþau auðmjúk,sjálfstæð,stríðin og töfrandi! Sjálfstæt og stríiin Stjörnur Jóns Ásgeirs og Ingi- bjargar eru mjög sjálfstæðar og þau halda því eflaust fram að íjar- vera styrki sambandið sem er alls ekki fjarstæða í þeirra tilfelli. Hrúturinn (Ingibjörg) birtist með gott skopskyn, er áberandi stríð- inn en vatnsberanum QónÁsgeir) líkar það vel á meðan hann fær nægan tíma til að stunda eigin áhugamál og upplifa einveruna þegar honum sýnist. áf Vatnsberi (20.jan - 18.feb) Jón Ásgeir Jóhannesson 27/01/1968 Hrútur (21.mars - 19.april) Ingibjörg Stefania Pálmadóttir 12/04/1961 - fordómalaus - auðmjúkur - hæfileikarikur - sjálfstæður - andlega sinnaður - ákveðinn - kurteis - kraftmikill - ástríðufull - töfrandi - gæfusöm - sterkur persónuleiki - bjartsýn (sigurvegari) - óþolinmóð - gott skopskyn - tápmikil - hugsjónakona ráð samkvæmt spekinni. „Eitt vil ég þó taka fram varð- andi þetta. Við megum ekki taka dót annarra fjölskyldumeðlima og henda án þeirrar vitundar. Það má ekki nota Feng Shui sem afsökun fyrir því að henda forljótri peysu eiginmannsins eða rífa niður plaköt unglingsins" segir hún. „Við ráðum aðeins yfir okkar eigin dóti og allir verða að vera sáttir við það sem fær að fjúka í ruslafötuna - nú eða í Góða hirðinn, Rauða krossinn eða Hjálpræðisherinn," bætir hún við. Fræðin hafa áhrif á allt „Það er oftast bara hringt eða mér sendur tölvupóstur og ég beð- in að skoða húsnæði hjá fólki" útsksýrir hún brosandi, aðspurð um þjónustu sína við íslendinga sem vilji nýta sér spekina. „Þá fer ég á staðinn, skoða húsnæðið og sendi skýrslu í framhaldi af heim- sókninni með niðurstöðunum," segir hún og bætir við að þetta er einfaldlega hluti af því að búa í nú- tímaþjóðfélagi. „Það er reyndar mjög misjafnt hvað gerist í heim- sókninni sjálfri. Stundum geri ég breytingar á staðnum í samráði við heimilisfólkið, stundum aðstoða ég við húsgagna- og litaval og stund- um legg ég til breytta herborgja- skipan, allt eftir því hvernig heimil- ið lítur út gagnvart Feng Shui-lög- málunum," segir Jóhanna en ráð- gjöfin hennar miðast aðallega við heimilið. Fékk draumajobbið „Einn nemenda minna fór heim eftir námskeið og tók niður spegil- inn sem hafði verið beint á móti dyrunum inn í íbúðina. Viku seinna fékk maðurinn hennar draumajobbið, en hann hafði verið atvinnulaus í marga mánuði," segir hún. „Þá gerði ég fasteignaráðgjöf hjá kunningjakonu sem hafði verið með íbúðina sína á sölu í sex mán- uði. Innan viku höfðu tvö tilboð borist og innan 10 daga var íbúðin seld". „Svo held ég því fram að ég hafi komið eiginmanninum upp í hjónarúmið eftir að hafa breytt uppröðun í hjónaherberginu, en hann hafði lengi sofið í öðru her- bergi," útskýrir hún og brosir. Feng Shui ráð Jóhönnu: Feng Shui - hvenær? Lögmál Feng Shui henta alltaf - á öllum tímum. Þó eru þau ein- staklega áhrifarík þegar sóst er eftir breytingu frá ríkjandi ástandi, t.d. þegar flutt er í nýtt húsnæði, við makaleit, öfl- un tekna o.s.frv. Þá er einnig gott að skoða ástandið þegar áföll dynja yfir, svo sem heilsuleysi, at- vinnumissir og/eða skilnaður. Feng Shui - hvers vegna? Við beitum lögmálum Feng Shui einfaldlega til þess að okkur farnist betur í lífinu. Heimili okkar og starfsumhverfi gefur ekki aðeins glögga mynd af því hver við erum heldur einnig hver við viljum vera. Ef allt er á tjá og tundri endurspeglar það bæði fjárhagslega og tilfinningalega óreiðu. Ef hins vegar allt er h'nt og snyrtilegt er líklegra að allt sé í stakasta lagi. Feng Shui - hvar? Lögmál Feng Shui eiga við alls staðar, á vinnustað, heimili - já, jafhvel í fatavali. Banda- ríkjamenn - sem fæstir kunna skil á Feng Shui - hafa þó vitað ára- tugum saman að ætli þeir að eiga möguleika á að fá starf mæta þeir í starfsmannaviðtal í dökkbláum fömm. Dökkblár er lit- ur vatnsins og vatn er einmitt ffumefnið á svæði starfsframa. Þarna hafa Bandaríkjamenn beit lögmálum Feng Shui án þess að hafa hugmynd um það en reyndin hefur sýnt að það virkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.