Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Qupperneq 17
I>V Helgarblað FÖSTUDAGUR 29. JÚLl2005 17 Bæði Astró og Rex voru langt á undan sinni samtíð og reksturinn gekk ekki upp ,enda stofhkostnaðurinn veru- legur við staðina sem báðir bera vott um hugrekki og sterka sýn eigenda sinna, sem unnu með alþjóðlegum listamönnum að fallegri hönnun sem hæfði ekki miðborg Reykjavíkur á sínum tíma. Eflaust hefðu báðir stað- irnir notið vinsælda annarsstaðar í heiminum, Rex í London og Astró í Tokyo. Orkuboltinn Magnús kom að ýmsum öðrum rekstri á þessum tíma og var meðal annars einn af útgef- endum h'fstflsblaðsins 24/7 sem dreift var með Morgunblaðinu á tímabfli. Rekstur blaðsins gekk illa og var útgáfunni hætt eftir fáeina mán- uði. Hefur góða nærveru og mikla útgeislun Jóhann Þórarinsson sem rekur Aktu-taktu og American Style hefur verið félagi Magnúsar frá því þeir voru pollar. Hann segir að auk þess sem fram hafl komið sé hann mjög skemmtilegur, hafi góða nærveru og útgeislun, enda laðist allir að honum. „í viðskipum er Maggi útsjónarsam- ur og mikill skapari. Hugur hans er alltaf á flugi og hann er fljótur að átta sig á tækifærum sem aðrir sjá ekki. Hann er góður skákmaður og það endurspeglast í viðskiptunum. Hann vinnur eins og skákmaður, teflir til sigurs. Sú gáfa hjálpar honum og þannig sér hann nokkra leiki fram í tímann. Það gefur honum forskot sem hann nýtir sér til fulls," segir Jó- hann. Þeir Jóhann unnu saman fyrir mörgum árum að rekstri Astró og hann minnist með ánægju þeirrar samvinnu. „Maggi er heiðarlegur í gegn, maður orða sinna. Hann er vel að því kominn að hafa náð svo langt sem raun ber vimi. Hann fer oft óhefðbundnar leiðir, er alltaf að skapa og á mjög auðvelt með að hrífa menn með sér,“ segir hann og bætir við að Magnús eigi einstaka foreldra, mikið sómafólk sem hafl ýtt undir sjálfstæði og frumkvæði hans. Þegar Magnús rak Astró á sínum tíma átti hann meðal annars fund með for- stjóra Vífilfells. Þannig kynntist Þor- steinn Jónsson honum. „Ég kunni strax vel við hann,“ rifjar Þorsteinn upp og segir að upp frá því hafi þeim orðið vel til vina. Hann tekur undir með öðrum vinum hans og nefnir hve gegnumheill hann sé, umtals- góður og umfram allt vænn og góður drengur sem aldrei hallmæli nokkrum manni. „Svo er hann eitur- snjall og bráðvel gefinn. Það má auð- veldlega sjá hvað skákin hefur kennt honum því hann nýtur hennar í við- skiptum. Það skemmtilega við Magga er lfka hvað hann hugsar sjálfstætt, hann tekur ekki sömu afstöðu og all- ir hinir, lætur ekki mata sig, enda for- dómalaus með öllu og kemur fram við fólk af virðingu, hver sem á í hlut,“ segir Þorsteinn og staðhæfir að hann sé með vinsælli mönnum. Þor- steinn segist sannfærður um að Magnús eigi eftir að láta rækilega að sér kveða, hann sé með mörg járn í eldinum. „Heilinn í Magga er stöðugt að vinna og hann á allt það sem hann hefur áunnið sér fyllilega skilið." Þyngdar sinnar virði í gulli Margrét, eiginkona Magnúsar, og Nína Filippusdóttir leikkona er mikl- ar vinkonur. Gísli Örn Garðarson leikari kynntist Magnúsi í gegnum Nínu og þekkir hann í raun á annan hátt en margir aðrir. Hann segir Magnús með skemmtilegri mönn- um, mikinn húmorista, húmanista og þyngdar sinnar virði í gulli. „Ég nýt þess að vera samvistum við Magnús sem kann að njóta h'fsins lystisemda og gerir það vel. Satt að segja er Magnús með betri mönnum sem ég hef kynnst, hvernig sem á það er litið," segir Gísh öm. Guðrún Svava Baldursdóttir, lög- fræðinemi, systir Margrétar ber mági sínum einnig vel söguna. Tengdafólk hans er sama sinnis og sammála um að Magnús sé hreint gull af manni. Hrífi alla með sér og alltaf jafngaman að vera nærri honum. „Það er ómögulegt annað en að tala vel um hann, hann á ekki neinar slæmar hliðar til, ahgjör öðlingur," segir Guðrún Svava. Blanda af heimsmanni og sveitastrák Sigurður Bollason er sagður blanda af heimsmanni og sveitastrák, hugmyndaríkur, framtaksamur, vinnusamur og lætur verkin tala. Hann hallmælir engum, gengur aldrei á bak orða sinna, skiptir aldrei skapi og er mikill fjölskyldumaður, hugsuður sem segir ekki margt en framkvæmir því meira. í hnotskum er þetta lýsingin sem á við Sigurð Bolla- son en vinir hans voru flestir sam- mála um kosti hans og notuðu ótrú- lega oft sömu orðin þegar til þeirra var leitað. Þeir félagar Sigurður og Magnús eru um margt ólíkir en eigi að síður ótrúlega lflcir. Báðir eru hreinskiptir og menn orða sinna en á meðan kátínan og gleðin kraumar í Magnúsi sýnir Sigurður tilfinningar sínar ekki svo glöggt. Hann þykir um margt lflc- ur föður sínum, hægur og rólegur, heldur sér dáhtið til hlés, en það sem menn átta sig ekki á, hann fylgist gjörla með öllu sem fram fer án þess að nokkur verði þess var. Mikið keppnisskap og sterkar taugar Hrafn Árnason í Kaupþingi hefur þekkt Sigurð frá æsku. Þeir voru sam- an í í borðtennis hjá KR en Hrafn seg- ir Sigga snjallan borðtennisleikara. „Það var svo merkilegt að hann var alltaf bestur þegar á reyndi. Stóð sig alltaf betur í leikjum en á æfingum. Karen Millen Kevin Stanford og fyrrum kona hans Karen Millen stofnuðu fyrirtækið á níunda áratugnum. Ég held að það lýsi honum d og sýni hve keppnisskapið er mikið og taug- amar sterkar," segir Hrafn. Hrafn segir Sigurð afar sterkan persónuleika, sem laði að sér fólk. Eigi að síður sé hann nokkuð seintek- inn og þurfi tíma til að kynnast. „Siggi er mikill vinur vina sinna og mundi seint bregðast þeim. Hann hefur eitt- hvað við sig sem laðar fólk að, er skemmtilegur í góðra vina h'ópi og hrífur menn auðveldlega með sér. Hann er sterkur samningamaður, hefur hæfileikann til að greina kjam- ar frá hisminu og flækir sér ekki £ smáatriði en einbhnir á það sem skiptir máh. Innkoma hans í Karen Millen ber vitni um það hve gott hann á með að semja og laða að sér fólk en á þeim tíma var Kevin Stanford ekki að velta því fyrir sér að selja fyrirtæk- ið," bendir Hrafn á vfll meina að fáir hafi þann hæfileika sen hann hafi til að mynda svo traust tengsl í við- skiptaheiminum. „Ég held að enginn hafi meiri þekkingu á tískubransan- um en hann." Vmir hans em sammála um að Sigurður fari þangað sem hann æth sér. Hann fari sínu fram án þess að nokkur taki eftir því. „Hann hefur ótrúlega stjórn á skapinu og ég man ekki eftir að hafa séð hann reiðast," segir Ómar Kaldal í KB banka en þeir hafa þekkst lengi. Undir þetta tekur Þorsteinn Ólafsson í KB banka í Lúx- emborg og bætir við að Sigurður tali minna en framkvæmi meira. Hann velji sér fáa en trausta vini. Hann sé orðvar og traustur en hann orðar það svo að loforð hans séu eins og meitl- uð í stein. Lánsamur að kynnast Nönnu „Maður veit ekki alltaf hvað Siggi er að hugsa en hann hugsar mikið, er alltaf að vinna uppi í kolli, bráð- greindur og klár," segir Þorsteinn Ólafsson um vin sinn Sigurð. „Hann býr yfir þeim aga sem menn þurfa til að komast langt. Veit alltaf hvað hann er að gera og hefur stjórn á aðstæð- um, án allra öfga, til dæmis hættir hann að borða þegar hann er saddur í stað þess að troða í sig eins og margir gera þegar þeir komast í feitt," segir hann. Vinir hans em sammála um að þau eigi vel saman, Sigurður og Nanna. Hann hafi verið lánsamur að kynnast henni, enda sé hún mikil- vægur þáttur í því sem hann sé að gera. Hann sé höfðingi heim að sækja, skemmtilegur og gaman að vera nærri honum. „Siggi er eldklár og sér tækifæri sem aðrir sjá ekki, hann hefur líka hugrekki til að taka af skarið og framkvæma og gáfur til að meta stöðuna rétt. Persónutöfrar hans fleyta honum langt og þessi yfir- vegun og ró hefur góð áhrif á fólk. Hann haggast ekki á hverju sem gengur og það er aðdáunarvert að fylgjast með hve mikla sjálfstjóm hann hefur," segir Ómar. Bent hefur verið á að þegar Sig- urður var í vinnu hjá NTC hér heima hafi verið mikill uppgangur og hver verslunin á fætur annarri hafi verið opnuð. Síðan hann hvarf á brott og fór að sinna eigin viðskiptum hafi ákveðin kyrrstaða rflct. Undir þetta tekur Bolli Kristinsson, faðir Sigurðar. Hann segir að það sé ekki trúverðugt að hann tali um son sinn, en það sé rétt, Sigurður fari það sem hann ætli sér án allrar fyrirferðar. Framhaldá næstusíðu ALAFOSS Verslun Álafossveg 23 270 Mosfellsbæ Hjá okkur færð þú ódýrar lopapeysur og ullarnærföt fyrir útileguna. 15 Km North of Reykjavík A Place With History
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.