Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Helgarblað DV Jón Börkur Jónsson var einn þriggja sem læknar lífguðu við eftir slysið. Hann slasaðist mikið þegar vélinn skall í sjóinn og náði sér aldrei. Hann lifði lengst þeirra þriggja og lést 16. júní árið eftir. Jón Börkur Jónsson fæddist í Reykjavík 24. janúar 1983, sonur Hólmfriðar Jónsdóttur kennara og Jóns Ólafs Skarphéðinsonar pró- fessors. Systur hans eru Una Björk, fædd 1991, og Ása Karen, fædd 1994. Jón Börkur lauk grunnskóla- prófi í Hagaskóla en hélt áfram námi við Kvennaskólann í Reykja- vík. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og æfði handbolta með KR-Gróttu. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar hafið æf- ingar með meistaraflokksliði fé- lagsins í handbolta og átti fram- tíðina fyrir sér í íþróttum. Um Jón Börk var mikið ritað daginn sem hann var jarðsunginn. Meðal ann- arra minnast hans hjónin í Varmahlíð undir Eyjafjöllum, Sig- urður Jónsson bóndi og Anna Birna Þráinsdóttir, fulltrúi sýslu- manns, en hjá þeim var hann tvö sumur vinnumaður. „Hann kom til okkar í sveit 14 ára og var í tvö sumur. Á þeim aldri eru að hefjast umbrotatfmar hjá mörgu ung- menninu. Jón bóndi var hins veg- ar heilsteyptur persónuleiki, vel upp alinn og tók þessum breyting- um með ró. Þó örlaði á ólgu í blóðinu. Hann vildi reyna eitt- hvað nýtt, kominn undan vernd- arvæng foreldranna. Hleyptum við honum af stað eftir fyrirlestur um gætni. Þeim fyrirlestri var vel tekið og það sem meira var, hann fór eftir þeim ráðleggingum, sem hann fékk. Hann var traustsins verður. Eftir stutta dvöl var hann farinn að keyra dráttarvél, mjólka kýr og sinna öðrum störfum eins og alvanur sveitastrákur og hlaut Jón Börkur Jónsson fyrir vikið viðurnefnið „bóndi". Það var reyndar sama hvað hann var beðinn um, hann gerði það allt með glöðu geði og þægð. Við munum ekki eftir því að hann hafi maldað í móinn eða skipt skapi. Meira að segja þótti honum ekki tiltökumál að vinna verkin innan- húss og passa börn. Hver bóndi prísar sig fyrir svo fjölhæfan vinnumann og grunar okkur að við höfum verið öfunduð af hon- um Jóni bónda." Jón Börkur og Sturla, sem einnig fórst í slysinu, voru saman í Eyjum. Saman lágu þeir á Land- spítalanum í Fossvogi, báðir mjög illa farnir eftir slysið. í viðtali við föður Jóns Barkar, Jón Ólaf í DV í júlí 2001, skömmu eftir að hann lést, sagði hann að ástand son- arins hefði verið skelfilegt. Hann hafði hlotið þungt höfuðhögg í slysinu sem olli því að hann gat lítið sem ekkert tjáð sig eða hreyft. „Þá fékk hann tíð spennu- og spasmaköst sem fólu í sér gífur- lega líkamlega áreynslu og þá rennsvitnaði hann. Ég fór til dæmis oftast til hans seinnipart- inn og sat hjá honum fram yfir miðnætti. Eftir þann tíma fór ég stundum heim með þrjá umganga af fötum sem hann hafði renn- bleytt af svita við áreynsluna." í viðtalinu segir Jón Ólafur að í byrjun hafi von allra verið mjög sterk um að sonurinn næði heilsu á ný. Síðar hafi staðreyndir orðið ljósar og þá hafi baráttan snúist um einn dag í senn - jafnvel skemmri tíma. Fram kemur að vinir hans hafi sýnt mikinn stuðning og heimsótt hann á sjúkrahúsið. Það voru hæg heimatökin hjá þeim að heim- sækja líka Sturlu en vinahópurinn var að miklu leyti sameiginlegur. Vinirnir sýndu hug sinn ekki síður að honum látnum og margir þeirra skrifuðu fallega um vininn sem þeir höfðu horft á berjast af svo miklum krafti - en orðið að játa sig sigraðan eftir hér um bil árs baráttu. Gunnar Viðar Árnason var tutt- ugu og tveggja ára og lifði í nokkrar klukkustundir eftir slysið, en lést að- faranótt 8. ágúst. Hann fæddist 16. október 1977. Foreldrar hans vom Kristrún Halldórsdóttir og Ámi G. Fredriksen. Gunnar Viðar ólst upp hjá móður sinni og bræðmm, Ara Ervin og Rúnari Emi. Systkini hans samfeðra em Guðbjörg María, Ásta Björk, María Elísabet og Kristófer Máni. Eftir skyldunámið var hann einn vetur í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti en hélt svo út á vinnumarkað- inn. Meðal annars starfaði hann á leikskólum og við verslunarstörf. Þegar hann lést starfaði hann í versluninni Mím í Kópavogi við út- keyrslu og afgreiðslustörf. Gunnar Viðar var einilegur piltur, vinmargur og skemmtilegur. í minningargreinum sem birtust um hann í Morgunblaðinu í ágúst er vinum hans og aðstandendum tíð- rætt um ljúfmennsku hans og lip- urð. Meðal annars rita vinnufélagar í Mím eftirfarandi minningarorð um hann: „Gunnar hóf störf hjá okkur í Mím á fyrstu dögum þessa árs. Hann varð strax einn af hópnum. Hann var fljótur að komast inn í starfið og sinnti því vel. Hann var al- veg sérstaklega bóngóður, alltaf til- búinn að aðstoða okkur hin. Það var sama hvað mildð var að gera hjá okkur, alltaf hélt hann ró sinni og gerði bara grín að okkur hinum ef við vomm stressuð. Það er mikil eft- irsjá að þessum unga manni, sem var í senn fallegur, ljúfur og fynd- inn." Kristrún móðir hans kvaddi hann með þeim orðum að hann skyldi gera eins og hún, skemmta sér vel en Gunnar Viðar Árnason varlega. Hún segist aldrei gleyma síðustu orðaskiptum þeirra, en Gunnar Viðar svaraði móður sinni að hún þyrfti ekki að óttast um sig og sagði: „Hef ég ekki alltaf gætt mín og komið heim heill á húfi? Auðvitað skila ég mér heim aftur nú, eins og ég hef alltaf gert." „Kaldhæðni örlag- anna," segir Kristrún, því venjulega jánkaði hann aðeins við aðvörunar- orð hennar. Kristrún segist hafa beðið nóttina eftir flugslysið milli vonar og ótta. Hann var allur þegar hún fékk loks að sjá hann en hún getur þess að meiðsl sonar hennar hafi að öllum líkindum verið svo mikil að kannski hafi það verið Guðs blessun að hann lifði ekki þannig á sig kominn. Besti vinur hans var Heiðar Aust- mann sem var með honum í Vest- mannaeyjum þessa helgi. Hann fór með vélinni á undan frá Eyjum en Gunnar Viðar missti af henni. Heið- ar sat í vélinni þegar Gunnar kom og sá vin sinn um borð. Þeim fannst það ekki skipta öllu þá, þeir myndu hvort er er sjást innan tveggja stunda. Það fór á annan veg, og Heiðar saknar sárt vinar síns, sem var með honum i Eyjum þessa síð- ustu helgi í h'fi hans. í minningar- orðum um vin sinn segir Heiðar meðal annars: „Elsku besti vinur. Ég gleymi aldrei svipnum á þér þegar ég fór í flugt'élina á undan þér, þetta er svipm sem ég mun alltaf geyma f hjarta mínu því það var í síðasta skiptið sem ég sá þig á lífi. Við áttum þó frábæra helgi saman úti í Vest- mannaeyjum og ég veit það inní mér að fyrst þetta þurfti að gerast þá fékkstu að gera það sem þér þótti skemmtilegast áðyr en þú féllst frá." Gunnar Viðar átti ýmislegt eftir, hann var rétt að hefja lífið. Karl Frímann Ólafsson fæddist áriðl965. Talið er að hann og tveir aðrir hafi látist samstundis í slysinu. Karl Frímann lét eftir sig konu, Ingu Láru Reimarsdóttur, og son þeirra Anton Frey sem fæddur er 1998. Fyr- ir átti Karl Frímann dótturina Söndm Ósk, sem nú er fimmtán ára, með Unni Mundu Friðriksdóttur. Hann starfaði við gluggaþvott þegar hann lést. Karl Frímann var yngstur barna þeirra Ólafs Lúthers Kristjánssonar tónlistarkennara og Sesselju Mar- grétar Karlsdóttur. Önnur börn þeirra hjóna eru Kolbrún Kristín, Erna Ólína og Kristján Björn. Karl Frímann hafði ekki verið í Eyjum alla helgina, heldur kom hann þangað deginum áður. Hon- um lá á að komast til baka og vék annar sæti fyrir honum svo hann kæmist með vélinni. Eiginkona hans, Inga Lára, segir Karl Frímann hafa verið afskaplega vinnusaman. Það hafi legið í eðli hans að leggja hart að sér. Börnum sínum var hann góður faðir og hafði metnað fyrir fjölskyldu sína. Undir það tekur eldri systir hans, Kolbrún, í minn- ingarorðum um bróður sinn og nefnir að ungur hafi hann keypt sína Karl Frímann Ólafsson fyrstu íbúð í Grafarvogi. Þá hafi hann bæði verið stoltur og glaður. Erna Ólína, yngri systir hans, tek- ur undir það í minningarorðum sín- um daginn sem hann var jarðsung- inn. Þar segir hún meðal annars. „Kalli kom £ þennan heim með lát- um tveimur mánuðum fyrir þann tíma sem upp var gefinn og má á sama hátt segja að hann hafi yfirgef- ið þessa jarðvist. Þegar við systurnar vomm 14 ára og Kristján bróðir okk- ar sjö ára fæddist Kalli og minnist ég hans sem stórs sólargeisla í lffi okk- ar. Hann hafði oft hátt og vildi láta þjóna sér enda margar hendur til staðar sem tóku þátt f uppeldi hans. Kalli var mjög ljúfur drengur og mik- il tilfinningavera. Strax í æsku var hann snyrtimenni og þurfti oft að koma inn og hafa fatasldpti því hann þoldi illa að sjá bletti eða misfellur á fötum sfnum. Kalli var handlaginn og varði miklum tíma í að snyrta og betmmbæta heimili sitt. Kalli bróðir þurfti oft að klífa há fjöll í lífi sínu en náði ávallt toppnum og varð ríkari á eftir. Hin síðari ár varð sú ganga létt- ari og fjöllin lægri. Hann var mjög djúpt þenkjandi og andlega þrosk- aður. Áttum við margar góðar stundir saman þar sem við bmtum til mergjar lífið og tilgang þess. Kom þá ávallt í ljós hvað hann hafði ríka réttlætiskennd. Má segja að réttlæt- iskenndin, snyrtimennskan, ljúf- mennskan og næmar tilfinningar hafi mótað líf hans.“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.