Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 54
Helgarblað DV 54 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Ofurstirnið Robbie Williams hefur nú gert við risafyrirtækið T-Mobile byltingarkenndan samning, sem er líklegur til að skila honum milljónum “'punda. Segja sérfræðingar að þetta muni breyta tónlistar- bransanum um alla framtlð. Samningurinn er alveg nýr afnálinni og felur I sér að nú geta aðdáendur húðflúraða popp- arans fengið glæný lög send I sím- ana sína, áður en þau koma út á geisladiskum. Auk þess eiga þeir nú möguleika á því að hitta átrúnaðagoð sitt með því að taka þátt I sérstakri símakeppni. Svo fá þeir veggspjöld og sérstaka hringitóna með lögum hans. Lik- legt má teljast að aðrir tónlistar- menn muni nýta sér þessa leið til að koma list sinni á framfæri. Brandarakallinn Bruce Willisernú heldur betur búinn að koma sér í vandræði. Þannig var að Bruce var mættur í banastuði í partí í New York-borg. Hann stóð og spjallaði við fjölda fólks þegar umræðan fór skyndilega að snúast um kynlíf. Bruce sneri sér þá að konu sem stóð nálægt og spurði„Ert þú með - einhver plön varðandi kynlíf i kvöld?" Konan rauk út eins og byssubrennd, sármóðguð. Bruce hefur sagt að hann hafi aðeins spurt konuna í gríni og tekur lög- fræðingur hans Marty Singer und- ir það.„Hann var bara að djóka, það er ekkert á bakvið þetta," segir lögfræðingurinn. Kate Bosworth hef- ur viðurkennt að hún sé í tygjum við ástralska karlfyrirsætu að nafni Lundi Shac- kleton. Hin gull- fallega leikkona segir að þau hafi fyrst fellt hugi saman þegar hún var að leika í nýju myndinni um ofurmennið Clark Kent, Superman Returns, fyrr á ~ þessu ári. Hún lauk samt sam- bandinu sem þá var á frumstigi þegar þáverandi „haltu mér- slepptu mér" kærastinn hennar, sjálfur Orlando Bloom, kom á tökustað til að reyna að gefa sam- bandinu enn eitt tækifæri. Nú hef- ur Bloom hætt tilraununum og tælt fyrrum kærustu sina Siennu Miller aftur í faðm sinn. Hreimur Örn Heimisson tónlistarmaður og einn ástsælasti sonur landsins, bíður nú fullur tilhlökkunar eftir því að verða faðir og segist hvergi nærri hættur að vinna í sínum málum erlendis. Margt er nú að gerast í lífi þessa unga hæfileika- manns sem lítið hefur látið á sér bera á síðustu árum en nýlega skaut hann aftur upp kollinum þegar sjálfur Árni Johnsen fékk hann til að bjarga .jóðhátíðarlaginu. Hreimurörn Verð- andifaðirog bjargvættur þjóðhá- tiðariagsins. DV-mynd Stefán | „Ég reyni bara að vera duglegur metrómaður," segir Hreimur af sinni alkunnu einlægni þegar hann er spurður hvað hann sé að gera þessa dagana. Samkvæmt þeim skilningi sem Hreimur leggur í orð- ið metró-maður er það ljúfur mað- ur sem reynir hvað hann getur til að standa sig í vinnu og kemur vel fram við konuna sína, enda nóg að gera hjá þeim hjúum þessa dagana. „Við eigum von á fyrsta barni okkar 20. september og það er nóg um að hugsa, maður veit í raun ekkert hvernig maður á að vera en það er mikil tilhlökkun i okkur,“ segir Hreimur og það má glöggt greina eftirvæntingu í rödd hans. Stelpunafnið ákveðið Hann segir þau ekki vita kynið á barninu sem þau bíða nú bæði eftir en viðurkennir þó fúslega að sig hafi langað mikið til að fá vita það. „Maður verður bara að vera þolin- móður, þetta kemur víst allt saman í ljós, en mikið langaði mig til að fá að vita það svo maður viti aðeins betur við hverju maður eigi að bú- ast," segir hann kímnislega. Þótt Hreimur og Þorbjörg unnusta hans séu bæði úr eystra Rangárþingi, því sögufræga svæði þar sem atburðir Njálu eru sagðir hafa átt sér stað, segir hann fullvíst að nafn barnsins verði ekki fengið úr þeirri bók. „Við höfum valið nafnið á barnið ef það verður stúlka en strákanafnið er enn óákveðið," svarar hann leyndardómsfullur í rómi. Þjóðhátíðarlaginu bjargað Það er margt fleira að gerast í lífi Hreims, þótt léttvægara sé. Nýlega var hann ræstur út í ekki ómerkara verkefni en að bjarga þjóðhátíð í Eyjum en fyrir stuttu vantaði þessa merku hátíð eitt af sínum aðals- merkjum - sjálft þjóðhátíðarlagið. Hreimur vill ekki eigna sér alltof mikinn heiður fyrir þessa fræknu björgunaraðgerð. „Við Vignir gítarleikari og laga- smiður í írafári gerðum þetta sam- an. Mér finnst hann í raun eiga megnið af þessu og að ég fái of mik- ið hrós fyrir þetta," svara hann með hógværð. Gengur ekki að tónlistinni vísri Þótt hann hafi lengi verið við- loðandi tónlistarbransann segist hann aldrei setjast niður með það eitt í huga að semja lag, það sé með sig eins og aðra listamenn, að oft verði þeir að bíða eftir því að and- inn komi yfir þá. Þegar það gerist fari hlutirnir fljótlega að rúfla. Þetta sé bara ákveðin stemming sem hann upplifi og vinni útfrá, alls ekki sjálfgefin og ekki eitthvað sem hann geti gengið að vísu alla ævi þótt hann voni það auðvitað. „Ég veit að ég hef nef fyrir meló- díum en ég þarf að bæta textasmíð- arnar hjá mér," segir Hreimur en hann telur framfarir ekki vísar nema með sjálfsgagnrýni og dugn- aði. Hefur ekki gefið heims- frægðina upp á bátinn Undanfarin ár hefur lítið farið fyrir Hreimi f tónlistarlífinu þótt hann sé hvergi nærri gleymdur. Hann segir ástæðuna þó ekki þá að hann sé hættur í tónlistarbransan- um. „Ég hef ofsalega gaman að tón- list og því að koma fram, aftur á móti hef ég ekki gaman að frægð- inni sem slíkri, ég er í raun svo mik- ill rólegheitamaður og vil stundum vera út af fyrir mig," segir hann þótt hann neiti því ekki að hann stefni enn á heimsfrægð. „Land og synir eru alls ekki hættir en maður hefur lært að sýna þolinmæði í þessu, sérstaklega eftir að við gerðum saminginn við Warner Brothers," segir hann en eins og kunnugir vita stóð litla ís- lenska hljómsveitin um stund á barmi heimsfrægðar eftir þá samn- inga. „Atburðirnir 11. september urðu til þess að mjög dró úr áhuga Bandaríkjamanna á erlendum tón- listarmönnum og þeir fóru í aukn- um mæli að sinna eigin fólki. Það má segja að við höfum verið á kolröngum tíma að þessu en við erum ekkert hættir að vinna og sjálfur stefni ég á að gefa út sóló- plötu næsta ár,“ segir Hreimur von- góður. Stefnir ekki aftur í sveitina Það er greinilega margt í kortun- um hjá sveitastráknum ljúfa sem eins og flestir vita afgreiðir nú við góðan orðstír í Byggt og búið í Smáralind. Hann segist ekki stefna í sveitina því þótt hann sé alinn upp við búskap og hafi unnið öll þau störf sem þar þarf að vinna hafi hugurinn alltaf hvarflað annað. „Ég er spurður nokkrum sinnum á dag út í það hvað ég sé að gera í afgreiðslustarfi," segir hann hlæj- andi. „Það þýðir samt ekki að ég hafi hætt að sinna öðru," segir Hreimur að lokum. Framundan er amstur hversdagslífsins enda strák- urinn með mörg járn í eldinum hverju sinni. karen@dv.is Fyrstu seríunni af Sylvíu Nótt lokið Sylvía Nótt í sumarfrí „Fyrsta serían er búin," segir Ágústa Eva Erlendsdóttir, betur þekkt sem Silvía Nótt, aðspurð hvort hún sé hætt í sjónvarpinu. í síðasta þætti af Sjáumst með Silvíu Nótt sást tmga gelgjan kveðja Magnús Ragnarsson sjónvarps- stjóra Skjás eins og grátbiðja um að fá að vera áfram í sjónvarpinu. Silvía mun þó ekki hafa verið tekin af dagskrá út af slæmu áhorfi eða - lélegum viðtökum, enda þættimir vinsælir og hafa vakið stormandi lukku. Fyrstu þáttaröðinni er bara lokið og segir ólyginn að önnur sé á teikniborðinu. Agústa getur ekki staðfest neitt um það og segir allt vera óráðið um framhaldið. Ljóst er að önnur þáttaröð mundi falla vel í kramið hjá land- anum en til þess var tekið hve þætt- imir bötouðu eftir því sem leið á þáttaröðina. Silvía Nótt þykir karakter sem á fullt erindi í sjón- varp og viðtalstækni hennar er bráðskondin oft á tíðum. Umdeild en æðisleg. soli@dv.is t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.