Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Helgarblað DV Eg verð að vera mætt niður í Hljómskálagarð klukkan fjög- ur," segir Ingibjörg Stefáns- dóttir leik- og söngkona er hún mætir á kaffihúsið þar sem hún hef- ur mælt sér mót við blaðamann. Það er nóg að gera hjá henni enda verslunarmannahelgin að ganga í garð, en síðustu fjögur ár hefur hún, ásamt öðrum liðsmönnum V-dags- samtakanna, predikað gegn ofbeldi gegn konum á þessum tíma. Ingi- björg er sumarlega klædd í góða veðrinu og hún heilsar glaðlega og fær sér sæti úti í sólinni. Hún er ekk- ert að tvínóna við hlutina og byrjar strax að tala um það sem liggur henni mest á hjarta. „Við viljum beina athyglinni að gerandanum því yfirleitt er aðeins talað um stelp- umar, þær verði að passa sig og megi ekki klæða sig ögrandi en strákamir, sem em í flestum tilvik- um gerendurnir, vilja gleymast í umræðunni." Ertu klikkaður í rúminu? „Við emm að reyna að ná til ungs fólks og erum aðeins að leika okkur með tungumálið. Á einum stað er spurt: Ertu klikkaður í rúminu? og í auglýsingu sem birtist í blöðunum er mynd af manni og spurt hvort hann vilji vera þekktur fyrir hvað sem er," segir Ingibjörg og það er greinilegt að þessi mál skipta hana miklu máli. Herferðir V-dags-sam- takanna hafa farið af stað fyrir versl- unarmannahelgi síðustu fjögur árin, en Ingibjörg ítrekar að nauðg- anir eigi sér stað allan ársins hring. „Við völdum að hafa okkar herferð íyrir verslunarmannahelgi því nauðganir virðast því miður vera fylgifiskur útihátíða. Árlega heyrum við fréttir af hópnauðgunum og að stelpum í áfengisdái sé nauðgað. Við viljum ekki að það sé eðlilegt að heyra i fréttum eftir helgina hversu margar nauðganir hafi átt sér stað, þetta á bara ekki að gerast yfirhöf- uð," segir Ingibörg og er heitt í hamsi þar sem hún situr úti í sólinni ásamt blaðamanni. Það er ekki ann- að hægt en að spyrja hvort hún þekki þessi mál af eigin reynslu. Svo er ekki. Hún er aðeins ein af þeim sem hefur sterka siðferðiskennd og vill ekki láta bjóða konum hvað sem er. „Við trúum einfaldlega á jafnrétti kynjanna og ætlum ekki að hætta þessari baráttu fyrr en ofbeldið er horfið. Nauðgun og ofbeldi gegn konum er ekkert einkamál kvenna. Allir karlmenn eiga dætur, mæður eða systur svo þetta snertir okkur öU," segir hún ákveðin. íslensku samtökin til fyrir- myndar Ingibjörg stofnaði V-dags-sam- tökin fyrir fjórurn árum ásamt Þóreyju Vilhálmsdóttur vinkonu sinni. Hún fékk hugmyndina þegar hún var í námi í Bandarfkjunum þar sem hún heyrði um einþáttunginn Píkusögur. „Mér fannst þetta for- vitnilegt og vildi fá að vita meira. Síðar sáum við Þórey viðtal við Eve Ensler, höfund Píkusagna, í þætti Opruh og fannst ekki spurning að halda þennan dag hér á landi og fengum fleiri tU liðs við okkur. Eve hafði ferðast út um allan heim og skrifað einþáttunga um ofbeldi gegn konum, en alþjóðlegu samtök- in eru stofnuð út frá þeim." Ingibjörg er að vonum stolt af framtaki þeirra og má alveg vera það. Eve Ensler kom í heimsókn hingað í fyrra og leist svo vel á að hún bauð þeim á ráðstefnu í Brus- sel. „Okkar samtök voru valin fyrir- mynd annarra Evrópuþjóða sem vár afar mikiU heiður og viðurkenning fyrir það sem við höfum verið að gera. Á ráðstefnunni sögðum við frá okkar starfi og hvernig rflcisstjórnin hefur stutt okkur, en nú getum við haldið uppi starfsmanni því þetta varð að miklu meiri vinnu en okkur hafði órað fyrir." Sló í gegn 19 ára Ingibjörg skaust upp á stjörnu- himininn þegar hún var aðeins 19 ára og lék eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Veggfóður. Þá var hún ólærð, en hafði fyrir löngu ákveðið að leggja leiklistina fyrir sig. Hún segir tímabilið í kringum tök- umar og eftir að myndin kom út Ingihjörgu Stef- ánsdóttur leikkonu skaut upp á stjörnu- himininn þegar hún lék í kvik- myndinni Vegg- fóður. Stuttu seinna hvarf Ingibjörg úr sviðsljósinu en hún hefur alltaf komið aftur ann- að slagið og þá með krafti. Ingi- björg, sem er einn af stofnend- um V-dags-sam- takanna ræðir um ofbeldi gegn konum, móður- missinn, leiklist- ina, sönginn og bisnessinn, en hún mun opna sína eigin jóga- stöð í haust. Ingibjörg Stefánsdóttir Ingibjörg bjó til átta ára aldurs í Hallormsstaöa- skógi. Tveimur árum eftir aö fjölskyldan flutti I borgina lést mamma hennar eft- ir erfiöa baráttu viö krabbamein. afar skemmtilegt, en kvikmyndin sló rækilega í gegn og margir frasar úr henni ódauðlegir. Hún hafði ver- ið í hljómsveitinni Pís of keik með Júlíusi Kemp en hann leikstýrði Veggfóðri. „Júlli hafði alltaf haft mig í huga fyrir þetta hlutverk," segir hún, en hún og Júlíus voru saman er tökur á myndinni fóru fram. Hún segir leiklistarbakteríuna alls ekki hafa kviknað eftir þessa reynslu, hún hafi verið smituð löngu áður. „Þetta var eitthvað sem ég ákvað þegar ég var lítil og maður verður að láta draumana sína rætast. Ég sé alls ekki eftir því enda er leiklistin ynd- isleg og ég fæ alltaf sérstaka tilfinn- Veggfóður Júlíus Kemp leikstýrði mynd- inni. Hann og Ingibjörg byrjuðu saman er myndin var tekin. 'na á einni nóttu Ingibjörg varð að stórstjörnu á nóttu þegar kvikmyndin Veggfóðurkom út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.