Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Helgarblaö DV Díana Deilur um Aiko á suðu- punkti dregillmn Deilur varðandi framtíð Aiko litlu prinsessu í Japan eru nú við suðumark. Fram- farasinnar vilja að litla prinsessan fái að erfa keisaradæmið,en hún yrði þá fyrsta konan í 2600 ár til að ríkja yfir landinu. Frá seinna stríði hafa konur barist harka- lega fyrir auknu jafnrétti f landinu og þær, ásamt fleirum, vilja að ná enn lengra með hjálp hinnar þriggja ára prinsessu. Aiko er eina barn Naru- hito krónprins \ ' JHk' og Masako , prinsessu. Masako hefur verið slæm á taugum síðustu mán- uðina en er nú komin aftur til starfa. ---------------------------TBawi ± Komin með myndarlega kúlu Mary bíður spennt eftir barninu Letizia Spánarprinsessa lét fara vel um sig á Mallorca í sumarfríinu. Spænska konungsfjölskyldan dvelur á hverju sumri f nokkra daga á eyjunni. íbúar og ferðamenn sýna fjölskyldunni ávallt mikinn áhuga en í þetta skipti fékk Letizia alla athyglina. Prinessan, sem er fyrrum fréttamaður,er orðin mikil um sig,en barn hennarog Felipes krónprins er væntanlegt í haust. Það er þeirra fýrsta barn. Prinsessan er yfirleitt óaðfinnan- lega klædd, en slakaði vel á í sól- inni íinni- skóm og íþróttaföt- um. Mary prinsessa er greinilega spennt fyrir móðurhlutverkinu. Þegar hún og Friðrik krónprins voru í opin- berri heimsókn í Færeyjum gat prinsessan ekki staðist mátið og kfkti ofan í barnavagna mæðranna sem komnar voru til að heiðra hjónakorn- in. Börn á öllum aldri fylgdu hjónun- um hvert fótmál er þau skoðuðu sig um í Þórshöfn.„Mary er svo sæt," stóð á skiltum sem heimamenn báru. Þeir sem sáu til hjónanna voru sammála um að Mary og Friðrik væru bæði tilbúin til að verða foreldrar enda fengu börnin mesta at- hygli þeirra. Martha Louise og Ari afarást- fangin Vel var tekið á móti Mörthu Lou- ise og eigin- manni henn- ar Ara Behn er þau mættu á kvikmyndahátíð á eyjunni Hanko. Hjónakornin voru afar alúðleg og föðmuðust fyrirframan myndavél- arnar og dæturnar, Maud Angelica og Leah Isadora fengu einnig sinn skammtafástúðinni. Marthaer dóttir Haralds Noregskonungs,en hann er að jafna sig eftir veikindi og hefur, eftir þau, verið óspar á tilfinn- ingar sfnar. „Eftir svona Iffreynslu finn- urðu hversu mikilvæg fjölskyldan er. Ég hefði aldrei trúað að ég yrði svona meyr með aldrinum.” Eugenie fetar í fótsporVil- hjálms Unga prinsessan Eugenie ætlar að feta í fótspor Vilhjálms frænda sfns og leggja stund á listasögu. Prinsessan, sem er dóttir Andrews prins og Söruh Ferguson, er 15 ára og gengur í Marl- borough-gagnfræðaskólann. „Þegar ég er búin með skólann von- ast ég til að sérhæfa mig í listasögu," sagði unga prinsessan sem hefur eytt sumarfríinu f Frakklandi ásamt fjöl- skyldu sinni. Ljósmynd af Eugenie, eldri systur hennar Beatrice og Söruh móður hennar var á forsíðu tímarits í síðasta mánuði og eru þær nú gjarn- an kallaðar rauðhærða trfóið. Harry óvinsællí skólanum Harry prins er fallinn í ónáð hjá bekkjarfélögum sínum í herskólan- um. Prinsinn hafði fengið að sleppa við erfiðar æfingar af því að hann sagðist vera veikur. Félagar hans urðu þvf heldur óhressir þegar til hans sást í póló leik um kvöldið. Harry heldur því fram að hann hafi verið slappur um morguninn, en þetta er hans fjórði veikindadagur á einni viku. Raddir eru uppi um að Harry sé ekki nógu sterkur til að halda áfram þjálfuninni þurfi sérmeðhöndlun til að komast í gegnum skólann. e Madeleine prinsessa varð að taka niður trúlofunarhringinn sem Jonas Bergström gaf henni í Frakklandi. Karl Gústaf Svíakóngur vill ekki að Madeleine gangi í það heilaga á undan Viktoríu krónprinsessu. "" *'inniaúhrmlii'ióta Þótt Madeleine prinsessa hafi hryggbrotið kærasta sinn til tveggja ára þá efast fáir um að prinsessan sé ástfangin af hinum 26 ára lögfræði- nema, Jonas Bergström. Parið hafði eytt nokkrum dögum saman í Frakklandi þegar sænska pressan greindi frá því að Madeleine væri komin með hring. Samkvæmt heimildum Expressen tók prinsess- an hringinn niður að beiðni föður síns. Ekki er talið að Karli Gústaf sé illa við Jonas, heldur segja heim- ildarmenn blaðsins að konungur- inn vilji að Viktoría krónprinsessa gangi í það heilaga á undan yngri systur sinni. v3usi.li r\unung- urinn vill alls ekki að litla dóttirin gangiiþað heilaga á undan eldri systursinni. Karl Gústaf hefur lengi haft áhyggjur af þessari fallegu dóttur sinni. Árið 2002 birtust myndir af henni á netinu sem honum þóttu misbjóða heiðri ijölskyldunnar. Myndirnar voru teknar við afhendingu nóbelsverðlaunanna sem prinsessan var viðstödd og var hún í afar flegnum kjól. Óprúttnir náungar náðu myndum af barmi hennar og settu á Nétið. Kóngurinn brást hinn versti við og setti lög- fræðinga í málið. Myndirnar voru fjarlægðar en í þeirra stað settur texti sem beint var til Karls Gústafs. „Okkur þykir afar kaldhæðið ef pen- ingarnir sem við leggjum út til að halda uppi kon- ungsfjölskyld- unni fara til að borga lög- fræðingum vegna málareksturs gegn okkur þegn- unum. Karl Gúst- af má þakka fyrir gjafmildi okkar því hann myndi ekki fá neina vinnu í hinum raunverulega heimi sem við hin lifum í. Madeleine er eina augnakonfektið í kon- ungsfjölskyldunnir og ef hún vill sýna kroppinn þá munum við ekki banna henni það,“ stóð á síðunni. Madeleine, sem er 23 ára, og Jonas skemmtu sér saman í tilefni af 26 ára af- mæli hans á dögun- um. Kvöldið byrjaði á æskuheimili Jónasar en þaðan var haidið á flottan klúbb. Daginn eftir sást til parsins á öðrum skemmti- stað þar sem það sat og dreypti á kampavíni. Um kvöldið fóru þau í rómantíska gönguferð eftir Riddaragötu í Stokk hólmi. Geðveikur maður með sjúklegan áhuga á sænsku krón- prinsessunni slapp af geðsjúkrahúsi. Öryggi Viktoríu í hættu öryggisgæsla í kringum Viktoríu krónprinsessu Sviþjóðar hefur ver- ið hert til muna eftir að geiðveikur maður með sjúklegan áhuga á prinsessunni slapp af dönsku geð- sjúkrahúsi. Sænska og danska lög- reglan segja Jens Peter Schwartzlose, sem er 41 árs, hafa óeðlilegan áhuga á norrænu kon- ungsfjölskyldunum og sérstaklega á sænsku krónprinsessunni. „Eftir því sem mér skilst þá ætlar hann sér að giftast Viktoríu," sagði lögreglu- stjórinn í Hróarskeldu, en þar er sjúkrahúsið sem Jens Peter strauk frá. Lögreglan í báðum löndum hef- ur hafið viðamikla leit að Jens Peter, en hann er talinn hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann hefur í gegnum tíðina sent Viktoríu mörg bréf sem talin eru innihalda hótan- ir og ógnanir í hennar garð. Viktoría og kærastinn hennar, Dam'el Westling, yfir- gáfu höllina síðasta sunnu- dag og ætla að eyða nokkrum dögum í sumarkastalanum í Solliden. Talsmaður kon- ungsfjölskyldunnar vildi ekld segja meira um dagskrá prinsessunnar af öryggisá- stæðum. Fallegar systur Madeleine og Viktoría krón- prinsessa. Madeleine Prinsessan er 23 áraog hefurverið með Jonasi Bergström í tvö ár. Viktoría krónprinsessa Geðveikur maður ætlar sér að giftast prinsessunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.