Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 31
3>V Helgarblað FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 31 „Við viljum ekki að það sé eðlilegt að heyra í fréttum eftir helgina hversu marg- ar nauðganir áttu sér stað, þetta á bara ekki að gerast yfirhöf- uð." ingu þegar ég er komin niður í leik- hús. Það er eitthvað sem kitlar og fær mann til að brosa,“ segir hún glaðlega. Velti sér ekki upp úr frægð- inni Eftir myndina ákvað Ingibjörg að skella sér út í leiklistarskóla. Hún segist ekki hafa spáð í hvort hún myndi eyðileggja möguleika sína sem leikkona með því að láta sig hverfa eftir að hafa þegar slegið í gegn. „Ég held að ég hafi ekkert ver- ið að velta mér upp úr frægðinni enda var ég hálfgerður unglingur þegar myndin kom út. Auðvitað vissi ég að fólk hafði allskyns skoð- anir á manni, en ég var ekkert að pæla í þessu, ég hafði nóg annað um að hugsa. Ég hafði alltaf stefnt á að læra leiklistina í öðru landi, vildi komast aðeins út og fá nýja reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Hjá mér hefur aldrei verið eitthvað at- riði að slá í gegn, ég vildi einfaldlega fá að vinna við að leika,“ segir hún og bætir við að hún líti ánægð til baka til áranna sem hún eyddi í New York og segir þá dvöl sína bestu lífreynslu. „Eg er samt sátt hér heima og hef það mjög gott." Missti móður sína tíu ára Ingibjörg fæddist í Reykjavík en bjó í Hallormsstaðaskógi þar til hún var átta ára. Hún segir yndislegt að „Ég held að ég hafi ekkert verið að velta mér upp úr frægðinni enda var ég hálfgerð- ur unglingur þegar myndin kom út." flmm til sex ár. Mér finnst einfald- lega gaman að lífinu og gaman að takast á við ný og stór verkefni og maður verður að taka áhættu. Það er svo gefandi, hvernig sem fer. Maður lærir alltaf af því.“ Ingibjörg hefur birst aftur og aft- ur í sviðsljósinu á undanförnum árum. Alveg frá því hún sló í gegn í Veggfóðri. Eflaust eigum við eftir að sjá mun meira af henni en hvort það verður í jóganu, leiklistinni, söngnum, baráttunni gegn ofbeldi eða einhverju öðru, það á eftir að koma í ljós. Hún segist ætla að halda áfram í stjórn V-dags-sam- takanna og að baráttunni verði ekki hætt í bráð. „Við ætlum aldrei að hætta. Ekki fyrr en ofbeldið hverf- ur." indiana@dv.is hafa fengið að alast upp innan um trén og hún hefur sterkar rætur fyrir austan. Tveimur árum eftir að fjöl- skylda hennar flutti suður lést mamma hennar, Elín Thorarensen, úr krabbameini en faðir hennar er Stefán Jökulsson íjölmiðlamaður. Ingibjörg var aðeins tíu ára þegar móðir hennar lést og hún viður- kennir að það hafi ekki verið auðvelt að missa mömmu sína svona ung en ítrekar að lífreynslan hafi gert hana sterkari. „Svona er víst lífið og maður lærir að lifa með þessu. Þetta kenndi mér líka að fara vel með mig og að meta lífið betur." Frá L.A. til LA Þegar suður var komið fór Ingi- björg í Vogaskóla og síðar í Mennta- skólann við Sund. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna. Hún dvaldi í þrjú ár í New York og síðan í eitt ár í Los Angeles. Þaðan kom hún heim og fór að leika í Klukkustrengjum hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég var í L.A. að bíða eftir atvinnuleyfi," segir hún en viðurkennir ekki að hún hafi ætíað sér að sigra heiminn í Hollywood. „Það var kannski fjar- lægur draumur en aðallega langaði mig að byrja að leika. Þegar mér bauðst svo að koma til Leikfélags Akureyrar fannst mér ég þurfa að grípa það tæki- færi, fara beint frá L.A til LA,“ segir hún hlæjandi. Síðan hefur Ingibjörg leikið og sungið og fór fyrir hönd íslendinga til frlands í Eurovision- keppnina árið 1993 þar sem hún lenti í 13. sæti með lagið Þá veistu svarið. „Þetta var bara ofsalega skemmtilegt en það tók á enda var ég afar ung. Rétt um tvítugt. Ég held samt að ég myndi ekki gera þetta aftur, það var alveg nóg að gera þetta einu sinni. En maður á aldrei að segja aldrei. Þetta var mikil lífreynsla og mjög stressandi að standa fyrir framan milljónir manns. En það hafðist og ég var mjög sátt." Börnin koma þegar þau koma Þessa dagana er Ingibjörg að leika í söngleiknum Annie sem sýndur er í Austurbæ. „Ég skemmti mér ótrúlega vel enda er gaman að leika með börnum. Ég datt óvart inn í þetta þar sem ég er að leysa aðra leikkonu af, en ég sé ekki eftir að hafa tekið þetta af mér. Krakk- arnir eru frábærir og þetta er sýning fyrir alla fjölskylduna." Sjálf á hún engin börn en hún vonast til að þau láti sjá sig í fram- tíðinni. „Ástin hefur ekki fangað mig ennþá, alla vega ekki sönn ást," segir hún kankvís. „Mig langar að eignast börn í framtíðinni enda mikil barnakerling en þau koma þegar þau koma. Eg hef líka verið á svo miklu flakki, hef verið að kíkja til Indlands til að læra meira í jóga en þegar fer að róast koma þau vonandi," segir hún brosandi og fær sér sopa úr vátnsglasi. Lagar sig til í stólnum og fer að tala um tón- listina. Söngurinn er einnig hluti af lífi Ingibjargar en hún kom meðal annars fram á Airwaves tón- listarhátíðinni fyrir tveimur árum og söng þar í fyrsta skiptið lög eftir sjálfan sig. Hún segir líklegt að við munum fá að heyra meira af henni, en hún getur ekki sagt til um hvenær enda nóg að gera eins og er. Hún er nefnilega að byrja í bisness og mun opna sína eigin jógastöð í haust. Á leið í eigin atvinnurekstur „Þökk sé skólanum úti þá kynnt- ist ég jóganu," segir hún og bætir við að það sé skrítið hvernig eitt leiði af öðru. „Ég fann mig strax í jóganu og hef stundað það síðan og hef líka verið að kenna í Kramhús- inu. í haust ætla ég svo að starfa sjálfstætt og mun opna stöð með annarri stelpu sem er nálastungu- laéknir. Þetta er eitthvað sem hefur blundað í mér léngi og nú mun það verða að veruleika." Ingibjörg hefur komið víða við og það virðist sem fátt hræði hana. Hún segist þó ekki taka neinar ákvarðanir nema að vel ígrunduðu máli en að maður verði að taka sénsinn af og til í lífinu. „Ég veð ekki í hlutina út í bláinn og varðandi jógastöðina þá hef ég kannað mark- aðinn vel enda hef ég verið að kenna í Pís of keik Ingibjörg var 18 Hárið Ingibjörg tók þátt í upp- færslu á Hárinu. Hún hefur einnig leikið mikið fyrir börn og þá aðal- lega í Möguleik- húsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.