Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Fréttir ÖV jr A Kárahnjúkum Andri Ólafsson dvaldi i tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka Tjaldbúðirnar rýmdar Lengi var fundað um hvort verða ætti við kröfum landeigenda og lögreglu. WíM . WMÉsÉmr'MMém hrT'P-UL’‘y ,;?'*/» ' í^.-' ■ :< V -' SiiPWi iymMmm »«»*# .vliíwí ,/í Íl4r - ' f Klukkan er farin að nálgast miðnætti. Ég er loksins kominn að búðum mótmælenda við Kárahnjúka. Átta tíma akstur er að baki. Á leiðinni austur heyrði ég reglulega fréttir af átökum mót- mælenda og lögreglu á virkjanasvæðinu sem átt höfðu sér stað nóttina áður. Þrír handteknir. Lögregluyfirvöld fóru fram á að þeim yrði vísað úr landi. Því var tafarlaust hafnað. Þó nokkur tjöld eru á víð og dreif um svæðið en Íítið um fólk á ferli. Ég kem auga á tvo stráka og eina stelpu. Þau eru að bisa við að tendra bál í tunnu sem stendur við hliðina á risa- stóru, grænu tjaldferlíki. Grillolíu er sprautað í tunnuna og þremenning- amir ylja sér við eldinn. Einn þeirra kemur auga á mig þegar ég nálgast. Hann fylgist með mér ganga síðasta spottann til þeirra. Ég fæ létt í mag- ann. Fer að hugsa hvemig ég eigi að kynna mig, hvað ég eigi eiginlega að segja. „Velkominn," segir strákurinn á ensku, áður en mér hafði dottið nokk- uð sniðugt í hug. Hann segist heita Nick. „Þau em inni. Að funda," heldur hann áfram og nikkar í átt að tjald- ferlíkinu. „Já, ókei,“ svara ég. Eins og ég sé með á nótunum. „Hvaðan ertu að koma,“ spyr Nick. Hin tvö snúa sér í átt til okkar til að fylgjast með samræðunum. „Frá Reykjavík, ég er búin að keyra í átta tíma," svara ég. Þetta fellur vel í kramið hjá krökk- unum. Mér er létt. Ég átti allt eins von á að vera vísað rakleitt í burtu en þess í stað em krakkamir ólmir í að heyra hvemig fféttaflutningurinn af aðgerð- um þeirra hefði verið. Ég reyni eins og ég get að svara spumingum þeirra. A viðbrögðum þeirra skynja ég fljótt að myndin sem dregin hefur verið upp í fréttum sé kannski eitthvað úr fókus. Sýnum þessum ösnum! Ég vind mér inn í stóra tjaldið en passa mig á að slökkva á gsm-síman- um fyrst. f tjaldinu sitja rúmlega þtjá- tíu manns í hring. Tilkynningar og plaköt hanga á veggjum. Bækur um anarkisma og hlutverk og stöðu kynj- anna liggja á víð og dreif. Það er verið að funda. Síðasti sólarhringur hefur verið viðburðaríkur hjá þessum hópi og fundurinn því mikilvægur og hafði staðið lengi yfir þegar mig bar að garði. Ung stúlka stjómar fundinum skömlega og passar að enginn grípi fram í. Passar upp á að allir rétti upp hönd vilji þeir leggja eitthvað til málanna. Tillögur em ræddar. Sumir tala og tala en aðrir þegja. Virðast þreyttir. Þrfr félagar úr hópnum em enn í haldi lögreglu. Búið er að skipa hópnum að koma sér á brott fyrir há- degi á morgun. Sumir tala hátt. Af mikilli sannfær- „Okkur brá rosalega þegar við komum hingað og sáum að hér voru engir íslend- ingar. Aðeins erlendir mótmælendur ingu. „Sýnum þessum ösnum að það er ekki hægt að vaða svo auðveldlega yfir okkur," segir ungur maður á ensku með ítölskum hreim. Kliður fer um tjaldið. Margir kinka kolli. Loks er ákveðið að vakna snemma morgun- inn eftir og taka saman tjöldin en halda þeim möguleika opnum að koma upp tjaldbúðum annars staðar. íslendingur úrtakt Þá á aðeins eftir að ræða hvenær hersingin skuli vakna. Fundarstýran unga stingur upp á að hópurinn fari á fætur klukkan sex. Vel er tekið í hug- myndina. Aðeins einn sem gerir at- hugasemd. „Ég þarf ekki að vakna klukkan sex,“ heyrist á bjagaðri ensku með íslenskum hreim. Svipuðum þeim sem Jón Páll hafði. Og Björk, snemma á ferlinum. „Ég þarf ekld að vakna klukkan sex því ég er mjög fljót- ur að pakka saman tjaldinu mínu,“ heldur maðurinn áfram. Hann virðist nokkru eldri en megnið af útlending- unum og heldur á bjórdós. Nokkrir fundargesta hrista hausinn yfir um- mælum íslendingsins. Fundarstýran, líklega tíu til fimmtán árum yngri en íslendingurinn, rétt skriðin yfir tví- tugt, útskýrir að allir verði að hjálpast að. Mikil vinna fari til dæmis í það að taka stóra fundartjaldið niður. Einnig sé mikilvægt að skilja við svæðið í eins góðu ásigkomulagi og mögulegt er. Þetta taki allt tíma en sé mögulegt ef allir leggist á eitt. „Já, auðvitað, einmitt," segir íslendingurinn og fær sér annan sopa af bjómum sínum. Ég er sko blaðamaður Skömmu síðar er fundinum lokið. Fólk safnast saman við eldinn sem Nick og Rue höfðu tendrað og annað yfirbragð færist yfir hópinn. Alvarleik- inn sem einkennt hafði fundinn í stóra tjaldinu víkur fyrir bröndumm og ails kyns einkahúmor sem ein- kennir nána hópa sem dvalið hafa saman um langt skeið. Margir segja hetjusögur frá íjöldamótmælum og á tímabili hef ég það á tilfinningunni að **%»*;*; ;v. Tekið til hendinni. Mótmælendurlögðu mikla áherslu á að skilja við svæðið ígóðu ásigkomulagi. ég sé sá eini sem ekki hafi mótmælt á G8-fundi. Ég hef mig hægan. Stend ásamt öllum hinum við eldinn og reyki sígarettur. Hver er á þessum bfl? heyri ég skyndilega. Ég finn að tími er kominn til að kynna mig. „Ég er á bílnum. Ég heiti Andri. Ég var að koma frá Reykjavfk," segi ég. Mikill fögnuður brýst út. Til skamms tfrna þó. Fögnuðurinn hjaðnar þegar ég tilkynni þeim að ég sé enginn sér- stakur andstæðingur Kárahnjúka- virkjunar og sé ekki á svæðinu til að mótmæla. „Ég er sko blaðamaður," segi ég afsakandi. Fólk kemst fljótt yfir vonbrigðin og ég er boðinn velkom- inn. Athyglisvert er hve vel flestir mót- mælendana eru að sér um málefhið. Margir vitna í rannsóknir og nefna tölur. Málstaðurinn á hug þeirra allra. „Við erum flest virk í samfélögum okkar heima og mestur tími okkar fer í að sinna okkar nánasta umhverfi," segir Rebecca, ensk kona um þrítugt. „Þess vegna sárnar mér þegar fólk tal- ar um okkur eins og við séum ein- hvers konar atvinnumótmælendur." Fangarnir snúa heim Skyndilega æsast leikar. Fyrst átta ég mig ekki á hvað er í gangi en sé síð- an að þremenningamir sem lögregl- an hefur haldið í átján tíma eru snún- ir aftur. Þeim er fagnað eins og stríðs- hetjum. Allir hópast í kringum hetj- umar sem segja sögur af vitleysis- gangi lögreglunnar. Fólk kinkar kolli, hlær og blótar á vfrd. „Kveikjan að átökunum er fram- ferði lögreglunar," segir Sharon, sem handtekin var eftir mótmælin og vist- uð í fangaklefa í átján tfrna, „Nokkur okkar vom búin að hlekkja sig við stórar vinnuvélar," segir hún æst og heldur áfram. „Þegar lögreglumenn- imir komu töluðu þeir ekkert við okk- ur. Þess í stað skipuðu þeir einum Græna ferlfkið Mótmælendur funduðu grimmt i græna tjaldinu. verkamanni að ræsa vélina." Sharon segir að þetta hafi reitt mótmælendur mikið. „Fólk var með hlekki um háls sér og því í lífshættu,” bætir hún við. Sharon segir að eftir að vinnuvélamar hafi verið ræstar hafi mótmælendur orðið æstir og hræddir. „Fólk lamdi í tækið og reyndi með öllum ráðum að fá verkamanninn, sem hvorki skildi ensku né íslensku, til að slökkva á vél- inni. Þá greip lögreglan tækifærið og réðst að okkur," segir hún og hristir hausinn. Sharon er lítil og fíngerð ensk kona á þrítugsaldri. Um 155 sentímetrar. Ástæða þess að hún var handtekin var að sögn lögreglu sú að Sharon hefði kýlt lögregluþjón. „Nei, ég held ekki," svarar Sharon þegar ég spyr hvort það sé rétt. Hún glottir og segir að það sé kominn tfrni til að fara að sofa. „Það er stór dagur á morgun," segir hún og býður góða nótt. Sérsveitarmaður og sveita- lögga Mannskapurinn í tjaldbúðunum er kominn á fullt klukkan níu morg- uninn eftir. Á hádegi ætlar lögreglan að rýma svæðið. Stemmingin er þó orðin allt öðmvísi og alvarlegri en hún var kvöldið áður. Óvissan um hvað tekur við hefur líklega áhrif á hópinn. Einhverjir hafa þegar yfirgefið tjaldbúðimar og hljóðið í öðrum er á þann veg að ekki komi til greina að leyfa lögreglunni að færa sig á brott með valdi. Ég pakka saman tjaldinu og ákveð að fara og spjalla við lög- reglumennina sem fylgst hafa með mótmælendunum yfir nóttina. Annar þeirra er sérsveitarmaður frá Reykja- vík. Það sést á búningnum. Félagi hans er heimamaður og er með stærðarinnar Ray Ban-sólgleraugu. Hann ber sig mannalega. Svona eins og löggur gera stundum þegar þær vilja vera löggulegar. Sérsveitarmað- urinn spyr hvort ég sé frá tjaldbúðun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.