Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005 Fréttir UV Tvö skemmti- ferðaskip í Hafnarfirði Franska skemmtiferða- skipið Le Diamant lagðist að bryggju í Hafnarfirði í gær- morgun. í dag kemur svo bandaríska skémmtiferðar- skipið Clipper Adventurer. Um borð í franska skipinu em 170 farþegar og um borð í því bandaríska verða um 100. Áhöfnin á franska skip- inu er alls 150 manns og þar um borð er áhersla lögð á persónulega þjónustu. Far- þegamir voru í skipulögðum skoðunarferðum frameftir degi en fengu frjálsan tíma seinni partinn. Þyrlueftirlit á hálendinu Lögreglan á Hvolsvelli fór í hálendiseft- irlit f samstarfi við landhelgis- gæsluna í gær. Flogið varyfir Ámes-, Rangár- og Skaftafells- sýslu og stóð eft- irlitið yfir frá ellefu um morguninn til rúmlega fjögur. Lent var á nokkmm stöðum og rætt við öku- menn fjallabifreiða. Lög- reglan varð vör við þó nokkur för eftir hjól og jeppa utan slóða en vonast til að með auknu eftirliti með hálendinu muni öku- menn láta af utanvega- akstri. FHeða Valur íslandsmeistari f Gunnleifur Gunnleifsson, markvörðurHK. „FH klárlega. Þeir eru bara með besta liðið. Þeir eru reyndar ekki eins góðir þegar Heimir Guðjónsson erekki meö, en þegar hann er með eru þeir frábærir. Mér finnst hann frábær ieikmaður. Ég hef séö bæði liðin spila og þau eru bæði hörku góð. Vanalega ætti að vera nóg að vera bú- inn að vinna níu leiki afellefu til að vera í efsta sæti, en ekki núna. Hann segir / Hún segir „Ég held að FH klári þetta mót alveg örugglega. Var einmitt að rýna i blöðin og sá aö Valur er sex stigum á eftir þeim. Ég sé þaö ekki gerast að FH tapi sjö stigum þaö sem eftir er af mótinu. Umgjöröin í kringum FH er alveg frábær, og reyndar I kringum Val líka. Spurning hvort Valsmenn séu ekki bara mettir með þennan góöa ár- angur sem þeir hafa náð. Ég held þeir eigi ekki möguleika að ná FH. Helena Ólafsdóttir, fyrrum landsliðsþjálfari kvenna. Alexander Cherniak bíður eftir að fá íslenskan ríkisborgararétt. Stúlka sem vann með honum í eldhúsi Landspítalans segir hann hafa þuklað á sér og beðið hann um að lána sér pening. Alexander fékk kæru fyrir að fitla við sig fyrir framan pitsusendla hjá Pizzahöllinni. Þuklaði á samstarfsstúlku og baö hana um peningalán „Fyrst í stað var Alexander mjög viðkunnanlegur og við urðum ágætis kunningjar," segir Guðrún Ingvarsdóttir. Guðrún vann með Alexander um tíma í eldhúsi Landspítalans. Þar kleip Alex- ander Guðrúnu í rassinn og bað hana um að lána sér pening fyr- ir flugfari. Guðrún Ingvarsdóttir var starfsstúlka í eldhúsinu á Landspít- alanum á sama tíma og Alexander Chemiak. „Við unnum við að skammta matinn og vaska upp,“ segir Guðrún. Þuklaði á mér og bað um peningalán Guðrún segir frá því að fyrst í stað hafi Alexander verið mjög við- kunnanlegur. „Við urðum ágætis kunningjar og þá byrjaði hann að spyija mig hvort ég vildi lána honum pening svo hann kæmist til Rúss- lands,“ segir Guðrún. Hún segir að hann hafi jafnframt beðið um að fá íbúð hennar og bíl að láni meðan hún var erlendis svo hann gæti tekið á móti gestum. Guðrún segir að Alexander hafi oft sagt henni að hún væri sexý í vinn- unni og átt það til að strjúka á | henni bakið og klípa hana í rass- inn. Klagaði Alexander fyrir yfir- manninum „Mér fannst þetta gjörsamlega óþolandi, enda í föstu sambandi" segir Guðrún. „Alexander spurði mig út í kynlíf mitt og hvaða stelling mér þætti best," segir Guðrún. Hún sagði greinilegt að Alexander þyrfti að læra mannasiði. „Ég sagði trúnaðarmanni mínum frá Alexander og hvemig hann hegð- aði sér en hann var ekki rekinn," segir Guðrún. Henni var sagt að reyna að forðast hann. Aiexander kom Guðrúnu fyrir sjónir sem sér- kennilegur og smjaðurslegur og seg- ir að ef til vill hafi þetta verið hans leið til að vingast við fólk. Berst fyrir lífi Alexanders „Ég við- urkenni að ferill — Alexanders er öðmvísi en ég hélt," segir Garðar H. Björgvinsson tals- maður Alexanders. „Það er alveg ljóst að hann þarf að fara til sálfræð- ings og það þarf að kenna honum mannasiði," segir Garðar. Garðar las um sakaferil Alexanders í DV og frétti þá ýmislegt sem hann vissi ekki um. „Alexander er búinn að gera mér mikla skömm með því að segja mér ekki allan sann- leik- um fortíð sína," segir Garðar. Garðar segir Alexander vera langt niðri núna og hafi íhugað að taka líf sitt. „Alexander er í hættu en ég ætla að bjarga honum," segir Garð- Alexander neitar öllu „Já ég vann með Guðrúnu en það sem hún ekki satt," segir Alexander. Hann segir hana vera að reyna að koma höggi á sig. „Ég er miður mín yfir þessum fréttaflutningi og fékk aftur fyrir hjartað í gær," segir Alexander sem enn bíður eftir að fá íslenskan ríkisborg- ararétt. hug- run@dv.is segir er Guðrún Ingvars- dóttir Kynntist ann- arlegum hvötum Alex anders þegarþau störfuðu saman á Landspítalanum. Alexander Cherniak Kleip samstarfskonu sina i rassinn og spurði um kynllf hennar. Alexander þarf ad læra mannasiði" Viðræður eru að hefjast milli sjó- og flughers Bandaríkjamanna um breytingar á rekstri herstöðvarinnar Störfum gæti fækkað á herstöðinni Vinnuhópur frá höfuðstöðvum bandaríska flughersins og frá svæðisstjórn sjóhersins í Evrópu er væntanlegur til landsins í næstu viku. Hópurinn kemur í þeim tilgangi að ræða rekstrarfyr- irkomulag herstöðvarinnar hér á landi. Hugsanlegt er að rekstur herstöðvarinnar færist frá sjó- hernum yfir til flughersins. Við það gætu orðið breytingar á starf- semi stöðvarinnar og á starfs- öryggi íslenskra starfsmanna. „Við vitum ekki hvað þetta þýðir, hvort stöðin verður rekin áfram eða starfsemin minnkuð verulega. Það er stór spurning og allar sögur eru í gangi," segir Guðjón H. Arngríms- son hjá Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavikur og nágrennis. „Út um allt eru vangaveltur um hvað það þýðir að flugher- r inn taki við. Ein- hveijir vilja meina að þetta þýði niðurskurð á her- mönnum allt niður í 400 her- menn, aðrir segja að það geti orðið gríðarleg aukning ef mið- að er við rekstur flughersins í Evr- ópu. Þetta er hvort sitt sjónarmiðið," segir Guðjón. Hann segist treysta því að stjórnvöld láti verkalýðsfélögin vita ef róttækar breytingar verða gerðar á rekstri vallarins, en stjórn- völd eiga í viðræðum við Banda- ríkjamenn um framtíð hans. Lautinant Chris Usselman hjá varnarliðinu segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um rekstur stöðv- arinnar. Þó sé niðurstöðu að vænta fljótlega þegar vinnuhópurinn hefur farið yfir málið. Breytingar hjá varnarlið- inu Flugherinn ihugarað taka yfir rekstur varnarliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.