Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Fréttir DV Stefán Jón vill fyrsta sæti Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi umsjónarmað- ur Þjóðarsálarinnar á Rás 2 og núverandi borgarfull- trúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér f fyrsta sæti á framboðslista Samfylking- arinnar í borgarstjórnar- kosningunum á næsta ári. Stefán Jón segist hafa feng- ið afgerandi stuðning í 1. sætið í prófkjöri fyrir síð- ustu kosningar. Hann setur fyrirvara á framboð sitt: „Þetta er sagt með þeim eðlilegu fyrirvörum sem gera verður um framvindu mála á næstunni, enda margt óráðið um hvernig staðið verður að málum hjá öllum flokkum,“ segir hann. Samherji mokgræðir Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji náði undraverð- um árangri á fyrri helmingi ársins. Þrátt fyrir lágt gengi Bandaríkjadals og tilheyr- andi erfiðleika hjá útflutn- ingsfyrirtækjum skilaði fyr- irtældð 1.065 milljónTcróna hagnaði á tímabilinu, Alls voru rekstrartekjur félags- ins 11,6 milljarðar króna og rekstrargjöld 9,6 milljarðar. Krufnings- skýrslan ekki endurmetin Kröfu Bjöms Ólafs Hall- grímssonar, veijanda Lofts Jens Magnússonar, um að krufningarskýrsla um Ragn- ar Bjömsson yrði endurmet- in af dómkvöddum mats- mönnum var í gær hafnað af Amfríði Einarsdóttur hér- aðsdómara. Samkvæmt krufningsskýrslunni, sem var unnin af Þóm Steffensen réttarmeinaffæðingi, var dánarorsök Ragnars hnefa- högg sem Loftur Jens veitti honum á Sveitakránni Ásláki í Mosfellsbæ. Bjöm Ólafur segir að krufningsskýrslan sé ónothæf og hlutdræg. ------------------------------------ Landssöfnun til styrktar Sigurbirni Bárðarsyni hestamanni er í fullum gangi. Sig- urbjörn segir lág laun á síðasta ári vera vegna taps áranna á undan og segist ekki ætla að þiggja söfnunarféð. Tvöhundrnð krónur haíu snlnnst hnndn Sigurhirni „Ég er ekki á vonarvöl," segir Sigurbjörn Bárðarson hestamaður. Alls hafa 200 krónur safnast handa Sigurbirni í söfnun sem ná- granni hans, öryrkinn Sigurður Ingi Sigmarsson, hratt af stað. Sigurbjörn segir tap á fyrirtækjarekstri ástæðu lágra launa hans. Sigurður Ingi Sigmarsson, ná- granni Sigurbjarnar, stendur að söfnuninni, en Sigurði finnst Sigur- birni ekki veita af stuðningi þar sem hann sé aðeins með 71 þúsund krónur í mánaðarlaun. Sigurbjörn skýrir lág laun á þann veg að verið sé að reikna inn tap á rekstrinum vegna skakkafalla á síðustu ámm. Hlunnfarinn í viðskiptum „Endurskoðandi minn er hér að reikna inn tap vegna áranna á undr an. Ég var hlunnfarinn í viðskiptum erlendis og lenti í talsverðum skakkaföllum út af því. Einnig lokað- ist Þýskalandsmarkaður og slæmt gengi Bandaríkjadals hefúr komið niður á hestaviðskiptum. Á síðasta ári var tapið reiknað inn í reksturinn og skýrir það mín lágu laun,“ segir Sigurbjörn, sem telur sig ekki þurfa á fjárstuöningi landsmanna að halda. Allt í blóma „Þetta ár er aftur á móti blóm- legt. Markaðssetning á íslenska hestinum gengur vonum framar og framtíðarsýnin er björt. Góðæri hér heima hefur stuðlað að því að marg- ir sterkir aðilar koma inn í hesta- mennskuna og menn arjna ekki eft- irspum. Markaðir úti efú einnig að opnast og það er áð komást rútína á viðskiptin aftur,“ $egir Sigurbjörn og gerir ráð fyrir öðruvísi niðurstöðu í næstu skattaskrá. Afþakkar söfnunarféð „Mig langar aðþakka Sigurði vini mínum sýndan hlýhug og ég held honum gangi gott eitt tjf með söfn- uninni. Ég verð sanit' að afþakka söfnunarféð enda vegnar mér mjög vel þessa stundina," segir Sigurbjörn spurður hvort hann ætli að þiggja söfnunarféð. „Tekjurnar hjá mér em ekki slæmar og þeir sem hafa innsýn í viðskipti og skattamál skilja vel hvað hér er á ferðinni," bætir hann við. Fór í hjartaþræðingu „Ég lenti nú inni á spítala rétt eft- ir að hafa kvatt ljósmyndarann ykkar um daginn," sagði Sigurður Ingi Sig- marsson söfnunaraðili þegar DV náði tali af honum. „Hjartað er eitt- hvað að stríða mér og ég fór í hjarta- þræðingu í gær. Annars hcifði ég samband við bankann og það hafa safnast 200 krónur handaSig' ■ urbimi þannig “ að hann M ætti .fjb . f/M „Mig langar að þakka Sigurði vini mínum sýndan hlýhug og ég held honum gangi gott eitt til með söfn- uninni." allavega að geta keypt sér súpu,“ segir Sigurður brattur. „Hann hlýtur að hafa verið ansi svangur þegar hann datt út af á hesta- mannamótinu þarna um daginn, aðframkominn af hungri, svo ég skora landsmenn að leggja söfnuninni lið," segir Sigurður Ingi að lokum og vonast til að losna af Land- spítalanum um hp|gma. svavar@dv.is m aö! . wm Sigurður Ingi Sigmarsson öryrki lenti á Landspítalan- um eftir hjartaáfall. Sigurbjörn Bárðarson afþakkar söfnunarféð og segir reksturinn íblóma. u Svarthöfði Lúnatík Svarthöfði hélt alltaf að hann hefði fulla stjórn á sjálfúm sér. Allt þar til hann heyrði mannvísindi lög- reglunnar. Það kom nefnilega í ljós að þegar það er fullt tungl virkar aðdráttar- aflið svo á vessa líkamans að maður verður lúnatík. Þess vegna var svona mikið ofbeldi á menningarnótt. Lögreglan er búin að láta finna út þessu. Niðurstöðurnar voru kynntar í Kastljósinu í fyrrakvöld. Við lemjum þegar skemmtistaðir loka klukkan þrjú, þegar það er fullt tungl, þegar næturstrætóar ganga og þegar nýtt kortatímabil hefst. Hvað með Neil Armstrong? Missti hann líka stjórn á sér á fullu tungli? Var hann nýbúinn að ganga í skrokk á Buzz Aldrin þegar hann val- hoppaði á yfirborði tunglsins eins og Heidi í Ölpunum? Tunglið hefur allavega aldrei verið jafnfullt og þá. Eitt er víst að Bandarflcjfstjórn hefur ekki farið út í að auglýsa þetta, hafl þetta gerst. Lögreglan segir líka að fólk hafl meiri stjórn á sér þegar það er fyrir framan öryggismyndavélar. Það út- Hvernig hefur þú það? hefþað bara fínt," segir Addi Fannar í Skítamóral.„Ég er á leiðinni norður á Akureyri. Við að spiia á Sjallanum íkvöld. Ég hlakka rosalega til þvíþað er alltaf góð stemning spilum á Sjallanum. Það verður engin breyting á í kvöld. skýrir margt. Svart- höfði hafði til dæmis oft velt því fyrir sér hvemig fréttamennim- ir á RÚV og fólkið í Kast ljósinu gæti verið svo háttvíst. Nánast eins og vélar. En það em alltaf undantekning- ar. Menn sem hreinlega hafa enga stjórn á sér þó það sé ekki fullt tungl, nýtt kortatímabil ekki hafið, enginn næturstrætó á ferðinni og jafnvel þó þeir séu fyrir framan myndavél. Það sá Svarthöfði r' sjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið. Barði Jóhannsson tónlistarmað- ur hefur alltaf fúnkerað hálfundarlega. Loksins snappaði hann á sinn hátt í Kvöldþættinum þegar Guðmundur Stein- grímsson grínisti spurði, að hans mati, of asnalegra spurn- inga. AUs óafvitandi að um grínþátt væri að ræða gekk Barði út. Og hver minnist þess ekki þegar Barði sat fyrir svömm í Kastljósinu og þagn- aði skyndilega og byrjaði að slefa í beinni útsendingu? Sumt ná vísind- in ekki yfir. Hvað þýðir til dæmis: Barði á Barði barði á barði? Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.