Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV snui'tiuuciciuna <íkt Jónína notar helst brúnleita liti á veturna en þar sem haustið nálgast eru þeir komnir í snyrtibudduna. Hún segir skaeru tónana tilheyra sumrinu. Varalitur frá Dior „Þetta er box sem inniheldur nokkra brúnleita tóna af varalit. Ég nota dekkri liti á vet- urna og mun þetta því vera í veskinu næstu mánuð- ma. Augnskuggi frá Mac ,Ég þennan augnskugga i eðlilegum lit því ég nota hann mikið yfir daginn. Ég nota hann bara til þess að skyggja smá og kemur það mjög vel út.“ Púður frá Shiseido „Ég nota ekki púður eða meik oft en þegar ég vil vera í fínni kant- inum opna ég púður- dolluna. Ég hef notað púðrið frá Shisiedo mjög lengi enda stendur það alltaf fyrir sínu.“ Maskari frá Helenu Rubin- stein „Þetta er þessi mjói og klassíski. Ég er alltaf að prófa einhveija undramaskara sem eiga að gera kraftaverk. Það toppar samt aldrei neitt þennan gamla og góða því hann virkar langbest." Ilmvatn frá The Body Shop „Ég er ekki mikið fyrir sterka ilmvatnslykt og er vanilluilmurinn frá The Body Shop alveg frábær fyrir mig. Hann er mjög mildur og léttur." Jónina Tryggvadóttir, fslandsmeistari kaffibarþjóna hefur haft í nógu að snú- ast undanfarna mánuði.Tók hún meðal annars þátt í alþjóðlegu móti kaffi- barþjóna og stóð sig þar með stakri prýði. Þessa dagana er hún hins vegar að undirbúa sig fyrir liðakeppni á Norðurlandamóti kaffibarþjóna sem haldið verður f Osló í lok september. Til viðbótar við kaffibransann er Jónína að hefja nám við Háskóla fslands. „Ég hef verið að læra frönsku f háskólanum en langar nú að prófa listasögu. Ætli ég dragi svo ekki aðeins úr keppnisskapinu og einbeiti mér að náminu. Það verður tilbreyting að hafa ekki þúsund hluti á dagskránni," segir Jónfna. Athafnakonan Rope-yoga stöðin var opnuð nýlega í Hafnar- firðinum en Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir er eigandi hennar. Frá og með mánudeginum verður opnuð sérstök viðbót við stöðina og mun hún því verða sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Guðbjörg hefur lengi haft brennandi áhuga á jóga og heilun. Það var hins vegar ekki fyrr en hún kynntist Rope- yoga kerfinu að hún ákvað að gerast kennari til að miðla þekk- ingu sinni til annarra. Starfar hún í dag af fullum krafti í nýju stöðinni og er svo sannarlega ánægð með að hafa lagt þetta fyr- ir sig. Enda er þetta sannkallað draumastarf að hennar mati. Guöbjörg Ósk Friðriksdóttir hefur alltaf haft áhuga á heilun °9 jóga. Þegarhún uppgötvaði Rope-Yoga akvaö hún að miðla þekkjngu sinni til annarra. Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir er eigandi Rope-yoga stöðvarinnar í Hafnarfirði en hún opnaði stöðina í janúar. Frá og með mánudeginum verður þetta stærsta jógastöðin á landinu því þá verður opnuð sérstök viðbót sem er ætluð fyrir frekari starfsemi heilsuræktarinnar. „Rope- yoga stöðin var fyrsta heilsurækt sinnar tegundar á höfuðborgar- svæðinu til að byrja með. Þó svo að stöðin hafi verið opin síðan í vetur hef ég enn ekki fundið endanlegt nafn á hana því mér dettur ekkert nógu sniðugt í hug," segir Guðbjörg og hlær. Bendir hún á að ef fólk er með tillögur um nafn er um að gera að kíkja á heimasíðuna ropeyoga.net og senda póst. Dreymdi um að deila þekk- ingunni Jóga hefur lengi verið áhugamál Guðbjargar því hún hefur stundað það í rúm tíu ár. „Ég prófað allskyns tegundir af jóga og heilun en það var ekki fyrr en nýlega að ég ákvað að nýta þekkinguna til að kenna öðrum. Draumurinn var alltaf að verða jógakennari og ákvað ég því að skella mér í nám á vegum Guðna Gunnarssonar sem er höfundur Rope-yoga kerfisins," tekur Guð- björg fram. Rope-yoga frábrugðið öðru jóga „Ég valdi að læra Rope-yoga því hugmyndin á bak við kerfið er svo góð. Rope-yogakennurunum er kennt að vinna markvisst með fólki varðandi sjálfsstyrkingu með því að ræða um andlegu hliðina. Þetta snýr því ekki einungis að líkamlegu hlið- inni eins og margir halda. „Mig langaði alltaf að kenna jóga eða ein- hvers konar heilun og kom Rope- yoga því með lausnina fyrir mig því í því er öllu blandað saman í eitt. Þetta er einmitt það sem gerir Rope- yoga frábrugðið hefðbundnu jóga," segir Guðbjörg. Einnig hefur Guð- björg lært annars konar heilun sem kallast höfuð-, beina- og spjald- hryggsmeðferð. Býður hún upp á meðferðina á nýju stöðinni. Til- gangur meðferðarinnar er að skapa heilbrigt jafnvægi á öllum sviðum líkamsstarfseminnar auk þess sem tekið er á andlegu hliðinni. Ferlega gaman að geta hjálp- að fólki Eiginmaður Guðbjargar, Domen- ico Alex Gala kennir einnig á stöð- inni en hann er menntaður Rope- yoga kennari. „Hann er ítali og höfum við því rætt um að opna stöð á Ítalíu. Það væri mjög spennandi en í dag er draumurinn að vera áfram á Fróni og byggja upp stöðina mína. Þetta er rosalega skemmtilegt starf enda er yndislegt að geta unnið við það sem ég elska. Mig hefur alltaf langað að hjálpa fólki og svo er auð- vitað ekki verra að ég er að vinna með jóga sem er ástríðan mín. Það var auðvitað áhætta að fara út í þennan bransa enda vissi maður aldrei hvort reksturinn myndi ganga upp eða ekki. En starfsemin gengur mjög vel í dag og er þetta búið að vera ferlega gaman," segir Guðbjörg. iris@dv.is Konur vilja meira kynlífen áður ?amela Anderson hefur sagt að hún kjósi súkkulaði fram yfir kynlíf og Jerry Hall heldur því fram að leiklistin gefi henni mestu ánægj- una. En helmingur breskra kvenna hefur aðrar skoðanir á kynlífi ef marka má könnun sem gerð var á vegum stefriumótaþjónustu á Englandi. Stór hluti kvennanna „segir að eitt af því mikilvægasta í líf- "inu sé að stunda kynlíf að minnsta kosti einu sinni á dag eða um tutt- ugu og sjö prósent. Arið 1993 voru aðeins átján prósent í þessum hóp og er því íjóst að mikið hefur gerst á síðastliðnum tólf árum. Kynhvöt karla hefur hins vegar haldist óbreytt. Þetta þýðir að konur eru smám saman að ná körlum í þessu samhengi ef þær hafa ekki þegar toppað þá. Það virðist vera sem konur séu sjálfsöruggari þegar við- kemur kynlífi en áður. Fá þær meiri ánægju út úr kynlífi og eru kröfu- harðari. Rétt eins og Samantha í þáttaröðinni vinsælu Beðmál í Borginni eru konur opinskáar þegar viðkemur löngunum þeirra. „Mikið hefur breyst á síðustu tólf árum," segir kynlífsfræðingur- inn Julia Cole. „Konur eiga auð- veldara með að vera sjálfstæðar í dag. Þær eru jafriari körlum á ýmsum sviðum samfélagsins. Þær hafa því einnig verið að fikra sig upp á sama stig og karlar í sam- bandi við kynlíf. Þær eiga auðveld- ara með að tjá tilfinningar sínar á kynferðislega sviðinu. Hegðun þeirra og hugarfar hefur því breyst mikið en það gildir ekki um karla. Þeir hafa staðið í stað að þessu leyti á meðan konur hafa mun frjálslegra viðhorf gagnvart kynlífi en áður." Margar konur vilja kynlíf á hverju degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.