Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 62
V
62 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005
Síðast en ekki síst DV
T
Rétta myndin
Alþjóðlegar vinkonur i Borgarleikhúsinu.
DV mynd Stefán
Gljúfur til Gljúfurs frá Gljúfri...
Ha?
Baldur Kristjánsson
* bæjarstjórn Málinu
var vísað til Byggingar-
og skipulagsráðs.
Jón Hólm Stef-
ánsson Gljúfri
Vill að sveitarfélagið
skerist i leikinn.
Jón Hólm Stefánsson
bóndi að Gljúfri og sjálf-
stæðismaður í Ölfusi hefur
sent bæjarstjórn Ölfuss bréf
þar sem hann gerir athuga-
semdir við nafngiftina Gljúf-
urbyggð á þéttbýlismyndun í
landi jarðarinnar Gljúfár-
holt. Hann vill að allar teng-
ingar við nafnið Gljúfur
verði felldrar burtu
i hverfinu, meira að
segja götunöfn með ending-
unni Gljúfur.
Baldur Kristjánsson sóknar-
prestur situr í bæjarstjórn Ölfuss. Hann útskýrir málið á þann veg að
Jón Hólm búi á Gljúfri og
reki ferðaþjónustu sem
byggir á Gljúfurnafninu.
Skammt frá sé annar bær
sem heiti Gljúfurárholt. Nýja
byggðin eigi að vera kennd
við Gljúfur en Jón segist hafa
verið á undan að skipuleggja
sumarhúsabyggð undir
nafninu Gljúfurbyggð.
„Hann vill að sveitarfé-
lagið skerist í leikinn," segir
Baldur. „Við vísuðum mál-
inu til skoðunar hjá Bygging-
ar- og skipulagsráði."
Ekki náðist í Jón Hólm sem er
erlendis.
Hvað veist þú um
Rob Schneider
1. Hvað heitir nýjasta
myndin hans?
2. Hvað er hann hár?
3. Hvaða frægi grínleikari er
mikill góðvinur hans og
Jsamstarfsfélagi?
4. í hvaða lögfræðingaþætti
lék hann gestahlutverk Ross
Fitzsimmons árið 1998?
5. Hvar fæddist hann?
Svör neðst á síðunni
Hvað segir
mamma?
„Ég tók snemma eftir því að Kann
Ingvar er algjört krútt," segir Krist-
björg Ásta Ingvarsdóttir móðir Ingv-
ars „Bleika" Gylfasonar f Fazmo-
klíkunni. „Hann er bara alveg yndis-
legur strákur. Hress og skemmtileg-
ur. Ég les reyndar ekki mikið heima-
síðuna hans. Ingvar var f Danmörku
núna um daginn. Ég var mjög
ánægð með það að hann hringdi
reglulega heim og lét vita af sér."
Fazmo-klikan hefur æviniega verið dugleg
við að koma sérí fréttirnar. Eftir fjöldann
allan afneikvæðum fréttum sem tengdust
^ ofbeidisverkum þeirra félaga ákváðu þeir
að söðla um og gera félagsskapinn já-
kvæðari.
svæðisstjóra Rúv, að segja samfélag-
inu til syndanna.
1. Deuce Bigalow: European Giggolo. 2.166 sentímetrar.
Adam Sandler. 4. Ally McBeal. 5. San Fransisco, Kali-
forníu.
MkmfmJ m m ■ ■ wmm ■ ■ ■
i Nylo vekur hneykslan Ekki
steina lístasafna að ritskoða myndlist
„Nei, í sjálfu sér ekld," segir Bryndís
Ragnarsdóttir formaður Nýlistasafhsins
aðspurð hvort verk Geirþrúðar Finnboga-
dóttur, sem nú stendur uppi í safninu, hafi
vakið mikla Jineykslan margra.
„En það voru hér einhveijir á opnun-
inni, ekkert endilega bamafólk, sem fannst
þetta ekki við hæfi því það vom böm á
opnuninni. Ég benti þeim á að þetta væri
myndlistarsafn en ekki Húsdýragarður-
inn."
Verkið sem um ræðir er í Vídeóherberg-
inu, verk númer tvö úr seríu sem heitir The
Alianated Spectator. Verkið er klámmynd
sem Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
hefur sett yfir texta eftir T.S.Eliot - Hollow
men. Að sögn Bryndísar er hér um að ræða
útskriftarverkefni Geirþrúðar ffá akademí-
unni í Malmö. „Þetta er ósköp sakleysisleg
klámmynd, mjög „beisikk", rétt eins og
• •
hver önnur ástarsena sem þú getur séð í
bíómyndum. Þó kemur það málinu ekki
við enda yfirlýst stefiia listasafna vitaskuld
sú að ritskoða ekki myndlist."
Textinn sem listamaðurinn lætur fylgja
verkinu segir ef til vill eitthvað um það
hvert verið er að fara: „Beinist að aðferðum
túlkunar. Þó svo að stjömur hvers geira
séu hugsanlega fallnar, bæði í klámi og
pólitík, þá er látbragð þeirra til í söguleg-
um skilningi og mætti leggja það út á besta
veg - það er eðli túlkunar.
Ljóðið við „Hollow men" er eftir T.S.
Eliot og á sér stað í Hollywood {í þetta
sinn) en með aðstoð danskra þýðenda."
Rétt er að vekja athygli þeirra sem vilja
berja verk Geirþrúðar augum (og önnur at-
hyglisverð verk sem nú em til sýninga í Ný-
listasafninu) á að sýningunni lýkur 28.
ágúst.
Össur og Hrókurinn: Gefa Persson skákborð
Össur Skarphéðinsson alþingis-
maður segir frá fundi hans og Gör-
an Perssons, leiðtoga jafnaðar-
manna í Svíþjóð, sfðasta sunnudag.
Persson miúilenti hérna á leið
frá Færeyjum til Grænlands
á sænskri herþotu
og notaði tímann
vin
til að hitta
sinn össur.
„Það hefur
tekist góð vinátta
Göran Persson
Er mikill áhuga-
maöurum skák-
ævintýri Hróksins.
með okkur Persson," segir Össur.
„Hann er gamall skákmaður og
tefldi mikið á yngri ámm. Síðast
þegar ég hitti hann, fyrir um tveim-
ur ámm, var ég nýkominn úr
fyrstu ferð Hróksins til
_ Grænlands. Ég sagði hon-
um frá skákstarfinu og
hann var afar hrifinn en
sagðist aldrei hafa komið til
Grænlands. Á sunnudaginn
millilenti hann svo hérna og
senti mér boð. Við hittumst og átt-
um afar skemmtilegt spjall og hann
sýndi skákævintýri Hróksins mik-
inn áhuga."
Eftir stuttan vinafund ákváðu
Össur og Hrókurinn að gefa Persson
fallegt skákborð. Það var útbúið í
snarhasti með fallegum skildi þar
sem áletmð var kveðja til Görans
Perssons frá Hróknum. „Hann fær
taflið í september í Stokkhólmi og
var ógurlega glaður. Þakkaði
Hróknum mikið fyrir og spurði
margs. Ég held að þetta sýni hve
mikilvægt starf
Hróksins er í út-,
breiðslu skákar-?
innar."
simon@dv.is
Össur Skarphéðins-1
son Hitti Göran Pers-
son og ætlar að gefa
honum skákborð.
■ ‘ 1 S
M WLÆ wLM
Það eru síðustu forvöð til að
leggja land undir fót. Á
Akureyri verður mikið fjör
en veðrið verður svalt og
jafnvel búist við slyddu.
Haustlægðirnar frægu
munu ekki láta sitt eftir
liggja. Það er kominn
tími til að draga fram
húfur og vettlinga
fyrir veturinn.
Gola
Kaupmannahöfn 17C París 21°C Alicante 27°C
Ósló 13°C Berlín 2S°C Miiano 26°C
Stokkhóímur 21 °C Frankfurt 22°C New York 26°C
Helsinki 23 °C Madrid 27°C San Franclsco 20°C
London 21 °C Barcelona 27°C Orlando/Florida 34°C
é *
é *
II
es ö
Nokkur vindur
é é
é é
é é
é é
J