Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Helgarblað DV Sigrún Ólafsdóttir og eiginmaður hennar eiga saman sex börn. Meðfram stóru heimili rekur Sigrún sitt eigið fyrirtæki. Hún segist vonast til þess að þegar næstu börn láti sjá sig þá verði um ömmubörnin að ræða. „Ég er löngu hætt að segjast vera hætt, það þýðir ekkert/' segir Sigrún Ólafsdóttir sem er sex barna móðir. Sigrún og eiginmaður hennar reka sitt stóra heimili í Vogum á Vatns- leysuströnd. Hjörtur eiginmaður hennar er smiður en Sigrún er heima með bömin auk þess sem hún starf- rækir sitt eigið fyrirtæki. Það er því nóg að gera hjá fjölskyldunni. Hætt að segjast vera hætt Sigrún, sem er aðeins 37 ára, var tvítug þegar hún varð ófrísk af sínu fyrsta barni, en hún ætlaði sér alls ekki að eignast svo mörg böm. „Ég var hætt eftir tvö böm, þá fannst mér nóg komið," segir hún brosandi. „Ég hef sagst vera hætt eftir hvert einasta svo ég er hætt að segjast vera hætt," segir Sigrún, sem vonar að þegar næstu böm komi þá verði um bama- böm að ræða. Dýrt að vera með tvö bleiu- börn öll bömin sex, Helgi Fannar, Mar- ín Ásta, Birkir Freyr, Melkorka Rós, Stefán Andri og Anna, búa heima og í hópinn hefur meira að segja bæst einn tengdasonur. Sigrún segir heim- ilislífið ekki svo erfitt enda þekkir hún ekkert eitthvað annað, og auk þess séu þau eldri farin að hjálpa til við heimilisstörfin. „Allir í minni fjöl- skyldu búa einhvers staðar annars staðar en vinafólk hefur verið tilbúið til að hjálpa ef eitthvað hefur staðið til. Mér finnst þetta ekkert svo erfitt þó það sé dálítið dýrt að vera með tvö með bleiu í einu," segir hún og bætir við að oftast hafi hún verið með tvö lítil böm í einu og það eldra alltaf að hætta á bleiu þegar það yngra tók við. Sigrún segir mesta furðu hve greið- lega gengur að gefa barnaskaranum að borða, koma honum í bað og í rúmið á kvöldin. „Þetta gengur bara sinn vanagang og ég er bara ekkert að spá í þessu," segir hún. Yngsta dótturin Sigrún með Önnu sem er aðems þriggja mánaða og tæpum 17árum yngri en elsti sonurinn. " Systkinin HelgiFannar, Marín Asta, Birkir Freyr, Melkorka Rós og Stefán Andri. Á eina systur sjálf Sigrún segir börnin þakklát fyrir að hafa alltaf einhvern til að leika við, en að þau geti einnig verið pirmð á að eiga svona mörg systkini. „Ég átti bara eina systur þegar ég var lítil og oftast langaði mig að eiga fleiri systkini þó hún hafi oft líka far- ið í taugarnar á mér. Þau kvarta stundum yfir að eiga of mikið af systkinum, en ég veit að þau em glöð yfir þessu líka." Bömin sex em ekki enn hvert með sitt herbergi en heimilsfaðir- inn ætiar að reyna að koma því í lag sem fyrst. Þau tvö elstu hafa sérherbergi, þrjú næstu em saman og Anna litla, sem er aðeins þriggja mánaða, er að sjáifsögðu inni hjá foreldrum sínum. Rekur sitt eigið fyrirtæki Eins og fyrr segir þá rekur Sigrún sitt eigið fyrirtæki. Það er skrítið til þess að hugsa hvenær hún hafi eig- inlega tíma tii að gera eitthvað ann- að en að hugsa um bömin sex en Sigrún segir það lítið mái. Hún vinni þegar börnin séu sofandi og í skól- anum. „Ég stofnaði Veffúnu árið 2001 þar sem ég hef mikinn áhuga á heimasíðugerð. Ég er algjörlega sjálfmenntuð en þetta hefur gengið mjög vel og ég er komin með nokkra stóra kúnna," segir Sigrún, en hægt er að skoða heimasíðu hennar og heimasíður aflra bam- anna á slóðinni www.vefrun.is. Næst koma ömmubörnin Sem betur fer fyrir Sigrúnu þá leggst meðgangan ævilega vel í hana og er sá tími sem henni iíður einna best. „Ég veit ekki hvort börnin verða fleiri, en við fengum okkur hund um daginn og því halda margir að við séum búin að loka þessu. TSIæst koma kannski bara ömmubörnin." indiana@dv.is „Ég átti bara eina systur þegar ég var lítíl og oftast langaði mig að eiga fleiri systkini þó hún hafi oft líka farið í taug- arnarámér."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.