Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 10
10 LAUCARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Fréttir DV Sigurður H. Guðjónsson. formaður Húseigendafélagsins, segir kæru Ernu Valsdóttur á hendur lögmanni félagsins aumkunarverða lögvillu. Erna hins vegar segir Sigurð leggja fasteignasala í einelti. Hann segir hins vegar villt ástand ríkjandi á fasteignamarkaði og góðan jarðveg fyrir siðspillta peningamenn að maka krókinn. Ifilltur fasteignamarkaOur gróðrarstía iyrir siöspjta ■■■ .____________________________________ áPfej I áRÉ „Ég er að gagnrýna skussana, svörtu | 11 | £!C; um IIIIIIIHbIIII Pi/.' V I M B I ■ ■ B ■ ■ svörtu sauðirnir allt ofmargir." ÆBhw/ verið að þyrla upp moldviðri og kæruna hefði Erna betur sent til Landgræðslu ríkisins. Þetta er einkamál sem ekki sætir opinberri rannsókn," segir Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. DV greindi írá því í gær að Ema Valsdóttir fasteignasali hefur kært Hrund Kristinsdóttur, lögmann Hús- eigendafélagsins, til Ríkislögreglu- stjóra fyrir ærumeiðingar. „Auðvitað sámar manni að kveð- inn sé yfir manni dómur í sjónvarp- inu. Við fasteignasalar eigum mjög undir högg að sækja. Algengt að fólk horfi á mann sem glæpamann," seg- ir Ema í samtali við DV. Seldi syni sínum íbúð Sigurður Helgi gefur h'tið fyrir kæruna sem Ema setti saman í kjöl- far þess að Hrund birtist í fréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að á borð til sín hefði komið alvarlegasta mál sinnar tegundar: Sonur Emu keypti íbúð í Bólstaðarhlíð 26 með rriilli- göngu fasteignasölu móður sinnar. Bannað er lögum samkvæmt að fast- eignasali kaup eign sem hann er með til sölumeðferðar og nær það bann einnig til maka hans og bama. Þessu máli vísaði Húseigendafé- lagið til eftirlitsnefndar Félags fast- eignasala. Málsbætur Ernu em þær að selj- endum eignarinnar hafi verið, strax frá upphafi, fullkunnugt um þessi tengsl. f DV í gær sagði hún að gott væri að vera vitur eftir á og hugsan- lega hefði hún átt að vísa málinu annað. Frjósamur jarðvegur fyrir sið- spillta einstaklinga Gríðarleg velta hefur verið á fast- eignamarkaðnum að undanfömu. Spurður hvort mál Emu sé hugsan- lega toppurinn á ísjakanaum, að fasteignasalar geti verið að maka krók og hygla vinum og vandamönn- um segir Sigurður Helgi svo vera. „Ég hygg að svo sé og hef nokkur dæmi þar um sem ég hef spurt. Það hefur verið villt ástand á þessum markaði að undanfömu. Og það elur af sér brot líkt og það sem hér um ræðir. Nú er frjósamur jarðvegur fyr- ir ýmislegt misjafnt. Þeir sem höndla með fasteignir sjá marga flotta dfla sem gera má og freistingin er mikil fyrir þá sem em siðblindir; þeir rata hæglega í ógöngur." Sigurður tekur það þó skýrt fram að hann telur fasteignasala upp til hópa vandaða menn sem vinna góð og þörf verk. Leggur fasteignasala í einelti Ema Valsdóttir sagði í samtali við DV að henni virtist sem Sigurður Helgi leggði fasteignasala í einelti. Hún bendir á það að mjög margir kaupsamningar séu gerðir á ári hveiju og hlutfallslega séu þeir afar fáir sem séu í ólagi. Hún hefði haldið að félag á borð við Húseigendafélag- ið hefði öðrum hnöppum að hneppa. „Það virðist vera þannig að Hús- eigendafélagið sé með okkur fast- eignasala í einelti. Þeir virðast ekki þola okkur. Hann Sigurður er með alls konar dylgjur í okkar garð. Sem hafa verið mjög ómaklegar oft á tíð- um. Til dæmis varðandi þóknun okkar, að við ættum að vinna þetta á tímagjaldi vitandi það að þetta er vinna sem erfitt er að mæla í tím- um,“ segir Ema sem vísar meðal annars til mikillar ábyrgðar í því sambandi. Svörtu sauðirnir alltof margir Sigurður er harðorður þegar hann svarar þessari gagnrýni Emu. „Ég er ekki að leggja fast- eignasala í einelti. Ég er að gæta rísum við upp þeim til vamar, og tökum á okkur þær gusur sem því fylgir. Sá fasteignasali sem hér um ræðir er kona með fortíð. Hefur feng- ið á sig hæstaréttardóm, mjög merk- an dóm, vegna vinnubragða sinna. Hún var gerð ábyrg með seljanda vegna gólfhalla," segir Sigurður og vísar til hinnar miklu ábyrgðar fast- eignasala. Sigurður ítrekar að hann meti fasteignasala mikils, þeir gegni mik- ilvægu hlutverki. „Ég er að gagnrýna skussana, svörtu sauðina sem standa sig ekki. Hinir em alls góðs maklegir. Því miður em svörtu sauðimir allt of margir. Og þarf reyndar ekki marga svarta sauði til að lita heila hjörð." Valdamikil eftirlitsnefnd Sigurður heldur áfram og nefriir að hann sé í góðu samstarfi við for- svarsmenn Félags fasteignasala og em þeir að leggja á ráðin um að fá eftirlitsnefnd fasteignasala til að vinna eins og lög mæla fyrir um. Lög- gjafinn hefur fengið eftirlitsnefnd- inni gríðarleg völd, svo mikil að líkja má við KGB, Stazí og Gestapó til samans, einmitt vegna hinna miklu hagsmuna. Eftirlitsnefiidin hefur umboð til þess inn- leiki minnsti grunur á um eitthvað mis- jafnt, gera húsleitir ef svo ber und- ir og fara í öll skjöl, skúfiur I og hirslur. „Hún á að hafa virkt eftir- lit og frum- kvæði, öilug og | bíta vel, en því miður hefur hún / ekki farið þannig 1 af stað. Eldri lög vom ónýt að þessu I 1 leyti og ekki hægt að taka á stómm 1 fjársvikamálum sem upp komu trekk í trekk. Þess vegna vom ný lög 1 sett fyrir nokkrum árum sem setti þessa nefnd á lagg imar. Svona erindi getur hmndið af stað skriðu." jakob@dv.is P- Umdeild húseign formoð ur Húspigendafélagsins telur mál Ernu Valsdóttur fast- eignasala, sem Iwfði milli- göngu rnilli s nnar sins og seljanda fasteignar, toppinn á Isjaltanurn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.