Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 12
12 LAUCARDACUR 26. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Morðið á Hverfisgötu um síðustu helgi
vakti óhug meðal landsmanna. Líf
tveggja ungra manna eyðilagt á örskots-
stundu. Eftir sitja tvær fjölskyldur í
sorg. Einn er látinn og annar mun
dvelja á Litla-Hrauni næsta áratuginn.
Klukkan níu, síðastliðinn laugardagsmorgun, sátu tveir ungir
menn, Bragi Halldórsson og Sigurður Freyr Kristmundsson,
við eldhúsborð í kjallaraíbúð á Hverfisgötu 58. Bragi er nú lát-
inn og Sigurður Freyr, sem situr á Litla-Hrauni, hefur játað að
hafa myrt hann.
Bragi og Sigurður þekktust lítil-
lega. Þeir höfðu hist fyrr um nóttina
og deilt dáh'tið, en um hvað er ekki
vitað. Vitni segja deiluna hafa verið
smávægilega og byggða á misskiln-
ingi. Bragi ákvað eftir sem áður um
morguninn að fara og hitta Sigurð á
Hverfisgötu til að gera upp málið.
Rétti fram sáttahönd
Sigurður Freyr hafði búið á
Hverfisgötunni í nokkrar vikur hjá
fólki sem hann þekkti, þeim Lindu
Kristínu Emudóttur og Einari Val
Guðmundssyni. Sigurður hafði ver-
ið í mikilli neyslu eiturlyfja síðan
hann lauk afplánun refsivistar á
Litla-Hrauni um áramótin og fékk
af og til húsaskjól hjá þeim Lindu
og Einari.
Þau vom bæði heima þennan
örlagaríka laugardagsmorgun. Vin-
ur þeirra, Máni Freysteinsson, var í
heimsókn en hann þekkti Sigurð
Frey lítillega. Sigurður Freyr var
hins vegar sá af þeim á HveiÍBsgöt-
unni sem þekkti Braga Halldórsson
best.
Þeir Bragi og Sigurður ræddu
saman í tæpar tíu mínútur. Þeir
leystu ágreining sinn og allt virtist
vera í góðu lagi á miili þeirra. Þegar
Bragi stóð upp til að taka í höndina
á Sigurði tók morguninn hins vega
óvænta og um leið hræðilega
stefnu.
Óútreiknanlegur eiturlyfja-
sjúklingur
Sigurður Freyr neytti þessa nótt
mikiis magns róandi lyfja og
amfetamíns. Vinir hans segja að
þessi lyfjakokteill hafi haft hrikaleg
áhrif á hann. Mikið ofsóknaræði
greip hann jafnan eftir neyslu þessa
eiturblöndu og segja vinir að hann
hafi til dæmis á tímabilum haldið
því statt og stöðugt fram að rúss-
neska mafi'an og bandaríska leyni-
þjónustan væm á eftir honum.
Ofsóknaræðið leiddi líka oft tii
ofbeldisfúilrar hegðunar af hálfu
Sigurðar. Hann var óútreiknanleg-
ur þegar hann var í vímu. Vinir
hans vissu það og sumir þeirra
hræddust hann jafnvel.
Það var ofsóknaræði Sigurðar
Freys sem gerði það að verkum að
hann stakk Braga. Þegar Bragi stóð
upp frá eldhúsborðinu og rétti Sig-
urði hönd sína sem merki um sátta-
vilja brást Sigurður við með því að
ijúka á fætur, draga fram flökunar-
hníf sem hann hafði inná sér og
stinga Braga fast í bijóstið.
„Siggi var svo paranojd að hann
hélt að strákurinn væri að ráðast á
hann. Þegar hann var bara að rétta
honum höndina," sagði Máni Frey-
steinsson, sem varð vitni að morð-
inu, í samtali við DV.
„...segja vinirað
hann hafi til dæmis á
tímabilum haldið því
statt og stöðugt
fram að rússneska
mafían og banda-
ríska leyniþjónustan
væru á eftir honum."
Vaknaði ekki aftur
Máni lýsti síðustu stundum
Braga Halldórssonar á átakanlegan
hátt í DV á miðvikudaginn. Hann
segist hafa hringt samstimdis í
Neyðarlínuna en orðið batteríslaus.
„Ég vissi ekki hvort símtalið hafði
náð i gegn til Neyðarlinunnar og
ætlaði þess vegna að fara sjálfur
með strákinn á spítala. Siggi otaði
þá að mér hnífnum sem hann hafði
notað til að stinga Braga og öskraði
á mig að ég væri ekki að fara neitt."
Máni segir að Sigurður hafi ver-
ið æstur og veifað hnífnum út um
allt. „Skyndilega kastaði hann hins
vegar frá sér hm'fhum og hjóp út,"
segir hann. Hann hélt þá á Braga í
fangi sér á meðan húsráðandinn,
Einar Valur notaði hm'f Sigurðar
Freys til að skera niður handklæði
og gluggatjöld. „Einar Valur reyndi
að binda um sárið. Bragi var alltaf
að detta út og ranka við sér aftur.
Síðan vaknaði hann ekki aftur. Allt í
einu var hann dáinn í fanginu á
mér. Án þess að ég gæti nokkuð
gert."
Lögreglan komst fljótt
á sporið
Skyndilega snéri Sigurður Freyr
aftur inn í íbúðina. „Hann var bú-
inn að hlaupa eitthvað í burtu og
losa sig við blóðugu fötin," segir
Máni.
Hann segir að þegar Sigurður
Freyr hafi séð Braga blóðugan á
gólfinu hafi hann skyndilega byijað
að láta eins og hann vissi ekkert
hvað hefði gerst. „Hvað er í gangi.
Hvað gerðist," segir Máni að Sig-
urður Freyr hafi endurtekið í sífellu.
Skömmu síðar kom lögregla og
slökkvilið á vettvang. Endurlífgun-
artilraunir voru reyndar á Braga, en
án árángurs. Sigurður Freyr, Máni,
Einar Valur og Linda Kristin voru
öU handtekin. Lögreglan var ekki
lengi að púsla saman atburða-
rásinni og átta sig á hver bæri
ábyrgð á þessu hörmulega morði.
Síðar um daginn var Sigurður úr-
skurðaður í tíu daga gæsluvarð-
hald, grunaður um morðið á Braga
HaUdórssyni.
Mána Freysteinssyni og húsráð-
endunum Hverfisgötu 58 var hald-
ið af lögreglu aUan laugardaginn en
sleppt um kvöldið að lokinni
skýrslutöku.
Tvær fjölskyldur í sorg
Fyrst um sinn reyndist lögreglu
ómögulegt að yfirheyra Sigurð. Vin-
ir hans segja að hann hafi verið
búinn að vera eftir þriggja vikna
túr. Iiann hafði lítið sem ekkert sof-
ið eða borðað á þessum tíma og
skóflað þess í stað í sig róandi lyfj-
um og amfetamíni. Lögreglan
leyfði Sigurði að sofa úr sér og jafna
sig fyrstu dagana í gæsluvarðhald-
inu. Honum var haldið á Litla-
Hrauni og fékk engan að hitta
nema veijanda sinn, Svein Andra
Sveinsson. Eftir langa og stranga
skýrslutöku á miðvikudaginn skrif-
aði Sigurður svo undir játningu
sína og málið því að mestu
upplýst og loldð af hálfu
lögreglu.
Eftir stendur aðeins
sorgin og söknuður-
inn. Tvær fjölskyld-
ur eru harmi slegn-
ar og trúa vart
hvað gerðist.
Báðar fjölskyldur
hafa misst unga
drengi úr faðmi
sér. Annar lenti
í sjálfskaparvíti
vímuefnanna.
Hinn var
myrtur.
Fjölskyldurnar
báðar hafa misst
unga drengi.
Algjörar andstæður
Sigurður Freyr Kristmundsson
reyndi margoft að snúa við blaðinu
og hætta í eiturlyfjum. Hann hafði
líka til þess ríka ástæðu. Líf hans var
að þróast í sömu átt og líf föður
hans hafði gert fyrir meira en tutt-
ugu árum. Faðir Sigurðar myrti
mann árið 1976 og með þeirri vit-
neskju hefur Sigurður Freyr lifað
alla sína fullorðinsævi. Einn vinur
hans segir að hann hafi alltaf
óttast að Sigurður mundi hljóta
sömu örlög og faðirinn næði
hann ekki að brjótast úr
hlekkjum eiturlyfjanna. Svo
hratt stefndi hann á braut
sjálfseyðileggingar. Kannski grun-
aði Sigurð þetta sjálfan því hann
reyndi oft að hætta í dópinu. í eitt
skipti hélt hann sér edrú í meira en
ár. Stundaði þá samkomur hjá
Krossinum og segja vinir og fjöl-
skyldumeðlimir að þá hafi hann
sýnt sitt rétta andlit. Þá hafi hann
verið góður og ljúfur drengur. Al-
gjör andstæða mannsins sem hann
breyttist í þegar eiturlyfin tóku aft-
ur völdin, mannsins sem tók lrf
Braga Halldórssonar á örskots-
stundu. Með hnífsstimgu í hjarta-
stað.
andri@dv.is
,' *. . - r."- 1; r. •• -. -
miiÍKI HINS
\TNA FUNDUST
jf* 800 MCTRA
IÍKINU
tlKÓPAVOGI
| h»ia« faMHMta «m
i méUínj
TSTt' * 6 s
--
DQPIÐ GERÐl
m niinn
NIQRQINI
I Hanna Sigurðardóttir
I Fjölskylda hennar er í sorg eftir
I að sonurinn framdimorð.