Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 55
Menning PV LAUCARDAGUR 27. ÁGÚST2005 55 Akureyringar eignast nýtt leikhús Leikfélag Akureyrar sendi frá sér í gær innblað með Mogganum þar sem leikárið er kynnt. Átta sviðsetn- ingar verða á fjölunum í vetur og hefur hópur ungra leikara verið fast- ráðinn. Mestum tíðindum sætir að Leikfélagið tekur nýtt æfinga- og sýningarrými í notkun í mars, en gömlu Dynheimar verða teknir í gegn og húsinu breytt í svart rými. „Salurinn verður eins og skókassi sem er skemmtilegt form og mun geta tekið 150 gesti í sæti," segir Magnús Geir leikhússtjóri. Pakkið á móti verður tekið upp á ný í september. Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur, Fullkom- ið brúðkaup, kemur upp í október. Maríubjallan eftir Vassily Sigarev í leikstjóm Jóns Páls Eyjólfssonar verður í nýja rýminu í mars. Stór- sýning vetrarins, Litla hryllingsbúð- in, verður frumsýnd í febrúar í sam- starfi við íslensku ópemna en þetta mun vera í fimmta sinn sem verkið er sýnt hér á landi. Þá koma þrjár gestasýningar norður: Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson frá Leikfélagi Reykjavíkur um mánaðamót september, Edith Piaf - dagskrá sem sett er saman úr sýningu Þjóðleikhúss verður flutt í Magnús Geir leikhússtjóri Fyrsta starfsár hans var eitt besta ár í sögu LA. Guðjón Davíð Karls- son í Pakkinu á móti Tímabær hrollur fljós nýlegra atburða ÍBret- landi sem fékk fínar við- töku i vor. nóvember og Ævintýrið um Auga- stein, gestasýning frá Á senunni kemur í desember. Þá er von á Ausu á ný í janúar, en þar fer Ilmur Krist- jánsdóttir á kostum í hlutverki m'u ára einhverfs ofvita. LA er rekið með stuðningi Akur- eyrarbæjar á gmnni samstarfs- samnings við ríkið um reynslusveit- arfélög. LA á í víðtæku samstarfi við ólíka aðila: Ásprent, Egils, Eimskip, Flugfélag íslands, KEA Hótel, Landsbankann, Norðurorku, Morg- unblaðið, Olís, Símann og VISA sem styrkja starfsemina með ýmsu móti. m í dag og á morgun lýkur kirkjulistahátíð í Hallgrimskirkju og verður margt á seiði á Skólavörðuholtinu Gleðisöngvar, gerningar og passíaflutningur Laugardagur 12.00 Tónlistarandakt Biskup íslands, herra Karl Sigur- bjömsson, flytur bæn og hugvekju. Hátíðarkór kirkjulistahátíðar syngur. 12.30-18.00 Með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim Markaður á Hallgrímstorgi, m.a. í samvinnu við Sólheima í Grímsnesi. 18.00 Kórtónleikar Hamra- hlíðarkórsins Verk eftir Arvo Párt, Olli Kortek- angas, Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Hauk Tómasson og Hafliða Hallgrímsson. Söngvarar er á afdrinum 16-22 ára, en kórinn hafa verið glæsilegir full- trúar íslenskrar kórtónlistar á þriðja áratug undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Kórinn syngur nú í fyrsta skipti í kirkjulistahátíð. 22.00 Röddun Gjömingur Rúríar sem var sér- pantaður fyrir hátíðina er umfangs- mikið verk sem á sér stað í tíma og rými. Hér er um að ræða fjöltækni- verk (multi-media), þar sem notuð er myndvörpun, fjölrása hljóð, orgel og fleira en spuni flytjenda er mikil- vægur þáttur verksins. Meðflytj- endur verða Hörður Áskelsson, org- anisti Hallgrímskirkju, Tjörvi Jóhannsson og Guðmundur Vignir Karlsson. Verkið er skapað sérstak- lega fyrir hátíðina og það rými sem hýsir það. Gjörningurinn verður einu sinni, laugardag 27. ágúst kl. 22. Sunnudagiir 11.00 Hátíðarmessa með Fjallræðunni Biskup íslands, Herra Karl Sigur- bjömsson, prédikar. Með honum þjóna sr. Sigurður Pálsson, sr. Krist- ján Valur Ingólfsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Bára Friðriks- dóttir. Fmmflutt verður verkið Drottinn er styrkur minn eftir John A. Speight fyrir sópran, kór, 12 málmblásara, pákur og orgel. Flytjendur: Elín Ósk Óskarsdóttir sópran, Hátíðarkór kirkjulistahátíðar, málmblásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit íslands, Björn Steinar Sólbergsson orgel, Eggert Pálsson pákur. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Dómkórinn í Osló syngur undir stjórn Terje Kvam. 12.30-17.00 Með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim Markaður á Hallgrímstorgi, m.a. í samstarfi við Sólheima í Grímsnesi. 15.30 Trond Kverno ræðir um verk sitt, Mattheusarpassíu. 17.00 Mattheusarpassía eftir Trond Kverno fyrir kór, fimm einsöngvara og söngflokk án undirleiks Rómað verk frá 1986 sem hlotið hefur lof víða um heim, m.a. í söng- för kórsins til Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Flytjendur: Vox evangelistae: Marianne Hirsti, cantus, Marianne E. Andersen, altus, Ian Partridge, tenor I, Joseph Cornwell, tenor II, Rúri við uppsetningu verka sinna í síðustu viku / kvöld verður fluttur i fyrsta og eina sinn gerningursem tengist innsetningum myndlistarkonunnar. Hann byggist á fjöltækni I mynd og hljóðvörpun og hefst kl. 22. Njál Sparbo, bassus. Vox Christi: David Martin, altus, Jon English, tenor I, Colin Campbell, tenor II, Thomas Guthrie, bassus I, Graham Titus, bassus II. Dómkórinn í Osló. Stjórnandi: Terje Kvam. Kirkjulistahátíð lýkur með túlkun samtímans á píslarsögu Krists en sem kunnugt er var Mattheusarpassía Bachs flutt á fyrstu dögum hennar. Höfundurinn, Trond Kvemo, eitt fremsta tónskáld Norðmanna um þessar mundir, nálgast viðfangsefni sitt með öðrum hætti en Bach gerði og víkur að því í þönkum um verkið sem finna má á vef hátíðarinnar : http://www.kirkj- an.is/kirkjulistahatid/?dag- skra_2005/vid- burdir/matteusarpassia_kvernos Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri Hamrahlíðar- kórsins Kórinn mun fdag koma fram á kirkjulistahá- tíð f fyrsta sinn og flytur þar úrval verka sem hann söng i sumar á ferð sinni um Kanada. í júníbyrjun og ágústlok máttu sex pör stilla saman strengi sína og búa til verk þar sem samankom reynsla þeirra af óvissuferð um landið, ólíkur uppruni og ólík reynsla. í kvöld og annað kvöld verða ávextir samstarfsins bornir fram Gesfabók hjartans Skráðu þig Um helgina verður blásið til sýninga sem slútta samstarfsverkefhi sjónlistanna, leiklistar og myndlistar sem stofnað var til á síðasta vori. Á vordögum vom tólf listamenn frá íslandi, Norðurlöndum og Eytrasaltslöndunum sendir út af örkinni í pömm. Þessi hópur var valinn úr fimmtíu manna hópi sem hingað kom til að bera saman bækur sínar og tengja saman ólík svið listanna: fimm daga návígi í óbyggðum fs- lands skóp hverju pari innblástur sem nú verður hvati að nýju verki. Nú er komið að því að sýna afr aksturinn. Áhugaverðir staðir Pömnum var svo gert kleift að finna sér staði til sýningarhalds en að þessu verkefni koma nokkrar stofnanir hér á landi í samstarfi við norrænar listastofhanir. Vekja staðimir nokkra forvitni um eðli og inntak verkanna. Leikhús, hrátt verksmiðjurými, öskjuhh'ðin, Nýlistasafinð og Sjóminjasafhið munu í dag og á morgun hýsa sýningamar sem flestar em stuttar. Dagskráin í dag hefst á sýningu Crust sem verður flutt í Borgarleikhúsinu kl. 18. Þar vinna saman þau Jaanis Garancs, myndlistarmaður og margmiðlun - frá Lettlandi; Kelly Davis, leikskáld og hljóðlistarmaður, sem starfar ýmist í Noregi og Bretlandi og Peder Bjurman, leikstjóri og leikskáld ffá Svíþjóð. Klink og Bank mun hýsa A Trans-it-Demo sem verður flutt í kvöld kl. 20. Þau Catherine Kahn, leik- stjóri/sjónrænn dramatúrg frá Noregi, Irma Stanaityte myndlistarkona, sem vinnur mest með ljósmyndun og margmiðlun, frá Litháen og danska myndlistarkonan Lise Skou standa að því. Að skrá sig í gestabók Klukkustund síðar verður Gestabók hjart- ans opnuð í Nýlistasafrúnu. Guestbook of the Heart varð til í samstarfi Söndm Jogeva, per- formanslistakonu frá Eistlandi og okkar kunna dansara Peters Anderson. Á morgun verður boðið uppá ferð ffá Ráð- húsi Reykjavíkur kl. 17.45. Þaðan liggur leiðin í Öskjuhh'ð þar sem flutt verður verkið Tapahtui/Það gerðist eftir þau Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur myndhstarkonu og Reijo Kela, dansara og danshöfund ffá Finn'andi. Kl. 19:30 verður haldið í Sjóminjasafhið á Granda þar sem Constructive Interference in Transition eftir þær Lene Boel danshöfund ffá Danmörku og Kati Áberg myndlistarkonu frá Finnlandi verður flutt. Rútan skilar svo sínum uppí Árbæ, en í Gallery 100° hjá Orkuveitunni verður opnuð sýning sem tengist verkefninu og ffumsýnd heimildarmynd Bjama Þórs Sig- urbjömssonar ArctictStic um leiðangra lista- mannanna ff á í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.